Þjóðviljinn - 24.09.1988, Side 8

Þjóðviljinn - 24.09.1988, Side 8
HEIMURINN Forstöðumaður óskast 1. desember næstkomandi veröur tekiö í notkun nýtt Dvalar- og hjúkrunarheimili í Grundarfirði. Heimiliö hefur hlotiö nafnið Fellaskjól og rúmar fullbúiö 17 vistmenn. Viö auglýsum eftir manni til aö veita heimilinu forstöðu. Viö leitum aö manni sem hefur áhuga á starfinu, á gott með aö umgangast eldra fólk og er tilbúinn aö reka heimilið meö hagsýni og myndarskap. Umsóknarfresturertil 7. október 1988 og eráætl- aö að viökomandi hefji störf eigi síöar en 15. nóvember n.k. Nánari upplýsingar veita: Ólafur Guömundsson s. 93-86703 og Guðmundur Smári Guömunds- son s. 93-86718. Stjórn Fellaskjóls Grundarfirði Fríhöfnin Keflavíkur- flugvelli auglýsir Frá og meö 1. október nk. veröur heimilt aö endurgreiöa söluskatt til erlendra feröamanna er þeir fara úr landi, samkvæmt sérstökum reglum. Þær verslanir, sem vilja fá heimild til slíkrar end- urgreiöslu, geta snúiö sér til fríhafnarinnar, Kefla- víkurflugvelli, sími 92-50410. Frá Grunnskóla Tálknafjarðar Ennþá vantar okkur kennara í ýmsar kennslu- greinar næstkomandi vetur. Húsnæöishlunnindi í boði. Upplýsingar gefa skólastjóri í síma 94-2538 og formaður skólanefndar í síma 94-2541. Arbæjarhverfi/Breiðholt Tomstundaskoli - kvöldskóli Eftirfarandi greinar eru í boöi á haustönn 1988 Árbæjarskóla og Geröubergi sem hér segir: Árbæjarskóli Mánud. Miövikud. Gerðuberg Mánud. kl. 600-720 enska I kl. 725-850 enska frh. kl. 725-850 franska I kl. 600-720 þýska III kl. 725-850 þýska frh. kl. 900-1020 þýska I Þriðjud. Miðvikud. kl. 640-850 kl. 810-940 kl. 725-1020 kl. 640-805 kl. 810-940 kl. 640-940 kl. 640-805 kl. 810-940 kl. 640-805 kl. 810-940 kl. 725-1020 kl. 725-805 kl. 900-1020 enska I enska II saumar enska III enska IV bókband þýska I þýska frh. enska II enska frh. saumar spænska spænska Innritun fer fram í Árbæjarskóla og Gerðubergi 26. og 27. sept. n.k. kl. 6 - 9 sd. Þátttökugjald greiöist viö innritun. Jóhannes Páll páfi prédikar yfir mannfjölda í Gdansk í ættlandi sínu, Póllandi - í sunnanverðri Afríku urðu móttökurnar ólíkt dauflegri. Páfinn: Misheppnuð Afríkuferð Blökkumönnum finnstfátt um - Suður-Afríkustjórn ánægð Ferðir páfa víðsvegar um heim eru að sjáifsögðu farnar kaþólsku kirkjunni til cflingar. Með þeim er því fylgst af athygli, enda er kaþólska kirkjan, hvað sem öllu guðleysi líður, voldugur aðili í heimi samtímans og síður en svo einhliða á trúarlega sviðinu. En litlar líkur eru á að nýafstaðin ferð Jóhannesar Páls annars um sunnanverða Afríku verði þeirri voldugu stofnun, sem hann stjórnar, til vegsauka, að minnsta kosti ekki þar í álfu. Sumir fréttamenn k eða jafnvel svo fast að orði að þessi leiðangur páfa hafi orðið alger hrakför fyrir hann og á hinn bóg- inn stórfelldur áróðurssigur fyrir Suður-Afríkustjórn. Að minnsta kosti það síðarnefnda er nú kannski fullmikið sagt. Apartheid ókristilegt Suður-Afríka var ekki meðal þeirra ríkja, sem páfi hafði hugs- að sér að heimsækja, og hefur hann án efa viljað með því mót- mæla apartheid-stefnu stjórn- valda þar. Páfi hefur og þráfald- lega fordæmt apartheid, gerði það til dæmis í ræðu skömmu eftir heimkomuna úr téðri ferð. Sagði hann þá að í apartheid fælist of- beldi gegn mannlegum virðuleika og kristninni sjálfri. Páfi fordæmdi apartheid einnig í prédikunum sínum í Afríkuferð- inni. En jafnframt mælti hann eindregið á móti því að ofbeldi væri beitt í baráttunni gegn þessu fyrirbæri. Hann er því einnig frá- hverfur að efnahagslegum refsi- aðgerðum sé beitt gegn Suður- Afríku í þessu skyni og vék sér undan því að taka afstöðu til þeirrar viðleitni margra samtaka, sem berjast gegn apartheid, að fá fólk til að hundsa byggðastjórn- arkosningarnar, sem fram eiga að fara í Suður-Afríku í október. * Ymsar skýringar á dræmri aðsókn Pessi boðskapur fannst blökkumönnum, bæði í Suður- Afríku og grannríkjum hennar, heldur þunnur þrettándi. Og eftir því voru viðtökurnar er páfi hafði af þeim. Að vísu var heimsóknin til Harare (áður Salisbury), höf- uðborgar Zimbabwe, nokkuð vel heppnuð, en þar mættu um 150.000 manns til að sjá og heyra páfa. En í Bulawayo, næststærstu borg þess lands, taldi söfnuður- inn ekki nema um 50.000 manns, 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN sem þótti lítið miðað við það, sem páfi hefur átt að venjast á ferðum sínum. Út yfir tók þó í Maseru, höfuðborg Lesóthó, þar sem ekki mættu nema um 10.000, og í Svasalandi, þar sem aðeins um 15.000 manns sóttu páfafund. Á þessari dræmu aðsókn er að vísu auðvelt að finna fleiri skýr- ingar en óánægju blökkumanna með afstöðu páfa viðvíkjandi ap- artheid. Flest þeirra landa, sem páfi heimsótti, eru fyrrverandi breskar nýlendur og þar eru mótmælendur miklu fjölmennari en kaþólikkar. Bulawayo er höfuðstaður í landi Matabela (Ndebele), þjóðflokks sem frá því að Zimbabwe varð sjálfstætt hefur oft sætt hörðu af hálfu stjórnarvalda, þar á meðal manndrápum í stórum stíl. Tóm- legar viðtökur sem páfi hafði af Matabelum kunna að hafa stafað af því, að þeir hafi litið á hann fyrst og fremst sem gest valdhafa, sem þeim er lítið um. Hvassviðri og rigningar ollu áreiðanlega ein- hverju um hve fáir mættu í Le- sóthó og Svasalandi. Gramir veðurguðir Veðurguðir sunnanverðrar Afríku virðast sem sé ekki hafa teljandi velþóknun á Jóhannesi Páli, sem best má sjá af því að óveðursins vegna neyddist flug- maður hans á leiðinni til Lesóthó til að nauðlenda á Jan Smuts- flugvelli við Jóhannesarborg. Pað var óneitanlega heldur neyðarleg íkoma fyrir hans heilagleika, að þvingast þannig til að heimsækja einmitt það ríki, sem hann hafði hugsað sér að sniðganga. Ekki bætti það úr skák fyrir hann að suðurafrískir ráðamenn létu sér ekki slíkt happ úr hendi sleppa. Utanríkis- ráðherrann, Pik Botha, rauk út á flugvöll til að taka á mótí nauðgesti sínum og heill her fjöl- miðlafólks myndaði þá saman. Páfi reyndi að bjarga því sem bjargað varð með því að sleppa því að kyssa suðurafríska grund, en á þann hátt er hann vanur að heilsa þeim löndum er hann kem- ur til. Gíslataka og manndráp Ofan á þetta varð páfi að sætta sig við að halda áfram ferðinni til Lesóthó í bílalest í fylgd suður- afrískra öryggisvarða. í þeirri svipan rændu lesóthóskir stjórn- arandstæðingar, sem eru í banni hjá þarlendum valdhöfum, lang- leiðavagni með rúmlega 70 manns, þar á meðal mörgum nunnum og börnum, sem voru á leið til móts við páfa. Kröfðust mannræningjarnir þess að bæði páfi og Lesóthókonungur kæmu til fundar við þá, en þess í stað gerði suðurafrísk öryggislögregla áhlaup á vagninn. I viðureign sem þá varð féllu í valinn að minnsta kosti sex manns, þar af fjórir mannræningjanna og einn gíslanna, 14 ára stúlka. Petta hvorttveggja, nauðlendingin við Jóhannesarborg (sem auk óveð- urs hlaust af biluðum tækjum á flugvellinum við Maseru, þar sem ætlunin hafði verið að lenda) og gíslatakan með manndrápum sem af henni hlutust, varð ekki einungis páfa til auðmýkingar, heldur og Lesóthóstjórn, því að atburðarás þessi varð auglýsing á því, hve gersamlega þetta land er upp á Suður-Afríku komið. Að öllu samanlögðu er varla ofsagt, að ólánið hafi elt páfa í ferðinni. En þótt Suður-Afríkustjórn kunni að vera sæmilega ánægð með árangur eða árangursleysi umræddrar páfaferðar, gildir ekki það sama um marga þar- lenda kaupsýslumenn. Þeir höfðu reiknað með að fólk myndi flykkjast frá Suður-Afríku til Maseru í hundruðþúsunda tali til að sjá og heyra jarl Krists á jörðu hér, og lagt í mikinn kostnað til að sjá öllum þeirn fjölda fyrir fæði °g þjónustu. FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Heimilishjálp Starfsfólk vantar til starfa í heimilishjálp. Vinnutími eftir samkomulagi, allt niöur í 4 tíma á viku. Einnig vantar starfsfólk í hús Öryrkjabandalags íslands, Hátúni. Upplýsingar eru veittar í síma 18800.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.