Þjóðviljinn - 20.09.1988, Side 1

Þjóðviljinn - 20.09.1988, Side 1
Þriðjudagur 20. september 207. tölublað 53. árgangur Stjórnarmyndunarviðrœður Lífskjörin verði varin Alþýðubandalagið leggurfram ítarlegarforsendurfyrirfrekari viðrœðum. Frjálsan samningsrétt, kaupmáttur verði óskertur, matarskattur endurskoðaður. Kvennalisti komi inn í viðrœðurnar. ÓlafurRagnar Grímsson: Niðurstaðan Ijós á nœstu tveimur dögum skoðunar, unnið að víðtækum breytingum á rekstrarskilyrðum útflutningsatvinnuveganna, kerf- isbreytingum í atvinnulífi og pen- ingamálum og sérstök áhersla lögð á stefnumörkun í byggða- málum, jafnréttismálum, um- hverfismálum og utanríkismál- um. Steingrímur J. Sigfússon sagði í gærkvöld að Alþýðubandalagið vildi taka þátt í alvöruviðræðum um myndun meirihlutastjórnar, annað væri ekki á dagskrá. - Við teljum okkur það skylt og leggj- um upp með vel undirbúnar og útfærðar tillögur sem miða að því fyrst og fremst að verja lífskjör launafólks. Mikil fundahöld hafa verið hjá öllum þingflokkum frá því ríkis- stjórn Porsteins Pálssonar baðst lausnar á laugardag. Forystu- menn Sjálfstæðisflokks og Borg- araflokks hafa rætt ítarlega sam- an um samstöðu þessara flokka en þeir Porsteinn Pálsson og Al- bert Guðmundsson höfðu áður ekki ræðst formlega við á annað ár. Þá áttu formenn Alþýðu- bandalags og Alþýðuflokks, þeir Ólafur Ragnar Grímsson og Jón Baldvin Hannibalsson, saman fund á sunnudagskvöld þar sem m.a. var rætt unr hugsanlegt má- lefnanlegt samstarf milli A- flokkanna og frekari viðræður á þeim nótum síðar. Steingrímur Hermannsson hefur lýst því yfir að hann ætli að láta reyna á myndun meirihluta- stjórnar strax á næstu þremur, fjórum dögum og því er víst að til tíðinda dregur í þeim stjórnar- myndunarviðræðum sem eru hafnar, þegar í dag eða á morgun. Sjá síðu 2 og leiðara - Það er erfitt að meta stöðuna eftir þennan fyrsta fund þar sem menn kynntu sín sjónarmið og til- lögur en það ætti að koma í ljós á næstu tveimur dögum hvernig málin þróast, sagði Ólafur Ragn- ar Grímsson formaður Alþýðu- bandalagsins í gærkvöld að afloknum fyrsta fundi viðræðu- nefndar flokksins við forystu- menn Framsóknarflokks og AI- þýðuflokks en forseti íslands veitti í gær Steingrími Hermanns- syni umboð til að mynda meirih- lutastjórn. Nýr fundur hefur verið boðað- ur árdegis í dag og hafa fulltrúar Kvennalistans verið boðaðir til þess fundar en þingflokkur Al- þýðubandalagsins lýsti því yfir í sérstakri samþykkt sem hann gerði vegna viðræðnanna í gær, að hann teldi eðlilegt að Samtök um kvennalista yrðu einnig kölluð til þessara stjórnarmynd- unarviðræðna þannig að kannað yrði til fulls hvort hægt væri að ná málefnalegri samstöðu um mynd- un meirihlutastjórnar þessara fjögurra flokka. Þingflokkur Kvennalistans vill að boðað verði þegar til kosninga en áður verði mynduð þjóðstjórn allra flokka sem grípi til bráða- birgðaaðgera í efnahagsmálum. Þrátt fyrir þessa afstöðu er talið víst að Kvennalistakonur komi inn í yfirstandandi stjórnarmynd- unarviðræður í dag. - Við teljum að þeir flokkar sem aðhyllast jafnrétti og félags- hyggju eigi að vera samferða í þessum viðræðum, sagði Ólafur Ragnar sem ásamt þeim Steingrími J. Sigfússyni formanni þingflokksins og Guðrúnu Helgadóttur alþingismanni kynntu samþykktir og tillögur Alþýðubandalagsins fyrir for- ystumönnum Alþýðuflokks og Framsóknarflokks í gær. í tillögum þingflokksins er lögð sérstök áhersla á að bráðabirgða- lögin sem banna frjálsa samninga verkalýðshreyfingarinnar verði afnumin, kaupskerðing verði einnig afnumin og haft verði samráð við samtök launafólks um skipan kjaramála. Þá verði mat- arskatturinn tekinn til endur- Matti Matt Heim frá Seoul íannað sinn sviptur ráðherraembœtti íSeoul Matthías Á. Mathiesen fráfar- andi samgönguráðherra og handboltaáhugamaður kom til landsins í gær frá Seoul. Matthías hafði hugsað sér að dvelja í Seoul fram til 9. október en hraðaði sér heim vegna óvissunnar í stjórn- málunum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Matthías er sviptur ráðherra- embætti á meðan hann dvelur í Seoul. í október 1985 var hann sem þáverandi viðskiptaráðherra á fundi Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins þar í borg. Þá var honum fórn- að hér heima og gerður að „fríráðherra" til þess að Þor- steinn Pálsson kæmist inn í þáver- andi stjórn. Að vísu var hann að- eins “fríráðherra" í þrjá mánuði eða þar til Geir Hallgímsson lét af embætti utanríkisráðherra og Matthías tók við um áramótin. Það er hætt við því að Matthías hugsi sig tvisvar um áður en hann heldur til Seuol næst, a.m.k. ef Þorsteinn verður þá enn í stjórnmálununr. Við upphaf stjórnarmyndunarviðræðna Steingríms Hermannssonar í gær, en viðræðurnar fara fram í húsnæði sjávarútvegsráðuneytisins í gamla útvarpshúsinu við Skúlagötu. Frá v. Guðrún Helgadóttir, Ólafur Ragnar Grímsson og Steingrímur J. Sigfússon. Mynd-Jim Smart. Kosningar Ihaldið tapar fylgi Töluverð uppstokkun samkvœmt könnun Skáíss. Meirihlutinn vill kosningar Ef gengið yrði til kosninga nú þegar myndu töluverðar breytingar verða á fylgi flokk- anna, samkvæmt skoðanakönn- un sem Skáís gerði fyrir Stöð 2 í gær. Alþýðuflokkur myndi tapa um 2% frá síðustu kosningum og fá 9 þingmenn, tapa einum. Fram- sóknarflokkur bætti við sig tölu- verðu fylgi og tveimur þing- mönnum. Sjálfstæðisflokkur tap- aði nokkru fylgi frá síðustu kosn- ingum og um 5% fylgi frá síðustu könnun, en héldi óbreyttri þing- mannatölu. Alþýðubandalagið tapaði um 2,5% og einum þing- manni, Borgaraflokkur tapaði mestu sínu fylgi og öllum sínum þingmönnum en Kvennalistinn myndi tvöfalda fylgi sitt og bæta við sig 8 þingmönnum. Þá kom einnig fram í könnun- inni að töluverður meirihluti kjósenda vill kosningar strax eða á næstu vikum eða mánuðum.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.