Þjóðviljinn - 24.09.1988, Side 1

Þjóðviljinn - 24.09.1988, Side 1
Laugardagur 24. september 211. tölublað 53. órgangur Stjórnarmyndun Ný stjóm að fæðast Borgaraflokkur ekki meÖ. Fundað íRúgbrauðsgerðinni íalla nótt. Ekki vístað niðurstaða liggifyrir ídag. Gömlu ríkisstjórnarflokkarnir bakka að hluta með launafrystingu og samningafrelsi. Mörg ágreiningsefni enn óleyst seint í gœrkvöldi Efnahagsmálin rædd í undirnefnd. Fréttamenn litnir hornauga. Jón Sigurðsson, Svavar Gestsson og Páll Pétursson. Mynd: E.ÓI. Enn þá bendir ekkert til annars en að Steingrími Hermannssyni muni takast að mynda stjórn Framsóknarflokks, Alþýðu- bandalags og Alþýðuflokks sem njóta myndi yfirlýsts stuðnings frá eins manns þingflokki Sam- taka um jafnrétti og félags- hyggju, þ.e. Stefáns Valg- eirssyni. Frásagnir af því að Borgara- flokkurinn verði formlegur aðili að þessari stjórn eru ekki á rök- um reistar. Fjölmargir þingmenn Alþýðubandalagsins hafa lýst því yfir að þeir séu ekki í viðræðum um að fara í stjórn með Borgar- aflokknum og hafa lýst yfir furðu sinni á því að Steingrímur Her- mannsson skuli vera í formlegum viðræðum við Borgaraflokkinn á sama tíma og fram fara viðræður um stjórnarmyndun milli Fram- sóknarflokks, Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Stefáns Val- geirssonar. Klukkan tvö í gærdag flykktust þingmenn væntanlegra stjórnar- flokka inn í gömlu Rúg- brauðsgerðina í Reykjavík. Ýms- ir ráðgjafar og sérfræðingar voru kallaðir þangað til skrafs og ráða- gerða en húsinu var lokað fyrir fréttamönnum. Að því var stefnt að línurnar í hugsanlegum stjórn- arsáttmála hefðu skýrst um miðj- an dag í dag. En strax um kvöld- matarleytið í gær voru þær raddir farnar að heyrast að tíminn væri of knappur og að hugsanlega þyrfti að fresta fundum í mið- stjórnum og flokksráðum, sem boðaðir hefðu verið í dag, þang- að til á morgun. Meginágreiningurinn fram til þessa, launamálin, hefur þó verið lagður til hliðar í bili. Framsókn- arflokkurinn og Alþýðuflokkur- inn hafa lagt á það áherslu að ekki verði hnekkt ákvörðunum fráfarandi ríkisstjórnar um launafrystingu og afnám samn- ingafrelsis verkalýðshreyfingar- innar. Alþýðubandalagið var tregt til að hefja viðræður um önnur atriði þar til í ljós kæmi hvað fram næðist á þessu sviði. Talið er að Alþýðubandalagið hafi náð því fram að samnings- réttur verði frjáls um næstu ára- mót, að greiddar verði út verð- bætur samkvæmt rauðum strik- um kjarasamninga þann 1. des- ember en hafi sætt sig við að samningsbundin hækkun launa- taxta um 1,5% á þeim tíma gangi ekki yfir alla línuna. Febrúarhækkanir um 1,25% munu vera samþykktar. Meðal umræðuefna í Rúg- brauðsgerðinni í gærkvöldi og nótt voru utanríkismál og her- stöðvamál. Byggðamál voru og í brennidepli auk vaxtamála, um- hverfismála og fjölmargra ann- arra málaflokka. Þegar Pjóðviljinn fór í prentun í gærkvöldi var enn langt í land með að aðilar hefðu náð saman. Formlegar umræður um skipt- ingu ráðuneyta milli flokka voru ekki hafnar. Sjá síðu 2 Fiskvinnslan Allt að hrynja Hriktir í undirstöðum fiskvinnslufyrirtœkja. Örlögum byggðarlaga teflt ítvísýnu. Miklar vonir bundnar við efnahagsaðgerðir nýrrar ríkisstjórnar Úti um allt land hriktir nú í undirstöðum fiskvinnslufyrir- tækja og þar með er teflt í tvísýnu örlögum heilla byggðarlaga. Fram til þessa hafa fyrirtækin flotið á skammtímalausnum á meðan beðið var eftir efnahags- aðgerðum fráfarandi stjórnar sem síðan lést úr eigin dugleysi. í dag binda fiskvinnslumenn mikl- ar vonir við aðgerðir væntan- legrar ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar sem talin er munu hafa meiri skilning á vanda útflutningsatvinnuveganna en fyrirrennari hennar. Hertar innheimtuaðgerðir op- inberra þjónustufyrirtækja og ríkissjóðs bæta gráu ofan á svart og mælast ílla fyrir. Uppsagnir og lokanir eru þegar komnar til fra- mkvæmda og aðeins tíma- spursmál hvenær holskeflan ríður yfir. Sjá síðu 5 Alþýðubandalagið Miðstjóm fundar ídag Miðstjórn Alþýðubandalags- ins hefur verið boðuð til fundar í dag kl. 17.00. Fundurinn verður haldinn í Flokksmiðstöðinni, Hverfisgötu 105, í Reykjavík. A miðstjórnarfundinum verð- ur tekin til umræðu og afgreiðslu aðild Alþýðubandalagsins að rík- isstjórn með Alþýðuflokki og Framsóknarflokki. í dag verða einnig haldnir flokksráðs- og miðstjórnarfundir Alþýðuflokks og Framsóknarflokks þar sem stjórnarmyndunin verður til um- fjöllunar.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.