Þjóðviljinn - 20.09.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.09.1988, Blaðsíða 3
FRETTIR Gjaldeyris- markaðurinn Allt með kymim kjömm Tómas Árnasson: Nýtum ekki heimild til3% gengisfellingar. Nýjar reglur koma í vegfyrir spákaupmennsku með gjaldeyri - Við ætlum ekki að nýta okkur heimild til að fella gengið um 3% að sinni. Þetta var ákveðið á fundi stjórnar Seðlabankans og viðskiptaráðherra í gær. Fundur þessi var haldinn til að fara yflr stöðuna og meta hana eins og hún snýr að okkur, sagði Tómas Árnason seðlabankastjóri. Seðlabankinn hefur heimild til að fella gengið um 3% samkvæmt bráðabrigðalögunum frá því í maí. Að sögn Tómasar var allt með kyrrum kjörum á gjaldeyrismarkaðinum í gær. Seðlabankinn setti nýlega nýjar reglur um kaup viðskiptabankanna á gjaldeyri. Samkvæmt þeim verða þeir að borga gjaldeyrinn á því gengi sem gildir þegar hann er afgreiddur, þó með þeim undantekningum að selja má pantaðan gjaldeyri á gömlu verði hafi gengið verið fellt um 2% eða minna. - Þessar nýju reglur eru settar til að koma í veg fyrir að hægt verði að stunda spákaupmennsku með gjaldeyri eins og átti sér stað í vor, sagði Tómas Árnason seðlabankastj óri. -sg Þorskur Kvóti seldur á 100 miljónir Veiðieftirlitið: Aldreifyrr hefur kvótasalan verið jafn lífleg og nú. 12.500 tonn af þorskkvóta skipt um eigendur nú á móti 8.285 tonnum á sama tíma ífyrra Aldrei fyrr hefur verið jafn líf- leg sala með fiskkvóta sem nú. Um 23 þúsund tonn af kvóta hafa skipt um eigendur það sem af er árinu og þar af 12.500 tonn af óveiddum þorski sem selst á 8 krónur hvert kíló. Þannig hafa blankir útgerðarmenn snarað út 100 miljónum króna fyrir þorsk- inn sem enn syndir um óveiddur að hluta. Að sögn Björns Jónssonar hjá Veiðieftirliti sjávarútvegsráðu- neytis ins er hluti af þessari miklu kvótasölu vegna meiri þorskveiði hjá togurum á fyrri hluta ársins og því hafa útgerðarmenn orðið að kaupa kvóta þegar líða tók á árið. Kvótasalan í ár skiptist þannig eftir tegundum og innan sviga er það sem búið var að selja á sama tíma í fyrra: Þorskur 12.500 tonn (8.285 tonn), ýsa 2.008 tonn (704 tonn), ufsi 1.791 tonn (1.671 tonn), karfi 1.558 tonn (1.248 tonn), grálúða 764 tonn (194 tonn) og rækja 4.453 tonn. í fyrra var engin rækj - ukvóti og því fór engin sala fram á honum. Þrátt fyrir að mörgum finnist þessi kvótasala vera mikil má þó búast við að enn meira fjör færist í þessi viðskipti þegar líða á haustið. En hingað til hefur aðal- kvótasalan einmitt farið fram á seinni hluta ársins þegar botnfiskkvóti togara er í þann veginn að verða búinn. -grh Vinna og skóli Lífsgæðakapphlaup í skólunum Miklar umrœður á ráðstefnu Æskulýðsfylkingarinnar um vinnu barna og unglinga með námi Loðna Veiðist á nóttinni Háberg GK á landleið með 600 tonn Eitthvað virðist vera að rofa til með loðnuveiðar á nýhafinni vertíð og er Hábergið GK vænt- anlegt inn til Grindavíkur um há- degi í dag eftir 30 tíma siglingu frá miðunum. Loðnan gefur enn sem komið er ekki færi á sér á daginn en því betur á nóttinni. Fyrir utan Há- bergið hafa verið á miðunum Skarðsvíkin frá Rifi og Jón Kjart- ansson frá Eskifirði. Þá er von á Berki NK á miðin hvað úr hverju. Loðnuverð er frjálst að þessu sinni og greiða verksmiðjurnar um 3 þúsund krónur fyrir tonnið nú í vertíðarbyrjun hvað sem síð- ar kann að verða. Heimsmarkað- sverð fyrir loðnuafurðir er enn hátt þótt það hafi aðeins slaknað frá því í sumar þegar það var ein- na hæst. -grh Það kom mjög greinilega fram í máli frummælenda og ann- arra þátttakenda á ráðstefnunni að þessi síaukna vinna nemenda með námi stafar ekki af beinni ásókn í peninga, heldur þörfinni fyrir að uppfylla lífsstíl þar sem gengið er út frá bestu lífsgæðum og svo hitt að foreldrar geta í mörgum tilfellum ekki staðið undir námskostnaði barna sinna og því verða unglingarnir að grípa til sinna ráða, segir Sveinþór Þórarinsson ráðstefnu- stjóri á þingi Æskulýðsfylkingar- innar um helgina um vinnu nem- enda með námi. Nær fimmtíu manns sátu ráð- stefnuna og voru umræður mjög líflegar. Meðal framsögumanna voru þeir Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ og Þórarinn V. Þórar- insson framkvæmdastjóri VSÍ. Ásmundur lagði í máli sínu áherslu á þær samfélagsbreyting- ar sem átt hafa sér stað undan- farna áratugi. Síaukin vinna nem- enda með námi væri ekki annað en efnahagslegt misrétti því fólk í fullri vinnu væri ekki á sama tíma í raunverulegu námi. Kostnaður við nám í framhaldsskóla geti numið hundruðum þúsunda á hverju skólaári. Þórarinn V. Þórarinsson sagði að breyta þyrfti lífsstíl unglinga. Það væri óæskileg þróun hve ung- lingar gerðu miklar kröfur til lífs- gæða. Wincie Jóhannsdóttir for- maður HÍK sagði unglingana taka gildismat fullorðinna sér til fyrirmyndar. „Hvernig eiga þau að meta gildi menntunar þegar þau sjá dags daglega í skólanum hvernig mikil menntun kennara er metin í launurn." Sveinþór sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að hann hefði saknað foreldra á fundinum. - Ef þau sýna þessari umræðu ekki áhuga þá er greinilegt að þau telja skólastarfið ekki skipta sig miklu máli. -lg. Ungkratar Biðlað til vinsbi Flokksforystan tekin á beinið. Viðreisnardraumurinn tálsýn. Krafa um samstarfvið önnurfélagsleg öfl. BirgirÁrnason nýkjörinn formaður S UJ: Okkar að veita aðhald Samstarfið við Sjálfstæðis- flokkinn í ríkisstjórn Þor- steins Pálssonar hefur leitt í Ijós að draumurinn um nýja við- reisnarstjórn var tálsýn. Við- reisnardraumurinn verður ekki endurvakinn í bráð. Þrátt fyrir þíðu og aukið trúnaðartraust milli forystumanna Alþýðuflokks og Framsóknarflokks þá má ekki gleyma að enn er gjá á milli þess- ara flokka um grundvallaratriði. Framsóknarflokkurinn er máls- vari rótgróinna hagsmunahópa í þjóðfélaginu og þröskuldur á vegi gagngerrar uppstokkunar á ýms- um sviðum, segir m.a. í stjórnmálaályktun 38. þings ung- ra jafnaðarmanna sem haldið var í Keflavík um síðustu helgi. Strokufangi Handtekinn á hlaupum Naut frelsisins í Laugardals lauginni Leit lögreglunnar í Reykjavík að strokufanga sem strauk frá Litla-Hrauni 13. september sl. bar loks árangur í gær þegar fangavörður bar kennsl á kauða í Laugardalslauginni. Fanginn var þó ekki á því að láta nappa sig baráttulaust og tók því til fótanna þegar hann varð þess var að borin höfðu verið kennsl á hann og náðist hann eftir snarpan eltingarleik á Rauðalæk. Þessi sami fangi réðst ásamt öðr- um að fangavörðum í Hegningar- húsinu við Skólavörðustíg fyrir skömmu áður en honum var komið fyrir á Litla-Hrauni. Þá hefur lögreglan hann grunaðan um að hafa framið nokkur afbrot á meðan hann gekk laus. -grh - Ég lít svo á að Samband ungra jafnaðarmanna eigi að vera róttækt afl sem veiti flokks- forystunni aðhald, ekki síst þegar hún situr í stjórn, sagði Birgir Árnason hagfræðingur sem var kjörinn formaður SUJ á þinginu. í samþykktinni eru forystu- menn Alþýðuflokksins harðlega gagnrýndir fyrir starfið í fráfar- andi ríkisstjórn: „Þeir hafa haldið fram markaðshyggju í efna- hagsmálum á kostnað ýmissa grundvallarþátta jafnaðarstefn- unnar. Þá er ljóst að dómur al- mennings á verkum ráðherra Al- þýðuflokksins í ríkisstjórninni væri á margan hátt á annan veg ef forysta flokksins hefði haft nán- ara samráð við almenna flokksfé- laga áður en ákvarðanir voru teknar um viðkvæm mál.“ Ungkratar vilja laða önnur fé- lagshyggjuöfl í landinu til sam- starfs og fylgis við Alþýðuflokk- inn. í því liggi leiö flokksins til varanlegra áhrifa í íslenskum þjóðmálum. _ig_ ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 3 Lífsgæðakapphlaupið hefur hertekið hugi fjölmargra skólanema, var samdóma álit þeirra sem sátu ráðstefnu Æskulýðsfylkingarinnar um helgina. Mynd-gg. Kvótanefndin Síðasta úthlutun Útflutningur heimilaður á 1.272 tonnum ínœstu viku með gámum og skipum Á fundi kvótanefndar við- skiptaskrifstofu utanríkisráðu- neytisins sl. föstudag var heimil- aður útflutningur á 772 tonnum af þorski og ýsu úr gámum og 500 tonnum af 2 togurum og 5 bátum á Bretlandsmarkað. Að sögn Vilhjálms Vilhjálms- sonar hjá Landssambandi ís- lenskra útvegsmanna verður síð- asti fundur kvótanefndarinnar nk. föstudag samkvæmt því sem ákveðið var í sumar þegar út- flutningskvótinn var settur á til að koma í veg fyrir verðfall á ferskfiskmarkaðnum á Bret- landi. Aðspurður hvort búið væri að taka ákvörðun um framhaldið sagðist Vilhjálmur ekki vita það. Markaðsverð á Bretlands- markaði var frekar lágt í síðustu viku og seldist þorskkílóið þá á 73,81 og ýsa á 73,02 krónur. Ástæðan fyrir þessu lága verði var einkum talin vera góður afli hjá heimabátum en einnig þótti gámaýsan héðan vera heldur smá og verðið eftir því. -grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.