Þjóðviljinn - 16.09.1988, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 16.09.1988, Blaðsíða 22
Ragnar Arnalds: Ég hef alltaf verið hrifinn af sveitalífinu Sýslumaður sýnir Örlygi á lllagili upphaf Sinfóníunnar. Valdimar Örn Flygenr- ing og Gunnar Eyjólfsson. Sveitasinfónía Á fimmtudaginn kemur, þann 22. september, hefst síðasta leikár Leikfélags Reykjavíkur í Iðnó með frum- sýningu á nýju leikriti eftir Ragnar Arnalds. Leikritið heitir Sveitasinfónía og eins og nafnið bendir til er efni þess bæði sinfónía og sveit. Auk hljómkviðu mikillar sem sýslumaður staðarins hefur samið og hyggst láta sveitunga sína flytja, fjallar leikritið um mannlega hljóm- kviðu í íslenskri sveit. Sveitasinfónía gerist á einum vetri og er mikið um að vera í sveitinni; sýslumaður undirbýr sinfóníuflutning, hreppstjórinn hyggst gifta sig, bindindismenn og bruggarar láta til sín taka, og miklar deilur eru uppi um hvort byggja eigi virkjun á staðnum. Þar að auki veður ólmur graðfoli um allar sveitir og veldur meðal annars því að náttúra mannanna leitar út fyrir þau takmörk sem opinber siðfræði setur. Eins og nærri má geta verður blanda allra þessara atburða til þess að ýmis- Íegt óvænt gerist, og eru ekki allir jafn ánægðir með málalok, enda erfitt að gera öllum til hæfis. Alls koma fimmtán persónur við sögu í Sinfóníunni, helstu framámenn sveitarinnar, sýslu- maðurinn, hreppstjórinn, prest- urinn og læknirinn, auk hús- freyja, bænda og heimasætunnar ungu, svo einhverjir séu nefndir. Þar sem því hefur verið hvíslað að persónur þessar og atburðir eigi sér ef til vill ákveðnar fyrirmyndir í raunveruleikanum, liggur auðvitað beinast við að spyrja höfundinn hvort svo sé. Gróskumikil * alþýðumenning - Það er ekkert í söguefninu sem hefur raunverulega gerst, segir Ragnar Arnalds, - og engin lifandi fyrirmynd að neinni per- sónanna. Hinsvegar má kannski segja að einstakir drættir í per- sónulýsingum og margar hug- myndir í söguþræði eigi sér ýmsar fyrirmyndir eins og gengur. Þetta er þjóðlífslýsing, lýsing á grósku- mikilli alþýðumenningu. - Það er ekki tilgreint hvar á landinu leikurinn gerist, enda skiptir það ekki máli. Þetta gerist fyrir 15 til 20 árum, í þröngum dal á milli hárra fjalla, væntanlega fyrir vestan eða norðan, - eða austan. Ekki allfjarri dalnum er lítill þéttbýliskjarni sem heitir Tangi, og þar búa sýslumaður- inn, lögreglumaðurinn og læknir- inn, en þeir koma allir mjög við sögu. Þarna stendur til að byggja virkjun sem er umdeild, enda þýðir bygging hennar að land fer undir vatn. Þar að auki er afrétt- arlandið ofbeitt, og þannig kom- sónur eða er eitthvert þema sem skiptir meira máli en annað? - Ástarsagan er meginstefið en virkjunar- og bindindismálin undirstef. Örlygur á Illagili, sem er þó í brennideplinum; er ekki endilega meiri aðalpersóna en hver annar. Kannski er hesturinn Stjarni aðalpersónan, þótt hann sjáist að vísu aldrei. Hann veður um sveitina og óhætt er að segja að hann sé mikill örlagavaldur. - Auðvitað hefði mátt velja eitt af þessum ólíku málum, til dæmis virkjunarmálið, og láta leikritið fjalla eingöngu um það. Og oft hafa verið samin leikrit með ótvíræðari aðalpersónum. í leikritagerð hefur þróunin stefnt meira í þá áttina. En mér er eðli- legra að lýsa lífi fólksins frá mörg- um hliðum, og held mig þess vegna við sömu aðferðina og í Uppreisn á ísafirði, er með marg- ar persónur sem skipta máli. Þarna rekast á ýmis sjónarmið, eins og þeirra sem stjórna fjár- málunum og þeirra sem lifa fýrir líðandi stund eins og oft vill verða. Það tvinnast saman mörg stef og söguþráður er nokkuð flókinn og margþættur, en þannig væri það líka ef þessir atburðir hefðu gerst í einhverri sveitinni hér á landi. Hvað er framundan á ritvellin- um? Ertu með nýtt leikrit á prjón- unum? - Sá sem er kominn af stað er auðvitað alltaf með eitthvað í pokahorninu. Ég kláraði Sveita- sinfóníu nokkurnveginn á síðasta ári, og er með ýmis verkefni sem ég hleyp í þegar færi gefst. En nú er mikil óvissa í stjórnmálunum, eins og allir vita, og kannski kosningar framundan, svo það er satt að segja afskaplega ólíklegt að ég hafi tíma til að gefa mig að ritstörfum á næstunni. Þórhallur Sigurðsson leikstýrir Sveitasinfóníu, tónlistin er eftir Atla Heimi Sveinsson, og Sigur- jón Jóhannsson hannar leikmynd og búninga. Örn Árnason leikur hreppstjórann, Valgerður Dan systur hans Soffíu, og Sigríður Hagalín móður þeirra. Gunnar Eyjólfsson er sýslu- maðurinn söngelski, Valdimar Örn Flygenring Örlygur á Illagili, Margrét Ákadóttir Emma kona hans, Þorsteinn Gunnarsson Jós- ef prestur og Edda Heiðrún Backman heimasætan dóttir hans. Björn stórbóndi á Grund er leikinn af Sigurði Karlssyni, Jón Hjartarson er Mundi bóndi, Steindór Hjörleifsson Friðrik lögreglumaður og Jakob Þór Ein- arsson Ólafur læknir. Börnin eru leikin af Guðjóni Kjartanssyni, Flóka Guðmundssyni, Helgu Kjartansdóttur, Sverri Erni Arn- arsyni og fleirum. LG Sveitin ágætt yrkisefni Er einhver sérstök ástœða fyrir því að þú velur þér sveitina að yrkisefni? - Ég hef alltaf verið hrifinn af sveitalífinu. Ég hef haft mikil kynni af sveit og sveitalífi, hef kynnst því vel í gegnum mitt starf, og finnst það vera ágætt yrkisefni. Ekki síst núna þegar landbúnaðurinn á undir högg að sækja og'Sveitirnar virðast vera á góðri leið með að tætast upp. - í leikritinu er ég auðvitað að dásama þessa þrotlausu iðju áhugamanna, sem að vísu hafa ekkert lært til verka, en gera kraftaverk í menningarmálum með bjartsýninni einni. Allir þekkja bókmennta- og sagn- fræðiáhuga fólks í sveitum, þetta gríðarlega kórastarf sem blóm- strar alls staðar, og svo áhuga- mannaleikfélögin. - Alexander sýslumaður er sérstakt tákn um þennan menn- ingaráhuga. Hann er fremstur í flokki þeirra sem eru að undirbúa stórkostlega menningarhátíð, enda er hann allt í senn, tónskáld in næg tilefni til hagsmunaá- rekstra. - Ég er ekki að lýsa neinum tilteknum deilumálum, til dæmis með virkjunarmálinu. Ótal mál af þessu tagi hafa komið upp hér á landi og eiga eftir að koma upp. og ljóðskáld, og grúskari í forn- um fræðum, hefur þegar gefið út tvær bækur um dularfull fyrir- brigði í hreppnum. Hann er sam- nefnari fyrir marga ágæta menn sem hafa verið miklir menning- arfrömuðir í hjáverkum. Bændur í réttastemmningu. Jón Hjartarson, Sigurður Karlsson og Valdimar Örn Flygenring. Þórhallur Sigurðsson og Ragnar Arnalds fyrir æfingu á Sinfóníunni. Myndir - Jim Þarna eru ýmsir hlutir sem geta minnt til dæmis á Blöndudeiluna, en í mörgum hreppum ultu úrslit hennar á einu atkvæði. En svo er ef til vill eitthvað sem minnir meira á Laxárdalinn. - Sama má segja um deiluna um hestinn, deilumál á milli Hún- vetninga og Skagfirðinga um óbeislaða stóðhesta voru mjög al- geng fyrir um 25 til 30 árum. Svo eru bæði Húnvetningar og Skag- firðingar mjög tónelskir... En þetta á líka allt við um aðra landshluta. Stjarni örlagavaldur Nú koma margir við sögu og blandast saman mörg ólík þemu. Finnst þér hœgt að benda á ein- hverjar persónur sem aðalper- 22 SÍÐA - WÖÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ -

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.