Þjóðviljinn - 21.09.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.09.1988, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 21. september 1988 208. tölublað 53. árgangur Stjórnarmyndunarviðrœður Höfnuðu viðræðum um að veria launakjör Kvennalistinn vill ekki stjórn með Alþýðubandalagi, Alþýðuflokki og Framsókn. Viljaþjóðstjórn og kosningar. Eru ekki til íríkisstjórn þótt í boði vœri afnám áfrystingu launa. ÓlafurRagnar Grímsson: Mikil vonbrigði. Ekki reyntað nýta tœkifœri til að markaþáttaskil í íslenskri pólitík. Skilar Steingrímur Hermannsson umboðinu ídag? „Það urðu Alþýðubandalags- fólki mikil vonbrigði að Kvenna- listinn skyldi hafna því að taka þátt í tilraun til að mynda ríkis- stjórn jafnréttis- og félagsafla í landinu," sagði Ólafur Ragnar Grímsson í gær eftir að ljóst varð að ekkert yrði af myndun ríkis- stjórnar Alþýðubandalags, Al- þýðuflokks, Framsóknar og Kvennalista. Fullltrúar Kvenna- listans höfðu þá gert grein fyrir þeirri afstöðu flokks síns að eng- inn grundvöllur væri fyrir mynd- un meirihlutastjórnar um ákveð- in málefni. Pær vilja kosningar en að mynduð verði til bráðabirgða samstjórn allra flokka, þjóð- stjórn, sem leysi efnahagsmálin til bráðabirgða. Óiafur bætti við: „Það hefur verið draumur þúsunda íslenskra vinstri manna í langan tíma að slík þáttaskil gætu orðið. Sagan kennir okkur að slík tækifæri myndast kannski einu sinni á áratug eða svo. Þegar ljóst var að Alþýðuflokkur og Fram- sóknarflokkur voru tilbúnir til viðræðna við Alþýðubandalagið um að mynda jafnréttis- og fél- agshyggjustjórn og Kvennalist- inn gæti orðið fjórði flokkurinn í slíkri stjórn, áttum við von á að þær vildu a.m.k. skoða þetta tækifæri til að koma hér í fram- kvæmd víðtækum umbótum í jafnréttis-, fjölskyldu-, launa- og umhverfismálum og á mörgum öðrum sviðum. Sérstaklega varð ég undrandi þegar fulltrúar Kvennalistans lýstu því yfir að jafnvel þótt í boði væri afnám á frystingu launa, þá væru þær ekki reiðubúnar að taka þátt í viðræðum um slíka jafnréttis- og félagshyggjustjórn. Þær vilja bara kosningar og skammtíma þjóðstjórn sem á að starfa á óljósum stefnugrund- velli. Sagan kennir okkur hins vegar, því miður, að kosningar veita enga tryggingu fyrir því að slíkir möguleikar verði enn fyrir hendi að þeim loknum. Nú var hins vegar tækifærið. í viðræðunum nefndi ég einnig þann möguleika að mynduð yrði stjórn þessara fjögurra flokka sem setti fram langtíma umbóta- áætlun, stjórn sem í 1 til 2 misseri myndi sanna vilja sinn í fram- kvæmd og efna síðan til kosninga þar sem þjóðin fengi að kjósa um framtíðarstefnu slíkrar jafnréttis- og félagsstjórnar. Þá hefðu kosn- ingar raunverulega merkingu. Þessu höfnuðu þær því miður einnig.“ í gærkvöldi ræddi Steingrímur Hermannsson við Stefán Val- geirsson og síðan við fulltrúa frá Borgaraflokknum. Klukkan hálf- ellefu fyrir hádegi í dag gerir hann fulltrúum Alþýðubandalags og Alþýðuflokks grein fyrir þeim viðræðum. Ekki er reiknað með að Steingrímur haldi umboði til stjórnarmyndunar lengi ef ekki ræðst í dag hvort einhver grund- völlur er til umræðna um myndun meirihlutastjórnar. Enn hafa Al- þýðuflokkur og Framsóknar- flokkur ekkert gefið eftir með hugmyndir sínar um launafryst- ingu en Alþýðubandalagið hefur gert kröfu um að kjarasamningar fái að gilda. Margrét Frímannsdóttir al- þingismaður, sem tók þátt í við- ræðum flokkanna fjögurra í gær, segist einnig vera mjög undrandi á afstöðu Kvennalistans. „Ég hafði ekki búist við öðru en að Kvennalistakonur myndu að minnsta kosti vilja skoða málin og ekki neita fyrirfram. Miðað við málflutning þeirra í vetur reiknaði ég með að þær vildu at- huga hvort þær kæmu einhverju af sínum málum fram í stað þess að heimta kosningar. Ég held að afstaða þeirra mótist af útkomu í skoðanakönnunum undanfarið og að þær horfi of stíft á þann möguleika að geta náð í fleiri þingsæti en þær hafa nú. En mest kom mér á óvart að þær skyldu afdráttarlaust hafna frekari um- ræðum til myndunar ríkisstjórn- ar, jafnvel þótt með siíkri ríkis- stjórn tækist að afnema launafr- ystinguna. Fyrsti og jafnframt síðasti viðræðufundur Kvennalistans um myndun son og Guðmundur Bjarnason, Margrét Frímannsdóttir og Ólafur ríkisstjórnar með A-flokkunum og Framsókn. Frá vinstri: Jóhanna Ragnar Grímsson, Þórhildur Þorleifsdóttir og Kristín Halldórsdóttir. Sigurðardóttir og Jón Baldvin Hannibalsson, Steingrímur Hermanns- Mynd: Jim Smart. Sja SloU 2 Burma Heimenn gerast ríkisstjóm Hermennirnir sem rifu öll völd í sínar hendur í Burma á sunnu- dag komu á fót ríkisstjórn í gær. Átta af níu ráðherrum eru hers- höfðingjar og úr 19 manna „Rík- isnefnd til þess að koma á lögum og reglu.“ Erlendir sendiráðsmenn í Rangún staðhæfa að a.m.k. 500 manns hafi fallið fyrir hendi her- manna í fyrradag og segja ljótar sögur af hryðjuverkum þeirra. Sjá síðu 13 Mótmæli í Rangún. Blóðbað á degi hvetjum. BSRB Félögin einróma samþykkt Stjórn BSRB hefur samþykkt einróma þá tillögu Kristjáns Thorlaciusar formanns sam- bandsins að veita Fóstrufélaginu og sjúkraiiðum fulla aðild að sambandinu. UA Gunnar ráðinn Hlaut stuðning fulltrúa Alþýðuflokks Gunnar Ragnars, oddviti Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Akureyrar og forstjóri Slipp- stöðvarinnar, var í gær ráðinn eft- irmaður Gísla Konráðssonar sem framkvæmdastjóri Útgerðarfé- Iags Akureyringa á Akureyri með stuðningi Sjálfstæðismanna og krata. Sigríður Stefánsdóttir bæjar- fulltrúi segir að ráðning Gunnars sé pólitísk, burtséð frá því hversu hæfileikaríkur hann sé. Hún seg- ist óttast framtíð fyrirtækisins og að örlög þess verði svipuð þeim og hafa orðið hjá Granda hf., að lenda í klónum á einkaaðilum. Sjá síðu 2

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.