Þjóðviljinn - 21.09.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 21.09.1988, Blaðsíða 13
ERLENDAR FRETTIR Burma Herforíngjar verða „ríkisstjóm“ A.m.k. 500menn féllu ífyrradag. Valdaræningjar reyna aðfegra ásýnd sína Herforingjarnir sem sitja yfir hlut manna í Burma hafa skipað nýja ríkisstjórn, þremur sólarhringum eftir að þeir rændu völdum. Þeir eru sjálfir þessi rík- isstjórn. Ymsir vestrænir sendiráðs- menn staðhæfa að stjórnin sé næsta snautleg tilraun valdaklík- unnar til þess að fegra ásýnd sína. Hinir erlendu heimildamenn full- yrða ennfremur að 500 menn hið minnsta hafi orðið morðóðum hermönnum að bráð í Rangún og næsta nágrenni höfuðborgarinn- ar í fyrradag. Það er til marks um sannleiks- gildi fyrri fullyrðingarinnar að átta af níu ráðherrum eru hers- höfðingjar og félagar í „Ríkis- nefnd til þess að koma á lögum og reglu“ en það er nafnið sem valdaræningjarnir gáfu sér. Höf- uðpaur þeirra heitir Saw Maung. Utvarpið í Rangún greindi frá því að 67 menn hefðu látið lífið í átökum í fyrrakvöld og í gær. Þeir hefðu allir fallið í borgunum Rangún, Mandalay og Taunggyi. Ráðamenn viðurkenna sem sagt að 121 maður hafi fallið en það er tala sem allir „óopinberir" heim- ildamenn Reuters bera brigður á. Þegar húmaði að kveldi í gær brutust bardagar út að nýju nærri bandaríska sendiráðinu í höfuð- borginni. Sjónarvottar kváðust hafa séð hermenn veifa gangandi vegafarendum og hrópa til þeirra að þeir væru óhultir svo fremi þeir hefðust ekki að. Hvorir tveggju heimamenn og erlendir gestir segjast hafa séð námsmenn og búddamúnka brjótast inní bækistöðvar lög- reglumanna og stela vígtólum. Útvarpið í Rangún greindi frá fjórum slíkum árásum, sjö lög- reglumenn og fimm „niður- rifsseggir" hefðu beðið bana. Einn hinna erlendu sendiherra í Rangún segist hafa séð hvar her- menn skutu á hóp námsmeyja, á að giska 13-14 ára gamalla. Fjöl- margar þeirra hefðu látist sam- stundis. „Þeir atburðir sem nú eiga sér stað hérna eru svo skelfilegir að ég kann ekki orð til að lýsa þeim,“ sagði hann við fréttamann Reuters í síma og var augljóslega afar brugðið. Reuter/-ks. Danmörk Shevardnadze í heimsókn Sovétmenn reyna að blása lífi í hið ársgamla „Mármansk-frumkvæðV Gorbatsjovs Edvard Shevardnadze, utan- ríkisráðherra Sovétríkjanna, kom í opinbera heimsókn tii Dan- merkur í gær. Fréttaskýrendur á Vesturlöndum telja nær víst að utanríkisráðherrann hafí lagst í ferðalag þetta í því augnamiði að fylgja eftir „Múrmansk- frumkvæði“ Míkhaíls Gorbat- sjovs frá því í fyrra, þ.e.a.s. efla viðskipti, samvinnu um auðlinda- nýtingu og afvopnun á norður- höfum og í norðanverðri Evrópu. Skemmst er að minnast heimsókna Nikolajs Ryzkhovs, forsætisráðherra Sovétríkjanna, til Svíþjóðar og Noregs fyrr á þessu ári en hann var einmitt í ofannefndum erindagjörðum. Sem kunnugt er vill Gorbat- sjov minnka umsvif flota og flug- herja á Norður-Atlantshafi og leggja bann við ýmsum gagn- kafbátagjörðum. Nú árið er liðið frá því hann viðraði þetta og margt fleira í ræðu í Múrmansk em þar eru helstu bækistöðvar og höfn sov- éska flotans. Ríkisstjórnir á Norðurlöndum létu tilboði um viðræður ýmist því sem næst ósvarað ellegar höfnuðu því ger- samlega. Sovétríkin Armenar mótmæla í Jerevan Mikill mannfjöldi gekk um göt- ur Jerevans, höfuðborgar Sovét-Armeníu, í gær í kjölfar átaka Armena og Azera i Fjalla- Karabakh í fyrradag. Þá beið einn maður bana, Armeni, og 24 særðust eftir að barist hafði verið með skotvopnum og hnífum. Heimildamaður í Jerevan greindi fréttamanni Reuters frá atburðunum í símtali. Hann kvað Armena hafa reiðst heiftarlega er þeim bárust fréttirnar um átökin í Fjalla-Karabakh, nánar tiltekið í bænum Khadzhaly, steinsnar frá höfuðborginni Stepanekert. Ekkert hefði verið unnið í sumum verksmiðjum í Jerevan í gær og ferðir almenningsfarar- tækja hefðu verið afar stopular. „Þúsundum saman flykkjast menn að höfuðstöðvum komm- únistaflokksins og Æðsta ráðs lýðveldisins," sagði heimilda- maðurinn, „helsta krafan er sú að stjórnvöld stemmi stigu við straumi svonefndra flóttamanna úr röðum Azera inní Fjalla- Karabakh.“ „Flóttamenn“ þessir kváðu vera bandíttar sem láta ekkert tækifæri ónotað til þess að efna til óspekta og áfloga við Armena. Fjalla-Karabakh er sem kunn- ugt er hérað í sovétlýðveldinu Azerbajdzhan. Þorri íbúanna er ermskur að ætt og uppruna. Reuter/-ks. Haiti Allra veðra von Fyrrum valdsherra Haiti, hers- höfðinginn Henri Namphy, situr nú gramur í Santíagó í Dóm- iníkanska lýðveldinu og harmar hlutinn sinn. Hann á afar bágt með að sætta sig við að hafa verið kollvarpað af þrítugum liðþjálfa. Joscph Heubreux er oddviti hinna ungu foringja er steyptu Namphy og lögðu völdin í hendur Prospers Avrils hershöfðingja. Þeir krefjast þess að hann beiti sér fyrir víðtækum umbótum, bæði í her og stjórnkerfí. En blikur eru á lofti því herinn stendur ekki einhuga að baki He- ubreux og félaga. Hluti hans er enn á bandi Namphys og Wil- liams Regala, varnarmálaráð- herra. Svo rammur er orðrómurinn um að brátt verði látið sverfa til stáls að fyrirmenn erlendra stofn- ana og sendiráða hafa hvatt sitt Námsmenn mótmæla í Rangún. Þeir bera hitann og þungann af andófinu ásamt herskáum búddamúnkum. Af þeim sem snerust öndverðir gegn hugmyndunum tók þáver- andi varnarmálaráðherra Dan- merkur, Bernt Johan Collet, dýpst í árinni. Hann kvað þær ruglingslegar og skaðlegar Nató. Shevardnadze hyggst „mýkja“ Dani, ef taka á mark á bollalegg- ingum fréttaskýrendanna. Hann ræddi við danskan kollega sinn, Uffe Ellemann Jensen, og er víst að radarstöðvar Bandaríkja- manna á Grænlandi, mikið bit- bein risaveldanna, voru efstar á baugi. Reuter/-ks. fólk til þess að halda kyrru fyrir innandyra. í fyrradag var rætt við einn forsprakka valdaránsins í beinni útsendingu útvarpsstöðvarinnar Soleil. Hann skýrði frá því hver væri fyrirliði sinn, Heubreux, og lét þess ennfremur getið að hann hefði hafnað forsetatign af ein- skærri háttvísi. Avril hefði orðið fyrir valinu þar eð það orð léki á að hann væri frjálslyndastur fé- laga herforingjaráðsins. Uppreisnarforingjarnir dvöld- ust í forsetahöllinni í fyrradag og saumuðu mjög að Avril. Viðmæl- andi Soleil gerði grein fyrir kröf- unum. „Við viljum að stokkað verði upp í herforingjaráðinu, einn eða í mesta lagi tveir mega sitja áfram...við viljum ennfrem- ur endurskipuleggja herinn frá grunni." Reuter/-ks. BROSUM / og W alltgengurbetur * Dvalarheimili aldraðra í Vík Forstöðumaður Auglýst er staða forstöðumanns dvalarheimilis aldraðra í Vík. Um er að ræða nýtt heimili. For- stöðumaður skal annast allan daglegan rekstur. Umsóknum skal skila til skrifstofu Mýrdals- hrepps, Mýrarbraut 13 í Vík, fyrir 7. október nk. Allar nánari upplýsingar veita sveitarstjóri í síma 98-71210 og oddviti í síma 98-71232. PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN Akureyri óskar að ráða símsmiði við símalagnir. Rafeindavirkja tii afieysinga. Nánari upplýsingar veitir Alexander Pálsson, umdæmistæknisfræðingur í síma 96-26000. PÓST- OG SfMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða starfsfólk til skeytamóttöku hjá ritsímanum í Reykjavík. Vélritunar- og málakunnátta æskileg. Nánari upplýsingar gefur Óli Gunnarsson í síma 91-689011. Miðvikudagur 21. september 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.