Þjóðviljinn - 17.09.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 17.09.1988, Blaðsíða 15
Sífellt líkara yfirbragð á bílum, hvaðan sem þeir eru ættaðir í nýlegum bíladálki í einhverju dagblaðinu var farið nokkrum orðum um ítalska afurð sem nýmætt er á markaðinn, Fiat Tipo, og sagt eitthvað á þá lund að bíllinn sá arna kæmi inn á „leiðinlegasta hornið" á téðum markaði, þar sem margir svipaðir væru á fleti fyrir; þessir venjulegu, fimm dyra fjölskyldubílar, og var á skrifum þessum að skilja að lýsingarorð á borð við „spennandi" væru meðal þeirra síðustu sem gripið yrði til ef lýsa ætti þessum tiltekna geira bílamarkaðarins. Eflaust ekkert verri farartæki fyrir það, en hitt er satt að allir- næstum-því-eins bflarnir eru mjög ráðandi þegar maður virðir fyrir sér bflalandslagið, og má þá víst einu gilda hvar maður er nið- ur kominn í veröldinni, enda markaðurinn alþjóðlegur og eng- in landamæri sem þvælast fyrir. Margir vilja rekja þessa þróun til Japana og þeirra bflafram- leiðslu, og víst er um það að ekki er sundurgerðinni fyrir að fara á þeim bænum. Efalaust er fyrir- bærið þó útbreiddara en svo að skýringartilraun þessi nægi, og nærtækara að álíta að bflagerðar- menn heims um ból telji hag sín- um betur borgið með því að skera sig ekki alltof mikið úr. Og í þessu sambandi getur verið fróð- legt að sjá hvernig bílar frá eldri og þjóðlegri tímum hafa komið mönnum fyrir sjónir. Við grípum niður í smásagnasafn Þórarins Eldjárns; Ofsögum sagt. Sögu- maður rifjar upp löngu farna ferð í Vatnaskóg og fararskjótann, gamla rútu af fordgerð, en að öðru leyti skiptir samhengið ekki máli: „Hvernig sem á þvf stendur hafa rútur af þessari tegund alltaf minnt mig á hrossagauka, eða fengið mig til að hugsa um hross- agauka. Eg veit ekki hversvegna. Kannski það sé andlitið. Þessi farartæki hafa sérkennilegt trýni sem virðist eins og stirðnað í hjá- rænulegu glotti. Manni finnst, heid ég, að úr slíkri trýnisstöðu gæti ekki myndast annað hljóð en eitthvað áþekkt hneggi hrossa- gauks ef gripurinn mætti mæla fyrir eitthvert kraftaverk." Svo er bara eftir að vita hvort það eru eingöngu meðlimir í Fornbflaklúbbnum sem myndu lýsa bflum sínum í þvílíkum vend- ingum, eða hvort vænta mætti hins sama af eigendum „venju- legra“ bfla. Og þá er „leiðinleg- asta hornið“ sem drepið var á í upphafi þessa máls ekki undan skilið. HS Ný trygging frá Samvinnutryggingum F-trygging fyrir fjölskyldur. Hver er áviimmguriim? Ódýrt Hér er stærsti ávinningurinn. Sameinuð kaup þín á tryggingum í KJARNA veita þér magnafslátt á iðgjöldum. Við kaup á tryggingum til viðbótar KJARNA færðu 15% afislátt. Hafir þú bifreið heimilisins tryggða hjá Samvinnutryggingum færðu 10% afslátt af öllum tryggingum í KJARNA, en 15% ef bifreiðamarerutvær. Öraggt Annargóðurkostur: Heildaryfiisýn þín yfir tryggingamál fjölskyldunnar. Ekkert er oftryggt, ekkert er vantiyggt. Einfalt Ogaðlokum. í krafti samsafnaðra tryggingaviðskipta gerir þú, ef þú óskar greiðslusamning við Samvinnutiyggingar. Bifreiðatryggjngar má einnig auðveldlega flétta inn í slíkt greiðslufyrirkomulag. SAMViNNU TRYGGINGAR ÁRMÚLA3 SÍMI681411 Sundurgerð Glottuleitir bflar á undanhaldi -Fyrirfjölskyldur ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.