Þjóðviljinn - 16.09.1988, Blaðsíða 30
Hvað á að gera um helgina?
MYNDLIST
Alþýðubankinn, Akureyri, kynn-
ing á verkum Draf nar Friðfinns-
dótturstendurtil4. nóvember.
Ásgrímssafn, Bergstaöastræti
74, lokað um óákveðinn tíma
vegnaviðgerða.
Bókasafn Kópavogs, Margrét
Ámadóttir sýnir pastelmyndir í
listastofunni. Bókasafnið er opið
virkadagakl.9-21.
FÍM-salurinn, Gunnar Karlsson
opnar sýningu á verkum sínum á
morgun. Sýningin verðuropin
alla daga nema mánudaga kl.
14-19.
Gallerí Borg, Pósthússtræti 9,
Hringur Jóhannesson sýnirolíu-
málverk og litkrítarmyndir f rá síð-
ustu tveimur árum. Sýningin
stendurtil 27. septemberog er
opin virka daga kl. 10-18, og kl.
14-18umhelgar.
Gallerí Gangskör, Una Dóra
Copley opnar sýningu á Collage-
málverkum á morgun kl. 18. Sýn-
ingin stendurtil 2. október og er
opin þriðjudaga til föstudaga kl.
12-18, og kl. 14-18 um helgar.
Gallerí Holliday Inn, Sigtúni 38,
Guðmundur Karl Ásbjörnsson
sýnirteikningar, vatnslita-,
pastel- og olíumyndir. Sýningin
stendurtil25.septemberoger
opindaglegakl. 14-22.
Gallerí Svart á hvítu, Laufás-
vegi 17, Brynhildur Þorgeirsdóttir
sýnir höggmyndir alla daga
nema mánudaga kl. 14-18. Sýn-
ingin stendur til 25. september.
Hafnargallerí, Hafnarstræti 4,
Gréta Ósk Sigurðardóttir, Guð-
rún Nanna Guðmundsdóttir, íris
Ingvarsdóttir og Þórdís Elín Jó-
elsdóttir sýna graf íkverk. Sýning-
in er opin á opnunartíma versl-
ana og stendur til 22. september.
Hótel Selfoss, Ó laf ur Th. Ólafs-
son sýnir vatnslitamyndir og
teikningar. Sýningin stendurút
mánuðinn.
Kjarvalsstaðir, Vestursalur,
Ása Ólafsdóttir opnar sýningu á
myndvefnaði í 1/2 salnum, og
Hallsteinn Sigurðsson sýningu á
skúlptúrum í hinum helming sal-
aríns oq Vestur-forsal á morgun
kl. 14.1 Austursal verður á sama
tíma opnuð sýning á Graf ík f rá
Tamarind, steinprentmyndum
sem unnar eru af listamönnum
og prenturum við Tamarind
stof nunina í Bandaríkjunum.
Sýningarnar verða opnar dag-
lega kl. 14-22 og standa til 2.
október.
Listasaf n ASÍ, hin árlega f rétta-
Ijósmyndasýning, World Press
Photo, stendurtil 25. september.
Sýningin er opin virka daga kl.
16-20, og kl. 14-20 um helgar.
Listasafn Einars Jónssonar, er
opið kl. 13:30-16 um helgar.
Höggmyndagarðurinn er opinn
daglegakl. 11-17.
Listasaf n íslands, sýning 5
ungra listamanna, þeirra Georgs
Guðna Haukssonar, Huldu Hák-
on, ívars Valgarðssonar, Jóns
Óskars og Tuma Magnússonar.
Sýningin stendurtil 2. október. Á
neðri hæðum safnsins eru til sýn-
is íslensk verk í eigu saf nsins.
Leiðsögnin Mynd mánaðarinsfer
fram á fimmtudögum kl. 13:30,
og er mynd septembermánaðar
Höfnin, eftir Þorvald Skúlason.
Listasaf nið er opið alla daga
nema mánudaga, kl. 11 -17, og er
veitingastof an opin á sama tíma.
Mokka, sýning á verkum Bjarna
Bernharðar stendur út mánuð-
inn.
19, Mússa sýnir vatnslitamyndir
frá undanförnum þremur árum í
eigin sýningarsal að Selvogs-
grunni 19. Sýningin stendur til 9.
október og er opin daglega kl.
17-19.
Norræna húsið, kjallari: Norr-
ænt graf ík-þríár (triennal), sýning
graf íkverka eftir Vigni Jóhannes-
son, Yngve Næsheim, Finn Ric-
hardt Jörgensen, Krystyna Pio-
trowska, Tuomo Saali og Mimmo
Paladino. Sýningunni lýkurá
sunnudaginn, 18.septemberog
eropindaglegakl. 14-19.
Anddyri: Bandaríski málarinn L.
Alcopley opnar sýningu á mál-
verkum, grafíkog teikningum á
morgunkl. 16. Sýninginstendur
til 9. október og er opin kl. 12-19 á
sunnudögum og kl. 9-19 alla
aðradaga.
Nýhöfn, Hafnarstræti 18, á
morgunkl. 14verðuropnuðsýn-
ing á verkum Nínu Tryggvadótt-
ur. Sýningin, sem stendur til 5.
október, verður opin virka daga
kl. 10-18, og kl. 14-18 um helgar.
Nýlistasafnið, v/Vatnsstíg, Guð-
rún Hrönn Ragnarsdóttirsýnir
olíumálverk, akrílmyndirog
skúlptúra og Sarah Pucci sýnir
perluskreytt verk og aðra skraut-
lega hluti. Sýningunum lýkur á
sunnudaginn, 18. sept. og er
saf nið opið virka daga f rá 16-20
og f rá 14-20 um helgar.
Undir berum himni, samsýning
írisar Elfu Friðriksdóttur, Þóris
Barðdal og Ragnars Stefáns-
sonar í rústum íshúss við Sel-
tjörn, v/ Grindavikuraf leggjarann.
A sýningunni sem verður opin all-
an sólarhringinn til 9. október,
eru lágmyndir, höggmyndir, þrí-
víð verk og ollumálverk.
Undír pilsfaldinum, Vesturgötu
3 b, á morgun opna Arni Ingólfs-
son, Hrafnkell Sigurðsson, Krist-
ján Steingrímur og Ómar Stef-
ánsson sýningu á olíumál verkurn
og verkum unnum með blandaðri
tækni. Sýningin, sem stendurtil
25. september, verðuropin dag-
legakl. 15-21.
Þjóðminjasafnið, Bogasalur,
sýning á verkum W.G. Colling-
woods (1854-1932). Sýningin er
opin alla daga nema mánudaga
kl. 11-16, ogstendurtillokasept-
ember.
LEIKLISt
Alþýðuleikhúsið, Ásmundarsal
v/ Freyjugötu. Elskhuginn eftir
Harold Pinter, íkvöld og annað
kvöld kl. 20:30, sunnudag kl. 16.
Sögusvuntan, brúðuleikhús,
Sagan af músinni Rúsínu eftir
HallveiguThorlacius, íGerðu-
bergi á morgun kl. 14 og 16.
Guðrún Bergmann
starfar viö
auglýsinga-
öflun
Ég ætla að öllum líkindum að
eyða helginni heima með fjöl-
skyldunni. Ég hef í huga að
slappa af og fer líklega í sund síð-
degis á laugardag. Ef helgin verð-
ur róleg skrepp ég kannski á bíó.
Ætli Góðan daginn Víetnam
verði ekki fyrir valinu ef þeir
bjóða ekki upp á eitthvað betra.
TONLIST
Karlakór Kaupmannahaf n-
arháskóla (Studenter-
Sangforeningen) heldurtónleika
í Víðistaðakirkju, Hafnarfirði á
sunnudaginn kl. 20:30, í (þrótta-
húsinu, Laugarvatni á mánudag-
inn kl. 19 og í Selfosskirkju á
mánudaginn kl. 20:30. Stjórn-
andi kórsins sem verður 150 ára
á næsta ári, er Niels Muus. Á efn-
isskránni verða dönsk söngiög
eftirm.a. Gade, Carl Nielsen,
Peter Heise, Hartmann, Jan
Maegaard og Lange-Múller.
Nína Margrét Grímsdóttir pí-
anóleikari og Friðrik Vignir Stef-
ánsson orgelleikari halda tón-
leika í Grundari jarðarkirkju á
morgunkl. 17.
Barokkkvartettinn Fontana
Musicale, heldur tónleika í Nor-
ræna húsinu á sunnudaginn kl.
17. Kvartettinn skipa Ulli Mauer-
hoferog Gerd Lúnebúrger
(blokkflautur), Marcy Jean Bölli
(gamba) og Wolfgang Zerer
(sembal). Á efnisskránni verða
meðal annars verk eftir Castello,
Turini, Fontanaog Purcell.
Hipp-hopp í Lækjartungli,
Vestur-Lundúnska tríóið London
Rhym Syndicate skemmta á
hverju kvöldi til 24. september.
HITT OG ÞETTA
Arbæjarsafn, sýning um
Reykjavíkog rafmagnið, íMið-
húsi (áður Lindargata 43a). Safn-
ið er opið laugardaga og sunnu-
dagakl. 10-18.
Sjóminjasafn íslands, Vestur-
götu 8, Hafnarfirði, sýningin Ára-
bátaöldin er opin alla daga nema
mánudagakl. 14-18.
Nýhöf n, Hafnarstræti 18, Hrafn-
hildur Schram listfræðingur held-
ur fyrirlestur um N(nu Tryggva-
dóttur á mánudagskvöldið kl. 20.
Allir velkomnir á meðan húsrúm
leyfir.
Undir pilsfaldinum, Vesturgötu
3 b, fimm skáld, (Bjarni Bern-
harður Bjarnason, Þorri Jó-
hannsson, Sigurberg Bragi, Sig-
urður Jóhannsson og Pálmi Orn
Guðmundsson) lesa úr verkum
sínum á sunnudagskvöldið kl.
21.Aðgangur200kr.
Ferðaf élagið, dagsf erðir á sunn-
udaginn: 1. Kl. 8, Þórsmörk,
1.200 kr. 2. Kl. 10, Hrafnabjörg -
Þingvellir, ekið að Gjábakka og
gengiöþaðan,800kr.3.KI. 13,
Þingvellir- haustlitir, 800 kr.
Brottför f rá Umf erðarmiðstöð-
inni, austanmegin. Farmiðarvið
bíl, frítt fyrir börn ífylgd með full-
orðnum.
Helgarferð í Þórsmörk, gist í
Skagfjörðsskála/ Langadal,
brottför kl. 8 ífyrramálið. Upplýs-
ingar og farmiðasala á skrifstof a
Hana nú, leggur upp í laugar-
dagsgönguna f rá Digranesvegi
12, kl. lOífyrramálið.Nýlagað
molakaff i og bæjarrölt í skemmti-
legum félagsskap.
Útivist, dagsferðir á sunnudag-
inn: Kl. 8, haustlitaferð ÍÞórs-
mörk, 1.200 kr. Kl. 9, Skarðsheiði
- Heiðarhom, gengið á fjallið f rá
Efra-Skarði, 1.300 kr. Kl 13,
Botnsdalur-Brynjudalur, haust-
litaferð. Þeir sem vilja geta
gengið að Glym, hæsta fossi
landsins, ístað göngu íBrynju-
dal. Létt ganga, 900 kr. Frltt fyrir
böm ífylgd meðfullorðnum.
Félag einstæöra foreldra verð-
ur með f lóamarkað að Skeljanesi
6, Skerjafirði, á morgun og
sunnudag. Opið verðurfrá kl.
13:30 til 17:00. Við bjóðum uppá
fatnað á alla aldursflokka, þón-
okkuð er um ónotuð föt. Einnig
erum við með ef nisbúta, gardínur
ogsmáhlutiallskonar.
IÞROTTIR
Laugardagur:
1.d. kl.
1.d. kl.
1.d. kl.
1.d. kl.
2.d. kl.
14.00
14.00
14.30
17.00
14.00
2.d. kl. 14.00
2.d. kl. 14.00
2.d. kl. 14.00
Sunnudagur:
1.d. kl. 14.00
2.d. kl. 17.00
Fótbolti
Víkingur-Völsungur
Þór-lBK
lA-KA
Leiftur-Fram
FH-Selfoss
Tindastóll-(R
Þróttur-KS
(BV-Víöir
Valur-KR
Fylkir-UBK
Handbolti
(slenska kvennalandsliðið stendur í
ströngu um helgina en liðið er nú að undir-
búa sig fyrir C-keppnina i Frakklandi f októ-
ber. Um helgina verður þriggja landa mót
með Portúgölum og Spánverjum og verða
fyrstu leikirnir í Keflavfk á laugardag kl.
15.00. Daginn oflir verður leikið f Hafnar-
firði á sama tfma, en mótinu lýkur á mánu-
dag í Seljaskóla og hefjast leikirnir kl.
19.45.
FJÖLMIÐLAR
ÞROSTUR
HARALDSSON
Ofbeldisblaða-
mennska
VOPNABURÐUR
í REYKJAVÍK
í fyrsta tölublaði Pressunnar
kvaddi sér hljóðs ungur blaða-
maður,HaukurHolm,og ýtir úr
vör með heilsíðugrein um ofbeldi
í Reykjavík sem mig langar að
gera nokkrar athugasemdir við. í
upphafi er þó rétt að geta þess að
greinin er ágætlega skrifuð og svo
virðist sem höfundur hafi undir-
byggt hana svo sem kostur er.
Haukur hefur rætt við fjölda
manns sem ættu stöðu sinnar
vegna að hafa nokkuð góða yfir-
sýn yfir reykvískt götu- og nætur-
líf, þeas. skuggahliðar þess. En
svo einkennilegt sem það nú er þá
getur enginn viðmælenda hans
rennt haldbærum stoðum undir
þá meginkenningu sem blaða-
maðurinn leggur af stað með:
sumsé þá að ofbeldi færist í vöxt á
götum Reykjavíkur og að þar sé
nú meir en áður um vopnaburð af
ýmsu tagi, einkum þó beitingu
hnífa og hnúajárna.
í rannsóknadeild lögreglunnar
í Reykjavík fær Haukur þau svör
að „ekki lægju fyrir neinar tölf-
ræðilegar upplýsingar" um tíð-
leika ofbeldisverka í borginni.
Hins vegar „taldi" viðmælandi
hans að orðið hefði aukning. Hjá
RLR í Kópavogi var heldur engar
tölur að hafa en þar „voru menn
sammála um að meira virtist vera
um líkamsárásir en áður" og í
framhaldi af því segir að bæði hjá
RLR og í Reykjavík hafi komið
fram sú „skoðun" að „aldur
þeirra sem teknir væru fyrir of-
beldi færi lækkandi". Hjá fíkni-
efnadeildinni fær Haukur heldur
engar tölur um aukið ofbeldi. Þar
fær hann hins vegar ágæta útskýr-
ingu á því hvernig amfetamín
veldur ofsóknaræði hjá þeim sem
þess neyta og þar með þörf fyrir
vopnaburð.
Hafandi rætt við lögguna snýr
Haukur sér til læknis á slysadeild
Borgarspítalans. Læknirinn
„sagðist engar tölur hafa". Þó
nefndi hann að yfirleitt væru
hnífsstungur ekki nema ein eða
tvær á ári. „Sér virtist þvf sem þær
væru tíðari nú... Einnig virtust
ofbeldisárásir almennt orðnar al-
gengari... Ekki síst þar sem veist
er að unglingum á götum úti og
þeir barðir að tilefnislausu..."
Læknirinn notar hins vegar tæki-
færið til að koma á framfæri
leiðbeiningum til væntanlegra
hnífsstungumanna um það hvar á
líkamanum sé hættuminnst að
leggja vopninu. Vonandi að sú
uppeldisfræði skili sér.
Hauki gengur jafnilla að afla
stuðnings við fullyrðingu sína um
aukningu á vopnaburði. Hjá
Reykjavíkurlögreglunni er hon-
um sagt að „þeir hefðu ekki orðið
mjög mikið varir við fjaðurhnífa"
og þótt hnúajárn sjáist er „mjög
sjaldgæft" að þau séu „notuð til
að slá með". Hjá RLR „töldu"
þeir að meira væri um hnífa en
áður en hnúajárn eða önnur vopn
höfðu þeir ekki séð.
Sé farið í saumana á þessari
grein kemur í ljós að fyrir þeim
fullyrðingum sem fram koma í
undirfyrirsögn, inngangi og víðar
er afar veikburða fótur. Engar
tölur um aukið ofbeldi eða
vopnaburð heldur fullt af „skoð-
unum" manna sem „telja" að of-
beldi fari vaxandi „að því er virð-
ist".
Nú má nefna það hinum unga
blaðamanni til málsbóta að hann
er engan veginn fyrsti íslenski
blaðamaðurinn sem fellur í þá
gryfju að útmála „aukið ofbeldi"
hér á landi í of sterkum litum;
hrópa Úlfur! Úlfur! án þess að
geta sýnt skepnuna. Mér finnst ég
hafa lesið svona greinar með
reglulegu millibili frá því ég varð
læs. Vafalaust hefur ofbeldi
aukist þótt ég efist um að það hafi
orðið mikið meií en sem nemur
fólksfjölgun. Og sem betur fer
held ég ekki að þeir tímar séu „að
líða undir lok" að maður geti
gengið óhultur um götur Reykja-
víkur að næturlagi.
Eins og gildir um flest þjóðfé-
lagsfyrirbæri þá eru bylgjuhreyf-
ingar á ofbeldinu, það rís og hníg-
ur eftir einhverjum lögmálum
sem okkur eru oft hulin. Stund-
um viljum við heldur ekki horfast
í augu við þá þjóðfélagsþróun
sem ýtir undir ofbeldi. Til dæmis
aukið misrétti í samfélaginu. Én
það er svo leiðinlegt mál.
Eða getið þið hugsað ykkur
svona uppslátt í Pressunni: Stór-
fellt efnahagslegt og félagslegt
misrétti í samfélaginu! Ofbeldi
eykst og sjálfsvígum fjölgar!
30 SÍÐA - WÓÐVIUINN | _ NÝTT HELGARBLAÐ