Þjóðviljinn - 16.09.1988, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 16.09.1988, Blaðsíða 21
MENNING Fréttaljósmynd ársins, eftir Anthony Suau, Black Star, New York. Sonur konunnar var handtekinn ásamt þúsundum annarra, þegar þeir reyndu að sanna kosningasvik í kosningunum í S-Kóreu í desember 1987. Fréttaljósmyndir 88 Hluti myndanna úr World Press Photo til sýnis í Listasafni ASÍ Hin árlega fréttaljósmynda- sýning World Press Photo stend- ur nú yfir í Listasafni ASÍ, og eru til sýnis 125 af þeim rúmlega níu þúsund myndum sem sendar voru í keppnina þessu sinni. Upphaf keppninnar er rakið til ársins 1956, þegar nokkrir hol- lenskir fréttaljósmyndarar bund- ust samtökum um að efna til al- þjóðlegrar samkeppni um bestu blaðaljósmyndirnar. Var tilgang- urinn meðal annars að vekja áhuga almennings á fréttaljós- myndum auk þess sem sam- keppnin var liður í baráttunn fyrir frjálsri fréttamiðlun heiminum, og auknum skilningi manna og þjóða í milli. Þessi óformlegu samtök urðu smám saman að stofnuninni World Press Photo Foundation, sem árlega gengst fyrir fréttaljós- myndasamkeppni. í ár voru veitt verðlaun í 9 efnisflokkum, auk þess sem allmargar ljósmyndir hlutu sérstaka viðurkenninga. Sýningin stendur til 25. sept- ember og er opin alla virka daga kl. 16:00-20:00, og kl. 14:00- 20:00 um helgar. Igor Utkin, PhotokhronikaTass, Moskvu, fékkfyrstu verðlaun (íþrótta- f lokknum fyrir þessa mynd af einum sigurvegaranna í íþróttakeppni á vegum blaðsins. Gleðilegur viðburður ífyrsta flokki telst þessi mynd eftir David Graves, The People, London, vera. Myndin ertekin við upptöku þögullar kvikmyndar eftir handriti Eric Sykes sem einnig lék einn burðarmannanna (2. frá vinstri). Atriðið ertekið íglaðasólskini. Myndasyrpur íflokknum vísindi og tækni. Thomas Stephan, Geo Magazine, Hamborg fékk fyrstu verðlaun fyrir þessa mynd sem hann tók af því þegar blóðsýni var tekið úr fimmbura fæddum þremur mánuðum fyrir tímann. NÝTT HELGARBLAÐ - þjöðVILJINN - SÍOA 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.