Þjóðviljinn - 24.09.1988, Síða 7

Þjóðviljinn - 24.09.1988, Síða 7
Fullt tungl Alþýöubandalagsmenn koma af viðræðufundi: Ólafur Ragnar Grímsson og Guðrún Helgadóttir. (Mynd: Jim) Atburðarásin hefur verið ævintýraleg síðustu tvær vikurn- ar, og meðan allt er óljóst er ekki annað að gera en halda í putta og vona að vel fari. Takist Steingrími Hermannssyni það markmið að mynda stjórn á sunnudaginn er að minnsta kosti hægt að fagna því sem heilla- merki að hún mundi verða til á fullu tungli. .... . Morour Arnason Stjóm INNSYN fullu tungli? í stjórn eða ekki í stjórn? Þetta hefur verið umræðuefni vikunnar í Alþýðubandalaginu og kringum það nú í vikunni. Hvernig stjórn? Með hverjum? Stjórn um hvað? Hversu lengi? Til hvers? Með hvaða skilyrðum? Pað er til lítils að ætla sér að svara einhverju í þessum pistli hér, þótt ekki væri nema vegna þess að atburðir hafa hver á fætur öðrum hlaupið framhjá í pólitík- inni og við á dagblöðunum höfum verið í þeirri stöðu undanfarin dægur að það sem fest er á blað að morgni er gamalt og úrelt að kveldi. Og oftast strax í hádeg- inu. Það hefur verið óvenjulegur hraði á þessari stjórnarmyndun. Það er nákvæmlega vika síðan gamla stjórnin sprakk í loft upp, en einsog staðan er núna er hugs- anlegt að ný stjórn verði mynduð núna um helgina eða snemma í næstu viku, og væri það ein snaggaralegasta stjórnarmyndun íslandssögunnar. Þeir Jón Baldvin Hannibalsson og Steingrímur Hermannsson munu reyndar hafa viljað mynda nýja stjórn á enn skemmri tíma í því hálfgerða æðiskasti sem var á þeim eftir skilnaðinn við Sjálfs- tæðisflokkinn. Forystumenn Al- þýðubandalagsins tóku hinsvegar þann kostinn að reyna að róa leikinn, hætta kýlingunum og taka boltann niðrá jörðina til að ná samspili, sem hefur tekist þótt ýmsum þyki gangurinn enn vera fullhraður. Með þessu hefur Allaböllum tekist að ná ákveðinni stjórn á atburðarásinni og ganga að hlut- unum í sæmilega réttri röð. Þann- ig samþykkti þingflokkurinn um leið og gengið var til viðræðna við Steingrím að það yrði að reyna að hafa með bæði Alþýðuflokk og Kvennalista. Þetta er í samræmi viö forna pólitík Alþýðubanda- lagsins um samstöðu til vinstri. Kvennalistinn brást við í þess- ari stöðu með því að búa sér til splunkunýja lausn á pólitískum vanda, - þjóðstjórnina sem ætti að redda málunum frammað kosningum. Kvennalistinn tók semsé þá afstöðu að líta ekki við þeim kostum sem virtust felast í stöðunni nú: fjögurra flokka stjórn Framsóknarflokks, Kvennalista, Alþýðubandalags og Alþýðuflokks, þarsem stjórn- arandstöðuflokkarnir tveir hefðu saman haft öfluga stöðu í málefnaviðræðum, - og þarsem Kvennalistinn hefði einmitt vegna mikils fylgis í könnunum getað gert kröfur umfram þings- tyrk í málefnaframgangi og ráðuneytaskiptingu. Tveir í skogi og einn á hendi Kvennalistinn vildi ekki reyna þetta. Þar á bæ þóttu vænni þeir kostir sem kynnu að koma upp eða koma ekki upp eftir kosning- ar. Þetta er auðvitað öðrum þræði spurning um lífsafstöðu, og það er ekkert saknæmt við að þykja betri tveir fuglar í skógi en einn á hendi. En það varð strax ljóst, bæði innan Kvennalistans og almennt í samfélaginu, að þessi afstaða þótti ekki stór- mannleg, og farið var að tala um mistök af hálfu þingmanna Kvennalista. Það er raunar alls ekki víst að þarna hafi verið gerð nein mistök. Vel getur verið að línan um þjóðstjórn og kosningar sé mjög rökrétt afleiðing af hinni þverpólitísku pólitík Kvennalist- ans, - það er að minnsta kosti sjálfvalið höfuðverkefni Kvenna- listans næstu vikur og mánuði að komast að þessu og skýra það út. Rétt er að benda helstu for- ystumönnum Kvennalistans á það í fullri vinsemd vegna yfirlýs- inga síðustu dægur að slíkt verk verður ekkert auðveldara við op- inber sárindi í garð Alþýðu- bandalagsins og tannhvassar sendingar í þá átt. Það eina sem Ólafur Ragnar gerði af sér eftir alltsaman var að spyrja Kvenna- listann hvort hann vildi vera memm í pólitík, og hvort hannn væri í pólitík yfirhöfuð. Að Kvennalistanum frá- gengnum kom upp það álitamál innan flokksins hvort þarmeð skyldi á skorið. Sumum fannst vanta stuðning af Kvennó í samn- ingum við tvo gamla stjórnar- flokka og óttuðust að Kvennalist- inn mundi fljúga enn hærra ef Al- þýðubandalagið yrði hinumegin landamæranna milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Það var almenn pólitísk skyn- semi sem varð ofaná. Hér hafa skapast ný tækifæri, var sagt, og það er okkar skylda að láta á reyna hvort okkar málefni og okkar menn komast hér til vegs óháð fólki annarstaðar í stjórnmálum. Þetta tækifæri felst ljóslega í samvinnu þeirra flokka og sam- taka sem kenna sig við jafnrétti og félagshyggju - nema þá Kvennalistans. íhaldið úti Framsóknarflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn eru að vísu ekki glæsilegir sessunautar eftir set- una í síðustu stjórn, - og auk þess má deila um það hver þáttur fé- lagshyggju eða vinstristefnu er í Framsóknarflokknum. En að- stæður eru þannig að byrlegar blæs fyrir þessari samvinnu en oft áður, vegna þess að frjálshyggju- draumarnir, sem meira að segja ákveðnir Alþýðuflokksmenn voru haldnir af, hafa breyst í martröð í íslensku atvinnulífi og á íslenskum heimilum. Þeim breytingum samfara hefur hugur snúist með afdrifaríkum hætti hjá þeim krötum sem hafa meira en áratug skilyrt pólitíska framtíð sína við endurreisn viðreisnar, samstarf við Sjálfstæðisflokk. Ein merkasta yfirlýsing vikunnar - af mörgum merkum - voru þau orð Jóns Baldvins, sonar Hanni- bals, í DV að hattn væri hættur að dást að viðreisnarmunstrinu: „Ég er nú reynslunni ríkari. Allt sem Vilmundur Gylfason sagði um þann flokk (þ.e. Sjálfstæðis- flokkinn) og ég vildi ekki trúa er rétt.“ Ur Rúgbrauðsgerðinni í gaer: Jóhanna Sigurðardóttir á tali við Hjörleif Guttormsson; Sigríður Stefánsdóttir og Svanfríður Jónasdóttir ganga hjá. (Mynd: EÓI.) Þegar þetta er skrifað er óljóst hvort stjórn verður til í viðræðun- um í Rúgbrauðsgerðinni, óljóst hverjir nákvæmlega ættu aðild að slíkri stjórn, óljóst hvernig mál- efnasamningur á að líta út, óljóst um fyrstu aðgerðir, og óljóst um afdrif þeirrar málamiðlunar í kjaramálum sem Framsóknar- menn og Alþýðuflokksmenn virðast hafa stillt Alþýðubanda- laginu frammifyrir. Það verður að segjast að sú málamiðlun spáir ekki góðu um framhaldið. Þar er samningsrétt- ur að vísu fenginn launamönnum aftur innan þess tíma að hægt er að sættast á, en með því að virða ekki hækkanir í kjarasamningum í september og desember er við- haldið þeirri efnahagsstefnu fyrri stjórnar að sækja reddingafé í vasa launafólks. I þessum drögum er að vísu gert ráð fyrir að febrúarhækkuninni sé skilað aftur og verðbætur greiddar í desember, sem ekki var gert ráð fyrir í bráðabirgðalögunum frægu. En sú ákvörðun Alþýðubanda- lagsþingmannanna að halda áfram viðræðunum þrátt fyrir þetta hlýtur að gera ráð fyrir verulegum málefnalegum til- slökunum frá væntanlegum sam- starfsflokkum, - og ef þessir kost- ir í kjaramálum næstu mánuði verða samþykktir verður í fyrsta lagi að sjá um að þeim launa- mönnum og lífeyrisþegum sem búa við bágastan hag sé bætt skerðingin, og í öðru lagi verður að vera skýrt að hér sé um að ræða neyðarráðstafanir vegna gerða fyrri ríkisstjórnar og í fram- tíðinni muni öðrum trjám verða veifað í efnahagsúrræðum. Vegna þess að hvað sem líður vonum og trausti og tækifærum, stjórnmálasögunni, persónunum og yfirlýsingunum, þá eru það verkin sem tala að lokum og skera úr um gagn og ógagn. Laugardagur 24. september 1988 ÞJÓÐVILJiNN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.