Þjóðviljinn - 17.09.1988, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 17.09.1988, Blaðsíða 21
 1534 5tnS 0005 BBB iGILDtRÚTÍ^ 07/Q9 JÓN JÓNSSON 0035 8416-3958 Sam vinnuhreyfingin SÍS með Samkort Samvinnuhreyfíngin hefur hleypt af stokkunum nýju greiðslukortakerfí, svokölluðum Samkortum, til notkunar fyrir viðskiptamenn Sambandsins. Athygli vekur að stærstu kaupfélög landsins, KEA og KRON, hafa enn ekki tekið ákvörðun um þátttöku í greiðslukortakerfinu. Á stofn- fundi fyrirtækisins gerðust 17 fé- lög stofnaðilar en tæplega 40 fé- lögum innan samvinnuhreyf- ingarinnar hefur verið boðin þátttaka. Flugleiðir „Áttumar“ seldar Flugleiðir hafa selt allar þrjár DC-8-63 þotur sínar til breska fyrirtækisins Electra Aviation í Lundúnum. Söluverð allra vél- anna var tæplega 30 miljónir doll- ara eða um 1,4 miljarðar króna. Flugleiðir munu leigja vélarnar aftur til rekstrar á Norður-Atl- antshafsflugleiðum félagsins, eina til næstu áramóta og tvær til mailoka 1990 þegar þær verða væntanlega leystar af hólmi af nýjum Boeing 757 flugvélum. -grh Kvennalisti Borgarráð Isafold að Aðalstræti 12? „Sú hugmynd hefur verið rædd að flytja gamla ísafoldarhúsið í Austurstræti á lóð Silla & Valda að Aðalstræti 12, enda mundi húsið sóma sér vel þar sem fram- hald af Grjótaþorpinu. Engin ákvörðun hefur verið tekin, en hugmyndin er ekki fráleit," sagði Sigurjón Pétursson borgarfull- trúi við Þjóðviljann. Borgarráð hefur samþykkt að kaupa lóðina að Aðalstræti 12 af Hagskiptum hf. fyrir 11,8 miljón- ir, einni miljón meira en Hag- skipti greiddi fyrir lóðina í sumar þegar fyrirtækið keypti hana af vexti af lóðinni þann tíma sem erfingjum Valdimars Þórðar- hún var í eigu Hagskipta. sonar. Litið er á þá miljón sem -grh Verkalýðsmálaráð AB Tekið undir Stjórn verkalýðsmálaráðs Al- þýðubandalagsins hefur lýst yfir íúllum stuðningi við nýgerðar samþykktir formannafunda ASÍ og BSRB. Hvetur ráðið verkafólk og verkalýðsfélög til að bregðast hart við öllum áætlunum ríkis- stjórnarinnar um kjaraskerð- ingu. Danfríður formaður Danfríður Skarphéðinsdóttir hefur tekið við embætti þing- flokksformanns Kvennalistans af Þórhildi Þorleifsdóttur. í fréttatilkynningu frá Kvenna- listanum segir að þingmenn list- ans hafi frá upphafi skipst á um að gegna þessu starfi, eitt ár í senn. Slík vinnutilhögun sé í sam- ræmi við stefnu Kvennalistans sem boðar valddreifingu. Iðnrekendur Niðurfærsla eða gengisfall Hugmyndir stjórnarflokkanna eingöngu til að bjarga ráðherrastólunum - Þær hugmyndir um efnahags- aðgerðir sem ræddar eru þessa dagana virðast fyrst og fremst því marki brenndar að bjarga ráð- herrastólunum en ekki atvinnulíf- inu, segja iðnrekendur í harðorð- ri ályktun. Stjórn Félags íslenskra iðnrek- enda, sem átti formann sinn Víg- lund Þorsteinsson sem fulltrúa í forstjóranefndinni, skora á stjórnvöld að taka niðurfærslutil- lögurnar upp aftur. Gangi þær ekki upp sé ekki um annað að ræða en lækka gengið. Milli- færslur séu ekkert annað en gervileiðir. -Ig. norrænt __—..... V Sgppl . TÆKNIÁR mm ÍRGUN VERÐUR MJÓLK Á ALLRA VÖRUM in 18. septemberfrákl. 13 er þér og i þinni boðið að koma í heimsókn og ► eigin augum það viðamikla starf sem unnið er í mjólkuriðnaði í landinu. s verður hjá öllum eftirtöldum fyrirtækjum. Osta- og smjörsalan sf. Reykjavík Mjólkursamsalan Reykjavík Mjólkursamlag KF. Borgfirðinga, Borgamesi Mjólkursamlag Dalamanna, Búðardal Mjólkursamlag V-Barðstrendinga, Patreksfirdi Mjólkursamlag ísfirðinga, tsafirði Mjólkursamlag KVHIKFBH, Hvammstanga ... Mjólkursamlagið Blönduósi Mjolkursamlag Kf. Skagfirðinga, Sattðárkroki Mjólkursamlag K.E.A., Akureyri MjólkursamJag KF. Þingeyinga, Húsavík Mjólkursamlag KF. Héraðsbúa, Egilsstöðum Minti Mjólkursamlag Kf Fram, Neskaupsstað Mplkursamlag Kf. A-Skafifellinga, Höfn, Homafirðt Mjólkurbú Flóamanna, Selfosst Port Salut Jógúrt m/ávöxtum Gráðaostur Sunnudagsjógúrt *ff' 'Xi' llft' u ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.