Þjóðviljinn - 16.09.1988, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 16.09.1988, Blaðsíða 25
BARNAKOMPAN Umsjón: KRISTÍN VALSDÓTTIR ANDRÉS GUÐMUNDSSON Maður nokkur fór í langferð. Hann lét halda hund- inum sínum eftir heima. Hundurinn dvaldist oftast í vinnustofu húsbónda síns og lá í stólnum hans. Eitt sinn ætlaði heimamað- ur einn að nota stól húsbóndans. Hundurinn lá þá í honum. Maðurinn skipaði hundinum að fara. Hund- urinn varð heldur ófrýnn, og fitjaði upp á trýnið og hreyfði sig hvergi. Þá kom manninum til hugar að leika á hundinn. Hann gekk fram í dyr og kallaði á kisu. Það stóðst seppi ekki. Kisa og hann voru engir vinir. Hundurinn spratt upp af stólnum og hljóp út. Á Kænn hundur meðan skaust maðurinn inn og settist í stólinn. Seppi kom að vörmu spori inn aftur. Hann hafði engan kött séð en þegar hann sá manninn í stólnum skildi hann hvernig hafði verið leikið á hann. Hann lét þó á litlu bera og lagðist út í horn. Þegar seppi hafði legið þar örlitla stund fór hann að urra. Það ágerðist meir og meir og að lokum hljóp hann á fætur og út í dyr. Þar hamaðist hann og urraði og gelti eins og hann væri óður. Maðurinn hélt að eitthvað óvenjulegt væri á seyði. Hann gekk fram í dyr og litaðist um en sá ekkert óvenjulegt og fór því inn aftur. Þegar hann kom inn í vinnustofuna lá seppi í stól húsbóndans. Þá sá heimamaður hve vel seppi hafði leikið og áreitti hann ekki frekar. Orðakassi Orðakassíi L ■ B M i K i L í 0 K Æ N Ú | P Á E Ý U M s f | Ð S P R K A s > Í T l í A L i D K i I N ! d j i J E Ý H ! A I M I . i A R H *- S T U i R S íþessum stafakassa erufalin nöfn á dýrum og hlutum sem þú þekkir. Finndu orðin oggerðu utan um þau hring. Notaðu myndirnar þér til aðstoðar wstooar. & ^ (5 BARNAFRETTIR A Tím Fi/'kfcu*' i/4W Kápan af bókinni Á tíu fingrum um heiminn, en Erlingur Páil Ingvarsson hannaði hana. Á tíu fingrum um heiminn Freknur og á tíu fingrum um heiminn eru kaflaheiti í kennslu- bók í píanóleik fyrir unga nem- endur eftir Elías Davíðsson, skólastjóra Tónlistarskóla Ólafs- víkur. í fyrri hluta bókarinnar, sem kallast Freknur, eru 12 lög eftir Elías, t.d. Tréfótavalsinn, Skopparakringlurnar og Grýla og Leppalúði. Sum laganna eru í ró- legri kantinum, næstum því sorg- leg einsog þú getur ímyndað þér sértu að spila lagið Blús í minn- ingu tryggs hunds, segir m.a. í fréttatilkynningu frá íslenskri tónverkamiðstöð, sem gefur bók- ina út. Síðari hluti bókarinnar heitir Á tíu fingrum um heiminn. í þeim hluta lætur Elías píanóleikarana ferðast um heiminn í tólf lögum. Nemandinn fær m.a. að kynnast íslenskum húsgangi, Indíána- dansi, færeyskum dansi og tyr- kneskum pipar. í fréttatilkynningunni segir að Elías leitist við að greiða úr flækj- um lítilla putta með því að taka sérstaklega fyrir erfið, tæknileg vandamál. Elías hefur starfað sem píanókennari í Reykjavík, Ólafsvík og í Basel í Sviss, en þar samdi hann flest laganna. Bókina er hægt að kaupa í íslenskri tón- verkamiðstöð, ístóni og í Hljóð- færahúsi Reykjavíkur. Einnig er hægt að fá hana í tónlistarskólum á landsbyggðinni og í fáeinum bókaverslunum. Kynningarverð er 591 króna. Tvö böm í Sælukoti á hugleiðslu- stund. Hugleiðsla á leikskóla í Skerjafirði rekur Ananda Marga hreyfingin sérstæðan leik- skóla. Hann kallast Sælukot og börnin sem sækja leikskólann stunda hugleiðslu daglega. Hugleiðslan fer þannig fram að bömin verja nokkrum mínútum í að hugleiða kærleikann og syngja eða fara með í huganum andleg orð, þ.e. Baba Nam Kevalam, sem þýðir Kærleikurinn er allt sem er. Foreldrar barnanna og fóst- rurnar segja að börn sem hugleiði verði rólegri og eigi betra með að einbeita sér. NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 25

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.