Þjóðviljinn - 17.09.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 17.09.1988, Blaðsíða 9
FRÉTTIR Hveragerði ER NÁM „HOBBY"? „Við byggjum skóla“ Fjölskyldudagur íHveragerði á laugardag. Bcejarbúar sameinast um að Ijúka framkvœmdum við nýja grunnskólann Foreldrafélag, ungmennafé- lagið og skátasfélagið í Hvera- gerði ætla að taka höndum saman með öðrum bæjarbúum á iaugar- dag undir kjörorðinu „Við byggj- um skóla“ og freista þess að Ijúka öllum framkvæmdum við nýja gagnfræða- og grunnskólann í bænum. Gangfræðaskólinn flutti fyrr í mánuðinum í glæsilega nýbygg- ingu við barnaskólann en frá og með þessu skólaári starfa báðir skólarnir sameinaðir undir nafni Grunnskólans í Hveragerði. Iðnaðarmenn hafa lagt nótt við dag að ljúka framkvæmdum nú í byrjun skólaársins og foreldrar hafa heldur ekki legið á liði sínu. Þeir hafa m.a. í sjálfboðavinnu sett upp leiksvið í samkomusal skólans og á laugardag á að reyna að ljúka öllum framkvæmdum. Ýmislegt verður til skemmtunar á skólalóðinni á vinnudeginum og boðið verður upp á grillaðar Nýi Grunnskólinn í Hveragerði sem bæjarbúar ætla að sameinast um að fullgera um helgina. . kræsingar og alls konar viðmeti í föstu og fljótandi formi til að afla fjár fyrir leiktækjum á skólalóð- inni. Hrossakjöt Birgðir stóraukast Hátt í 100 tonn meira til af hrossakjöti en á sama tíma og í fyrra Hrossakjötsbirgðir á miðju ári voru 215 tonn. Er það tæpum 75 tonnum meira en á sama tíma í fyrra. Verði hér ekki breyting á Kennarasambandið Launafólk sýni samstöðu Bregðumst sameiginlega við árásum ríkisvaldins á kjörin Fulltrúaráð Kennarasam- bands íslands hefur mótmælt harðlega þeirri skerðingu á kjörum launafólks sem fólst í því að greiða ekki samningsbundna 2.5% launahækkun sem koma átti til framkvæmda 1. september sl. „Með setningu nýjustu bráða- birgðalaga þessa árs rænir ríkis- valdið þeim sáralitlu bótum sem ætlað var að kæmu á móti hol- skeflu verðhækkana sem riðið hefur yfir undanfarna mánuði. Þær bætur hefðu reyndar dugað skammt enda verðbóígan á árinu ekki 16% eins og áætlað var sl. vor heldur 25% samkvæmt nýrri spá Þjóðhagsstofnunar um verð- lagshorfur,“ segir í ályktun ráðs- ins. Fulltrúaráð Kennarasambands íslands hvetur sdmtök launafólks til að bregðast sámeiginlega við árásum ríkisvaldsins á kjör þess og sýna þannig í verki samstöðu íslénsks launafólks. stefnir i um 100 tonnum meiri birgðir í lok verðlagsársins en í lok fyrra verðlagsárs. Tvær ástæður koma hér til: Gerð var umtalsverð leiðrétting á verðlagi hrossakjöts á s.l. hausti, sem þýddi um 30% hækkun á dýrustu flokkum þess umfram verð á sambærilegri kjötvöru. Ljóst þótti að smásöluverslunin tæki til sín óeðlilega stóran hlut af heildarverði kötsins og var þessi breyting gerð í þeirri von, að auka mætti hlut framleiðandans. Reyndin hefur hinsvegar orðið sú, að verslunin gefur lítið eftir. í annan stað koma svo til áhrif 25% söluskattsins, sem hrossa- kjötið verður eitt kjöttegunda að bera að fullu. Veldur söluskattur- inn án efa mestu um minnkandi sölu. Og fáist ekki sambærileg endurgreiðsla söluskatts á hrossakjöt og aðrar kjöttegundir er ekki annað sýnt en að bændur verði sjálfir að bera skattinn með 10-15% lækkun verðsins. -mhg Ráðstefna um vinnu barna og unglinga með námi, sunnudaginn 18. september nk., að Hverfisgötu 105 (4. hæð), frá kl. 13.30-18.00. Framsögumenn verða: Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ. Guömundur Magnússon, aðstoðarmaður menntamálaráðlierra. Ingólfur Sveinsson geðlæknir. R. Hulda Proppé nemandi. Wincie Jóhannsdóttir, formaður HÍK. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ. Eftir framsögur verða pallborðsumræður. Ráöstefnustjórar: Anna Hildur Hildibrandsdöttir og Sveinþór Þórarinsson. Ráðstefnugjald kr. 500, kaffiveitingar innrfaldar. Gjald fýrir námsmenn kr. 250 (sem framvísa skólaskírtelni). Þeir sem hafa áhuga á þátttöku vlnsamlegast skrái slg í síma 17500. ÆskulýðsfylkingAlþýðubandalagsins ilr^ brosum/ 09 £ allt gengur betur e FLIUGÐU MEÐ OG FINNDU MUNINN Við höfum breikkað milli sætanna í öllum flugvélum okkar innanlands. í>ú færð aukið rými - fyrir þig. FLUGLEIDIR AUK/SlA k110<J20-175

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.