Þjóðviljinn - 17.09.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.09.1988, Blaðsíða 7
INNSYN Loff, Malakoff Sjúklingnum í stjórnarráðinu elnar sóttin. Aðstandendur að farast úr leiðindum. Allir ráðherrar benda í sömu átt. Vilja skerða kaupmátt launamanna. Alvöru ríkidæmi þekkist á íslandi. Mestur gróði í við- skiptum með verðbréf Enginn veit hvort ríkisstjórn íslands lifir eða deyr. í raun ríkir hér stjórnarkreppa með til- heyrandi stjórnleysi. Svo er að sjá sem sumir ráðherranna séu búnir að gefa upp alla von um framhaldslíf og álíti stjórnina glataða. Viðtal við Steingrím Hermannsson utanríkisráðherra, sem birtist í gær í Nýju helgar- blaði Þjóðviljans, benti eindregið til að hann hefði ekki nokkra trú á öðru en stjórnin færi frá innan skamms tíma. í viðtalinu virðist sem utan- ríkisráðherra séu hugstæðastar ýmiss konar vangaveltur um minnihlutastjórnir eða stjórnar- samstarf með nýjum aðilum, ein- hverjum öðrum en postulum frjálshyggjunnar í Sjálfstæðis- flokknum. Síðustu atburðir benda til þess að aðrir ráðherrar, t.d. Halldór Ásgrímsson, séu ekki jafn vondaufir, þótt tæplega verði sagt að bjartsýnin geisli af þeim. Þorsteinn Pálsson forsætis- ráðherra stritast við að sitja og ætlar að þrauka þar til annar hvor samstarfsflokkanna lætur bana- höggið ríða af. Að deyja úr leiðindum Klókir menn telja ólíklegt að stjórnin skilji við fyrr en eftir miðja næstu viku. Vandræðin við að reyna að átta sig á hvað næst gerist í þessum efnum, felast að- allega í því að tæpast nokkur maður nennir að rýna lengur í þau spil sem sem ríkisstjórnin hefur á hendi. Leiði og þreyta eru þær tilfinningar, sem hæst ber hjá almenningi þegar talið berst að ríkisstjórninni. Menn hafa stund- um gaman af að fylgjast með has- ar og látum, flykkjast kannski á bíó að sjá vaska pilta hníga í val- inn og finnst því meira púður í frásögninni þeim mun svakalegri sem dauðdaginn er. En fár eða enginn hrífst af langdreginni og nákvæmri lýsingu á því hvernig fárveikur sjúklingur veslast upp og deyr á löngum tíma. Átökin í ríkisstjórninni eru komin á það stig að jafnvel þeir, sem næst stjórninni standa, eru farnir að óska þess að dauðastríðinu linni, svo að hún fái hvíldina sem fyrst. Kveður svo rammt að þessu að sagt er að gamlir stjórnmálamenn hálfskammist sín fyrir að láta bendla sig við pólitík og lofa guð fyrir Afganistan, ólympíuleika og aðrar fréttnæmar uppákomur sem leiða athygli fólks frá ráð- herrunum sem búnir eru að koma óorði á pólitíkina. Frá þeim fátæku til hinna ríku Simon heitinn Spies var þekkt- astur fyrir að safna peningum og skipuleggja sólarlandaferðir fyrir Dani. Ferðaskrifstofa hans var stórveldi og hann var á sínum tíma talinn með allra ríkustu mönnum í Danaveldi. Spies var æði oft í fréttum vegna þess hvað hann tók lífinu létt og lifði stund- um býsna hátt, en hann var vegna ríkisdæmis síns af mörgum talinn vera einn af máttarstólpum dansks efnahagslífs. Því var það að blaðamenn leituðu svara hjá Spies þegar danskir fjölmiðlar voru einu sinni sem oftar að fjalla um yfirvofandi efnahagsvanda og vangaveltur um þær leiðir sem líklegast væri að stjórnvöld færu í baráttunni við þann vanda. Spies var ekki í vandræðum með svar- ið: það væri nú nokkuð augljóst að það yrði eina ferðina enn tekið frá þeim fátæku og fært til hinna ríku. Sér vitanlega stæði ekki til að fara að reyna einhverjar nýjar aðferðir. Pó að margir hafi kosið að álíta svar danska auðkýfingsins ein- ungis til marks um áhyggjuleysi þeirra sem una við hið ljúfa líf, var mörgum ljóst að hann var að lýsa innsta kjarna venjulegra efnahagsaðgerða hjá íhaldssömu ríkisvaldi. Þetta er það sem stendur eftir þegar búið er að svipta burt mörgum lögum af skrautlegum umbúðum sem gerðar eru úr óendanlegri skrúðmælgi pólitíkusanna. Og jafnvel þótt Þorsteinn, Stein- grímur og Jón Baldvin standi nú í hörkudeilum um tillögur í efna- hagsmálum þá er þetta líka kjarn- inn í öllum hugmyndum um efna- hagsaðgerðir sem eru nú á borð- inu hjá ráðherrunum. Rýrnandi kaupmáttur Um þá tillögu forstjóranefnd- arinnar, sem skipuð var af Þor- steini Pálssyni, að lækka öll laun um 9%, þarf ekki að fjölyrða. Samkvæmt útreikningum Þjóð- hagsstofnunar nemur árlegur halli frystingarinnar um 1,3 milj- örðum króna á ári. Ef forstjóra- tillögurnar næðu fram að ganga og unnt væri að framfylgja þeim, Iækkaði kaup íslenskra launa- manna ekki um 1,3 miljarða á ári heldur um 12 miljarða. Og það væru ekki bara frystihúsin sem byggju við tilfærslu fjármuna frá launafólki sínu, hver og einn ein- asti verslunareigandi, svo að eitthvert dæmi sé tekið, héldi eftir hluta af launum afgreiðslu- fólksins. Eigendum stórgróðafyr- irtækja væru færðar á silfurfati stórar upphæðir sem launafólkið væri í reynd að borga. Alveg eins og Símon sáluga Spies sagði fyrir um. Þær tillögur, sem ráðherrarnir hafa verið að ræða síðustu dægr- in, hafa ekki gengið jafnlangt, en engu að síður ganga þær í ná- kvæmlega sömu áttina. Hagfræð- ingar hafa reiknað það út að verði fetuð sú braut, sem Þorsteinn Pálsson hefur boðað, muni kaupmáttur launa hafa minnkað um allt að 7% þegar komið verð- ur fram í apríl á næsta ári. Fram- sóknarmenn og kratar virðast hafa nálgast mjög hverjir aðra í aðferðafræðilegum vangaveltum og vilja fara leið sem hefur í för með sér að kaupmáttur mun hafa hrapað um allt að 5% þegar kem- ur fram á næsta vor. Allt hnígur að sama ósi: þeir sem eiga munu fá framlög frá þeim sem ekkert eiga. Raunverulegt ríkidæmi Og mitt í öllum vangaveltunum um það hve mikið á að færa frá launafólki, og hve hratt og með hvaða aðferð, þá birtast upplýs- ingar um hverjir séu þrettán auðugustu menn landsins. Samanlagðar eignir þeirra eru svo miklar að það vandamál að snapa saman peninga til að greiða taprekstur hjá frystihúsum lands- ins í ár sýnist heldur lítilfjörlegur. Samanlagt er talið að þessir menn eigi eignir upp á 7,5 miljarða króna. Þá er átt við hreina eign og eftir að búið að ætla fyrir skuldum. Sá, sem ríkastur er, telst samkvæmt yfirliti, sem birt- ist í tímaritinu Frjálsri verslun, eiga hreina eign upp á 1,5 milj- arða. Listinn yfir ríkustu íslending- ana vekur til nokkurrar umhugs- unar. Það er eftirtektarvert að á honum er enginn útgerðarmaður eða fiskverkandi. Þarna er eng- inn Alli ríki, enginn erfingi Ein- ars ríka, né heldur er þarna að finna þá sem nú eiga stórveldi Einars Guðfinnssonar í Bolung- arvík. Útgerðarauðvaldið kemst ekki á blað. Ríkustu mönnum landsins hefur alls ekki græðst fé á rekstri í undirstöðuatvinnuveg- unum. Þeir eiga það allir sam- eiginlegt að stunda einhvers kon- ar verslun og viðskipti. Innflutn- ingur á bílum, endurleiga á lax- veiðiám, vínveitingar og verð- bréfaviðskipti! Þetta eru vænlegri aðferðir til að komast á lista yfir ríkustu íslendinga en stúss við togara eða fiskverkun. Skuldabréf með afföllum Það vekur enga sérstaka at- hygli að Þorvaldur Guðmunds- son í Síld og fisk skuli tróna þar í efsta sæti. Hann hefur um árabil verið talinn einn mestur eigna- maður á íslandi og hefur margoft greitt manna mest í skatta. Fyrir utan hótel, matvælaframleiðslu og fiskeldi er hann talinn eiga listaverk sem metin eru til of fjár. Enginn er heldur hissa á að sjá að Pálmi Jónsson í Hagkaupum er settur í annað sæti. Uppgangur Hagkaupa hefur verið slíkur að menn hefðu ugglaust undrast ef nafn Pálma hefði ekki verið á list- anum. En það, sem vekur menn til umhugsunar, er að sjá nafn bráð- ungra manna sem hafa kannski rekið dálitla heildsölu, sem ekki hefur svo sem borið meira á en hverju öðru slíku fyrirtæki, og verið orðaðir við viðskipti með verðbréf. Um manninn í þriðja sæti á listanum, Herluf Clausen sem talinn er eiga hreina eign upp á 1 miljarð (1.000 miljónir króna), segir svo í Frjálsri versl- un: „Meðal annars hefur starfsemi hans falist í kaupum á víxlum og skuldabréfum með afföllum og innleysingum á vörum fyrir versl- anir. Ávöxtun hjá honum er talin hreint ótrúlega mikil en skakka- föll hafa einnig verið mikil. Telja má að hann eigi fjárhagsleg ítök í fjórðungi eða jafnvel þriðjungi verslana við allan Laugaveginn og jafnvel víðar.“ Eigendur íslands Er ekkí þarna að finna vís- bendingu um hvaða atvinnuveg- ur er gróðavænlegastur á íslandi í dag? Almenningur, sem þarf á lánsfé að halda, t.d. vegna kaupa á íbúðarhúsnæði, stynur undan vaxtabyrði. Andvaka húsbyggj- endur bylta sér í rúmi sínu og reyna að sefa hugann við þann þanka að kannski verði þeir búnir að greiða skuldir sínar áður en þeir komast á ellilaun. Forstjórar útgerðar- og fiskvinnslufyrir- tækja horfa á eigið fé fyrirtækj- anna, sem þeir stjórna, gufa upp og verða að engu. Sömu sögu er að segja af fyrirtækjum í útflutnings- og samkeppnisiðn- aði. Hjá fjölmörgum þessara fyr- irtækja er eignarhald í reyndinni fyrir löngu komið til lánardrottn- anna og nánast formsatriði að ganga frá þeim málum á pappírn- um. Rauður þráður í eftirmælum um ríkisstjórn Þorsteins Páls- sonar mun verða lýsing á því hvernig fjármunir þjóðarinnar, jafnt fasteignir sem fyrirtæki, söfnuðust á hendur þeirra sem versla með peninga. Laugardagur 17. september 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.