Þjóðviljinn - 20.09.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 20.09.1988, Blaðsíða 10
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Opnir fundir starfshópa Alþýðubandalagsins Akureyri og Neskaupstaðar Jafnréttiskerfi í húsnæðismálum Húsnæðismálanefnd Alþýðubandalagsins efnir til fundar á Eiðsvallagötu 18, Akureyri þriðjudaginn 20. september kl. 20.30, og íEgilsbúð Neskaupstað miðvikudaginn21. september kl. 20.30. Á fundinum verða kynnt drög nefndarinnar að stefnumótun og nýtt húsnæðiskerfi. Fundirnir eru haldnir til undirbúnings umfjöllun og afgreiðslu á tillögum nefndarinnar í miðstjórn Al- þýðubandalagsins. Á fundunum mun Guðni A. Jóhannesson hafa fram- sögu og kynna tillögurnar og síðan verða almennar umræður. Allir flokksmenn og stuðningsmenn flokksins á Akur- eyri og Neskaupstað og nágrenni eru hvattir til að mæta. Húsnæðismálanefnd Alþýðubandalagsins Alþýðubandalagið á Akureyri Alþýðubandalagið í Neskaupstað Ólafur Ragnar Grímsson Alþýðubandalagið á Austurlandi Aðalfundur kjördæmisráðs Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Austfjörðum verður haldinn 24. og 25. september nk. í Egilsbúð í Neskaupstað og hefstfundur- inn klukkan 13.00 þann 24 og klukkan 09.00 þann 25. Gestir aðalfundarins verða þeír Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðu- bandalagsins og Kristján Valdimarsson framkvæmdastjóri Alþýðubanda- lagsins. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Rætt um stjórnmálaástandið. 3) Önnur mál. Framkvæmdanefndin Guðni Takið þátt í stefnumótun Fundir starfshópa Alþýðubandalagsins Málefnahópar Alþýðubandalagsins munu á næstu vikum efna til funda með flokksmönnum og stuðningsmönnum flokksins. Fundir þessir eru haldnir til undirbúnings umræðu og afgreiðslu í miðstjórn Alþýðubandalagsins. Þegar hafa verið ákveðnir eftirtaldir viðræðufundir: 20. september: Heilbrigðismálanefnd flokksins kynnir drög að stefnumótun í heilbrigð- ismálum á fundi í Reykjavík. 20. september: Húsnæ&lsmálanefnd Alþý&ubandalagslns kynnir drög að stefnumótun flokksins um nýtt húsnæðiskerfi á fundi á Akureyri. 21. september: Húsnæ&lsmálanefnd Alþý&ubandalagslns kynnir drög að stefnumótun flokksins um nýtt húsnæðiskerfi á fundi í Neskaupstað. 28. september: Fjölskyldu-, uppeldls- og menntamálanefnd Alþý&ubandalagsins kynnir drög að stefnumótun á fundi í Reykjavík. Hver fundur verður nánar auglýstur síðar. Flokksmenn og stuðningsmenn flokksins eru eindregið hvattir til að mæta á þessa fundi og taka þátt I stefnumótun Alþýðubandalagsins. Alþý&ubandatagið Alþýðubandalagið í Reykjavík Félagsfundur Alþýðubandalagið í Reykjavík heldur félagsfund fimmtudaginn 22. september klukkan 20,30 að Hverfis- götu 105. Dagskrá: Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður og formaður þing- flokks Alþýðubandalagsins og As- mundur Stefánsson forseti Alþýðu- sambands íslands ræða stöðu þjóð- mála og horfurnar framundan. Steingrímur J. Ásmundur Fólagar hvattir til að mæta. Sigfússon Stefánsson Stjórnin Fundir starfshópa Alþýðubandalagsins Stefna Alþýðubandalagsins í heilbrigðismálum Heilbrigðismálanefnd Alþýðubandalagsins efnir til fundar í Miðgarði, Hverfis- aötu 105, þriðjudaginn 20. september. Á fundinum verða kynnt og rædd drög nefndarinnar að heilbrigðismálastefnu Alþýðubandalagsins. Drögin voru kynnt á fundi í miðstjórn í maí og hafa verið birt í fréttabrefi Alþýðubandalagsins. Stefnt er að afgreiðslu á tillögum nefndarinnar í miðstjórn í nóvember. Á fundinum munu nefndarmenn gera grein fyrir stefnudrögum og þeim athuga- semdum sem fram hafa komið og síðan verða almennar umræður. Allir flokksmenn og stuðningsmenn Alþýðubandalagsins í Reykjavík og ná- grenni eru hvattir til að mæta. Heilbrigðismálanefnd Alþýðubandalagsins Borgarmálaráð ABR Skólamál í Reykjavík Fundur verður haldinn í borgarmálaráði Alþýðu- bandalags miðvikudaginn 21. september nk. klukk- an 17.00 að Hverfisgötu 105. Dagskrá: 1) Skólamál í Reykjavík. Málshefjandi Þorbjörn Broddason. 2) Önnur mál. Fulltrúar í borgarmálaráði og aðrir ABR-félagar hvattir til að mæta. Þorbjörn Broddason IÞROTTIR Enska knattspyrnan Met hjá Norwich Fjórði sigur Norwich í röð. Liverpool náði aðeins jöfnu á heimavelli. Millwall vann Everton Alan Smith, Arsenal, er nú markahæstur í 1. deildinni með 6 mörk. Norwich situr nú eitt á toppi 1. deildarinnar eftir fjórða sigur sinn á keppnistímabilinu í jafn mörgum lcikjum. Liðið sigraði Newcastle á útilvelli, 0-2, en Southampton, sem hafði einnig fullt hús stiga fyrir laugardaginn, gerði jafntefli við Arsenal á High- bury í London. Ensku meistar- arnir Liverpool sem allir spá sigri í vetur léku gegn Tottenham á heimavelli sínum og náðu aðeins jöfnu, 1-1. Liverpool saknaði John Barn- es og Steve McMahon á miðjunni en þeir voru meiddir. Fyrir vikið gat Paul „Gazza“ Gascoigne látið Ijós sitt skína og leikur var nokk- uð jafn. Það stefndi þó í heima- sigur á Anfield þegar Peter Be- ardsley skoraði á 78. mínútu leiksins gegn Tottenham. En tveimur mínútum síðan jafnaði Terry Fenwick og eftir það dró til tíðinda á vellinum. Chris Fairc- lough sló John Aldridge utan undir og fór í sturtu fyrir vikið en sumir sögðu að þeir hefðu báðir átt að fá rauða spjaldið. „Fairc- lough missti stjórn á sér og átti þennan dóm skilið, en að þeir hefðu báðir átt að fara útaf,“ sagði Terry Venables fram- kvæmdastjóri Tottenham eftir leikinn. Þegar aðeins þrjár mín- útur voru til leiksloka fékk Ian Rush gullið tækifæri á að tryggja liði sínu sigurinn þegar hann var í dauðafæri á markteig. Eitthvað Paul Cascoigne. virðist kappinn vera í vandræðum með skotskó sína því ekki hitti hann markið í þetta skiptið og jafnteflið staðreynd. Norwich sló 68 ára gamalt per- sónulegt met með því að vinna fjórða leikinn í röð í upphafi keppnistímabils. Liðið situr nú eitt á toppi deildarinnar og áttu ekki margir von á þessari stöðu nú í haust. Þeir héldu norður til Newcastle og unnu sanngjarnan sigur þrátt fyrir að besti maður vallarins hefði verið í liði and- stæðinganna. Dave Beasant, fyrrum markvörður bikarmeist- ara Wimbledon, átti stórleik í markinu og hélt hinu nýja liði sínu á floti þar til Cale Gordon náði að skora framhjá honum á 38. mínútu. Robert Fleck bætti seinna markinu síðan við á 67. mínútu en sigurinn var aldrei í hættu eftir það. „Ég býst við að fólk sé hissa á að sjá okkur á toppnum en við eigum langt tímabil fyrir höndum enn,“ sagði Dave Stringer framkvæmdastjóri Norwich eftir sigurinn. Matthew le Tissier skoraði fyrir Southampton eftir aðeins tveggja mínútna leik gegn Arsen- al. Raodney Wallace bætti öðru við á 25. mínútu og mátti því bú- ast við fjórða sigri Dýrlinganna í haust. Arsenal síndi klærnar í síðari hálfleik og náði að jafna með mörkum Brian Marwood (víti) og Alan Smith, en Smith skoraði þegar aðeins átta mínút- ur voru til leiksloka á Flighbury. Millwall hefur komið mjög á óvart í haust eftir að hafa komið upp úr 2. deild í vor og er liðið nú í 3. sæti deildarinnar. Á laugardag sigruðu nýliðarnir Everton nokk- uð óvænt og var Tony Cascarino hetja þeirra í leiknum. Hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri, fyrst með skalla á 25. mín- útu og síðan aftur 16 mínútum síðar, og hefur Cascarino nú skorað 5 mörk í deildinni. Það var Neville Southall sem öðrum fremur bjargaði Everton frá stærra tapi með enn einum stór- leik sínum en Alan McLeary minnkaði muninn á 82. mínútu. Viv Anderson, Norman Whit- eside og Goron Strachan eru allir meiddir en ekki varð Manchester United meint af gegn Luton á úti- velli. Liðið sigraði, 0-2, og skoruðu Peter Davenport og Bryan Robson mörkin. -þóm Fótbolti 16 menn klárir Rúnar Kristinsson í hópnum íslendingar leika vináttulands- leik við Ungverja á morgun og hefur Sigfried Held valið 16 manna hóp fyrir lcikinn. Það vek- ur athygli að Rúnar Kristinsson er í hópnum eftir nokkurn tíma frá landsliðinu í sumar. Hann lék mjög vel í leik 21 árs landsliðsins gegn Hollendingum á dögunum en annar leikmaður úr þeim leik, Arnljótur Davíðsson, er einnig í hópnum. Hópurinn er þannig skipaður: Markver&ir: Bjarni Sigurðsson, Brann......24 GuðmundurHreiðarsson, Víkingi ... 1 A&rir leikmenn: ArnljóturDavíðsson, Fram......2 Atli Eðvaldsson, Val...........52 GuðniBargsson.Val .............20 GunnarGíslason, Moss...........35 ÓlafurÞórðarson, ÍA............24 ÓmarTorfason, Fram............31 Pétur Arnþórsson, Fram.........19 PéturOrmslev, Fram ............30 RagnarMargeirsson, (BK.........32 RúnarKristinsson, KR............6 SigurðurGrétarsson, Luzern....21 Sigurður Jónsson, Sheff. Wed..15 Sævar Jónsson, Val.............44 Viðar Þorkelsson, Fram.........19 Liðin léku í Búdapest í vor og sigruðu Ungverjar þá 3-0, enda hafa þeir mjög góðu liði á að skipa. Þeir eru með N-írlandi, Spáni, írlandi og Möltu í riðli undankeppni HM og hafa að sjálfsögðu sett stefnuna á úrslita- keppnina á Ítalíu 1990. Einn dýr- asti leikmaður heims, Lajos Det- ari, kemur ekki með liðinu hing- að til lands vegna meiðsla en að öðru leyti ættu Ungverjar að vera með sitt sterkasta lið. Dómaratríóið er sænskt, Bo Helén dæmir en Jan-Erik Dolk og Jan Petersson verða línuverð- ir. Leikurinn hefst kl. 17.30 á Laugardalsvelli á morgun og kostar kr. 600 í stúku, kr. 400 í stæði og kr. 150 fyrir börn. -þóm 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 20. september 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.