Þjóðviljinn - 22.09.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.09.1988, Blaðsíða 6
þJOÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Kvennalistinn bregst kjósendum sínum Þaö þótti mörgum mannsbragur að því þegar Kvennalista- konur gengu út úr stjórnarmyndunarviðræðunum í fyrrasumar við Sjálfstæðisflokk og Alþýðuflokk. Þær höfðu tekið pólitíska áhættu með viðræðum sínum um stjórnarþátttöku með Sjálfs- tæðismönnum, en sögðust láta málefnin ráða, ekki flokkslitinn. Þessar viðræður strönduðu á málefnalegum deilum, - flokkarnirtveirsamþykktu ekki kröfur Kvennalistans í kjaramál- jnum. Þarmeð var það ævintýri úti, en Kvennalistakonur þóttu fara hnarrreistar úr viðræðunum og fengu lof fyrir staðfestu og lýðræðisleg vinnubrögð. Þetta var fyrir rúmu ári, oa það ár virðist hafa orðið langt hjá Samtökum um kvennalista. 1 stað þeirra málefna sem sett voru á oddinn í viðræðunum í fyrra er nú krafist kosninga og ekki hlustað eftir neinu öðru. Brýnasta vandann ætla Kvennalista- konur sér að leysa með þjóðstjórn svokallaðri, þar sem sitji allir flokkar og stjórni landinu með kærleikann að vopni meðan kosningabaráttan stendur. Þjóðviljinn getur út af fyrir sig skilið kröfu Kvennalistans um kosningar. Þjóðviljinn hefur undanfarið krafist þess að stjórnin fari frá og forsætisráðherra rjúfi þing og boði til kosninga. Við stjórnarslitin, og þegar Þorsteinn Pálsson ákvað að biðj- ast lausnar án þess að rjúfa þing, hlutu næstu skref samkvæmt leikreglunum vera að reyna myndun stjórnar sem styddist við meirihluta á þingi. Það skiptir Kvennalistann og kjósendur hans þó meira máli að samtímis sköpuðust óvæntir möguleikar í íslenskum stjórnmálum. Aldrei þessu vant höfðu gerst þau tíðindi að kostur var á víðtæku samstarfi félagshyggjuafla og vinstriflokka í landstjórninni. Strax og það varð Ijóst tók forysta Alþýðubandalagsins þá afstöðu að á þetta samstarf yrði að reyna. Það var gengið til viðræðna við Steingrím Hermannsson, lögð áhersla á vilja flokksins til náins samstarfs við pólitíska ættingja í Alþýðu- flokknum, - og það sett sem skilyrði fyrir viðræðum að Steingrímur kallaði Kvennalistann til. Og nú brást Kvennalistinn. Forystumenn hans höfnuðu ein- faldlega viðræðum um annað en þjóðstjórnarhugdettuna og nýjar kosningar. Og Þórhildur Þorleifsdóttir, einn fulltrúa Kvennalistans í viðræðunum, lét þau orð falla að þær væru ekki með, jafnvel þótt gengið yrði strax að kröfum um afnám launafrystingar. Síðan gengu Kvennalistakonur út, og nokkrar þeirra fóru að drekka kaffi með Þorsteini Pálssyni, væntanlegum forsætis- ráðherra þjóðstjórnarinnar. Málefnin voru látin skera úr hjá Kvennalistanum i fyrra. Nú skipta málefnin ekki máli. í fyrra var slitið á lágu laununum. Nú var sagt að launastefna væri aukaatriði miðað við þjóðstjórn og kosningar. Þjóðstjórn og kosningar eiga að koma í veg fyrir að Kvennalistinn taki þátt í þeirri ríkisstjórn sem sennilegust er til að koma áfram helstu stefnumálum Kvennalistans. Haldi Kvennalistinn fast við þessa afstöðu sína er hann að bregðast. Hann er að bregðast þeim stjórnmálaöflum sem standa honum næst, - en miklu meiru skiptir að hann er að bregðast stefnumálum sínum, og mestu máli skiptir að hann er að bregðast kjósendum sínum, sem studdu Kvennalistann vegna vonar um breytta tíma í íslenskri pólitík, en ekki til að mynda þjóðstjórn og hafa kosningar. Samstarf alþýðuflokkanna Sú samstaða sem virðist vera að myndast með Alþýðubandalagi og Alþýðuflokki síðustu daga kynnu að reynast merkustu tíðindin úr pólitísku umróti þessara vikna. Þótt flokkarnir tveir séu sprottnir af sömu rót hefur þeim hingað- til ekki verið skapað nema skilja, og það er því mikilvægt að nota þau tækifæri sem nú gefast til samstöðu og samvinnu sem allra best, helst með sameiningu í einn stóran flokk jafnað- armanna fyrir augum. Þjóðviljinn fagnar þessvegna „lifrarsam- lagi“ og pólitískum „AA-samtökum“ og hvetur flokkana tvo til að ákveða formlegt framhald hið allra fyrsta. -m KLIPPT OG SKORIÐ Unglingar vinna með námi Klippari gat ekki mætt á ráð- stefnu sem Æskulýðsfylkingin hélt á sunnudaginn var um mikla vinnu framhaldsskólanema með námi. Því miður, því málið er merkilegt. Vinna skólafólks lítur víst tölu- vert öðruvísi út en hún lengst af gerði: við af eldri kynslóð unnum vitanlega eins og vera vildi á sumrum - en það var víst miklu sjaldgæfara en núna að nemend- ur hlypu í vinnu á skólatímanum sjálfum. Að því undanskildu að öðru hvoru var gefið frí í skólum í sjávarplássum þegar landburður var af fiski. Tvennt ólíkt Nema hvað: á þessari ráð- stefnu Æskulýðsfylkingarinnar var talað um þessa miklu vinnu og maður sér af frásögnum að menn hafa á henni tvær skýring- ar. Annarsvegar eru krakkarnir að vinna sér fyrir peningum til að geta stundað „lífsstíl þar sem gengið er út frá bestu lífsgæðum“ (með öðrum orðum: ég vil minn bíl strax ). Hinsvegar er svo á ferðum þetta hér, að því er Sveinþór Þórarinsson ráðstefnu- stjóri segir : „Foreldrar geta í mörgum til- fellum ekki staðið undir náms- kostnaði barna sinna og því verða unglingarnir að grípa til sinna ráða“. Sannast nú enn hið forn- kveðna: að tveir menn sem eru að gera hið sama (Hér: vinna með námi) eru ekki að gera hið sama. Því það er óneitanlega talsverður munur á því hvort unglingur stendur í sjoppu öll kvöld til að geta rekið eigin bíl eða stundað annað það sem venja er að kalla „lífsgæðakapphlaup", eða hvort þar er um brýna nauðsyn að ræða - ef ekki er unnið, þá er skóla- göngu lokið. Klippari veit því miður ekki hvort reynt var á ráð- stefnunni að skoða það hvernig námsmannavinnan skiptist á milli þessara póla. Kannski er ekki hægt að komast að neinni áreið- anlegri vissu um það efni. En þetta er þó hinn veigamesti pólit- íski punktur málsins, því í honum erum við minnt á það rækilega að í þessu þjóðfélagi okkar, sem Morgunblaðið vill gjarna kalla „stéttlaust", eru börn og ung- lingar í raun afar misjafnlega sett eftir efnahag og aðstöðu og bú- setu foreldra. Tveir Tímapistlar En nú bregður svo við í gær, að dagblaðið Tíminn birtir tvær rit- stjórnarsíðugreinar um marg- nefnda ráðstefnu Æskulýðsfylk- ingarinnar. Tónninn í þeim er nokkuð svo sérkennilegur: þar er hnútum kastað að Fylkingarfólki og svo kennurum fyrir það, að þeir hafi áhyggjur af mikiili vinnu nemenda með námi og afleiðing- um hennar. Garri hleypir sér í ham fornra dyggða: íslendingar, segir hann, eru „vinnusöm og dugleg þjóð sem hlífir sér hvergi“ og „vælugangur út af því að ein- hverjir skuli enn vilja taka til hendinni í landinu er ekkert ann- að en eymingjaskapur". Óþarft hjal náttúrlega : enginn vældi yfir vinnufýsi - heldur spurðu menn eftir skynsamlegri farveg fyrir þjóðardugnaðinn fræga. Oddur Olafsson vill bæta um betur og setur þetta hér á blað í nokkuð hefðbundnum Tímanöldurstón gegn menntafólki. „Væri vel athugandi að komast að því, hvort margir þeirra sem látnir eru híma á skólabekk fram eftir öllum aldri væru ekki allt eins vel komnir á vinnumarkaði og gætu þá unnið fullan vinnu- dag. En auðvitað er það borin von að slík athugun fari fram þar sem hámenntafólkið sem býr til menntakerfin mun ávallt koma í veg fyrir að til álita komi að til sé neitt verðugra viðfangsefni en að mennta sig og mennta, hvern- ig svo sem skólamenntun er metin til launa“. Með öðrum orðum: látið er að- því liggja að í gangi sé einhvers- konar illkynjað samsæri um að koma í veg fyrir að ungt fólk stytti sína skólagöngu (það er „látið híma á skólabekk“) og fari að vinna fullan vinnudag eins og draumar þess standa víst til. Engin nauðung Enn svarar Tíminn langt út í hött. Satt best að segja virðist fátt benda til þess, að unglingar séu svo nokkru nemi neyddir til að sitja í framhaldsskólum - aðsókn að þeim hefur aldrei verið meiri en nú, segja fréttir. Það þýðir náttúrlega ails ekki að þeim þyki svo afskaplega skemmtilegt í skóla. En fyrir þann drjúga fjölda, sem á þess nokkurn kost að taka þátt í lífsgæðakapphlaup- inu fræga, er það blátt áfram mjög hentugt að vera í skóla alllengi og vinna með náminu. Þessir krakkar hafa mikinn fé- lagsskap og marga aðra skemmtun í skóla, sem ekki gengur neitt afskaplega hart fram um kröfur. Þau geta frestað því að þurfa að standa á eigin fótum með tilvísun til þess að þau séu enn í námi. Á meðan geta þau framlengt framfærslu foreldra með því að búa ókeypis heima hjá sér, en nota eigin vinnutekjur til að stunda þann lífsstíl, sem menn létu áður bíða þar til þeir færu að vinna í alvöru. Gáum að þessu. AB. Þjóðviljinn Síðumúla 6 • 108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandl: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Ámi Bergmann, Mörður Árnason, Óttar Proppó. Fróttaatjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pótursson, Hjörieifur Sveinbjörnsson, Kristófer Svavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, ólafur Gíslason, Páll Hannesson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Sævar Guðbjömsson, Þor- finnurómarsson (íþr.). Handrita- og prófarfcalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar:EinarÓlason, JimSmart. Útlftateiknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurÓ. Pótursson Framkvœmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrif stof ustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Anna Benediktsdóttir Útbrelðslu- og afgreiöslustjóri: Bjöm Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, HrefnaMagnúsdóttir. Innhoimtumenn: Katrín Bárðardóttir, OlafurBjömsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjóm: Síðumúla 6, Reykjavífc, símar: 681333 & 681663. Auglýslngar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prontun: Blaðaprent hf. Verð í lausasólu: 70 kr. Nýtthelgarblað: 100kr. Áskriftarverð á mánuði: 800 kr. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 22. september 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.