Þjóðviljinn - 17.09.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 17.09.1988, Blaðsíða 12
Viðgerðir Að gera þetta bara sjálfur Innlit í Bílkó við Smiðjuveginn, eitt bílaþjónustufyrirtækjanna svokölluðu þar sem laghentir bíleigendur geta gert við sjálfir gegn ákveðnu gjaldi á klukkutímann Laghentir bílskúrsleysingj- hin svokölluöu bílaþjónustu- verkfærifyrirþásemviljagera alla hluti gerum með öfugum ar eiga í nokkur hús að venda fyrirtæki komið í góðar þarfir. við sjálfir, og fæst slíkur klónum höldum okkur aftur á ef fjölskyldubíllinn skyldi taka Þetta eru fyrirtæki sem bjóða „þakki“ við ákveðnu verði á móti við verkstæðin. upp á því að bila, en þá geta upp á húsaskjól, aðstöðu og klukkutímann. Við hin sem LAUGARDAG OG SUNNUDAG KL. 13.00—17.00 Sýnum 1989 árgerðirnar frá: MITSUBISHI OG VOLKSWAGEN Komið og skoðið mest seldu bílana á íslandi í dag Mitsubishi Lancer, Colt og Galant ásamt VW. Passat, sem nú er á allra vörum í Þýskalandi. BÍLASALAN BJALLAN OPIN BAÐA DAGANA BÍLL FRÁ HEKLU BORGAR SIG Ih hekiahf Laugavegi 170-172 Simi 695500 Eitt þessara bflaþjónustufyrir- tækja er við þá miklu viðgerðar- götu Smiðjuveg í Kópavogi og nefnist Bflkó, sem óneitanlega minnir á nafn stórabróður í at- vinnulífinu þar í bæ; Byko. Fyrir- tækið Bíró er svo á næstu grösum, áhugafólki um fyrirtækjanafn- giftir til athugunar. Við lögðum leið okkar í Bílkó fyrr í vikunni og hittum þar á Ásgeir Reynisson, afleysingastarfsmann að eigin sögn, en hann gaf sér tíma til að segja okkur undan og ofan af starfseminni. Fyrirtækið hefur verið við Iýði í nokkur ár og jafnan til húsa við Smiðjuveginn. Númer 36 nánar tiltekið, og er pláss fyrir um 15 bfla í einu. Þegar okkur bar að garði var allt á rólegri nótunum; fjórir bílar í húsi, en að sögn Ás- geirs er aðsóknin mest á veturna, en þó fari hún einnig þá talsvert eftir veðri, og sagði hann að fleiri bfleigendur kæmu til að gera við bíla sína ef tíðin væri slæm. Fyrir 260 krónur á klukkutím- ann fær maður að aðhafna sig að vild í Bflkó, og eru öll verkfæri innifalin í því verði. Upphæðin er hærri fyrir stóra bfla, en þá er heldur ekki verið að tala um neinn stigsstærðarmun á fólksbfl- um, heldur er „stór bfll“ í þessu samhengi annað orð yfir rútu, al- vöruvörubfl eða eitthvað álíka. Ásgeir var spurður hvort þjón- usta af þessu tagi ætti í vök að verjast nú á tímum, en því svaraði hann neitandi, þar eð bflar hefðu aldrei verið jafnmargir á landinu og nú. Ekki heldur þrátt fyrir allan þennan sceg af nýjum bílum? Nei, enda sýnist mér fólk hugsa mjög vel um bflana sína, og þá ekki síður meðan þeir eru nýir. Það er líka mjög algengt að menn komi og þrífi bflana sína - eða láti þrífa þá; það er hægt að fá gert við vægu verði - en með slíkum þrifum er ekki átt við að menn komi og skólpi af mesta skítinn, heldur er hér um að ræða vand- lega hreinsun, bæði að utan og innan. Þetta er hins vegar fram- takssemi sem útheimtir enga yfir- burðaþekkingu á bílum, og því nærtækt fyrir hvern sem er að gera. Er þetta stór hópur af fólki sem kemur og gerir við sjálft? Jájá, það er það. Þetta eru líka mikið fastir viðskiptavinir sem koma hingað aftur og aftur. Á öllum aldri? Já, alveg frá ungum mótor- hjólastrákum og upp í harðfull- orðið fólk. Hingað kemur til dæmis iðulega roskinn bílaáhuga- maður með gamlan bfl sem hann á og dyttar að honum. En það er mjög fátítt að konur séu á ferð- inni til að gera við. Ég held ég muni ekki eftir nema einni í svip- inn, og hún var nú reyndar út- lendingur. En hún kom og skipti um hljóðkút í Fólksvagni og ég man að hún var snögg að því. En þvflíkt handarvik hefur nú svo- sem getað vafist fyrir mörgum karlinum. HS Aðalsteinn Þorsteinsson: í fyrsta skipti að gera við bílinn í bílaþjón- ustufyrirtæki á borð við þetta. Framtakssemi Öxulskipti á eigin spýtur Ásgeir Reynisson, bílaþjónustu- fyrirtækinu Bílkó við Smiðjuveg- inn: Mikil aðsókn á veturna. Einn þeirra sem stóðu í við- gerðum í Bflkó þegar blaðamað- ur leit þar inn í vikunni var Aðal- steinn Þorsteinsson. Hann var í óðaönn að skipta um öxul í Dai- hatsu Charade, og virtist sá kom- inn nokkuð svo til ára sinna. Aðalsteinn sagðist ekki hafa komið þarna áður til að gera við bfl, og reyndar væri þetta í fyrsta skipti sem hann reyndi fyrir sér í bflaþjónustufyrirtæki. „En áður hef ég bæði gert við sjálfur, eða farið með bíl á verkstæði ef.því er að skipta,“ sagði hann. „Maður reynir að gera þetta sjálfur, úr því að það virðist geta gengið upp,“ sagði Aðalsteinn, og sagðist ánægður með aðstöð- una, sem og þau verkfæri sem væru til reiðu, enda væri þarna allt það að finna sem á þyrfti að halda. 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN V ÞJÓÐVILJINN — SfÐA 13 Trygging fyrir fjölskyldur. Ný, öðruvísi trygging frá Samvinnutryggingum: Einfaldlega einfaldari. Samvinnutryggingar hafa þróað hagkvæma heildartryggingu fyrir fjölskyldur og heimili, F-tryggingu. Slík trygging er nú sett á markað í fyrsta sinn hérlendis. Hugmyndin er afar einföld. IF-tryggingunni felst í fyrsta lagi, fastur ákveðinn KJARNI, - „pakki“ sem hentar öllum sem búa við venjulega heimilishagi. Sú trygging nær til fjölskyldunnar allrar eins og hún er samsett á hverjum tíma. í öðru lagi getur þú bætt við öllum öðrum tryggingum sem þú þarft á að halda, því þarfir heimila eru oft mismunandi. Útskýrum þetta nánar: If* • HHr' SBk.* Kjaminn er fastákveðinn fjöldi nauðsynlegustu trygginga, eins og að framangreinir. wmmmum&m Þ.e. trygging á íbúðarhúsnæði, fylgihlutum þess og innbúi vegnatjóns af margs konar völdum; t.d. vatns og gufu, eldsvoða (innbú), innbiots og þjófnaðar, óveðurs, ýmis konar bilana, sprenginga o.m.fl. Veiði einhver hinna öyggðu skaðabótaskyldur t.d. vegna vanrækslu eða mistaka, þá bætir tryggingin slíkar kröíúr. Vemd gegn kostnaði vegna slyss, sjúkdóms eða fiáfalls sem verða kann á ferðalagj sem varir allt að 60 dögum. Undir þennan flokk fellur líka farangurs- og ferðarofstiygging. Þá endurgreiðir slík tryggjng andvirði ferðar, ef ferðamaður þarf að liggja helming ferðar eða lengur á sjúkrahúsi. Sfysatoygging Greiddir em dagpeningar og bætur vegna örorku, verði hinir tryggðu fyrir slysi utan vinnu. Einnig dánarbætur. Eins og þú sérð felur F-tryggingin m.a. í sér gömlu húseigenda- tryg^una og heimilistrygginguna. Hún veitir vemd sem lögboðnar tryggjngar ná ekki til - en telja má skynsamlegt fyrir hverja fjölskyldu að hafa. Auk þess felur hún í sér tryggingar sem breyttir tímar gera nauðsynlegar, eins og ferðatryggingu og slysatryggingu. III Ullll Fjölskyldur og heimilishagir em mismunandi og þarfir fóíks því ólíkar hvað tryggingar varðar. Þess vegna getur þú bætt við KJARNANN þeim hyggingum sem þér hentar. Á þær hyggingar sem þú tekur, til viðbótar KJARNA er veittur 15% afsláttur. Iiftrygging. Sjálfsagt finnst flestum rétt að bæta henni við. Rétt væri að velja tiyggingarupphæðina í samráði við ráðgjafa okkar. Sjúkra- og sfysahyggingar. Hér gildir það sama. Skynsamlegt gæti verið að athuga, hvort ástæða er til að hækka sfysatryggingu og bæta sjúkratryggingum við, umfram það sem KJARNINN gerir ráð fyrir. Ýmsir þurfa að tryggja sig gegn skaðabótakröfum sem falla á þá sem eigendurfarartækja, tækja, dýra e.þ.h. Önnurmál. Um fleiri atriði ber að hugsa. Margir eiga verðmætt myndasafii, frímerkjasafn, myndavélar, hesta o.s.frv. Þar gæti þurft að huga að sérstakrivemd. Þó að F-tryggingin nái ekki til bifreiðatryggingar þy Ídr rétt að benda þér á að kaupir þú báðar tryggingamar hjá okkur, þie. F-tryggjngu og bifreiðatryggingu, færðu 10% afslátt af heildariðjöldum F-tryggingar- innar en 15% ef bifreiðamar em tvær. SAMVINNU TRYGGINGAR ÁRMÚLA3 SÍMI681411 - Ódýrt - einfalt - öruggt

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.