Þjóðviljinn - 17.09.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.09.1988, Blaðsíða 1
Laugardagur 17. september 206. tölublað 53. árgangur Stjórnarslit SjáHstæoisflokkurínn einangrar sig Formleg stjórnarslit ídag. Andlát ríkisstjórnarinnar íbeinni útsendingu á Stöð tvö ígœrkvöldi eftir,, vel meinta rýtings stungu(í Sjálfstœðismanna íbakið á matarskattskrötum. Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkurípólitískuástarsambandi. Þorsteinn til Bessastaða í dag? Ríkisstjórnin undirritar dánar- vottorð sitt að öllum líkindum í dag á fundi þarsem kynnt verður sú afstaða þingflokks Framsókn- armanna í gærkvöldi að sætta sig ekki við síðustu tillögur forsætis- ráðherra. Að loknum þingflokks- fundi Sjálfstæðismanna.semÞor- steinn kom ekki á, var gert ráð fyrir stjórnarslitum í dag, en allt er óljóst um næstu atburði. Sjálfstæðismenn sem áttu óvænt útspil í gær og lögðu til af- nám matarskatts gegn hækkun tekjuskatts. Þessa tillögu kallaði Jón Baldvin Hannibalsson fjár- málaráðherra „rýtingsstungu í bakið“ í beinni útsendingu á Stöð tvö í gærkvöldi þarsem þeir Steingrímur Hermannsson sögðu frá fundi sínum með forsætisráð- herra. „Mjög djúpt sár“ sagði Steingrímur um tillögur Þorsteins og Jón Baldvin sagði þær kosn- ingamál, sennilega runnið undan rifjum annars en forsætisráðherr- ans. Steingrímur ræddi í gær í Nýja Helgarblaðinu um hugsanlega minnihlutastjórn Alþýðuflokks og Framsóknarflokks, og í gær sagði hann að „þriðji flokkurinn" -Sjálfstæðismenn- „mætti ekki standa í vegi fyrir hinum tveimur“ eða hindra að þeir tækju „annan inn“. Frumkvæði Sjálfstæðismanna í gær hefur því einangrað Sjálf- stæðisflokkinn í stjórnarsam- starfinu, og kynni að marka sögu- leg skil í íslenskri pólitík með því að rjúfa langa samstöðu Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks, einsog Ólafur Ragnar Grímsson bendir á í viðtali við Þjóðviljann. Hann segir að Alþýðubandalagið muni gera efnahagstillögur sínar að grundvelli, bæði í kosningum og viðræðum við aðra flokka. Al- bert Guðmundsson vill að nú fari af stað nýjar stjórnarmyndunar- viðræður, Kristín Halldórsdóttir vill kosningar hið bráðasta. Sjá síðu 4 og 6 Herinn Engin skiparatsjá Misskilningur eða áróðursbragð. „Varnar- málaskrifstofa(< segir málið í skoðun Sjá síðu 5 Loforðin um sérstakar skiparatsjár sem áttu að fylgja hernaðarratsjám NATO sem unnið er að uppsetningu á vestur og austur á fjörðum, verða ekki efnd á næstunni. Bendir margt til þess að loforðin um aukið öryggi sæfarenda hafi verið lítið annað en pólitískt áróðursbragð til að tryggja stuðning við uppsetningu hernaðarmannvirkjanna. Þorsteinn Ingólfsson forstöðu- maður „Varnarmáladeildar“ segir þessi mál vera í skoðun, en mannvirkjasjóður NATO borgar ekki slíka ratsjá sem nota á til þjónustu fiskiskipaflotans. Svíþjóð Seladauðinn kosningamál Á morgun fara fram kosningar í Svíþjóð og hafa umhverfismál og ekki síst seladauðinn mikli í Eystrasalti og höfunum vestan Svíþjóðar verið mjög í brenni- depli í kosningabaráttunni. Því er spáð að flokkur græningja muni stórauka fylgi sitt í kosningunum og ef til vill fá aðstöðu til veru- legra áhrifa á næstu ríkisstjórn. Sjá síðu 19. Bílar Undir sjónaríiomi bifreiðarínnar Bíllinn - og þá sér í lagi einka- bíllinn - er orðinn svo hversdags- legur partur af tilverunni að það er ckki meira en svo að maður taki eftir honum. Samt er leitun á fyrirbærum sem hafa haft jafn af- drifarík áhrif á umhverfi okkar á þessari öld. Tilveran er skoðuð undir sjón- arhorni bifreiðarinnar á nokkr- um síðum í blaðinu í dag, en fyrsta bíl á Islandi voru einmitt lagðar þessar ljóðlínur „í munn:“ „Borg mun rísa á breiðu svæði,/ byggðin verður ætluð mér./ Brautir götur bílastæði,/ bílahús og naust og ver.“ En þessi aftur- virku áhrínsorð er að finna í Thomsenskvæði Þórarins Eld- járns. Sjá síður 11-16

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.