Þjóðviljinn - 20.09.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.09.1988, Blaðsíða 5
FRETTIR Diplómatapassar Umbi Alþingis faer líka rautt Ný reglugerð umrauð og grœnvegabréfutanríkisráðuneytisins. Langur og fróðlegur listi yfir heimilaða handhafa Inýútgefinni reglugerð um rauð og græn vegabréf utanríkisráð- uneytisins er m.a. búið að bæta nýju embætti umboðsmanns Al- þingis á lista yfir þá sem eiga rétt á rauðu diplómatísku vegabréfi. Að sögn Sveins Björnssonar prótokollstjóra utanríkisráðu- neytisins hafa engar stórbreyting- ar verið gerðar á reglugerðinni um úthlutun þessara sérstöku vegabréfa, heldur reynt að að- laga hana að nýjum og breyttum aðstæðum, m.a. með því að taka inn ný starfsheiti. Forréttindi þeirra sem slík veg- abréf bera eru einkum fólgin í því að vegabréfaskoðunin ber að greiða götu þeirra og sjá til þess að þeir verði ekki fyrir töfum á ferðum sínum um heimsbyggð- ina, og vega þau rauðu sýnu þyngra en þau grænu. í reglugerðinni er ítarleg skrá yfir þá aðila sem fá þannig sér- vegabréf. Diplómatísk vegabréf fá m.a; forseti íslands, fyrrver- andi forsetar, nánustu fylgdar- menn forseta þegar þeir eru í fylgd með honum, ráðherrar, forsetar Alþingis, Hæstaréttar- dómarar, ríkissaksóknari, um- boðsmaður Alþingis, ýmsir emb- ættismenn utanríkisþjónustunn- ar, ráðuneytisstjórar, ríkisendur- skoðandi, ríkissáttasemjari, bisk- upinn, aðalbankastjórar Seðla- bankans og þeir sem gegna meiri- háttar trúnaðarstöðum fyrir ís- land í fjölþjóðlegum ríkjasam- tökum. Einnig fá fyrrverandi forsætis- og utanríkisráðherrar, fyrrver- andi starfsmenn utanríkisþjón- Haraldur Bjömsson látinn Haraldur Björnsson, fyrrver- andi afgreiðslustjóri Þjóðviljans, lést föstudaginn 16. september, 71 árs að aldri. Haraldur fæddist á Skarðs- strönd 16. maí 1917, en flutti til Reykjavíkur á barnsaldri. Hann vann ýmis verkamannastörf og stundaði sjómennsku, og árið 1967 hóf hann störf á afgreiðslu Þjóðviljans og vann þar þangað til hann hætti störfum vegna heilsubrests árið 1976. Haraldur var kvæntur Sigríði Elísabet Guðmundsdóttur, sem lifir mann sinn, og áttu þau þrjú börn, Ingi- björgu, Rannveigu og Þröst, - sem öll hafa starfað við Þjóðvilj- ann. Áður eignaðist Haraldur soninn Gunnar, sem býr á Sauðárkróki. Útför Haralds verður gerð frá Fossvogskirkju 3. október. Þjóðviljinn vottar aðstandend- um Haralds samúð sína. ustunnar og makar og börn ofant- alinna að 16 ára aldri rauða passa. Græn vegabréf, svokölluð þjónustuvegabréf, geta m.a. fengið; alþingismenn, skrifstofu- stjórar ráðuneytanna, forstjórar helstu ríkisstofnana, skrifstofu- stjóri Alþingis, Hæstaréttarrit- ari, aðstoðarmenn ráðherra, kjörræðismenn íslands erlendis, borgarstjórinn í Reykjavík, for- seti borgarstjórnar, þeir sem sendir eru utan í sérstökum erindagjörðum á vegum ríkis- stjórnarinnar og „meiriháttar viðskiptasamtaka" eins og segir í reglugerðinni. Einnig^ eiga rétt á grænum passa fyrrverandi ráðherrar, fyrr- verandi hæstaréttardómarar, fyrrverandi ráðuneytisstjórar, fyrrverandi aðalbankastjórar Seðlabankans og makar ofantal- inna og börn að 16 ára aldri. Hætti handhafi sérstaks vega- bréfs opinberum störfum er hon- um skylt að afhenda utanríkis- ráðuneytinu eða næsta íslenska sendiráði vegabréf sitt, maka síns og barna. -Ig. Björgun hf. Stærsta dæluskip Norðurlanda Björgun hf. með nýtt sanddœluskip. Ekkertlát á efnisstökufyrir byggingariðnaðinn. Samdráttur í uppfyllingumfyrir bœjarfélög úti á landi vegna slœmrar fjárhagsstöðu þeirra Ms Sóley er nýtt sanddæluskip sem fyrirtækið Björgun hf. hefur nýlega fest kaup á. Það ber um 2.400 tonn eða um 1500 rúm- metra af sandi og er burðargeta skipsins þrefalt meiri en var hjá Sandeynni. Skipið mun vera með stærri dæluskipum Norðurlanda. Að sögn Sigurðar R. Helga- sonar framkvæmdastjóra fyrir- tækisins eru 7 menn í áhöfn skips- ins og er það á sjó allan sólar- hringinn alla daga ársins við efn- istöku af sjávarbotni. Sigurður sagði ekkert lát vera á uppsteypu á höfuðborgarsvæðinu en minna um vinnu hjá bæjarfélögum úti á landi við uppfyllingar. Hann sagði að samdráttur í þeim geir- anum ætti rót sína að rekja til verri fjárhagsstöðu bæjar- og sveitarfélaga en oft áður því mikið væri um að ráðamenn þeirra spyrðust fyrir um kostnað við uppfyllingar og hvenær hægt yrði að koma því við. Aðspurður um hvort ekki væru sumir staðir á sjávarbotni betri en aðrir til efnistöku sagði Sigurður að svo væri vissulega. Að undan- förnu hefur fyrirtækið unnið mest við efnistöku í stórri námu á botni Hvalfjarðar á milli Kiðafells og 1 4 • íy ( Ms. Sóley er nýjasta sanddæluskip flotans og ber skipið þrisvar sinnum meira en Sandeyin gerði á sínum tíma. Skipstjóri á Sóley er Jón Óli Gíslason. Mynd: Jim Smarf. Hvaleyrar. Einnig úti fyrir Salt- vík og við Akurey. Fyrirtækinu til aðstoðar við námuleit á sjávar- botni hefur verið dr. Kjartan Thors jarðfræðingur á Haf- rannsóknastofnun. Upphaflega var Björgun hf. stofnað til að bjarga skipum sem höfðu lent í sjávarháska en sem betur fer hefur sá þáttur í starf- semi fyrirtækisins sífellt farið minnkandi á seinni árum eftir því sem siglingar skipa hafa orðið ör- uggari en áður. -grh Stekkjarbakki Ihaldið er á móti öldum Júlíus Hafstein hafnar óskfélaga sinna í ÍR um hraðahindranir við íþróttasvœði félagsins Fyrrverandi formaður íþrótta- félags Reykjavíkur, Júlíus Hafstein borgarfulltrúi, greiddi ásamt félögum sínum i Sjálfstæð- isflokknum atkvæði gegn tillögu Alþýðubandalagsins í borgar- stjórn í fyrrakvöld um að settar verði tvær hraðahindrandi öldur á Stekkjarbakka við ÍR-svæðið í Suður-Mjódd. Fyrr í sumar sendi varaformað- ur IR, Björn Gunnarsson, fyrir hönd félagsins, erindi til Gatna- málastjóra þar sem farið var fram á við borgina að settar yrðu upp tvær hraðahindranir við íþrótta- svæði félagsins. Mikil og hröð umferð er um Stekkjarbakkann og börn frá 5 ára aldri þurfa yfir götuna til að komast inn á íþrótt- asvæðið. Fulltrúar stjórnarandstöð- unnar tóku mál þetta upp í um- ferðarnefnd en meirihluti Sjálf- stæðismanna var andvígur öldun- um, og felldi tillögu þar að lút- endurfluttu fulltrúar Alþýðu- andi en ákveður þess í stað að bandalagsins tillögu ÍR-inga um setja miðeyju á götuna. Á borg- hraðahindrun en fyrrum formað- arstjórnarfundi í fyrrakvöld ur félagsins og félagar hans í Sjálfstæðisflokknum sáu ekki á- stæðu til að verða við þessari ósk félagsins, til að tryggja öryggi barnanna í hverfinu. -|g. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Gnúpverjahreppur Fjórir létust í bflslysi Voru á aldrinum 15-18 ára Hörmulegt umferðarslys varð á ellefta tímanum sl. föstudags- kvöld þegar tvær bifreiðar skullu saman á Þjórsárdalsvegi í Gnúp- verjahreppi með þeim afleiðing- um að fjórir ungir piltar á aldrin- um 15-18 ára biðu bana. Einn komst lífs af úr árekstrinum og liggur hann þungt haldinn á Borgarspítalanum. Þrír hinna látnu voru frá Sel- fossi og einn úr Reykjavík. Þeir hétu Ragnar Hjálmtýsson 18 ára, Vallholti 32 Selfossi, Benedikt Ásgeirsson 17 ára, Engjavegi 63 Selfossi, Guðmundur Árnason 17 ára, Miðengi 20 Selfossi og Hlynur Ingi Búason 15 ára, Vest- urbergi 9 Reykjavík. Engin vitni urðu að árekstrin- um og ekki er vitað um tildrög hans nema hvað ljóst þykir að báðir bílarnir hafa verið á mikilli ferð þegar slysið átti sér stað.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.