Þjóðviljinn - 21.09.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.09.1988, Blaðsíða 5
FRETTIR Húsnœði aldraðra Engar leiguíbúðir enn i sjonmali Ákveðið að selja íbúðirnar 26 við Vesturgötu og 40 af 92 við Skúlagötu Akveðið hefur verið að selja þær 26 íbúðir, sem Reykja- víkurborg er að byggja fyrir aldr- aða á horni Vesturgötu og Garða- strætis. Á fundi félagsmáiaráðs borgarinnar í síðustu viku var ísafjörður Mótmælt og skálað Stjórnsýsluhúsið afhent. Starfsfólk sjúkrahússins mótmœlti g^j ýja stjórnsýsluhúsið á ísafirði var formlega afhent sl. laug- ardag við hátíðlega athöfn en á sama tíma fjölmennti starfsfólk Fjórðungssjúkrahússins í mót- mælagöngu um götur bæjarins þar sem það lýsti vanþóknun sinni á þeirri seinkun sem hefur orðið á að nýja sjúkrahúsið verði tekið í noktun. Byggingartími hins nýja sjúkrahúss er orðinn æði skraut- legur svo ekki sé meira sagt en fyrsta skóflustungan var tekin 1975 og í dag strandar allt á tækjakaupum til hússins. A sama tíma gerist það að stjórnsýsluhúsið er byggt á met- tíma og var flutt inn í það aðeins 3 árum eftir að bygging þess hófst. Til stóð að flytja inn í nýja sjúkra- húsið þann 16. september en af því varð ekki. Aftur á móti hafa allar framkvæmdir við stjórnsýsluhúsið staðið upp á hár. „Mælirinn er löngu fullur og þessi aðstaða sem boðið er uppá í gamla sjúkrahúsinu, bæði fyrir sjúklinga og starfsfólk, er með öllu óviðunandi. Enda hafa upp- sagnir meðal starfsfólks verið tíð- ar að undanförnu og svo er engin aðstaða til neinna aðgerða hér í gamla húsnæðinu. Það er ekki bara að þetta brenni á okkur starfsfólkinu heldur er það hrein og klár skömm að bjóða sjúk- lingum upp á þá þjónustu sem hér er hægt að veita þegar beint á móti blasir við þessi nýtískulega bygging en tækjalaus," sagði Hörður Högnason hjúkrunar- fræðingur. -grh felld tillaga Guðrúnar Agústs- dóttur, Alþýðubandalagi, um að íbúðirnar yrðu til leigu. í umræðu um sölusamþykktina í borgarstjórn benti Guðrún á að um 1000 manns væru á biðlista hjá borginni eftir þjónustuíbúð- um fyrir aldraða. Fáir þeirra væru væntanlega svo múraðir að geta borgað 6 miljónir fyrir íbúð á Vesturgötunni, en byggingar- kostnaður er kominn í þá upp- hæð. Af þeim sem teljast vera í algerum forgangshópi á biðli- stanum, búa 75% í leiguhúsnæði og eiga engar eignir til að láta upp í þjónustuíbúð. Endanlegar skipulagstillögur liggja nú fyrir uni þjónustuíbúðir alcfraðra milli Skúlagötu og Lind- argötu. Þar á að byggja 92 íbúðir. Verða 52 til leigu og 40 seldar, væntanlega með einhvers konar hlutdeildarfyrirkomulagi. Að- staða verður fyrir 40 manns í dag- vistun aldraðra og þjónustumið- stöð verður 1500 fermetrar að stærð. Síðustu tvö ár hafa engar leigu- íbúðir aldraðra bæst við og engin er í sjónmáli fyrr en 1991-92. mi Ráðstefna Fjölskyldan gegn vímuefnum Árleg ráðstefna norrœnuforeldrasamtakanna ífyrsta skipti hérálandi Foreldrasamtökin Vímulaus æska standa fyrir norrænni foreldraráðstefnu um vímuvarnir 22. til 24. september á Hótel Loft- leiðum. Slík ráðstefna er árviss atburður á Norðurlöndum, cn að þessu sinni er hún haldin í fyrsta skipti hér á landi. Fjölmörg erindi verða flutt á ráðstefnunni; Sigríður Torfa- dóttir sálfræðingur veltir upp spurningunni: Hvar eiga vímu- varnir að hefjast?, dr. Sigrún Stefánsdóttir fjölmiðlafræðingur fjallar um fjölmiðla og mótunar- áhrif þeirra á börn og unglinga, Lions-Quest-námsefnið fyrir grunnskóla verður kynnt, og er þá fátt eitt talið af dagskránni. Ráðstefnunni verður skipt í vinnuhópa, en einnig getur fólk valið sér hóp eftir því hvaða ntál- efni það hefur mestan áhuga á. Ráðstefnan stendur fram á miðj- an dag á laugardaginn, ogeru all- ar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Vímulausrar æsku.HS o sz ro 2 o sz (O E =o 2 T -=»• iwiwrrrr^- . yf ) ~ ~ | '~ý Ln n : * —‘ •• ‘jfe~ V S f 1 i rnnnnnr: • r:•1 • • l h:HTStn''0 6 á.\2 h-. , 4- — m-v !! nei j j i • ,»:ii ... ' n u ijV’ l Líí-« ui,: i::: e u; i tr it ; T.. ú v.'t ií.UllU * B iTiUi'O""'-';_ 'i'iri'’ « Tillögur Borgarskipulags. Viðhorf Norðurhlið, að Laugavegi. Tumhýsi á timburlóðinni Vonandi nœr tillagan um turnhýsin ekkifram að ganga í skipulagsnefnd. Vonandi verðurþar ágœt vinna arkitekts á Borgarskipulaginu lögð tilgrundvallar byggingum á lóðinni Nú er í kynntngu nýtt skipulag að lóðinni Laugavegur 148 þ.e. lóðin neðan við gamla hús Mjólk- ursamsölunnar þar sem áður var Timburverslun Árna Jónssonar. Lóðarhafar hafa látið teikna fyrir sig raðhúsabyggð á lóðinni, en á horni Laugavegs og Mjölnis- holts er gert ráð fyrir þrískiptu háhýsi 6, 8 og 11 hæða. Ljóst er að háhýsin munu kasta veru- legum skugga á húsin hinum megin götunnar og munu stinga mjög í stúf við nánasta umhverfi, bera það nánst ofurliði. Háhýsin munu sjást víða að svipað og nokkur opinber turnhýsi í borg- inni. Almennt er það viðtekin stefna í byggingarlist að íbúða- byggð skuli falla vel að umhverfi sfnu. Hins vegar mega opinberar byggingar og aðrar byggingar sem þjóna almenningi gjarnan draga að sér sérstaka athygli. Starfsmenn Borgarskipulags höfðu áður fengið það erfiða hlutverk að skipuleggja lóðina. Þar var gert ráð fyrir 3ja hæða randbyggð sem uppfyllti ágæt- lega tillitssemi við næsta ná- grenni, þótt við undirritaðar hefðum kosið aðeins minna bygg- ingarmagn á lóðinni. Vonandi nær tillagan um turn- hýsin ekki fram að ganga í skipu- lagsnefnd. Vonandi verður þar ágæt vinna arkitekts á Borgar- skipulaginu lögð til grundvallar byggingum á lóðinni. Kynning eins og sú sem nú stendur yfir á lóðinni Laugavegur 148 er mjög mikilvæg, og full ástæða er til að hvetja fólk til að fylgjast mjög vei með, því ef eng- ar athugasemdir berast telst til- lagan samþykkt af borgarbúum. Frestur til að skila inn athuga- semdum rennur út á morgun kl. 16.15. Guðrún Ágústsdóttir og Hildi- gunnur Haraldsdóttir í skipulags- nefnd fyrir Alþýðubandalagið. Hugmyndir byggingarverktakans. Miðvikudagur 21. september 1988 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.