Þjóðviljinn - 20.09.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.09.1988, Blaðsíða 6
þJÓÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Málefnin ráða Ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar er fallin. Þjóöviljinn hefur verið í augljósri og eölilegri andstööu viö þá stjórn, og notar tækifærið nú til aö óska landsmönnum öllum til hamingju með þessa niðurstöðu. Af hverju féll stjórnin eftir aðeins fjórtán mánaða setu? Það má auðvitað tína til ýmsar ástæður, ræða fram og til baka um viðburði hins fræga föstudags og finna til persónu- lega erfiðleika forystumannanna, - og þegar sagnfræðingar taka síðar til við sínar skriftir verður litið yfir allt þetta svið. En höfuðástæður þess að stjórnin féll verða ekki fundnar í fréttalekum, pólitískum leikfléttum, persónulegri andúð og öfund, klaufaskap eða snilli einstakra forystumanna. Stjórnin féll fyrst og fremst vegna þess að hún réð ekki við verkefni sín. Og þau verkefni stjórnarinnar sem hún réð ekki við voru fyrst og fremst að taka til eftir frjálshyggjufyllirí ríkisstjómarinnar þar áður og þeirra hagsmunaafla sem henni tengdust. Það frjálshyggjupartí kom öllum ágóðanum af mesta góðæri síðari tíma fyrir kattarnef í offjárfestingum, monthúsum, gegndarlausri einkaneyslu hástéttanna og upprisu nýríkrar stéttar fjármagnseigenda og víxlara af ýmsu tæi. Það er dæmigert að þegar tímaritið Frjáls verslun tók saman lista yfir ríkustu menn landsins fyrir nokkru var þar ekki að finna útgerðarmenn eða iðnrekendur. Þar voru aðal- lega verslunareigendur, - og nýjasta stórstirnið er Herluf nokkur Clausen, sem sagður er hafa eignast hálfan Lauga- veginn og bróðurpartinn af Kringlunni með skuldabréfavið- skiptum. Stjórnarslitin nú eru ekki síst til vitnis um gjaldþrot frjáls- hyggjustefnunnar við landstjórnina. Það gjaldþrot hefur sínar pólitísku afleiðingar og staðan í stjórnmálunum nú gerir mestar kröfur til þess flokks sem staðið hefur einarðastur gegn óheftri frjálshyggju og afleið- ingum hennar, til Alþýðubandalagsins. Þjóðviljinn hefur ítrekað lagt til undanfarnar vikur og mán- uði að stjórnin fari frá og almenningur verði kallaður að kjörborðinu. Kosningar eru á margan hátt eðlilegar eftir strandsiglingu stjórnarflokkanna. Þorsteinn Pálsson valdi hinsvegar ekki þá leið, heldur sagði af sér án þess að nota þingrofsrétt sinn. Forseti ís- lands lítur því á það sem skyldu sína að reyna að koma á meirihlutastjórn án kosninga, og einsog staðan er nú er skynsamlegt að kanna alla slíka möguleika, einkum vegna þess að pólitískt bandalag Alþýðuflokks og Sjálfstæðis- flokks útilokaði í fyrra að kannaðar yrðu aðrar leiðir en þær sem fólust í samstarfi þeirra við þriðja flokk. Alþýðubandalagsmenn hafa tekið þá eðlilegu afstöðu að málefnin eiga að ráða. Þeir hafa lýst sig reiðubúna til við- ræðna án þess að líta á flokksskírteini, og eru þegar byrjaðir að ræða við Steingrím Hermannsson, sem nú fer með stjórnarmyndunarumboð, og samstarfsmenn hans í Alþýðu- flokki. Þeir leggja áherslu á að þar verði einnig rætt við Samtök um Kvennalista, sem hljóta að láta af einangrunar- hneigðum og láta reyna á pólitík sína í viðræðum. Málefnin eiga að ráða. Þingflokkur Alþýðubandalagsins telur í samþykkt í gær upp fimm áhersluatriði í viðræðunum, - afnám bráðabirgðalaganna gegn samtökum launafólks, afnám kaupskerðingar, endurskoðun á matarskattinum, uppstokkun í atvinnulífi - einkum sjávarútvegi - og peninga- málum, skýra stefnumörkun á lykilsviðum einsog byggða- málum, jafnréttismálum, umhverfismálum og utanríkismál- um. Nú er að sjá hvað er á bakvið vinstribros Steingríms Hermannssonarog Jóns Baldvins Hannibalssonar, og nú er að sjá að hvaða marki Kvennalistinn telur sig vera með í stjórnmálum á ísiandi. Af þessu ráðast svo úrslit í því málefni sem ekki er síst fyrir vinstrimenn og félagshyggjufólk, - að strandsigling Þor- steins Pálssonar geti orðið til þess að breyta samstarfs- möguleikum alþýðuflokkanna, skapa þar einingu sem áður var sundrung, breyta samfélaginu til frambúðar samkvæmt þeim jafnaðarhugsjónum sem pólitísku kerfi á íslandi hefur hingaðtil ekki tekist að fella saman í raunverulegt stjórnmálabandalag. -m IVLlr r 1 UIj ðlVUKÍtJ Morð í beinni útsendingu Sjónvarpið gerist æ frekara til fjörsins. Það lætur sér ekki nægja að segja frá og sýna atburði. Það gerist vettvangur atburða og með nokkrum hætti driffjöður í þeim. Stefnumarkið virðist það að Sag- an gerist í beinni útsendingu. A þessari þróun eru margar hliðar og sumar mjög hæpnar. Við höfum heyrt hrollvekjandi fréttir um það hvernig morð var framið í beinni útsendingu í jap- anska sjónvarpinu. Svipuð tíð- indi urðu í Bremen í Vestur- Þýskalandi nú í ágúst leið. Bankaræningjar tóku gísla og flæktust með þá lengi á flótta undan lögreglu - allt fór það á vcrsta veg og tveir gíslar voru skotnir til bana. Sjónvarpið fylgdist rækilega með: þetta var krimmi í beinni útsendingu. Og fjölmiðlasveitirnar gerðu fleira: þær komu sjálfar mjög við sögu atburða. Ekki aðeins með því móti að reka hljóðnema framan í unga stúlku, sem bófi hafði tekið í gíslingu og otaði að skamm- byssu, og spyrja: „Hvernig líður yður ungfrú? Haidið þér að þér sleppið lifandi frá þessu.“ Ekki bara með því að ljósmyndari has- arblaðs bað bófann að leggja skammbyssuhlaupið sem ræki- legast við háls stúlkunnar hvað eftir annað, vegna þess að „ég er enn ekki búinn að fá réttu mynd- irnar". Þessi dæmi ættu að vera meira en ærið tilefni til réttmætr- ar hneykslunar í garð fjölmiðla- dólga. en þar fyrir utan voru þess ýmis dæmi að fjölmiðlarar í raun hjálpuðu bófunum - þeir gátu um útvarp fylgst með athöfnum lög- reglunnar í frásögnum frétta- manna, þeir flæktust fyrir lög- reglu í eltingarleiknum, vegna þess að þeirra markaðsglöggi metnaður var í því fólginn að vera sem næst atburðum, heyra fyrstir skotin, verða fyrstir til að festa á filmu blóð úr sárum. Ætlar stjórnin að deyja? Þessar harmatölur um ógæfu- iega uppákomu í Vestur- Þýskalandi eru - eins og vænta mátti - inngangur að því að fagna því eina ferðina enn hve mannúð- legt hið íslenska samfélag er. Til þess að gera. Við drepum ekki fólk í beinni útsendingu í sjón- varpi, heldur bara ríkisstjórnir. Við köstum ekki sprengjum held- ur hlustum við á snarkið í pólit- ískum púðurkerlingum. Hnífs- stungurnar sem forystumenn stjórnar Þorsteins Pálssonar voru að reka í bakið hver á öðrum í beinni útsendingu á föstudagsk- völdið voru bara táknrænar. Og munu þeir menn lengi lifa sem með orðum eru vegnir - hvort sem okkur hinum líkar það betur eða verr. En spyrja má: var ríkisstjórnin drepin í beinni útsendingu í sjón- varpi? Einhverjar raddir hafa heyrst í þá veru. Sjónvarpsmenn hafi verið aðgangsharðir og frekir og þar með flýtt fyrir atburðum, máski átt veigamikinn þátt í því að upp kom sú staða að ekki varð aftur snúið: öll vötn féllu héðan af til Dýrafjarðar stjórnarslit- anna. Sjálfs er höndin skæöust Það er reyndar ekki kvo. Það voru ekki fréttamenn sem réðu bana stjórn Þorsteins Pálssonar heldur var þar um pólitískt sjálfs- víg að ræða, sem á sér rætur í þeirri alkunnu staðreynd, að þeir Þorsteinn, Steingrímur og Jón Baldvin hafa verið hver á sínu róli um langt skeið. Stjórnin hefur svo oft verið í andarslitrum að undanförnu að það minnti ekki á neitt frekar en þjóðsöguna ágætu um kerlinguna fjórdrepnu - nema hvað það var ekki ljóst (sem ekki fer á milli mála í sög- unni) hver það er og verður, sem græðir á margsviðsettum dauða hvimleiðrar kerlingar. Maður gæti reyndar haldið að það hafi verið einskonar listræn nauðsyn að flytja andlátið í sjónvarpssal - annars var hætta á því að menn tækju ekki mark á hefðbundum fréttum um það að loks væri stjórnin í raun og veru úr sög- unni. Það dregur stjórnmálamenn skammt að kvarta yfir fjölmiðl- um í þessu dæmi. Ef þeim finnst fréttamenn komnir of langt með nef sín ofan í þeirra grautarskál, þá er það þeim sjálfum að kenna og engum öðrum. Þeir hafa (með mismunandi fúsleika vitanlega) freistast til að „spila á“ fjölmiðla - og sá póker getur hvenær sem vera skal snúist upp í það að fjöl- miðlar spili á þá. Bara skemmtun? Þetta nána samspil hefur visst skemmtigildi eða afþreyingar- gildi: pólitískir viðburðir og nær- myndir af þeim verða að koma í staðinn fyrir svo margt annað sem okkur skortir sárlega eins og bankarán og gíslatökur. Ef við ættum svo að svara því, hvaða gildi samspilið hefur umfram all- spennandi afþreyingu, þá er hætt við að fátt verði um svör. En það er vel Iíklegt, að stjórnmálamenn þurfi að hugsa betur sín fjölmiðl- aráð: ef þeir ætla að hafa til dæm- is sjónvarp svo mjög inni á gafli hjá sér sem stjórn Þorsteins Páls- sonar hefur gjört, þá er eins víst að aldrei fáist stundarfriður til að vinna að því í alvöru að leysa þáu mál sem á þjóðarskrokknum brenna. Hitt má svo vel vera, að það hafi aldrei komist efst í huga höfðingja þríflokkanna fráfar- andi, hvernig þeir gætu leyst hnúta, heldur hafi það ráðið í reynd mestu í þeirra framferði hvers og eins, að koma sér í sem hagstæðasta stöðu til þess að hirða allan arf eftir ríkisstjórnar- hróið margdrepna. Enda sungu þeir óspart í fjölmiðla dylgjusöng þeirrar fjórdrepnu kerlingar sem áður var nefnd: Efsumir vissu um suma það sem sumir gjöra við suma þegar sumir eru frá þá vœru sumir ekki við suma eins og sumir eru við suma þegar sumir eru hjá. Inn gengur Albert. Tjaldið fellur. ÁB. Þjóðviljinn Síðumúla 6 * 108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufólag ÞjóöViljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, Óttar Proppó. Fréttaatjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pótursson, Hjörieifur Sveinbjömsson, Kristófer Svavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, ólafurGíslason, Páll Hannesson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, SævarGuðbjörnsson, Þor- finnurómarsson (íþr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Jim Smart. Útlitstelknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurÓ.Pótursson Framkvaamdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofuatjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýslngastjórl: OlgaClausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavarala: Sigriður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjórl: Ðjöm Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Katrín Bárðardóttir, Ólafur Bjömsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Sfðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýslngar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verö f lausasölu: 70 kr. Nýtt helgarblað: 100 kr. Áskrlftarverð á mónuði: 800 kr. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 20. september 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.