Þjóðviljinn - 22.09.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.09.1988, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Takið þátt í stefnumótun Fundir starfshópa Alþýðubandalagsins Málefnahópar Alþýöubandalagsins munu á næstu vikum efna til funda meö flokksmönnum og stuðningsmönnum flokksins. Fundír þessir eru haldnir til undirbúnings umræðu og afgreiðslu í miðstjórn Alþýðubandalagsins. Þegar hafa verið ákveðnir eftirtaldir viðræðufundir: 28. september: Fjötskyldu-, uppeldls- og menntamálanefnd Alþýðubandalagslns kynnir drög að stefnumótun á fundi í Reykjavík. Hver fundur verður nánar auglýstur síðar. Flokksmenn og stuðningsmenn flokksins eru eindregið hvattir til að mæta á þessa fundi og taka þátt í stefnumótun Alþýðubandalagsins. Alþýðubandalaglð Alþýðubandalagið í Reykjavík Félagsfundur Alþýðubandalagið í Reykjavík heldur félagsfund fimmtudaginn 22. september klukkan 20,30 að Hverfis- götu 105. Dagskrá: Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður og formaður þing- flokks Alþýðubandalagsins og Ás- mundur Stefánsson forseti Alþýðu- sambands Islands ræða stöðu þjóð- mála og horfurnar framundan. Félagar hvattir til að mæta. Stjórnin Ólafur Ragnar Kristján Grímsson Valdimarsson Alþýðubandalagið á Austurlandi Aðalfundur kjördæmisráðs Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Austfjörðum verður haldinn 24. og 25. september nk. í Egilsbúð i Neskaupstað og hefst fundur- inn klukkan 13.00 þann 24 og klukkan 09.00 þann 25. Gestir aðalfundarins verða þeir Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðu- bandalagsins og Kristján Valdimarsson framkvæmdastjóri Alþýðubanda- lagsins. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Rætt um stjórnmálaástandið. Framsögumenn: Hjörleifur Guttormsson og Björn Grétar Sveinsson. 3) Önnur mál. - Framkvæmdanefndin. Alþýðubandalagið Kóþavogi Félagsfundur Alþýðubandalagið í Kópavogi heldur félagsfund mánudaginn 26. sept. kl. 20.30 í Þinghóli. Dagskrá: 1) Kosning í uppstillingarnefnd. 2) Forystumenn flokksins ræða stöðu stjórnmálanna. 3) Önnur mál. Félagar eru hvattir til að mæta. - Stjórnin. ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Æskulýðsfylkingin Landsþing ÆFAB verður haldið 7.-9. október nk. að Hverfisgötu 105 í Reykjavík. Dagskrá: Föstudagur 7. október: Kl. 20.00. Setning. 21.00 Skýrslur fluttar- um- ræður. 22.00 Lagabreytingar kynntar. Laugardagur 8. október: Kl. 10.00. Lagabreytingar, fyrri umræða. 11.00 Stjórnmálaályktun - umræða. 12.00 matur. 13.00 Stjórnmálaumræðu fram haldið. 14.00 Hópvinna: a) Efnahagshóp- ur, b) Menntamálahópur, c) Utanríkismálahópur, d) Verkalýðsmálahópur, e) Jafnréttismálahópur, f) Allsherjarhópur, g) Lagabreytingar. 16.00 Kaffihlé. 16.30 Hópvinna framhald. 18.30 Hlé. 20.30 Borðhald/kvöldbæn. Sunnudagur 9. oktober: 10.00 Lagabreytingar, lokaumræða, afgreiðsla. 11.00 Hópavinna framhald. 12.00 Matarhlé. 13.00 Afgreiðsla mála. 15.00 Kosningar. 18.00 Fundarslit. - Framkvæmdaráð. ÆFAB Félagsfundur Almennur félagsfundur Æskulýðsfylkingar Alþýðubandalagsins verður haldinn á laugardag 24. september, kl. 14.00. Umræðuefni verður stjórn- armyndunarviðræður. - Framkvæmdaráð. Æskulýðsfylkingin í Reykjavík Félagsfundur ÆFR verður haldinn þriðjudaginn 27. sept. kl. 20.30 að Hverfisgötu 105. Rætt um starfið í vetur. - Stjórnin. Steingrímur J. Ásmundur Sigfússon Stefánsson FRÉTTIR Tvær af þingkonum Kvennalistans, Þórhildur Þorleifsdóttir og Kristín Halldórsdóttir, koma út af fyrsta fundi sínum meö viðræðunefndum Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks um myndun meirihlut- astjórnar í fyrrakvöld. Mynd: Jim Smart. Kvennalistinn Kosningar úrslitaatriði Hafnað öllum viðrœðum um myndun stjórnar tilframbúðar, hverju nafni sem hún kann að nefnast Vegna yfirlýsingagleði for- manna Alþýðubandalags og Alþýðuflokks í kvöldfréttum þriðjudaginn 20. september verð- ur Kvennalistinn enn að árétta sína skoðun á málunum, segir í yfirlýsingu sem Kvennalistinn hefur sent frá sér. í fyrsta lagi: Kvennalistinn krefst kosninga hið fyrsta. Því höfnum við viðræðum um mynd- un stjórnar til frambúðar hverju nafni sem hún kann að nefnast. Við teljum það í hæsta máta ól- ýðræðislegt að þjóðin fái ekki að láta í ljós álit sitt á því ástandi sem nú hefur skapast, auk þess sem skoðanakannanir síðustu mán- aða sýna berlega að þjóðin vill breytt styrkleikahlutföll á Al- þingi. Því gerum við kosningar að úrslitaatriði nú við myndun stjórnar, hvort sem væri með þátttöku okkar eða hlutleysisyf- irlýsingu. I öðru lagi: Kvennalistinn sér glöggt eins og aðrir að í óefni er komið í efnahags- og atvinnumál- um þjóðarinnar. Við því verður að bregðast skjótt og má ekki bíða kosninga. Kvennalistinn hefur lagt til að þjóðstjórn verði mynduð hið bráðasta þar sem all- ir flokkar og samtök legðust á eitt, slíðruðu sverðin og ýttu eigin sér- og áhugamálum til hliðar í bili, gerðu nauðsynlegustu ráð- stafanir og boðuðu síðan til kosn- inga. I þriðja lagi: I tillögu okkar um samstjórn allra flokka felst í sjálfu sér ekki nein höfnun á öðr- um stjómarmynstrum. Fyrsta og brýnasta verkefni nýrrar stjórnar er að koma atvinnuvegum lands- ins á réttan kjöl - en það má ekki gerast á kostnað launafólks. Ef Kvennalistinn á að vera aðili að meirihlutastjórn verður hún að standa við gerða kjarasamninga, vernda kaupmátt lægstu launa og boða til kosninga hið fyrsta. í þeim stjórnarmyndunarvið- ræðum sem Steingrímur Her- mannsson boðaði til með fulltrú- um Alþýðuflokks, Alþýðu- bandalags og Kvennalista var far- ið mörgum fögrum orðum um fél- agshyggjustjórn en jafnframt skýrt tekið fram að ekki stæði til að afnema frystingu launa með þeim rökum að þá riði yfir ný hol- skefla óðaverðbólgu. Sem sagt sökudólgurinn er enn talinn sá hinn sami - launafólk. Kvenna- listinn telur að félagshyggju- stjórn verði ekki mynduð á grundvelli flokka heldur má- lefna. Sinfóníuhljómsveitin Tónleikar í kvöld Klukkan 8.30 í kvöld heldur Sinfóníuhljómsveit íslands árlega kynningartónleika sína í Háskóla- bíói. A efnisskránni verða: Seren- aða fyrir blásara, eftir Richard Strauss, Trompetkonsert eftir Jo- hann M. Hummel og tónlist úr Carmen eftir George Bizet, í út- setningu Shedrins. Einleikari verður Ásgeir H. Steingrímsson trompetleikari. Stjórnandi á tónleikunum verður nýráðinn aðalhljóm- sveitarstjóri Sinfóníuhljóm- sveitarinnar, Finninn Petri Sak- ari, en hann starfar með hljóm- sveitinni næstu tvö ár. Hann þyk- Petri Sakari hljómsveitarstjóri og Ásgeir H. Steingrímsson einleikari. ir frábær hljómsveitarstjóri. Nú stendur yfir sala á áskriftar- skírteinum á reglulega tónleika hljómsveitarinnar í vetur og lýk- ur endurnýjun áskriftarskírteina 23. september. í næstu viku hefst svo almenn sala áskriftarskírt- eina og lausamiða á tónleika hljómsveitarinnar á fyrra misseri. -mhg Fóstrur Fyrirlestur um bamabókmenntir Idag heldur dr. Anne Pellowski frá Bandaríkjunum fyrirlestur um barnabókmenntir og miðlun þeirra til ungra barna, í húsa- kynnum Fóstruskóla íslands við Leirulæk. Fyrirlesturinn opinn öllum sem áhuga hafa. Anne Pellowski er þekktur fyrirlesari í Bandaríkjunum og víðar. Efni sem hún hefur fjallað um er ma. börn og bókasöfn, að segja sögu, fjölmiðlar og lestur bóka, hönnun leikefnis fyrir börn, barnabókaútgáfa og kynn- ing á barnabókum. Auk þess hef- ur hún ritstýrt fjölda bóka um barnabókmenntir. -grh 4 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 22. september 1988 Kópavogur Túristalæri Menntaskólinn í Kópavogi efn- ir nú þriðja veturinn í röð til námskeiðshalds um ferðamál, og er sérstakri ferðamálabraut hald- ið úti í þessu skyni, bæði fyrir nemendur skólans og eins fyrir al- menning. Á haustönn, í október og nóv- ember, verður fjallað um sögu og eðli ferðaþjónustunnar, mark- aðssetningu, þjónustuþátt, far- seðlaútgáfu og sölutækni. Þá verða kynntar ýmsar starfsgrein- ar ferðaþjónustunnar hér á landi, en á vorönninni þetta skólaárið verður sérstakt námskeið um farseðlaútgáfu, og annað um upplýsingamiðlun til ferða- manna. Námskeið þessi eru ætluð þeim sem þegar vinna við ferðaþjón- ustu, en ekki síður hinum sem hafa áhuga á að leggja slík störf fyrir sig í framtíðinni. HS Verðlagsráð Atli Freyr formaður Viðskiptaráherra hefur skipað Atla Frey Guðmundsson, deildarstjóra í viðskiptaráðn- eytinu, formann Verðlagsráðs. Tekur hann við formennsku 1. okóber nk. Atli Freyr tekur við af Sveini Björnssyni sem ráðinn hefur ver- ið tii starfa í utanríkisráðun- eytinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.