Þjóðviljinn - 16.09.1988, Blaðsíða 32
Eric Roberts
í Meffí
Menn hafa beðið þess í of-
væni að fá að vita hver hin
erlenda stórstjama verði sem
mun leika í kvikmynd Hilmars
Oddssonar, Meffí. Einsog
komið hefur fram þá fjár-
magna bandarískir aðilar
myndina að miklu leyti en skil-
yrðið sem þeir settu fyrir því
var að erlend stórstjarna færi
með aðalhlutverk í henni. Nú
hefur Hilmar gengið f rá samn-
ingi við leikarann Eric Ro-
berts, sem kunnur er hér fyrir
leik sinn í Kókakóla-
drengnum. Eiríkur þykir einn
af efnilegri leikurum af ungu
kynslóðinni í Bandaríkjunum
og síðast vakti hann athygli í
myndinni Páfinn í Greenwich
Village, þar sem mótleikari
hans er Michael Rough.
Hilmar reyndi einnig að ná
samningi við Burt Lancaster,
þá öldnu kempu, en þar gekk
ekki saman og óvíst enn hvort
einhver annar kemur í staðinn
fyrir hann. íslensku leikararnir
eru þeir Hjálmar Hjálmars-
son, Þröstur Leó Gunnars-
son og Helgi Björnsson, en
ung stúlka Ylfa Edelstein, fer
með aðal kvenhlutverkið. Ylfa
fær ekki að kyssa Eric í mynd-
inni heldur verður hún að láta
sér Helga nægja, nema hand-
ritið verði skrifað um einusinni
í viðbót, en það handrit sem
nú liggur fyrir er mjög ólíkt því
handriti sem lagt var upp
með. Tökum hefur verið frest-
að um einn mánuð vegná Er-
ics og hefjast um mánáða-
mótin október / nóverriber.
Myndin verður bæði tekin upp
í Reykjavík og á Miami.B
Bjarni
situr heima
Eftir að íþróttadeild Ríkisút-
varpsins sameinaðist sömu
deild Sjónvarps undirlstjórn
Ingólfs Hannessonar fannst
mörgum að illa væri farið með
Bjarna Felixson. Bjarni hafði
verið nær einráður yfir íþrótt-
um Sjónvarpsins en skyndi-
lega varð hann aðeins einn af
fimm, og nú þurfti kappinn að
lýsa íútvarpi líka. Þegarsíðan
fréttist að Arnar Bjömsson
og Samúel Örn Erlingsson
færu á vegum hinnar samein-
uðu deildar til Seoul var
mönnum nóg boðið og há-
værar raddir heyrðust um að
nú væri verið að bola Bjarna
greyinu í burtu. Sannleikurinn
er sá að Bjarni klúöraöi þessu
máli upp á eigin trassaskap,
því hann sótti aldrei um frétta-
mannapláss í Seoul. Það þarf
að gera með löngum fyrir-
vara, sem þeir Arnar og
Samúel gerðu fyrir um ári en
þá voru þeir einu starfsmenn
íþróttamála hjá Útvarpinu.
Það komu því ekki aðrir til
greina en þeir tveir og eftir
sameiningu deildanna var að
sjálfsögðu engin ástæða til að
senda Bjarna sem þriöja
mann.B
Nasistar
á íslandi
Þeir bræður lllugi og Hraf n
Jökulssynir eru um þessar
mundir að leggja síðustu
hönd á bók um íslenska nas-
ista og starfsemi þeirra á
fjórða og fimmta áratugnum.
M.a. verða í bókinni viðtöl við
marga sem tóku þátt í hreyf-
ingu nasista hér á landi á sín-
um tíma. Það er bókaforlagið
Tákn sem gefur út bókina.B
Formannsslagur
hjá ungkrötum
Samband ungra jafnaðar-
manna heldur þing um helg-
ina í Keflavík, og verður þar
meðal annars kosinn nýr for-
maður í stað Hafnfirðingsins
Erlings Kristensens. Helst
eru nefndir til sogunnar
Tryggvi Harðarson, bæjar-
fulltrúi í Hafnarfirði af gömlum
krataættum (bróðir Ólafs Þ.),
og Birgir Árnason hagfræð-
ingur. Birgir var áður á Þjóð-
hagsstofnun og var þá talinn
hallur undir Alþýðubandalag-
ið, en fór yfir í viðskiptaráðu-
neytið þegar frændi hans,
Jón Sigurðsson, varð þar
ráðherra, og fór skömmu síð-
ar að sjást í félagsstarfi hjá
ungum krötum. Flokksforyst-
an mun styðja Birgi, en hjá
ungkrötum og meðal eldri
eðalkrata er hrifningin ekki
alltof mikil, og þykir halla á
gömlu krataættimar, -auk
þess sem Hafnfirðingar hafa
hefð í formannsstöðunni,
-forveri Erlings var til dæmis
María Kjartansdóttir Jó-
hannssonar stórkrata.B
£ bjóða þér
Engjarós
Ljúfar kókoskökur með
súkkulaðibitum: Hátíðarbragð
af hversdagskökum.
Dásamlegar súkkulaðikökur með
hnetum: Villtir bragðdraumar
með kaffi eða mjólk.
Menn eru á einu máli um að danska
framleiðslumeistaranum okkar,
Steen Ludvigsen, hafi tekist vel upp í
uppskrift sinni að ENGJARÓSAR-KÖKUM.
Þær eru afbragðs góðar og án aukaefha.