Þjóðviljinn - 17.09.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 17.09.1988, Blaðsíða 16
A163 km í Ölfusi LÓGREGLAN á Selfossi stöðvaði í gærkvöldi 18 ára ökumann úr Hveragerði á 163 kílómetra hraða { náttmyrkri og á blautum vegi við Sandhól í Ölfusi í gær. Pilturinn, sem ók Mazda-bifreið, var færður á lögreglustöð og svipt- ur þar ökuleyfi til bráðabirgða. Á mánudag var hann staðinn að því að aka á 117 kílómetra hraða á svipuðum slóðum og fyrr í sumar ’ var hann sviptur ökuleyfi vegna hraðaksturs. Hann hefur radarvara í bfl sínum. Selfosslögregian hefur átt annrfkt við hraðamælingar undan- fama daga. Á mánudagskvöld voru 10 ökumenn kærðir fyrir að aka með allt að 129 kflómetra hraða. Þrfr þeirra höfðu radarvara í bflum ' sfnum. Ökuníðingar Dauður „til bráðabirgða?“ Umburðarlyndi réttvísinnar með hraðakstursberserkjum með ólíkindum Baksíðufréttin í Mogga frá því á miðvikudaginn. í yfirlætislausri eindálksfrétl í Morgunblaðinu síðastliðinn miðvikudag var skýrt frá því að deginum áður hefði lög- reglan á Selfossi stöðvað 18 ára ökumann á 163 kílómetra hraða í náttmyrkri og á blautum vegi í Ölfusinu. Piltur- inn var færður á lögreglustöð, segir í fréttinni, og sviptur þar ökuleyfi tii bráðabirgða. Út af fyrir sig fávíslegt að láta sér detta í hug að aka úti á þjóðvegum á 163 kílómetra hraða - og í rauninni jafngildir þetta aksturslag snöggtum meiri hraða þegar gætt er að „akstursskilyrðunum," eins og löggan segir stundum; vegurinn blautur og náttmyrk- ur í þokkabót - en ef marka má fréttina er þó ekki öll sagan sögð, og fátt sem ökumaður- inn hefur sér til málsbóta, alltént hvorki ungan aldur né lausan bensínfót í undantekn- ingartilviki. Síðastliðinn mánudag var hann nefnilega staðinn að því að aka á 117 kílómetra hraða á svipuðum slóðum í Ölfus- inu, og fyrr í sumar var hann sviptur ökuleyfi vegna hrað- aksturs, segir enn í Morgun- blaðinu. Það verður því með engum sanni sagt að forsaga hundraðsextíuogþriggja kíló- metranna sé á neinn hátt mildandi. Og þó er ekki allt búið enn, þar sem ökumaður- inn hafði ennfremur sýnt þá forsjálni að búa bíl sinn radar- vara til að sjá við hugsanlegri afskiptasemi réttvísinnar. Þrátt fyrir að radarvarinn ökumaðurinn hafi misséð sig svona hvað eftir annað er látið við sitja að svipta hann öku- leyfinu „til bráðabirgða,“ og reynir satt að segja á þanþol tungunnar að orða það sem þarna er á ferðinni, þar sem hugtak á borð við langlund- argeð virðist ekki ná upp í þetta. Armur laganna hefur að sönnu verið nógu langur til að klófesta kauða, en umburðar- Nú bjóöum við uppá einstök greiðslukjör. Lánum allt að helmingi kaupverðsins í eitt ár- án vaxta og verðtryggingar. Auk þess bjóðum við umtalsverðan afslátt á Chevrolet Monza. H»» Chevrolet Monza SL/E 1,8 lítra vél beinskiptur/sjálfskiptur___________ H>» Ctievrolet Monza SLÆ 2,0 lítra vél sjálfskiptur________________________ Chevrolet Monza Classic 2,0 lítra vél beinskiptur/sjálfskiptur Sumarkjör okkar á Chevrolet Monza þýða - þrátt fyrir gylliboð annarra - hagstæðasta verðið á markaðnum í dag Staðgreiðsluverð frá kr. 586.000,- lyndinu sem að baki býr verð- ur helst jafnað til manns nokk- urs sem kærði nágranna sinn fyrir að hafa barið sig, og tiltók hversu mörg högg hefðu á sér bulið. Embættismanni þeim sem um málið vélti ofbauð geðlurðan og sagði: En sú þolinmæði, að standa bara og telja! Vegna þess að það getur ekki verið nóg að standa og telja hversu oft ökumaður ger- ir sig sekan um glæfraakstur og svipta hann þá ökuleyfinu „til bráðabirgða"; bílar eru að sönnu stórsniðug apparöt til að koma sér á milli staða, en eftir því herfileg drápstól í höndunum á óvitum, og ef illa fer er enginn drepinn „til bráð- abirgða." Ekkert frekar í bíl- slysum en öðrum slysum. Og svona rétt í lokin upp á samanburðarfræðin: Mér er sem ég sjái réttvísina svipta þá manneskju byssuleyfi „til bráðabirgða" sem gengi um á almannafæri og fretaði úr sín- um hólk. Trúlegri viðbrögð við slíku innilokun og geðrann- sókn eða eitthvað í þá áttina. Því þá þessi vettlingatök þeg- ar ökujiórar taka upp á því að beita samgöngutæki sínu eins og hverri annarri drápsmaskínu, og það á al- mannafæri? HS Reynsluheimar Blikk- beljur til sjós Bílaeign landsmanna hefur aukist hröðum skrefum hin seinni ár eins og kunnugt er, ekki síst eftir nýstárlega kjara- samninga um niðurfærslu á tollum af þessum samgöngu- tækjum, en fyrir bragðið lækk- uðu bílar allmjög í verði. Nú er svo komið að fslendingar eru að stinga aðrar jojóðir af í einkabílaeign, miðað við þennan fræga fólksfjölda. Hverjum hefur sýnst sitt um ailan þennan bílisma, og meðal andæfenda er bíllinn stundum nefndur blikkbelja í háðungar- skyni. Þetta orð varð þó ekki til sem glósa um bílinn og mengun og annað óhagræði sem frá hon- um kann að stafa, heldur er það fengið að láni úr allt öðrum reynsluheimi ef svo mætti segja, nefnilega samfélagi togarasjó- manna fyrr á öldinni. Túrarnir voru of langir til að það þýddi að hafa venjulega mjólk í kostinum, og því var al- gengt að hafa í staðinn niður- soðna mjólk á dósum, en á flátum þessum kvað hafa verið mynd af kú. Sumsé: orðið blikkbelja sem skýtur upp kollinum alltaf öðru hverju þegar umferð ber á góma, varð til meðal togarasjómanna sem heiti á „kúgildi" því úr blikki sem notast var við til sjós á dögum endingarverri pakkninga og endasleppari kæliaðferða. HS 16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.