Þjóðviljinn - 16.09.1988, Blaðsíða 29

Þjóðviljinn - 16.09.1988, Blaðsíða 29
V*%-*$t* í-'•%?**!*%-% \ -•» Myndbandaskólinn ÓLAFUR ANGANTÝSSON TÓK SAMAN 8. hluti Hljóð í kvikmyndum Hljóðvinnsla kvikmynda er í seinni tíð svo óaðskiljanlegur hluti myndmáls hinna iifandi mynda, að nútíma áhorfendur eiga orðið býsna erfitt með að sætta sig við þær án hljóðs- ins. Það hljóð, sem við veljum að setja með myndum okkar hefur því eðlilega mikla þýð- ingu fyrir, hvernig áhorfendur koma til með að upplifa við- komandi myndefni. Val okkar á tónlist og lesnum skýringartextum getur t.d. skipt sköpum fyrir þau hughrif, sem við viljum koma til skila til áhorf- enda með myndefninu. Frægt er orðið dæmið um hvernig Banda- menn sneru áróðurskvikmyndum nasista í seinni heimsstyrjöldinni upp í andfasískan áróður, ein- faldlega með því að skipta út hljóðinu: Setja inn drungalegri músík og nýja lesmálstexta, sem hvort tveggja gjörbreytti eðli og áhrifamætti viðkomandi mynd- efnis. Sama má segja um frétta- myndir nútímans sem við dags daglega upplifum í fréttatímum sjónvarps: Þær hafa ólíkan slag- kraft austan járntjalds eða vest- an, og allt eftir því hvaða túlkun fréttamaðurinn leggur í þær. En við ætlum ekki að velta okkur um of uppúr slíku hér á þessum síðum, nema til að ítreka, hversu óaðskiljanlegur hluti myndmálsins hljóðvinnslan er í allri nútíma kvikmyndagerð. í því sambandi getum við í grófum dráttum skipt hljóðnotk- un í kvikmyndum upp í eftirfar- andi fimm flokka: Samhæft hljóð, skýringartexta, umhverfis- hljóð, hljóðeffekta og tónlist. Litum á hvern þessara flokka fyrir sig: Samhæft hljóð Hér er um að ræða hljóð, sem tekið er upp um leið og myndin, og á beint við um það, sem á sér stað í myndfletinum hverju sinni. Til dæmis samtöl leikara, sem samhæfð eru varahreyfingum þeirra. Gætið þess þegar þið takið upp myndskeið sem fela í sér samhæft hljóð, að ekki verði brestir í hljóðkarakter senunnar, er þið klippið á milli hinna ólíku mynd- skeiða hennar. Hafíð hugfast, að við upptöku myndefnis eruð þið ekki einvörðungu að taka nær- myndir, miðmyndir og heilmynd- ir. Heldur einnig nærmyndir, miðmyndir og heilmyndir f hljóð- vinnslunni! Það skiptir sem sagt máli, hvar þið staðsetjið hljóðnemann hverju sinni. I nærmyndum hafið þið hann staðsettann nálægt upp- sprettu hljóðsins og í heilmynd- um fjær. Hvers vegna? Jú, öll skyntúlk- un okkar á umhverfinu grund- vallast á vali. Hvort heldur er um að ræða lyktarskyn, snertiskyn, sjónskynjun okkar eða heyrn. Ef við t.d. stöndum í miðju Austur- strætinu á tali við góðan kunn- ingja, þá einbeitum við okkur ó- sjálfrátt að því að nema þau hljóð í umhverfinu, er skipta máli fyrir samtalið. Önnur síum við ósjálf- rátt burt. Tökum ekki eftir þeim, fyrr en athygli okkar er sérstak- lega vakin á þeim. Hljóðnemi upptökuvélarinnar er ekki búinn þeim ágæta hæfi- leika. Hann tekur upp öll hljóð er berast til hans úr umhverfinu, og án tillits til, hvort þau skipta máli Skýringartextar. v t°S°. ov Hljóðið ernotað til nánari skýringar á myndefninu. fyrir þau hughrif, sem við viljum koma til skila með viðkomandi myndefni. Verðum við því sjálf að „velja“ fyrir áhorfendur. Það er: Við verðum að vera meðvituð um það, hvaða hljóð við kjósum að leggja fyrir þá á hverjum tíma. Hljóðvinnslan verður sem sagt að þjóna tilgangi og falla inn í þá heildarmynd, er við hyggjumst koma til skila til áhorfenda hverju sinni. Varðandi hljóðkarakterinn er einnig vert að gaumgæfa að ef hljóðneminn er staðsettur nálægt hljóðgjafanum, nemur hann nær einvörðungu þær hljóðbylgjur er berast beint frá honum. Ef við á hinn bóginn staðsetjum hljóð- nemann langt frá hljóðgjafanum, þá nemur hann einnig þær hljóð- bylgjur, er endurvarpast af t.d. veggjum og lofti herbergisins þar sem upptakan á sér stað. Slíkt gjörbreytir hljóðkarakter mynd- arinnar. Sem sagt: Við tökum einnig nærmyndir, miðmyndir og heilmyndir í hljóðvinnslunni, ef svo má að orði komast. Skýringartextar Hér er átt við lesna eða talaða þulartexta, sem ætlaðir eru til nánari skýringar á myndefninu, en geta einnig orðið til að varpa á það nýju ljósi. Það er: Þulartext- anum er m.a. ætlað að gera gein fyrir samhengislegum atriðum er varða myndefnið, en sem af ein- hverjum ástæðum felast ekki í þeim myndum er við höfum til staðar. Hafíð því ávallt í huga við samningu skýringartexta, að þeim er í flestum tilfellum ætlað það hlutverk að bæta upp mynd- efnið. Ekki keppa við myndina um athygli áhorfenda. Mynd og hljóð skulu sem sagt ætíð vera samstiga að ákveðnu marki. Byrjandanum í greininni hættir æði oft við að brjóta þessa annars ágætu grundvallarreglu. Hann lætur ekki myndirnar um að tala sínu máli, heidur lýsir einnig beint eða óbeint því, sem áhorf- endur hafa þá þegar fyrir augun- um á skjánum. Slíkt getum við kallað ótímabæran tvíverknað. Tökum dæmi: Segjum sem svo að við höfum ætlað okkur að gera Iitla heimild- arkvikmynd um dag í lífi yngstu dótturinnar á heimilinu. Þar sem myndin á að fylgja með í heimanmundinum, þegar hún um síðir flytur að heiman, viljum við að sjálfsögðu vanda vel til verksins. Þá skiptir ekki síst máli, að þulartextar myndarinnar séu sómasamlega úr garði gerðir. Við vorum sem sagt að endur- taka það í þulartextanum, sem myndirnar hafa þegar sagt okkur. Við skrifum ekki: „Þetta er Sigga þegar hún var þriggja ára. Hér er hún að róla sér á Grænuborg.“ Nýtt myndskeið: „Og hér er hún að vega salt með bestu vinkonu sinni henni Döggu“. Myndimar sýna hana jú róla sér og vega salt, og er því óþarfi að endurtaka það í skýringartextanum. í þess stað Ieitumst við að láta þulartextann bæta upp myndefn- ið. Gefum áhorfendum upplýs- ingar, sem ekki felast í sjálfu myndefninu. Við skrifum því eitthvað á þessa leið: Heilmynd af Siggu, tekin frá mjög lágum sjónarhóli, hvar hún ein síns liðs rogast með bakpok- ann sinn í áttina að hliði d‘ag- heimilisins, sem svo mikilúðlegt gnæfir yfír nánasta umhverfi sitt. Þulartexti: „Miðvikudagurinn 14. september 1988 var stór dag- ur í lífí Siggu. Þann dag varð hún ekki einvörðungu þriggja ára, heldur opnuðust henni aukin- heldur sama dag gáttir hins ís- lenska uppeldis- og menntakerf- is.“ Nærmynd af hliði dagheimi- lisins er svo mikilúðlegt ber við heiðan himininn frá sjónarhóli barnsins... o.s.frv. o.s.frv. Umhverfishljóð Umhverfishljóð eru einhver vandmeðfarnasti hluti hljóð- vinnslu kvikmynda. Hér er um að ræða hljóð, sem áhorfendur veita sjaldnast sérstaka eftirtekt, en eru engu að síður mikilvægari en flest önnur fyrir heildarsvip kvik- myndarinnar. Og þá af þeirri ein- földu ástæðu að áhorfendur eru furðu næmir á smávægilegustu breytingar (,,jump-cut“) í hljóð- karakter umhverfíshljóða. Umhverfishljóð eru þau hljóð er liggja meira eða minna leyti konstant í bakgrunninum, og eru því í raun órjúfanlegur hluti þess umhverfís, er þið eruð að vinna f hverju sinni: Umferðarniður, öldugjálfur og kliður í fjölmennri fermingarveislu svo dæmi séu tekin. Þessi hljóð eru yfirleitt tekin upp á sérstakt segulband á meðan á upptöku myndefnisins stendur, og er þeim síðan bætt inná mynd- bandið eftir að við höfum lokið klippingu myndefnisins. (Nánar verður rætt um tæknilega hlið málsins í síðari grein). Ástæðan? Jú, hljóðkarakter einstakra myndskeiða sömu senu er sjaldnast nægjanlega heilsteyptur, eftir að við höfum klippt þau saman. Við notum með öðrum orðum umhverfis- hljóð, til þess að gefa senunni þann heildarsvip er við sækjumst eftir. Með því að leggja nýtt og óbrotið umhverfishljóð yfir sen- una felum við um leið klippin milli einstakra myndskeiða. Áhorfandinn upplifir með öðrum orðum „heildina“ ekki hina ein- stöku hluta hennar sérstaklega. Umhverfishljóð má nota á ýmsa lund, og þurfa þau ekki endilega að eiga „beint“ við um það, sem á sér stað í myndfletin- um hverju sinni. Þannig getur upphafssena kvikmyndarinnar, um sumarleyfísferð fjölskyldunn- ar út á land, hafist með nærmynd af rigningarpolli. Á meðan við fylgjumst með regndropunum bylja hvað óþyrmilegast á pollin- um, heyrum við einn af veður- fræðingum Ríkisútvarpsins dá- sama háþrýstisvæðið, er kemur til með að tryggja okkur sól og blíðu næstu vikumar. Munið einnig: 1 kvikmyndum er ekki til ciginleg „þögn“. í þess stað leggjum við áherslu á hversu hljóðlátt viðkomandi umhverfi er, með því að láta klukku tifa í annars kyrrlátu herbergi, vindinn þjóta í laufum trjánna, eða ein- mana spörfugl tísta annað veifið, ef um er að ræða heilmynd af frið- sælu dalverpi. Þögn í kvikmyndum er m.ö.o. „afstæð“, líkt og hver önnur hreyfing, eða breyting í mynd- fletinum. Hún krefst sem sagt viðmiðunar, ef þið viljið að áhorfendur upplifi hana sem „þögn“, en ekki sem hverja aðra bilun í tækjabúnaðinum. Ef þið gefið ekki áhorfendum ykkar þessar viðmiðanir á hljóðrásinni (t.d. suðandi býflugu, eða vel- landi spóa í annars hljöðlátri heil- mynd af blómstrandi engi), er eins víst að athygli þeirra komi til með að beinast að innantómu suðinu í hátalara sjónvarpsvið- tækisins. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra, því það getur tekið góða stund að ná athygli þeirra aftur. Og á þeim dýrmætu sekúndu- brotum gætu allt eins birst þar framundan þeim á skjánum þau lykilatriði, er öllu máli skipta fýrir áframhaldandi skilning þeirra á meginþema kvikmyndar ykkar. Látum við þar með staðar numið að sinni. í næstu viku mununt við halda áfram að tí- unda mikilvægi hönduglega út- færðrar hljóðnotkunar í kvik- myndum. NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 29

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.