Þjóðviljinn - 16.09.1988, Blaðsíða 25
BARNAKOMPAN
Umsjón:
KRISTÍN VALSDÓniR
ANDRÉS GUÐMUNDSSON
Maður nokkur fór í langferö. Hann lét halda hund-
inum sínum eftir heima.
Hundurinn dvaldist oftast í vinnustofu húsbónda
síns og lá í stólnum hans. Eitt sinn ætlaði heimamað-
ur einn að nota stól húsbóndans. Hundurinn lá þá í
honum. Maðurinn skipaði hundinum að fara. Hund-
urinn varð heldur ófrýnn, og fitjaði upp á trýnið og
hreyfði sig hvergi. Þá kom manninum til hugar að
leika á hundinn. Hann gekk fram í dyr og kallaði á
kisu. Það stóðst seppi ekki. Kisa og hann voru engir
vinir. Hundurinn spratt upp af stólnum og hljóp út. Á
Kænn
hundur
meðan skaust maðurinn inn og settist ístólinn. Seppi
kom að vörmu spori inn aftur. Hann hafði engan kött
séð en þegar hann sá manninn í stólnum skildi hann
hvernig hafði verið leikið á hann. Hann lét þó á litlu
bera og lagðist út í horn. Þegar seppi hafði legið þar
örlitla stund fór hann að urra. Það ágerðist meir og
meir og að lokum hljóp hann á fætur og út í dyr. Þar
hamaðist hann og urraði og gelti eins og hann væri
óður. Maðurinn hélt að eitthvað óvenjulegt væri á
seyði. Hann gekk fram í dyr og litaðist um en sá
ekkert óvenjulegt og fór því inn aftur. Þegar hann
kom inn ívinnustofunaláseppi ístól húsbóndans. Þá
sá heimamaður hve vel seppi hafði leikið og áreitti
hann ekki frekar.
Orðakassi
Orðakassr
L ! B I n i K
0 ! K
Æ I N ! Ú I P
U j M Í S í Ð
R
K ! A ! S i T
L
D ! K | I
N | D i I ! J
Ý. I H ! A ! M I A ! R
H
S
T ! U
R ! S
íþessum stafakassa erufalin nöfn á dýrum og
hlutum semþúþekkir. Finndu orðin oggerðu
utan um þau hring. Notaðu myndirnar þér til
aðstoðar.
BARNAFRÉTTIR
WN\ +|QN\i/JW
24/étffííœrtá&a
Kápan af bókinni Á tíu fingrum um
heiminn, en Erlingur Páll Ingvarsson
hannaði hana.
Á tíu fingrum
um heiminn
Freknur og á tíu fingrum um
heiminn eru kaflaheiti í kennslu-
bók í píanóleik fyrir unga nem-
endur eftir Elías Davíðsson,
skólastjóra Tónlistarskóla Ólafs-
víkur.
í fyrri hluta bókarinnar, sem
kallast Freknur, eru 12 lög eftir
Elías, t.d. Tréfótavalsinn,
Skopparakringlurnar og Grýla og
Leppalúði. Sum laganna eru í ró-
legri kantinum, næstum því sorg-
leg einsog þú getur ímyndað þér
sértu að spila lagið Blús í minn-
ingu tryggs hunds, segir m.a. í
fréttatilkynningu frá íslenskri
tónverkamiðstöð, sem gefur bók-
ina út.
Síðari hiuti bókarinnar heitir Á
tíu fingrum um heiminn. í þeim
hluta lætur Elías píanóleikarana
ferðast um heiminn í tólf lögum.
Nemandinn fær m.a. að kynnast
íslenskum húsgangi, Indíána-
dansi, færeyskum dansi og tyr-
kneskum pipar.
í fréttatilkynningunni segir að
Elías leitist við að greiða úr flækj-
um lítilla putta með því að taka
sérstaklega fyrir erfið, tæknileg
vandamál. Elías hefur starfað
sem píanókennari í Reykjavík,
Ólafsvík og í Basel í Sviss, en þar
samdi hann flest laganna. Bókina
er hægt að kaupa í íslenskri tón-
verkamiðstöð, Istóni og í Hljóð-
færahúsi Reykjavfkur. Einnig er
hægt að fá hana í tónlistarskólum
á landsbyggðinni og í fáeinum
bókaverslunum. Kynningarverð
er 591 króna.
NÝTT HELGARBLAÐ - WÓÐVILJINN - SÍÐA 25
Tvö börn í Sælukoti á hugleiðslu-
stund.
Hugleidsla
á leikskóla
í Skerjafirði rekur Ananda
Marga hreyfingin sérstæðan leik-
skóla. Hann kallast Sælukot og
börnin sem sækja leikskólann
stunda hugleiðslu daglega.
Hugleiðslan fer þannig fram að
börnin verja nokkrum mínútum í
að hugleiða kærleikann og syngja
eða fara með í huganum andleg
orð, þ.e. Baba Nam Kevalam,
sem þýðir Kærleikurinn er allt
sem er.
Foreldrar barnanna og fóst-
rurnar segja að börn sem hugleiði
verði rólegri og eigi betra með að
einbeita sér.
V