Þjóðviljinn - 20.09.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 20.09.1988, Blaðsíða 11
FLOAMARKAÐURINN Austurrísk stúlka Tatjana Hubel, Sollinger Gasse 21/ 6, 1190 Wien, Austria, óskar eftir pennavinum 18-20 ára. Skrifar á ensku eða þýsku. Þvottavél óskast Óska eftir að kaupa ódýra þvottavél og sjónvarp (lit eða s/hv). Ef ein- hver vill gefa hlutina er það vel þeg- ið. Sími 77136. Eftirtaldir hlutir eru til sölu. Sjötíu lítra heitavatnsgeymir, 5 stk. þrettán tommu felgur, þar af 2 með vetrardekkjum, forn skíði, nýrri skíði, með bindingum og stöfum, hljómtæki með hátölurum og inn- byggðu kassettutæki, hattahengi með fataslá, hljómtækjaskápur, borðstofusett, innihurð úr eik 80 x 200 sm með körmum, 2 þvottabalar úr blikki. Ennfremur fáein smáborð og gardínubrautir af ýmsum lengd- um sem fást fyrir það sem viðkom- andi vill greiða fyrir það. Allar nánari upplýsingar er að fá á Langholts- vegi 112A eða í síma 30672. Til sölu Daihatsu Charade árg. 80, skoðað- ur '88, útvarp/segulband. Upplýs- ingar veittar að Hringbraut 59, kjall- ara eftir kl. 19.00. Bráðvantar 2 herbergja íbúð Heiðarleg og barnlaus hjón bráð- vantar 2 herbergja íbúð. Getum boðið heimilishjálp og einnig má íbúðin þarfnast lagfæringa. Erum húsnæðislaus. Upplýsingar í síma 77946. Lada station Skoðaður '88 til sölu á kr. 8.500. Á sama stað er til sölu furuskápur, fururúm, vandaður geislaspilari (Diskman), 100 watta hátalari og Pioneer plötuspilari. Upplýsingar í síma 19638. Húsgögn til lölu Vel með farið sófasett ásamt 2 borðum og hjónarúm án dýna. Upp- lýsingar á kvöldin í síma 52504. Finkur óskast Getur einhver útvegað mér eina eða tvær finkur sem fyrst? Rósa í síma 96-31330. Felgur Vil kaupa 4 felgur undir Toyota Cor- olla. Sími 37287. Óska eftir notuðum húsgögnum gefins. Sími 17466. Til söiu - óskast keypt Kramvik rúm frá IKEA til sölu. Breidd 1.60 sm, selst á hálfvirði. Á sama stað óskast teikniborð til kaups. Upplýsingar í síma 27213. Gefins - til sölu Gömul Nilfisk ryksuga og fullorð- insrúm fást gefins. Á sama stað er til sölu Candy þvottavél og kven- reiðhjól. Upplýsingar í síma 18589 eftir kl. 18.00 í dag og á morgun. Svalavagn óskast sem allra fyrst. Upplýsingar í síma 21636. Einstakt tækifæri 5 strengja Yamaha RBX-5 bassi til sölu. Lítið sem ekkert notaður og lítur út sem nýr. Selst með afslætti. Upplýsingar í síma 623692. Vil kaupa Skoda 120 árgerð '84. Sími 612092 eftir kl. 18.00. Svalavagn Ódýr, gamall vagn eða kerruvagn óskast fyrir 15 mánaða gamalt barn. Útlit skiptir ekki máli. Sími 19513. Silver Reed til sölu Reikni-, teikni-, ritvél, eins árs, vel með farin og hrein. Straumbreytir og 4 pennasett fylgja. Verð kr. 13.500. Arna sími 38967. Hirslur Óska eftir klæðaskáp og kom- móðu. Má vera illa útlítandi. Upp- lýsingar í síma 33063. Barnavagn Til sölu brúnn flauels-barnavagn frá Mothercare með fylgihlutum. Upp- lýsingar í síma 33377. Bíll til sölu Datsun Sunny árg. '81, lítur vel út. Verð 100 þús. Upplýsingar í síma 51979. Bíll til sölu Lada station 1500 árg. '82 er til sölu á 70.000 kr. Upplýsingar í síma 51876. Til sölu Peugeot 205 árgerð '87, ekinn 15 þús. km. Góð- ur bíll í toppstandi. Vetrardekk fylgja. Upplýsingar í síma 29819. Rafmagnssuðupottur - rafmagnshella Rafmagnssuðupottur til sölu. Gott fyrir sláturtíðina. Einnig rafmagns- hella til upphitunar. Sími 51643. Flóamarkaður Opið mánudag, þriðjudag og mið- vikudag frá kl. 14-18. Endalaust úr- val af góðum og umfram allt ódýr- um vörum. Gjöfum veitt móttaka á sama stað og tíma. Flóamarkaður SDI, Hafnarstræti 17, kjallara. Ferðafólk - hestaleiga Kiðafelli í Kjós Góð og ódýr gisting í íbúð í nágrenni Reykjavíkur. Hestaleiga á staðn- um. Riðið út á góðum hestum í fall- egu umhverfi. Uppl. í síma 666096. Atvinna - íbúð Ég er einstæð móðir með 3 börn og mig vantar framtíðaratvinnu. Margt kemur til greina. Einnig vantar mig 3ja herbergja íbúð. Get ekki borgað fyrirfram en skilvísar mánaðar- greiðslur. Upplýsingar í síma 74910 eftir kl. 19.00. Húsnæðl óskast Ung og reglusöm snyrtileg og reyk- laus hjón með 2 börn 8 og 11 ára óska eftir að taka á leigu 4-5 her- bergja íbúð frá 1. okt. n.k. Upplýs- ingar í síma 16249 á kvöldin og 11540 á daginn. Við erum námsfólk með eitt lítið bam og leitum að íbúð sem allra fyrst. Eigum bæði að byrja í skóla í haust og viljum helst ekki þurfa að sofa í bílnum. Vinsam- legast hringið í síma 681331 eða í síma 681310 á daginn. íbúð óskast Ungt, reglusamt par utan af landi óskar eftir 2-3 herbergja íbúð sem fyrst. Einhver fyrirframgreiðsla möguleg. Uppl. ísíma 25661 eftirkl. 17.00. Konur, málunarnámskelð fyrir byrjendur 10 vikna kvöldnámskeið hefst þann 28. sept. í Hlaðvarpanum. Uppl, í síma 27064. Parkett óskast Þarftu að losna við gamalt parkett? Okkur vantar það í stíl við gömlu íbúðina okkar. Sláðu á þráðinn eftir kl. 18.00 næstu daga. Sími 611231. Rúm til sölu Til sölu furuhjónarúm ásamtdýnum og náttborðum. Upplýsingar í síma 12268. Þrif Ég er 16 ára og óska eftir að taka að mér þrif á húsi/íbúð 2svar-3svar í viku. Upplýsingar í síma 74508. Hjól til sölu Telpnareiðhjól til sölu. Upplýsingar í síma 41999. Til sölu Meðalstór, ný eldhúsinnrétting ásamt baði, klósetti og vaski, ál- skilrúm með 2 hurðum (úr áli) 80 sm breiðar. Upplýsingar í síma 39198. Til sölu ódýrt Stálvaskur, s/h sjónvarp, gott fyrir tölvur, fuglabúr, ungbarnastóll, handklæðaslár og pappírsstatív úr messing. Upplýsingar í síma 612430 eftir kl. 18.00. Herbergi óskast Roskinn reglumaður sem reykir ekki óskar eftir herbergi með að- gangi að snyrtingu. Helst í Kópa- vogi. Upplýsingar í síma 42109 á kvöldin. Til sölu Ungbarnavagga með himni, vögg- uhlíf og skiptiborð. Selst allt saman á kr. 2.500.00. Einnig til sölu antík- bíll, Moscowitz, árg. ’84. Upplýsing- ar í síma 30704 eftir kl. 17.00. Bíll óskast Mig bráðvantar hræódýran en sæmilega góðan bíl, skoðaðan ’88, til að komast á milli staða. Má ekki kosta meira en 10-15.000.00 kr. stgr., en 50-60.000.00 kr. ef um mánaðargreiðslur er að ræða. Vin- samlegast hringið í síma 681310 eða 681331 efþú þarft að losna við gamla bílinn þinn. Óska eftir eikar-borðstofuborði og 6 stólum. Sími 34523. Til sölu Eldhúsinnrétting með vaski. Upp- lýsingar í síma 76046 eftir kl. 18.00. LESENDABREF Ómakleg árás Sr. Gunnarer kennimaður sem margt er hœgt að læra af Virðulegu ritstjórar, undanfarin ár hefi ég lesið Þjóðviljann á hverjum degi og þar áður í allmörg ár með óreglu- legu millibili. Það er greinilegt að blaðið hefur lagt mikla áherslu á að draga fram ýmislegt, sem bet- ur má fara í samskiptum þegna, stjórnar og annarra afla f þjóðfé- laginu, og er það vel. Hneykslan- legt framferði valdamanna og smákónga hefur vakið réttláta reiði ykkar manna og oft hafið þið verið svo uppteknir af órétt- iætinu úti í heimi að fréttir af já- kvæðari hlutum hafa orðið út- undan. Allt er þetta gott og bless- að og eitt er vfst að ekki má gleyma að hamra á því sem betur má fara. En þá kemur að því sem ég er jafn hneyksluð yfir og þið eruð stundum yfir áðurnefndu framferði. Þegar maður er lagður í einelti af ákveðnum fámennum en voldugum öflum hér á íslandi, bregðist þið öðruvísi við en oft áður. Þegar séra Gunnar Bjöms- son er gerður burtrækur frá söfnuði sínum án gildrar ástæðu og í blóra við óskir meirihluta safnaðarmanna, eins og atburðir síðustu daga hafa leitt í ljós, hlakkar í ykkur og þið notið tæki- færið til þess að sparka í liggjandi mann. A ég hér við Klippt og skorið í blaði ykkar í dag, 14/9 (og pistil með sama nafni fyrr í sumar). En það er kannski minna varið í óréttlætið á íslandi en er- lendis? Sá sósíalismi sem þarna kemur fram er hvorki ykkur né stefnunni til mikils framdráttar eða hróss. Þegar ómaklega er vegið að manni sem varl,a hefur nokkurn möguleika til þess að bera hönd fyrir höfuð sér opin- berlega, þá er það lítilmannlegt að taka þátt í ofsóknunum hlakk- andi eins og hrægammar. Ef þið, og þá kannski sér í lagi klippari, hefðuð gefið ykkur tíma til þess að hlusta á ræður séra Gunnars, hefðuð þið getað gert ykkur grein fyrir því að þar fer kennimaður sem margt er hægt að læra af, bæði með tilliti til mannúðar og framtíðarsýnar. Vitanlega orkar allt tvímælis þá gert er, og stund- um hefur kannski séra Gunnar skotið yfir markið, en það gelur ekki ábyrgum blaðamönnufö fétt til þess að reyna að bæta um betur mannorðsþjófnað þeirra afla sem illu heilli reyndu að bola honum burtu frá Fríkirkjunni. Með bestu kveðjum og óskum um að betur takist til í framtíð- inni. Reykjavík, 14. september 1988 Heidi Kristiansen Athugascmd: Þjóðviljinn hefur varast að taka afstöðu í þeim deilum sem að undanförnu hafa einkennt starf Fríkirkjusafnaðarins. I þættin- um Klippt og skorið var fyrir nokkrum dögum vikið að presti safnaðarins. Látin var i Ijós undr- un á því að hann skyldi nota „rómverskan kraga“ eins og kaþ- ólskur klerkur. Það skal játað að hann sker sig ekki úr að þessu leyti því að fjölmargir aðrir ís- lenskir mótmælendaprestar að- hyllast þessa klæðatísku, hver svo sem ástæðan kann að vera fyrir því. Ritstjórn. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 Verkakvennafélagið Framsókn Allsherjaratkvæða- greiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjarat- kvæðagreiðslu við kjör fulltrúa á 36. þing ASÍ 21. nóv. 1988 og er hér með auglýst eftir tillögum um fulltrúa á þingið. Frestur til að skila listum er til kl. 12.00 mánudag 27. sept. Hverjum lista þarf að fylgja meðmæli 100 fullgildra félagsmanna. Listum ber að skila á skrifstofu félagsins að Skipholti 50a. Stjórnin brosum/ og alltgengur betur • Vinningstölur 17. sept. 1988 Heildarvinningsupphæð Kr. 4.156.844,- Þar sem enginn var með 5 réttar tölur á faugardaginn var, færist 1 vinnmgur yfir á 1. vinning á laugardaginn kemur. Bónustala + fjórar réttar tölur kr. 443.286,- fékk einn vinningshafi. Fjórartölurréttar kl. 573.195,-skiptastá63 vinningshafa, kr. 9.098,- á mann. Þrjár tölur réttar kr. 1.337.454,- skiptast á 2.608 vinningshafa, kr 512,-ámann. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.