Þjóðviljinn - 16.09.1988, Qupperneq 23

Þjóðviljinn - 16.09.1988, Qupperneq 23
Gunnar í F.Í.M. Á morgun verður opnuð sýn- ing á verkum eftir Gunnar Karls- son í F.Í.M.-salnum Garðastræti 6. Gunnar er fæddur að Hellu- vaði Rangárvallarsýslu 1959. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands 1975-79 og við Listaaka- demíuna í Stokkhólmi 1980-82. Veturinn 1983-84 var hann styrk- þegi Norrænu listamiðstöðvar- innar. Þetta er þriðja einkasýning Gunnars. Sýningin verður opin frá kl. 14-19 alla daga nema mánudaga og stendur til 2. okt. Allir veru velkomnir meðan hús- rúm leyfir. Helga og Hallveig segja söguna af Rúsínu. Músin Rúsína Brúðuleikhús í Gerðu- bergi Sunnudaginn 11. september frumsýndi Sögusvuntan í Reykja- vík Söguna af músinni Rúsínu" eftir Hallveigu Thorlacíus í leik- stjórn Brynju Benediktsdóttur. Sagan af músinni Rúsínu er leikbrúðuverk og stjórnendur brúðanna eru Hallveig Thorlací- us og Helga Arnalds. Sögusvunt- an hefur í samvinnu við menning- armiðstöðina Gerðuberg staðið fyrir sýningum fyrir dagvistunar- heimiÚ í Breiðholti með svipuðu sniði og gert var á Brúðudögum Gerðubergs fyrir tæplega tveimur árum, við góðar undir- tektir yngstu kynslóðarinnar. Tvær sýningar verða fyrir al- menning á morgun kl. 14 og 16. Verð miða er 250 krónur. Sýning- ar eru í Gerðubergi. Fontana Musicale Með barokk tónlist að markmiði Þessa dagana er staddur hér á landi barokkkvartettinn „Font- ana Musicale". Kvartettinn er á leið til Bandaríkjanna til tón- leikahalds, en hefur viðkomu hér til að sækja blokkflautur sem blokkflautusmiðurinn Adrian Brown hefur smíðað fyrir þau. Einnig halda þau tónleika í Nor- ræna húsinu á sunnudag k. 17. „Fontana Musicale" var stofn- að fyrir sex árum með það mark- mið að flytja barokktónlist, sem samin hefur verið fyrir tvær blokkflautur og undirleik. Kvart- ettinn skipa þau Ulli Mauerhofer og Gerd Lunenburger, blokk- flautur, Marcy Jean Bölli, gömbu og Wolfgang Zerer, sembal. „Fontana Musicale“ hefur haldið tónleika og spilað í útvarp víða um Evrópu og 1984 unnu þau önnur verðlaim í alþjóðakeppn- inni „Musica Antiqua“ í Brugge í Belgíu. HUGVEKJA E.M.J. um kyniaverur Án þess að menn hafi veitt því mikla eftirtekt hefur á síðustu áratugum orðið menningarbylt- ing á Vesturlöndum, sem er svo róttæk að flestir slíkir viðburðir, jafnvel þau miðstýrðu upphlaup stráklinga sem nefnd voru „menningarbylting“ í Miðríkinu, blikna í samanburði við hana. Hér á ég við það hvernig hin forna klassíska menning, sem allt andlegt líf Evrópu var öldum saman grundvallað á, hefur nán- ast því þurrkast út, fyrst í skóla- kerfinu þar sem latína er naumast kennd lengur, og síðan í þjóðfé- laginu. Jafnvel endurminningin um latneska tungu er svo mjög fyrnd, að maður hefur heyrst segja í útvarpi að fundi hafi verið frestað „sæn dæ“ fyrir „sine die“, og fræðimenn vitna í classicos (ef þeir vita á annað borð að þeir eru til) f einhverjum vafasömum þýð- ingum á Norðurlandamálum. Fæstir vita lengur hverjir Akkil- les eða Ódysseifur voru, eða kunna skil á ævi þeirra og ferð- um, menn halda að sírenur séu einungis hljómhorn á slökkviliðs- og lögreglubílum, og þeir þekkja Rómaveldi hið forna ekki einu sinni í gegnum kvikmyndina „Quo vadis?“ í stuttu máli hefur klassísk menning algerlega misst það hlutverk að vera almenn við- miðun í andlegu lífi - nema þá kannski að einhverju leyti í þeirri fáránlega afskræmdu mynd sem sálgreiningarkenningin gefur af henni - og er naumast til lengur nema í merkingarsnauðum brot- um. Innan skólakerfisins var hæg- fara útrýming klassískrar menntunar réttlætt jafnóðum með því, að það þyrfti að nota tímann til að kenna vísindi nútím- ans. Var þeirri blekkingu reyndar haldið uppi, að minni kennsla í klassískum fræðum þyrfti ekki að hafa í för með sér minni þekkingu nemenda í þeim, þar sem náms- efnið yrði nú einskorðað mun betur en áður við aðalatriðin, sjálfan kjarna málsins, og fyrst og fremst yrði sleppt óþarfa aukaat- riðum, „málfræðistaglinu“ og þvíumlíku. En þótt enginn geti lengur trúað á þessa blekkingu, þar sem afleiðingarnar eru svo sem nógu skýrar, eru sjálfsagt margir sammála um að stefnan hafi verið rétt: er nokkurt rúm fyrir þekkingu á dauðum tungu- málum, gamalli goðafræði og framandi bókmenntahefð í heimi, þar sem vísindi og tækni eflast jafn ört og krónan lækkar á Skerinu, myndu menn spyrja. Er slík þekking til annars en trafala, þegar mestu máli skiptir að til- einka sér hverja einustu tækniný- jung sem er að ganga og einblína á framtíðina eins og naut á ný- virki? Hvað sem öðru líður getur eng- inn efast um að vísindin, og sú tækni sem á þeim byggist, eflast nú meir en nokkru sinni fyrr, þannig að allur gangur Aristotel- esar og Newtons í þeim efnum er ekki annað en hænufet miðað við sjömflnaskó arftaka þeirra í nú- tímanum. Dæmin sem við höfum fyrir augunum eru næstum ótrú- leg: nú eru menn jafnvel komnir vel á veg með það sem fyrir skömmu var talið ógerlegt, að ráða þann undarlega dulmálslykil sem skilaboð erfðafrumanna um myndun nýrra einstaklinga eru letruð með, og áður en það verk er hálfnað hafa menn þegar fund- ið upp tækni til að breyta skila- boðunum. Vísindamenn hafa sem sé komist að raun um að skilaboðin eru fest á tvöfaldan gorm (á nokkuð keimlíkan hátt og þann sem Inkar höfðu í hnúta- letri sínu), þeir hafa staðsett á- kveðna þætti þeirra á gorminum og fundið upp aðferð til að klippa hann sundur á ákveðnum stöð- um, bæta inn í hann eða festa saman hluta af ólíkum gormum. Fara þeir því að líkt og meistarar orðsins nota einingar tungumáls- ins, orð, málshætti og fastar setn- ingar, til að búa til ný og áður óheyrð skilaboð, og þannig geta orðið til einstaklingar af alveg nýjum og áður óþekktum teg- undum, sem koma inn í okkar jarðnesku veröld „eins og þjófar úr heiðskíru lofti,“ svo hliðstæð- unni sé haldið áfram. Er þá ekki mikilvægara, svo aftur sé vikið að þeirri spurningu sem borin var fram rétt áðan, að kunna skil á þessum dulmálslykli en geta lesið og túlkað á alla kanta „urbs ant- iqua fuit...“ (Fyrir fáfróða les- endur er kannski rétt að taka fram að þetta gullkorn latneskrar ljóðlistar útleggst: „Hér stóð bær...“). Er það ekki köllun nú- hvaða gagn mætti hafa af „erfða- verkfræði" nútímans, einum þrjú þúsund árum áður en hún varð til, en það er kaldhæðni örlag- anna að mönnum dylst þetta vegna þess einmitt hvernig nýju vísindin hafa rutt burtu hinum klassísku fræðum. Lítum nú svolítið nánar á fáein dæmi af fjölmörgum. Ekki er þörf að dvelja lengi við sum þeirra, t.d. kerberos, hundinn þríhöfða sem gætti inngangs undirheima og Ódysseifur lenti í þegar hann var þar á ferð. Ef maður vill t.d. draga sig í hlé frá skarkala heimsins innst í mörg- hundruð fermetra villunni sinni og hæstaréttarlögmaður er farinn að rjátla við dyrnar og ætlar að skoða bókhaldið í fyrirtækjasam- steypunni sem fór á hausinn í gær, er augljóst hve hentugt það væri að senda bara á móti honum eina slíka skepnu sem getur gelt ógurlega í þreföldu stereó með þremur kjöftum eða glefsað með tímamannsins að grípa fram fyrir hendurnar á heimshönnuðinum, eða hver það nú er sem hefur stjórnað þessu hingað til, og ger- ast herra þróunarinnar? Það er þeim mun brýnna að sinna þessu nýja hlutverki, sem nútímamönnum er nú boðið, að hingað til hafa vísindamenn ekki sýnt sérlega mikil tilþrif í leiknum. Til hvers hafa þeir eiginlega beitt þessari nýju tækni? Til að búa til bakteríur sem éta steinolíu, flugur með nokkra viðbótarvængi, risamýs og þvíumlíkt, og verður tæpast sagt að þessar nýju lífverur auðgi tilveruna sérlega mikið. Þær hug- myndir sem eru uppi um ný sköpunarverk virðast ekki burð- ugri, en þær snúast fyrst og fremst um bakteríur sem valdi nýjum og banvænum sjúkdómum og hægt sé að nota í sýklahernaði (en vegna spánna um kjarnorku- þorra njóta nú slíkar hugmyndir endurnýjaðra vinsælda meðal Harmagedóns-leiksveina), og kannski um uxa með marga hala sem væru arðvænlegir til súpu- gerðar. Þetta hlýtur mönnum að finn- ast heldur takmarkað hugarflug. En nú vill svo undarlega til, að það eru kannski einkum fróð- leiksmenn og rýnendur klassískra bókmennta, lista og goðafræði sem koma auga á það. Þeirra fræði eru nefnilega barmafull af hinum margbreytilegustu kynja- verum, sem eru skaptar nákvæm- lega eins og þær séu sprottnar upp úr ýmiss konar sambræðslu ólíkra erfðagorma en gætu augljóslega verið bæði til mikilla nytsemda og til nýrrar fyllingar í lífinu á þessum hnetti. Þannig er eins og höfundar hinnar fornu goðafræði hafi séð það fyrir jafnmörgum, eða þá afsannað þá kenningu að hundur sem geltir bíti ekki. Þá fengi maður heldur betur að vera í friði fyrir ofsókn- um umheimsins, meðan maður stofnsetur fyrirtækin, og er ekk- ert því til fyrirstöðu að setja sam- an nokkra gormsparta svo úr verði þess háttar hvutti, athafna- mönnum til hugarhægðar, nú þegar búið er að leyfa hundahald í Reykjavík. Önnur dæmi eru flóknari. Ein af þeim kynjaverum sem maður mætir fljótlega þegar hann byrjar ferð sína inn í gríska goðsagna- veröld er kentárinn, sem er hest- ur að neðan, en svo rís upp efri hluti mannsbúks með manns- höfði, öxlum og handleggjum þar sem hálsinn er á hestinum. Heimkynni kentáranna voru fjöll og heiðar, þar sem þeir brokkuðu um í friði og ró, og hafa fomar heimildir margt um þá að segja: þeir vora snjallir í boglist og veiðum, og af því að þeir kunnu skil á grösum voru þeir góðir í lækningum, en einnig kunnu þeir mikið fyrir sér í tónlist. V.ar Akk- illes í læri hjá kentárnum Kíroni og lærði af honum allar þessar listir. En hugmyndin hefur lengi svifið yfir vötnum. Það er eins og í orðum skáldsins „maður og hestur þeir eru eitt“ sé fólginn spádómur um að eitt sinn muni kentárar prýða íslenskt landslag, enda er augljóst hve mikla nyt- semd mætti hafa af þeim á Skerinu: í stað þess að senda vinnandi bændur á hestbaki í göngur í september mætti senda kentára eina síns liðs í báðum þessum hlutverkum til að smala rollunum saman, og í ófærum að vetrariagi gætu þeir farið milli bæja og kennt börnum og öðrum tónlist og grasalækningar. Eitt er ótalið enn: þeir gætu setið í nefndum og ráðum sem fulltrúar ferfætlinga í umræðum um vandamál landbúnaðar, og væri hagsmunum allra aðila þá fyrst borgið, enda gætu kentárar myndað álitlegan þrýstihóp. Einn ljóður er þó á ráði kent- ára: þeir eru dálítið drykkfelldir. En þær lýsingar sem til eru á því athæfi þeirra hljóta að snerta sér- stakan streng í brjósti Mör- landans: „Vínið varð Kentárin- um að tjóni, hinum nafnfræga Evrytíóni, þá hann kom til Lap- ítalands í höll hins hugstóra Pírí- þóuss; því þegar hann var búinn að drekka frá sér vitið, varð hann óður og hafði illt í frammi í húsi Píríþóusar, urðu kapparnir þá gramir, stukku upp, og drógu hann út í gegnum forstofuna, og sniðu af honum nef og eyru með hörðu járni; en hann sem ekki vissi sitt rjúkandi ráð, dróst í burt, og bar skaða sinn í ráð- leysu...“ (Ódysseifskviða, 21. þáttur). En íslendingar kynnu ráð til þess nú á dögum að kentár- ar færu sér ekki að voða með kendiríum: það væri auðveldlega hægt að senda þá í meðferð og þyrfti sennilega ekki nema litlar lagfæringar á Vogi til að koma þar upp móttökuaðstöðu fyrir sauðdrukkna kentára. Þannig bendir ýmislegt til þess, að ís- lendingar gætu öðrum fremur tamið kentára og hagnýtt sér hæfileika þeirra: þeir gætu jafnvel kennt þeim tölt, sem ekki er hægt að sjá af fornum heimild- um að þeir hafi kunnað. Þegar lengra er komið inn í grísku goðsagnaveröldina verða fyrir manni margvíslegar kynja- verur aðrar, og má meðal þeirra nefna sírenurnar, sem Ódysseifur komst einnig í tæri við. Áð sögn meistara Óvíds voru þær e.k. fuglar með meyjarhöfuð (búkur- inn eins og á sjófugli, segja aðrir til nánari skýringar), og herma fornar heimildir, að þær hafi skarað fram úr í sönglist og gjarnan flogið í kringum ferða- menn og sungið þeim ljóð, en einnig munu þær hafa kunnað margvísleg fræði, og hafa þau verið efni ljóðanna. Við íslenskar aðstæður væru tamdar sírenur sérlega nytsamlegar: það væri hægt að hafa þær til leiðsagnar og til að leita að ferðamönnum sem hafa álpast út í fen og foræði, og vegna þess búnings sem þær færa fræðin í, væru þær góðar til kennslu að vetrarlagi í þeim skólum úti á landsbyggðinni sem svo erfitt er að manna. í þjóðfé- lagi okkar tíma myndu þær vitan- lega syngja nemendum stærð- fræðileg (eða tölvufræðileg) for- múluljóð. Einu má þó bæta við: vegna flugfimi þeirra og skarprar sjónar gæti jafnréttisráð tekið þær í þjónustu sína og falið þeim að fylgjast með því inn um eld- húsglugga að ballræðismenn svíkist ekki um í uppþvottinum, en hér mun koma eitthvað sem mér er betra að þegja um en segja um. Hvaða niðurstöður má nú draga af þessum dæmum? Ekki verður betur séð en þau bendi í þá óvæntu átt, að kannski hafi menningarbyltingin ekki verið eins þarfleg og menn héldu: kannski gæti þekking á kynjaver- um goðafræðinnar fornu einmitt stuðlað að því að leysa erfið og tæknileg vandamál athafna- manna, bænda, héraðsskóla og jafnréttisráðs. Skyldi sá tími koma, að erfðaverkfræðingum og öðrum slíkum vísinda- mönnum verði ráðlagt að læra grísku og latínu og sökkva sér niður í Hómer og Óvíd? e.m.j. - NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 23

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.