Þjóðviljinn - 24.09.1988, Blaðsíða 4
DAGVIST BARNA
Fóstrur,
þroskaþjálfar,
áhugasamt starfsfólk!
Dagvist barna, Reykjavík óskar eftir starfs-
fólki í gefandi störf á góðum vinnustöðum.
Til geina koma hlutastörf bæði fyrir og eftir há-
degi. Upplýsingarveitaforstöðumenn eftirtalinna
dagvistarheimila, og skrifstofa Dagvistar barna,
sími 27277.
VESTURBÆR -
Grænaborg
Laufásborg
Tjarnarborg
Valhöll
Vesturborg
Ægisborg
AUSTURBÆR
Álftaborg
Brákarborg
Hlíðarborg
Hlíðarendi
Holtaborg
Langholt
Múlaborg
Nóaborg
Skóladagheimilið
Stakkaborg
Sunnuborg
- MIÐBÆR
Eríkisgötu 2
Laufásvegi 53
Tjarnargötu 33
Suðurgötu 39
Hagamel
Ægisíðu 104
Safamýri 32
v/Brákarsund
v/Eskihlíð
Laugarásvegi 77
Sólheimum 21
Dyngjuvegi 18
v/Ármúla
Stangarholt 11
Auðarstræti 3
Bólstaðarhlíð 38
Sólheimum 19
s. 14470
s. 17219
s. 15798
s. 19619
s. 22438
s. 14810
s. 82488
s. 34748
s. 20096
s. 37911
s. 31440
s. 31105
s. 685154
s. 29595
s. 27395
s. 39070
s. 36385
BREIÐHOLT -
Árborg
Bakkaborg
Fellaborg
Hálsaborg
Iðuborg
Jöklaborg
Rofaborg
Seljaborg
Völvuborg
Völvukot
Ösp. sérd./almd
ARBÆR - GRAFARVOGUR
Hlaðbæ19 s. 84150
v/Blöndubakka
Völvufeli 9
Hálsaseli 27
Iðufelli 16
v/Jöklasel
Skólabæ 2
v/Tungusel
Völvufelli 7
Völvufelli 7
Asparfelli 10
s. 71240
s. 72660
s. 78360
s. 76989
s. 71099
s. 672290
s. 76680
s. 73040
S. 77270
s. 74500
FRETTIR
^Húsnæðisstofnun ríkisins
TÆKNIDEILD
Sími 696900
Útboö
Stjóm verkamannabústaða á Eyrarbakka óskar
eftir tilboðum í byggingu tveggja einbýlishúsa og
eins parhúss úr steinsteypu. Verk nr. A. 40.01 og
U. 22.01. úr teikningasafni tæknideildar Hús-
næðisstofnunar ríkisins.
Brúttóflatarmál hús 313 m2.
Brúttórúmmál húsa 4180 m3.
Húsin verða byggð við götuna Hulduhóll nr. 1 -5 á
Eyrarbakka og skal skila fullfrágengnu, sbr. út-
boðsgögn.
Afhending útboðsgagna er á Skrifstofu Eyrar-
bakkahrepps, Túngötu 40, 820 Eyrarbakka, og
hjá tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins, frá
föstudeginum 30. sept. 1988 gegn kr. 10.000
skilatryggingu.
Tilboðum skal skilað á sömu staði eigi síðar en
þriðjudaginn, 11. okt. 1988 kl. 11:00 og verða
þau opnuð að viðstöddum bjóðendum.
F. h. Stjórnar verkamannabústaða á Eyrar-
bakka,
tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins.
c^Húsnæðisstofnun ríkisins
Ökuníðingur
5 mánaða fangelsi
Dœmdur ífimm mánaðafangelsifyrir að hafa á ófyrirleitinn hátt
stofnað lífi og heilsu Magnúsar SÍcarphéðinssonar hvalavinar í
augljósan háska
Trausti Bergsson var í gær
dæmdur til fímm mánaða ó-
skilorðsbundinnar fangelsvistar,
auk ökuleyfíssviptingar í 12 mán-
uði og til þess að greiða allan sak-
arkostnað hjá sakadómi Reykja-
víkur, fyrir að hafa „á ófyrir-
leitinn hátt stofnað heilsu og
jafnvel lífi Magnúsar Hali
(Skarphéðinssonar, hvalavinar) í
augljósan háska..."
Málsatvik eru þau að 15. mars
sl. rakst bifreið Trausta aftan á
reiðhjól Magnúsar á Laugavegin-
um með þeirri afleiðingu að
Magnús féll í götuna. Pegar
Magnús stóð upp ók Trausti bif-
reiðinni aftur á Magnús með
þeim afleiðingum að hann kast-
aðist upp á vélarlok bifreiðarinn-
ar ogí framrúðuna. Trausti ók þá
með Magriús hangandi á vélar-
lokinu nokkurn spöl og snögg-
hemlaði síðan þannig að Magnús
fél) í götuna. Ók hann síðan hratt
í burtu, að hluta til uppi á gangs-
tétt, þannig að fótgangandi veg-
farendur áttu fótum fjör að
launa.
Fjöldi vitna staðfesti frásögn
Magnúsar af atburði þessum og
eitt þeirra „kvað það mat sitt að
ökumaður bifreiðarinnar hafi
stofnað hjólreiðamanninum og
öðrum vegfarendum, sem voru á
gangstéttinni, í mikla hættu.
Kvaðst vitnið ekki áður hafa séð
annan eins háskaakstur og þetta
mest líkjast því að vera komin í
kvikmyndahús en ekki raunveru-
leikanum á Laugavegi í Reykja-
vík í mikilli umferð akandi og
gangandi."
Ákærði gefur allt aðra skýr-
ingu á málinu. Hann segir að
reiðhjólamaðurinn hafi snögg-
hemlað fyrir framan bifreiðina
með þeim afleiðingum að „fram-
endi bifreiðarinnar snerti aftur-
enda reiðhjólsins. Kvað ákærði
reiðhjólamanninn hafa stigið af
hjólinu og ygglt sig framan í
ákærða. Kvaðst ákærði nú hafa
ætlað að komast fram hjá mann-
inum hægra megin við hann, eftir
gangstéttinni, en þá hefði maður-
inn stokkið upp á vélarlok bif-
reiðarinnar og barið með hnefan-
um í framrúðuna..."
Ákærði hefur margsinnis áður
verið sviptur ökuleyfi, þar af
einusinni ævilangt auk þess sem
hann hefur ítrekað verið dæmdur
til að greiða sektir vegna brota á
umferðarlögum.
-Sáf
Krakkarnir í Ölduselsskóla leika sér áhyggjulaus í frímínútum. Uppistandið á milli kennara og skólastjóra
skólans gæti kannski leitt til þess að ekki verði hringt inn úr frímínútum í langan tíma. Einn kennari hefur
þegar yfirgefið skólann. Mynd: Jim Smart.
r Ölduselsskóli
Atök fyrir opnum tjöldum
Kennarifór heim áþriðjudag eftir reiðilestur Sjafnar.
Samstarfskennarar krefjast þess að Sjöfn biðji kennarann opinberlega
afsökunar. Skólastarfið ímolum
Síðastliðinn þriðjudag yfírgaf
einn kennari Ólduselsskóia
vinnustaðinn eftir að Sjöfn Sigur-
björnsdóttir skólastjóri hafði
hellt úr skálum reiði sinnar yfír
hann. Þetta er í annað skiptið sem
skólastjórinn missir stjórn á skapi
sínu og hellir sér yfír kennara svo
aðrir lieyri til. Heimildarfólk
Þjóðviljans innan skólans segir
ástandið í skólanum óþolandi og
kennarar hafa krafíst þess að
Sjöfn biðji kennarann sem hún
hrakti heim afsökunar frammi
fyrir öilum kennurum skólans.
Samkvæmt heimildum Þjóð-
viljans er kennarinn sem fór heim
mjög góður og hæfur kennari.
EÍcki er búist við að hann mæti
aftur til starfa á næstunni og er
kennslu í hans bekkjum reddað
frá degi til dags. Ákveðið hefur
verið að halda fund á þriðjudag
þar sem kennarar og skólastjóri
munu reyna að koma á sáttum
svo skólinn verði starfhæfur. Þeir
sem Þjóðviljinn talaði við voru
ekkí mjög bjartsýnir á árangur en
sögðust þó vona að þessum látum
færi að linna.
Einn heimildarmanna Þjóð-
viljans sagði Sjöfn hafa haldið
deilum sínum við einstaka kenn-
ara fyrir innan dyr skólastjóra-
skrifstofunnar. Hún hefði þó
tvisvar misst stjórn á skapi sínu
gagnvart kennurum sem ekki
hefðu unnið til þeirra svívirðinga
sem hún jós yfir þá. Að mati
heimildarmannsins er Sjöfn alls-
endis ófær um að stjórna skól-
anum en hún haldi að hún geti
stjórnað frá einhverri skrifstofu
með tilskipunum.
Fundurinn á þriðjudag getur
ráðið úrslitum um það hvort
endanlega sýður upp úr í Öldu-
selsskóla. „Það er lítið gaman að
vinna þarna eins og ástandið er
núna og kennararnir eru niður-
dregnir. Ég held að þetta verði að
leysast á næstu dögum ef skóla-
starf á að geta farið fram með
eðlilegum hætti í skólanum,"
sagði einn heimildarmanna Þjóð-
viljans. -hmp
4 SÍDA - ÞJÓÐVILJINN
MÍR-salurinn
Sr. Rögnvaldur segir
frá rússneskri kristni
Amorgun, sunnudaginn 25.
september kl. 16, segir sr.
Rögnvaldur Finnbogason sókn-
arprestur á Staðastað frá hátíða-
höldum þeim, sem fram fóru í
Sovétríkjunum í sumar í tilefni
1000 ára afmælis kristnitöku í
Rússlandi. Fyrirlesturinn verður
haldinn í bíósal MÍR, Menning-
artengsla íslands og Ráðstjórnar-
ríkjanna, Vatnsstíg 10.
Rögnvaldur Finnbogason var
boðsgestur rússnesku rétttrúnað-
arkirkjunnar við hátíðahöldin,
ásamt biskupi íslands, hr. Pétri
Sigurgeirssyni, og konu hans Sól-
veigu Ásgeirsdóttur. Fylgdust
þau með hátíðahöldunum og
ferðuðust í þeim tilgangi til nokk-
urra borga.