Þjóðviljinn - 16.09.1988, Page 20

Þjóðviljinn - 16.09.1988, Page 20
Verkamannafélagið Dagsbrun Ákveöiö er aö viðhafa allsherjaratkvæöagreiöslu viö kjör fulltrúa Verkamannafélagsins Dagsbrún- ar á 36. þing Alþýðusambands Islands 21. - 25. nóvember 1988. Tillögum um 25 aðalfulltrúa og jafnmarga til vara ber aö skila á skrifstofu Dagsbrúnar Lindargötu 9 miðvikudaginn 21. september 1988, fyrir kl. 16.00. Kjörstjórn Dagsbrúnar Allsherjar- atkvæðagreiðsla Allsherjaratkvæðagreiðsla veröur viöhöfö viö kjör fulltrúa á 36. þing Alþýðusambands íslands. Tillögur skulu vera um 18 fulltrúa og jafnmarga til vara. Tillögum, ásamt meðmælum eitthundrað fullgildra félagsmanna skal skila á skrifstofu fél- agsins, Skólavörðustíg 16, eigi síðar en kl. 11.00 fyrir hádegi föstudaginn 23. september 1988. Stjórn Iðju Auglýsing Fjármálaráðuneytið óskar að ráða starfsmann í hálft starf til sendistarfa. Umsóknir sendist fjár- málaráðuneytinu eigi síðar en 27. september n.k. Fjármálaráðuneytið 14. september 1988 Vistunarheimili - Öskjuhlíðarskóli Okkur vantar vistunarheimili á Stór- Reykjavíkursvæðinu fyrir tvo nemendur utan af landi, sem stunda nám í Öskjuhlíðarskóla nú í vetur. Nemendur fara heim í jóla- og páska- leyfum. Allar nánari upplýsingar um fyrirkomulag og greiðslur veitir félagsráðgjafi við skólann í síma 689740 fyrir hádegi. i Frá Tónlistarskóla TONUSMRSKOU KÓPNOGS Kópavogs Skólinn verður settur laugardaginn 17. septemb- er kl. 11.00 í Kópavogskirkju. Skólastjóri Auglýsið í Nýju Helgarblaði D/tGURMÁL ANDREA JÓNSDÓniR Bubbi kominn heim... ...og heldur hljómleika á fimmtudagskvöld á Hótel ís- landi... Þursaflokkurinn, að Agli frádregnum, leikur undir - lík- lega óhætt að mæla með þessum viðburði fyrirfram... undirrituð sló á þráðinn til Bubba: - Velkominn úr Skandinavíu- reisunni - hvernig hefurðu það? - Ja, ég er að vona að ég sé ekki með flensu - þarf að fara að skella mér í að æfa fyrir plötuna sem við Megas ætlum að gefa út fyrir jól. - Svo eru það hljómleikarnir á fimmtudaginn... - Ha?... nei, heyrðu - ég var næstum búinn að gleyma þeim - ég er svo spenntur fyrir plötunni að það kemst næstum ekkert ann- að að - þetta verður plata sem mig hefur dreymt um í mörg ár að gera- blús-djass, og við fáum Jón Pál gítarleikara til að koma frá Bandaríkjunum til að spila með okkur á henni... ég hef alltaf litið upp til hans eftir að hann spilaði í 79 af stöðinni (Vegir liggja til allra átta)... Tómas R. mun sjá um bassaleikinn... melódíuþem- að verður líkt og á Konu- plötunni. - Hvernig var í Skandinavíu? - Gott, en erfitt... þetta voru miklar vegalengdir og hljóm- leikarnir margir... en þetta gekk vel upp - það auðveldaði mér líka hvað Moon in the gutter (Skapar fegurðin hamingjuna) varð vin- sælt í Svíþjóð - var í 13. sæti þar í ágústbyrjun... ég fylgdist reyndar ekkert með því eftir það... Við héldum hljómleika í Noregi, Finnlandi og Danmörku, auk Svíþjóðar. - Er einhver munur á að spila fyrir þessar þjóðir? - Nei, það finnst mér ekki - það var gomma af öskrandi fólki allsstaðar, staðráðnu í að skemmta sér... það er frekar að maður finni mun á sjálfum sér milli konserta, það kemur fyrir að maður er ekki nógu vel upp- lagður en maður reynir alltaf að gera sitt besta; áheyrendur eru held ég gagnrýnni þarna úti en hér... ef fólk er ekki prófessjón- alt, sérstaklega í Svíþjóð, þá er það púað niður... þessi ferð var Bubbi Morthens - sjö árum fyrir Skandinavíuhljómleikaferðalagið... mjög góður skóli fyrir mig, ég gat skoðað sjálfan mig og endur- metið... ég kom allsstaðar fram einn með kassagítar. - En hvað fáúm við að heyra á fimmtudaginn? - Bæði gamalt og nýtt jafnvel lög sem búið er að semja fyrir plötu okkar Megasar... annars eru þessir hljómleikar aðallega til að skemmta mér sjálfum - það er svo langt sfðan ég hef spilað með hljómsveit... en ég vona að aðrir hafi líka gaman af... ...Sykurmolarnir líka ... þeir héldu síðasta konsert sinn -í bili — í Bandaríkjunum sl. þriðjudagskvöld - í Boston. Ekki lítur þó út fyrir neitt frí í bráð, því að í bígerð er hljómleikaferð um Suður- og Mið-Evrópu, 'agasmíð ar þurfa sinn tíma og aftur fara þau til Bandaríkjanna seint á þessu ári í auglýsingaferð og til að koma fram í þeim fræga sjón- varpsþætti þar í landi Saturday Night Live... reyndar eru samn- ingar þar um ekki full frá gengnir... já, og lokakonsertinn í Boston mun hafa gengið voða vel... Hörður og Kiss Þessar tvær klausur áttu að birtast um síðustu helgi,en „duttu“ út... skömminni skárra er þó seint en aldrei. Fullt Tungl hjá Herði Hörður Torfason hélt sína ár- legu afmælistónleika síðastliðið sunnudagskvöld, 4. september, fyrir að heita má fullu Lækjar- tungli. Eins og venjulega flutti hann bæði gamalt og nýtt efni sitt og voru hljómleikarnir hljóðrit- aðir. Fyrir hlé átti Hörður í dulítilli baráttu við gítarinn sem ekki var sáttur við að halda sömu stillingu allan tímann... en áheyrendur voru stilltir inn á annað en svo- leiðis smámuni og nutu huggu- legrar kvöldstundar... þetta var annars skemmtilega blandaður og breiður hópur, bæði í aldri og stfl. Fyrir þá sem ekki vita má geta þess að Lækjartungl er það sem áður var Nýja bíó... alveg ágætis skemmtistaður. Leiörétting á leiðréttingu ofan Poppskríbenti Þjóðviljans skaust rækilega í skrifum um Kisshljómleikana um síðustu helgi, og hefndist þar fyrir trú- gimina. Eins og fram kom var enginn kynnir á hljómieikunum og fór alveg fram hjá mér að fyrsta hljómsveitin kynnti sig. Því var eina ráðið að spyrjast fyrir og fleiri en einn voru á því að þetta væri Gildran - ég féll sem sagt í hana... þetta var nefnilega Ljós heimsins... margur sem ekki hef- ur áttað sig á því gegnum tíðina. En ekki er það allt búið enn, aðal skandallinn eftir: Eiríkur Hauksson var þarna hvergi við- staddur... er í útlandinu... Þórð- ur Bogason heitir hann söngvari Foringjanna (ég fer með sjón- auka næst í þessa aflöngu Reiðhöll)... Hér með eru allir sem urðu ergilegir, hneykslaðir, móðgaðir eða leiðir út af þessum asnaskap mínum beðnir afsökun- ar... ætli hann útheimti ekki við- töl við þessar hljómsveitir?... sjáum til. IRISH HEAKTKEAT VAN MORRISON ktTHE CHIEFTAINS Ég vil endilega koma þessari skemmtHegu mynd á framfæri, en hún átti að fylgja umsögninni um plötu Vans Morrisonar og Chieftains sem birtist sl. föstudag: Van Morrison erhérí miðjum hóp Höfðingjanna, frakkaklæddur með grifflur. Honum á hægri hönd er meðútsetjari hans á þessari plötu, sekkjapipu- leiarinn Paddy Moloney, við hlið hans flautuleikarinn Matt Molloy og lengst til vinstri á myndinni Kevin Conneff, sem tekur lagið með Morrison á plötunni, syngur m.a. á ekta gelísku I laginu Tá mo chleamhnas déanta... auk hans koma við söng þrjár bakraddastúlkur: Mary Black, June Boyce og Maura O’Connell. Lengst til hægri á myndinni, með staf og gleraugu, er hörpu- og hljómborðsleikarinn Derek Bell, við hlið hans fiðlarinn Martin Fay og loks annar fiðlari til, Sean Keane. Þess má svo geta að auk þess að vera forsöngvari á þessari plötu leikur Van Morrison á gítar og trommur. 20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.