Þjóðviljinn - 21.09.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.09.1988, Blaðsíða 7
MINNING Guðrún Bjartmarsdúttir Fœdd 3. júli 1939 - Dáin 13. sept. 1988 „reyr stör sem rósir vœnar reikar hann jafnfánýtt, “ hinn slyngi sláttumaður dauðans. Nú hefur ein hin vænsta rós fallið fyrir sigð hans, - löngu fyrir aldur fram, - Guðrún Bjartmars- dóttir frá Sandi í Aðaldal. Hún var dóttir hjónanna Hólmfríðar Sigfúsdóttur frá Kraunastöðum og Bjartmars Guðmundssonar bónda á Sandi og síðar alþingis- manns. Rúna, eins og hún oftast var kölluð, gekk sína barna og unglingaskólaleið með sæmd og einnegin gegnum Kennaraskóla íslands - og tók kennarapróf þar vorið 1961. Það sama ár giftist hún Þorkeli Steinari Ellertssyni kennara og íþróttakennara. Þau eignuðust fjögur mannvænleg börn - þrjá syni og eina dóttur. Við Rúna kynntumst í Kenn- araskólanum. Þótt með okkur væri tuttugu ára miseldri féllu hugir okkar ótrúlega fljótt og vel saman í farveg. Við vorum runn- ar upp úr sama jarðvegi, ef svo má að orði komast, og aldar upp við svipaðar aðstæður og hugsun- arhátt. Vinátta okkar hefur hald- ist óbreytt þessi ár þótt oft væri langt milli funda. Rúna var góð- um gáfum gædd og hafði þá far- sælustu skapgerð, sem ég hef kynnst. Hugarheimur hennar var víður og tær. Hún sá því vel til kennileita á lífsveginum og kunni glögg skil á hver voru þess virði að standa vörð um þau og hver gátu legið milli hluta án angur- semi. Hún ástundaði trú- mennsku, skyldurækni og heil- næmi hugans í hverju einu sem hún lagði hönd að, hvort sem það var uppeldi barnanna, kennsla, íslensk tunga og fróðleikur, ung- mennafélag í Aðaldal eða fræðafélög Háskóla íslands svo og samskipti við fólk. Þessi rækt- aði lífsakur er móðurarfur barna hennar og þau munu elska hann og virða vel. Rúna var alla tíð gagnrýnin á sjálfa sig og verk sín. Þegar við kynntumst gætti þess þó miklu meir en síðar varð. Hún var jafnvel stundum ótrúlega örygg- islaus. En þegar hún var u.þ.b. 25 ára hóf hún að kenna íslensku á svonefndu gagnfræðastigi með þeim árangri er gaf henni byr undir báða vængi og greiddi braut hennar til náms í íslenskum fræðum við Háskóla íslands. Einnig þar hafa verðleikar henn- ar borið sín blóm. Sem húsmóðir, uppalandi og kennari varð hún að teygja á tímanum við námið. Hún var þó komin að síðasta þætti þess þegar sjálfur lífsþátturinn brast. Meistaraprófsritgerð hennar um Unni Benediktsdótt- ur skáldkonu - Huldu - liggur til- búin til útgáfu síðan í fyrra. Og hún var þegar búin að velja sér fræðasvið: Þjóðsögur - álfasögur innlendar og erlendar. Hún hafði fengið úthlutaðan vísindasjóðs- styrk og stefndi á doktorsritgerð um þetta efni. Nú hefur dauðans hönd stöðvað hennar störf. Þeim er þó ekki á glæ kastað. Framtíð- in mun sjá fyrir því og geyma vel nafn og minningu Guðrúnar Bjartmarsdóttur. Okkur Rúnu var tíðrætt um frelsi og misjafnt eðli þess. Okk- ur kom saman um, að hið eina sanna frelsi væri það, sem hugur manns skapaði sjálfum sér til visku og þroska. Ég veit, að Rúna var búin að ávinna sér þetta frelsi til ævinlegrar eignar. Það er gleðigjafi á sorgarstund. Ásgerður Jónsdóttir Hún kom til mín og kvaddi mig áður en hún fór. Hún stóð við rúmið mitt. Ég var sofandi, en leit undrandi á hana og sagði: „Nei, ert þú komin!“ Hún leit á klukkuna og sagði: „Já, en ég má ekki vera að því að stoppa. Ég átti leið hjá og kom bara til að kveðja þig. Ég er veik og ég er að fara! Kemur þú ekki bráðum?“ Ég verð dálítið undrandi á því hvað hún tekur þessu með mikilli ró en það er ekki nýtt að Guðrún komi mér á óvart. Ég flýti mér að svara! „Jú, ætli það ekki - ætli ég komi ekki bráðum.“ „Allt í lagi, þá sjáumst við!“ Svo er hún horf- in. Þegar ég vakna veit ég að þessi draumur er ekki draumur heldur ískaldur veruleiki. Guðrún liggur dauðvona og er á förum - svo fljótt — svo allt offljótt. Ogámeð- an hún býr sig til brottfarar sit ég lömuð og skoða mynd hennar. A myndinni er óvenju tilfinninga- næm kona, óvenju greind, óvenju góð og óvenju glæsileg. Það gustar af henni hvar sem hún kemur. Leiðir okkar Guðrúnar lágu fyrst saman haustið 1974 þegar við hófum nám í íslenskum fræðum við H.í. Ég var þá rétt liðlega tvítug en hún fjögurra barna móðir. Ættir okkar Guð- rúnar tengjast og ég hafði áður heyrt sögur af þessari konu sem sögðu mér að þar var ekki nein venjuleg kona á ferð. Ég fylgdist með henni úr fjarlægð til að byrja með, full undrunar og aðdáunar á þessari konu sem var að hefja há- skólanám með fjögur ung börn. Hún lagði af stað eftir Suður- götunni með storminn í fangið áleiðis í skólann. Ég sá hana út um gluggann þegar ég var sest inn í hlýjuna. Hún gekk fram hjá skólanum, leiddi Alfrúnu og Teit. Hún stefndi að Tjarnar- borg. Þormar og Þorri voru þá farnir í skólann. Síðan gekk hún inn í stofuna klukkan 8:15, veðurbarin og hress, tilbúin að taka þátt í umfjöllun um bók- menntaarfinn. Ég skildi ekki þá hvernig hún fór að þessu en veit nú að hún kom með mikla og fjöl- þætta lífsreynslu sem varð henni notadrjúg við bókmenntarann- sóknir og við hin nutum góðs af. Síðan þá hefur hún lokið B.A. og cand. mag. prófi frá H.f. hún lauk prófi frá Kennaraháskóla ís- lands 1982 sem veitti henni kennsluréttindi á framhalds- skólastigi en áður hafði hún tekið kennarapróf frá Kennaraskóla íslands. Hún hefur kennt við Menntaskólann við Hamrahlíð, Menntaskólann í Kópavogi, haldið fyrirlestra um þjóðsögur við Kennaraháskóla íslands, séð um námskeið í þjóðsögum við Félagsvísindadeild H.í. og flutt erindi um þjóðsögur í útvarpinu. Hún bjó ljóð Huldu til prentun- ar,- sá um útgáfu á íslenskum úti- legumannasögum og safnaði þjóðsögum í bókina Bergmál. Hún hefur átt sæti í norrænum samstarfshópi sem vinnur að út- gáfu Kvennabókmenntasögu Norðurlanda. Síðustu tvö ár hlaut hún Vísindasjóðsstyrk til þess að stunda rannsóknir á þjóð- sögum. Hún hafði ótrúlega næm- an skilning á þeirri bókmennta- grein og þegar hún sagði mér frá því sem hún vildi skoða í þjóð- sögum hlakkaði ég til þess að fá að lesa niðurstöður hennar. Guðrún hefði fyrir löngu þurft að fá fast starf við bók- menntarannsóknir. Svo mikið hafði hún til málanna að leggja. En möguleikar kvenbók- menntafræðinga á að fá næði til rannsóknastarfa eru litlir. Engin kona hefur til dæmis orðið fastur kennari í íslensku við H.f. en þar hefðu starfskraftar Guðrúnar nýst vel. Guðrún ólst upp f frjóu bók- menntaumhverfi. Afi hennar var Guðmundur Friðjónsson rithöf- undur frá Sandi. Mikill bók- menntaáhugi var á heimilinu en áhuga sinn á þjóðsögum þakkar Guðrún fullorðinni konu sem bjó á heimili hennar. Hún lýsir þeirri konu í grein sinni „Ljúflingar og fleira fólk“ sem birtist í Tímariti Málsog menningar,3. hefti 1982: í barnæsku minni í norðlenskri sveit var ég svo heppin að þekkja einhvern síðasta full- trúa þeirrar munnlegu sagna- hefðar sem nú er ekki lengur til í landinu. Það var kona á ní- ræðisaldri, karlæg að mestu en óþrjótandi brunnur sagna og ævintýra sem sum hver munu nú öllum gleymd. Þau hafði húnm.a. numið.af móður sinni sem á stundum hélt lífinu í börnunum með því að fara á milli bæja og segja sögur. Við krakkarnir þreyttumst seint á því að sitja kringum rúm gömlu konunnar og súpa í okkur ævintýrin, sum þeirra lærði ég og hélt áfram að segja systkinum mínum þegar sú gamla var öll. - Ég trúi að kynni mín af þessari gömlu sagnakonu og veröld hennar séu ein ásæða þess að ég hef lengi rennt hýru auga til þjóð- sagnanna og furðað mig á því tómlæti sem íslenskir bók- menntafræðingar hafa sýnt þeim. Guðrún hafði frásagnarlistina á valdi sínu og mér er minnisstætt hversu vel henni tókst til þegar hún kom í sjónvarpsþáttinn Söguhornið og sagði börnum ævintýri. Það var börnum mínum sérstætt tilhlökkunarefni að fá Guðrúnu í heimsókn. Sögu- Guðrún var tæplega sest þegar þau skriðu upp í fangið á henni og vildu heyra ævintýrið um Vísi- jómfrú. Aður en hún vissi af var hún horfin inn í ævintýraheima og börnin hlustuðu hugfangin. Við Guðrún töluðum oft um dauðann og þann tíma sem við höfum til að lifa. Hún vissi vel að eitt sinn skal hver deyja og hún talaði um dauðann eins og stað- reynd sem hvorki var ástæða til að óttast eða reyna að flýja. Hún notaði tilhugsunina um dauðann til að minna sig á lífið. Hún vildi lifa í dag því hún vissi að á morg- un gæti það orðið of seint. Tími Guðrúnar var allt of stuttur en samt er saga hennar löng. Hún skilur eftir sig djúp spor og minn- ing hennar lifir í hugum margra. Sársaukinn er óbærilegur. En ber okkur ekki að vera þakklát - þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þessari konu og ganga við hlið hennar um stund? Ást- vinum öllum sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Guðbjörg Þórisdóttir Bekkurinn er ókyrr þegar álf- konan kemur svífandi inn í síðu pilsi, blússu og vesti, með ljóst hárið uppsettíhnakkanum. And- litið lifandi, augun eilítið pírð. Hún skynjar andrúmsloftið og vonbrigðin leyna sér ekki þegar hún segir: „Oh, ég sem var búin að hlakka svo til í allan dag að koma og kenna ykkur!“ Og áður en varir hefur Guðrún Bjartmarsdóttir leyst bekkinn úr álögum ókyrrðar. Menntaskólaárin eru í hugum margra sveipuð ljóma. Minning- ar frá þessum tíma eru ekki endi- lega tengdar náminu sjálfu held- ur félagslífinu og þeim vináttu- böndum sem tókust meðan á námi stóð. Guðrún Bjartmarsdóttir var bæði góður kennari og vinur, innan veggja skólans sem utan. Leiðir okkar lágu oft saman eftir stúdentspróf. Hún fylgdist með sínum gömlu nemendum af áhuga og hvatti þá til dáða á þeim brautum er þeir höfðu valið sér. Störfum hlaðin gaf hún sé ætíð tíma til að ræða lífið og tilveruna enda fannst okkur við eiga heilmikið í henni og hún í okkur. Það er ómetanlegt að hafa fengið að kynnast svo hlýrri manneskju. Við vottum aðstand- endum Guðrúnar okkar dýpstu samúð. En loftvegir blána í laðandi fjarska; hve langt er að ströndumi Og hver veit þó nema að svanir þeir syngi í sólfegri löndum? (Hulda) Fyrir hönd fjórða bekkjar Menntaskólans í Kópavogi 1984 - 1985. Ferdinand Jónsson Pétur Már Ólafsson Sigríður Kristinsdóttir Valgerður Benediktsdóttir Eftirsjá Falla lauf að foldu fúna stofnar dimmir að drungi er yfir. Haustið helkalt. Ljóshœrð, litfríð, létt í máli, afbragð annarra œttarsómi. Hrifin burt frá hálfu starfi. Brotna tré, bogna greinar. Beygður frœndgarður. Far þú sœl með friði, frœnkan vœna. Hildur Hermóðsdóttir í austurlenskri þjóðtrú segir að sorgin hafi haldið innreið sína í mannheima til að skýrara yrði hvers virði gleðin er. Þegar við fregnuðum að Guðrún vinkona okkar Bjartmarsdóttir væri öll - eftir stutt banastríð- vitjaði sorg- in okkar, en jafnframt var okkur ljóst að Guðrún hlyti ævinlega að lifa í minningu þeirra sem kynntust henni sem boðberi gleð- innar. Á kveðjustundum eru öll orð dýr og vandmeðfarin, engu að síður viljum við minnast vin- konu okkar með fáum orðum. Við kynntumst Guðrúnu fyrst við úpphaf íslenskunáms í Há- skóla íslands. Hún var þá þegar orðin margra barna móðir, en við nýsloppin úr framhaldsskólun- um. Hún var mjög sólgin í skóla- lærdóm eftir nokkurra ára fjar- veru frá námi og náði að smita okkur hin sem sum hver vorum orðin örlítið þreytt á skólabekkn- um. Yfirburðir hennar í lífsreynslu og þroska urðu aldrei að múr á milli okkar, miklu frem- ur sjóður sem við nutum góðs af. Seinna fylgdumit við að út í menntaskólakennslu og eftir það skildu leiðiraldrei alveg, þó sam- verustundum fækkaði. Guðrún hélt áfram námi enda stefndi hug- ur hennar hátt á sviðum bók- mennta og þjóðfræða. í bók- menntunum varð skáldkonan Hulda meginviðfangsefni hennar en í þjóðfræðunum helgaði hún huldufólkinu einkum krafta sína. Guðrún var oft kölluð til lið- sinnis í þeim málum sem hún hafði sérþekkingu á, t.d. var hún beðin um að velja úr ljóðum Huldu þegar tekið var saman ljóðasafn frá 20. öld fyrir fram- haldsskólanema. Þá valdi hún prósaljóðið „Fuglinn í fjörunni“ sem var henni mjög hugleikið. Þetta ljóð hefur löngum þótt spegla langanir og þrár Huldu en okkur segir jafnframt svo hugur um að Guðrún hafi séð sjálfa sig í konunni sem ber hlutskipti sitt saman við hlut svölunnar sem hún finnur í flæðarmálinu. „... þegar ég sá þig fyrir augnabliki síðan kljúfa loftið yfir skóginum. Þá mændi ég á eftir þér og óskaði að ég hefði mátt lifa eins og þú. En ég get það ekki. í sál minni tala tung- ur sem þú þekktir aldrei. Þeim verð ég að hlýða.“ Síðustu misserin hafði Guðrún haft tækifæri til að hlýða hvöt svölunnar „til landa fyrir handan haf“, börnin voru öll komin vel á legg og hún sjálf búin að afla sér virðingar í sinni fræðigrein. f Heimsljósi segir á einum stað: „Dauðinn er eitt af því fáa sem maður trúir ekki, kanski það eina.“ Sannleiksgildi þessara orða opinberaðist enn á ný við fráfall Guðrúnar Bjartmarsdótt- ur. Það er erfitt að kyngja því að dauðinn hafi nú sótt eina sterk- ustu andhverfu sína, enda þótt við vitum að Guðrún mun aldrei deyja þeim sem kynntust henni, heldur lifa áfram „í hjarta og minni manna sem hennar sakna.“ Aðstandendum öllum sendum við okkar dýpstu samúðarkveðj- ur. Sigurður Svavarsson, Steingrímur Þórðarson. Miðvikudagur 21. september 1988 ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.