Þjóðviljinn - 24.09.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 24.09.1988, Blaðsíða 2
FRETTIR Stjómmálin Rfldsstjóm í burðariiðnum • Fjögurraflokka viðrœður um málefnasamningfara núfram. Steingrímur Hermannsson nœstiforsætisráðherra Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokks- ins, gekk á hádegi í gær á fund forseta íslands, Vigdísar Finn- bogadóttur, og tjáði henni að hann teldi að öruggt að honum tækist að mynda meirihluta- stjórn. Það voru Framsóknar- flokkur, Alþýðubandalag, Al- þýðuflokkur og Samtök jafnréttis og félagshyggju sem í gær og í nótt stóðu að gerð málefnasamnings hinnar væntanlegu ríkisstjórnar, sem verður undir forsæti Stein- gríms Hermannssonar. Viðræð- urnar fóru fram í Rúg- brauðsgerðinni, Borgartúni 6. Borgaraflokkurinn verður ekki með sem aðili að þessari rík- isstjórn, jafnvel þótt þingflokkur hans allur eða einstakir þing- menn kunni að styðja hana í ein- stökum málum, eftir aðstæðum. Fulltrúar Alþýðubandalagsins og Kvennalistans áttu saman fund í fyrrinótt, þar sem fram kom að Kvennalistinn mundi ekki beita sér fyrir því að fella þessa ríkis- stjórn, eins og Kristín Halldórs- dóttir lýsti reyndar yfir í viðtali við Nýja helgarblaðið í gær. Þó svo að ríkisstjórnin sé í burðarliðnum og flest bendi til að fæðingin takist, eiga flokkarnir eftir að koma sér endanlega sam- an um málefnasamninginn, hugs- anlegan samstarfssamning og síð- ast en ekki síst hvaða ráðuneyti falli hvaða flokki í skaut. Feríið gengur þannig fyrir sig, a.m.k. formlega, að fyrst koma flokk- arnir sér saman um málefna- samning og var það gert í gær og nótt. Síðan eru málin lögð fyrir miðstjórnir flokkanna, sem taka ákvörðun um hvort af þessari rík- isstjórn verður eða ekki, en miðstjómar- og flokksráðsfundir flokkanna eru ráðgerðir í dag. Það er svo mismunandi eftir flokkum hvort ráðherralisti er lagður fyrir miðstjórn eða ekki. Svavar Gestson sagði ígær, þegar Þjóðviljinn ræddi við hann, að ráðherralisti Alþýðubandalags- ins yrði ekki lagður fyrir mið- stjórn og hefði það aldrei verið gert. Miðstjórnin tæki ákvörðun um þátttöku í ríkisstjórn á grund- velli þess málefnasamkomulags sem náðst hefði, það væri hins vegar þingflokksins að taka af- stöðu til ráðuneytaskiptingar og ákveða ráðherraefnin. Páll Pét- ursson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagði hins vegar að þegar miðstjórn tæki ákvörðun um ríkisstjórnarþátt- töku, lægi ráðherralistinn fyrir og yrði jafnframt tekin afstaða til hans. Þó svo að Albert Guðmunds- son hafi látið líkindalega í fjöl- miðlum með að Borgaraflokkur- inn tæki sæti í ríkisstjórninni og að hann fengi ráðherrasæti, þá voru allar líkur á því í gær að sú yrði ekki raunin. Hans var ein- faldlega ekki talin þörf, auk þess sem menn kunna að hafa í huga að Hafskips- og Útvegsbankam- álið er hugsanlega á leiðinni fyrir dómstóla. Reyndar er talið að Albert hafi náð að skora nokkur stig fyrir sig og flokk sinn undan- Stefán Valgeirsson á hringsóli í Rúgbrauðsgerðinni ígær. Hversu hátt kemst hann? Ríkisstjórnin Hverjir fá stolana? Sömu nöfnin hjá Framsókn og krötum. Enn er óljóst hverjir verða tilkallaðir hjá AB. Landsmenn velta þvi eðlilega fyrir sér hverjir muni verma ráðherrastólana á næstunni. Þessi atriði hafa enn aðeins verið rædd óformlega og því ómögulegt að slá nokkru föstu. Það eitt er öruggt að Steingrímur Her- mannsson verður forsætisráð- herra. Ráðuneytin eru ellefu alls og er talið líklegt að Framsókn fái fjögur þeirra, Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur þrjú hvor og hugsanlegt er að Stefán Vaigeirs- son setjist sjálfur í ráðherrastól. Að sögn Stefán gera Samtök jafnréttis og félagshyggju afdrátt- arlausa kröfu til ráðherrastóls og vilja helstu stuðningsmenn Stef- áns að hann setjist sjálfur í stól- inn. Stefán sagði að hann hefði mestan áhuga á þremur ráðu- neytum; landbúnaðarráðuneyti, samgönguráðuneyti og félags- málaráðuneyti. Líkleg ráðherraefni Fram- sóknar, eru auk Steingríms, þeir Halldór Ásgrímsson, Guðmund- ur Bjarnason og Jón Helgason. Jón Baldvin, Jón Sigurðsson og Jóhanna Sigurðardóttir koma frá Alþýðuflokki og líkleg ráðherra- efni Alþýðubandalagsins þykja þeir Ólafur Ragnar Grímsson, Svavar Gestsson og kona að auki. Hver sú kona verður er ekki 1 jóst, en Guðrún Helgadóttir er ofar- lega á blaði, en að auki kæmu til greina Svanfríður Jónasdóttir eða Sigríður Stefánssdóttir. Þótt hér séu að mestu getgátur á ferðinni er þó eitt öruggt, fréttamenn þurfa ekki lengur að óttast mismæli þegar þeir segja: „Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra sagði...." phh Alþýðubandalagsmenn voru kallaðir til víða af landsbyggðinni í gær. Hér bera saman bækur sínar í Rúgbrauðsgerðinniþau Svanfríður Jónasdóttir, Steingrímur Sigfússon, SigríðurStefánsdóttirog Finnbogi Jónsson. Mynd: E.OI. farna daga. Fyrst náði hann ákveðinni viðurkenningu frá Sjálfstæðisflokki með þeim við- ræðum sem þar fóru fram á milli og í annan stað hefur hann leikið ákveðið hlutverk í þeim stjórn- armyndunarviðræðum sem nú fara fram. Engan þarf hins vegar að undra að Albert virðist tilbú- inn að taka þátt í ríkisstjórn, hvort sem er til hægri eða vinstri. Fylgi flokksins virðist hrunið, hann þarf greiðan aðgang að kjötkötlunum ef hann á að geta haldið áfram að leika hlutverk fyrirgreiðslustjórnmálamanns- ins. Og ef réttarhöld kynnu að vofa yfir, stæði hann mun betur að vígi í ráðherrastól, með þeirri viðurkenningu sem því fylgir. -phh Stjórnarmyndun Málefnasamningurinn ímótun Herstöðvarsamningurinn endurskoðaður. Samningsréttur endurheimtur um áramót. Frysting launa afnuminfyrr en bráðabirgðalögin kváðu á um. Fjármálafyrirtækiskattlögð og niðurgreiðslur auknar á algeng matvœli Málefnasamningur Stein- grímu, hinnar nýju ríkis- stjórnar Framsóknar, Alþýðu- bandalags, Alþýðuflokks og Sam- taka jafnréttis og félagshyggju, er nú í mótun. Það sem fyrir liggur um þau samkomulagsdrög sem kunn eru, er einkum á sviði efna- hagsmálanna. En að auki hefur, að kröfu Alþýðubandalagsins, verið rætt um að varnarsamnin- gurinn verði tekinn til endur- skoðunar og ýmis fleiri mál sem tæplega er eining um. Talið er að grunnur málefna- samningsins verði í stórum drátt- um þessi: Samningsrétturinn verði endurheimtur um áramót í stað 10. apríl eins og bráða- birgðalög kváðu á um, en bæði BSRB, sjómenn og fleiri starfs- stéttir hafa lausa samninga frá áramótum. Frystingu launa verði aflétt að hluta frá og með 1. des- ember, en þá verða greiddar verðbætur á laun, auk þess sem hugsanlega verður komist að samkomulagi um einhverja hækkun lægstu launa. Matar- skatturinn svokallaði verði tek- inn til endurskoðunar á þann veg að niðurgreiðslur verði auknar á algengar matvörur, kjöt, fisk og mjólkurvörur og á þann hátt dregið úr áhrifum söluskattsins á efnahag heimilanna. Þá verður í gildi verðstöðvun til 10. apríl á næsta ári þar sem eingóngu verður heimilt að hækka verð á vöru og þjónustu sem nemur sannanlegri hækkun á erlendu innkaupsverði eða hækk- un á innlendum grænmetis- og fiskmörkuðum. Gjaldskrár opinberra fyrir- tækja og stofnana verða einnig óbreyttar til 10. apríl og sama gildir um útselda vinnu og þjón- ustu. Óheimilt verður einnig að hækka húsaleigu á þessum tíma. Þá verða meðalraunvextir lækkaðir um 3% og lánskjaravísi- tölu breytt þannig að vísitala launa hafi helmingsvægi á fram- færsluvístitölu og vísitölu framfærslukostnaðar. f samkomulagi flokkanna er gert ráð fyrir sérstakri skattlagn- ingu á fjármálafyrirtæki og að frádráttarheimildir fyrirtækja vegna tekjuskatts verði lækkað- ar. Einnig er rætt um nýtt tekju- skattsþrep, sérstakan hátekju- skatt og skattlagningu vaxta- gróða. Auknar tekjur ríkissjóðs af þessari skattlagningu eiga að tryggja hallalaus fjárlög á næsta ári. Varðandi sérstakar aðgerðir fyrir fiskvinnsluna og sjávarút- veginn verður unnið eftir hug- myndum um millifærslur, afurða- lánakerfið endurskoðað og kom- ið á sérstökum bjargráðasjóði út- flutningsatvinnuveganna. -phh 2 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Laugardagur 24. september 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.