Þjóðviljinn - 24.09.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 24.09.1988, Blaðsíða 9
ERLENDAR FRETTIR Útrýming Kúrda Irakar sannir aosök Sérfrœðingar á vegum Öldungadeildar Bandaríkjaþings hafa samið skýrslu um niðurstöðufarar sinnar á slóðir kúrdískra flóttamanna í Tyrklandi -*T*> H inar tíðu og óvægnu eiturefnaárásir Irakshers á byggðir Kúrda eru liður í víð- tækri áætlun um eyðingu þjóðar, tvíþættri áætlun um fjöldamorð og herleiðingu. Afar sterkar líkur benda til þess að kúrdísk fórnar- lömb Irakshers skipti nú hund- ruðiim þúsunda. Þetta er niðurstaða skýrslu sem sérfræðingar á vegum Oldunga- deildar Bandaríkjaþings unnu og sömdu nú á dögunum. Hún var kynnt utanríkismálanefnd deild- arinnar og fréttamönnum í fyrra- dag. Höfundarnir heita Peter Gal- braith og Christopher van Holl- en. Þeir eru nýkomnir heim úr Tyrklandsför. Þar dvöldu þeir um fjögurra daga skeið á meðal kúrdískra flóttamanna við landa- mærin að írak, ræddu við fjöl- marga þeirra og ennfremur fyrir- menn úr röðum heimamanna. Skýrsluhöfundar segja að ír- aksstjórn sé í óða önn að uppræta menningu og samfélag Kúrda, afmá þjóðerni þeirra. Margir séu drepnir og aðrir herleiddir á ó- kunnar slóðir, óbyggilegar eyði- merkur í suðri. Þorp þeirra séu lögð í rúst, sprengd í loft upp og Þjóðarmorð. jöfnuð við jórðu, akrar brenndir og búpeningur felldur. „fraska Kúrdistan er að verða að fjallaauðn. Ef svo heldur sem horfir og ekki verður tafarlaust gripið í taumana verður brátt ekki hægt að sjá neinn vott um mannabyggð utan marka Sula- ymaniyya, Halabja og tveggja eða þriggja annarra stórra bæja. Þjóðlíf sem stendur á ævafornum merg er að hverfa af svæði sem verið hefur í byggð frá örófi alda." Kúrdar sem búsettir voru nærri landamærum, að Tyrklandi eða íran, og flúðu land, kunna að vera þeir einu sem auðnast hefur að forðast skjótan dauða ellegar afar erfiða og mannskæða nauð- ungarflutninga. Engar sögur fara af örlógum Kúrda í innhéruðum en ef frakar hafa komið þar fram af sömu grimmd og hörku og í landamærabyggðum „þá er afar líklegt að fórnarlömb skipti hundruðum þúsunda," segja skýrsluhöfundar. Þótt íraksher hafi þrásinnis beitt eiturefnavopnum í styrjöld- inni við fraka, bæði gegn hersveitum Kómeinís og kúrdísk- um bandamönnum þeirra, keyrði Bandaríska kosningabaráttan Sjonvarpseinvigi á morgun Bush ráðlögð Ijúfmennska - Dukakis meiri harka Amorgun, sunnudag, leiða frambjóðendur til forseta- embættis í Bandaríkjunum, repú- blíkaninn George Bush varafor- seti og demókratinn Michael Dukakis ríkisstjóri, saman hesta sína í sjónvarpi. Er margra ætlan að frammistaða þeirra í því ein- vígi muni ráða úrslitum í kosningabaráttunni. Er því beðið eftir viðureigninni í spenningi og góðu ráðin til frambjóðenda ekki spöruð. Að vísu verður það svo að frambjóðendur eigast ekki beinlínis við sjálfir, heldur mun hópur blaðamanna spyrja þá spjörunum úr. Þrátt fyrir þetta form er líklegt að sjónvarpsþátt- urinn komi út sem einskonar kappræða. Bandarískir kosningasérfræðingar telja að málefni muni litlu skipta í viður- eign þessari, heldur muni sá sigur hafa sem betur takist að vekja þægileikakennd hjá kjósendum. Eða kannski, með öðrum orðum sagt, að líta traustvekjandi út á skjánum. Bush hefur undanfarið, og að því er virðist með einhverjum ár- angri, borið það á Dukakis að hann sé alltof slakur í baráttunni gegn glæpum og að ekki sé hon- um heldur vel treystandi til að halda hervörnum Bandaríkjanna nægilega sterkum. Kosningasér- Dukakis - á undanhaldi hjá skoð- anakönnuðum. fræðingar ráðleggja Dukakis að svara þessu á morgun meö því að sækja í sig veðrið, sýna vissa hörku og reyna að komast í sókn í einvíginu. Sérfræðingarnir telja hinsvegar hyggilegra fyrir Bush að draga úr hvefsninni, sem nokkuð hefur einkennt málflutn- ing hans undanfarið, og koma í staðinn fram sem ljúfmannlegur mannasættir og landsfaðir. Þá er og talið skynsamlegt fyrir hann að brýna fyrir þjóð sinni að hugsa ekki einungis um þessa heims gæði, heldur og halda sig við hærri vegi hugsjónanna. Þessu hefur þegar brugðið fyrir í kosn- ingabaráttu hans, til dæmis um daginn er hann sagði við kjósend- ur að þeir ættu ekki að hugsa um það eitt að verða „feitir og ham- ingjusamir." Gert er ráð fyrir að Dukakis muni rifja upp gamalkunnar efa- semdir um leiðtogahæfileika Bush, sem og leiða í tal íran- vopnasöluhneykslið, vandræði Reaganstjórnarinnar með Nori- ega Panamaforingja og valið á Dan Quayle, öldungadeildar- þingmanni frá Indiana, sem vara- forsetaefni, en hæfileikar hans til að gegna hæstu embættum eru dregnir í efa af mörgum kjósend- um. Bush er á hinn bóginn lík- legur til að telja sér til gildis feril sinn sem varaforseta og benda auk þess á að hann hafi verið for- stjóri CIA, sendiherra til Kína og ambassador hjá Sameinuðu þjóðunum. Hann muni því hafa að baki reynslu, sem Bandaríkja- forseti þurfi að hafa. Fyrir um tveimur mánuðum var Dukakis langt á undan í fylgi samkvæmt niðurstöðum skoðanakannana, en nú er Bush kominn fram úr honum á þeim vettvangi, þótt munurinn sé lítill. Reuter/-dþ. fyrst um þverbak eftir að vopna- hléð gekk í gildi þann 25. fyrra mánaðar. Þá gátu Saddam Hussein og kumpánar hans loks snúið sér óskiptir að Kúrdum. Ýmsir giska á að kúrdískir uppreisnarmenn hafi fellt 16 þúsund íraska her- menn í Persaflóastríðinu og því hugsuðu ráðamenn í Bagdað þeim þegjandi þörfina. Eftir niðurlægingu í átta ár var hefnd- arþorstinn brennandi og honum er verið að svala með „lokalausn vandamálsins." Fimm dögum eftir gildistöku vopnahlésins hófust írakar handa í norðri, herma Galbraith og van Hollen. íraskar sprengjuflugvél- ar og þyrlur vörpuðu eiturefna- sprengjum á fjölmörg þorp í hér- uðunum Zakho, Dihok og Ama- diyah, þar af 33 í Dihokhéraði. Þeir hafa fyrir satt, og vitna máli sínu til stuðnings í fjölda flóttamanna, að mikil gul reykský hafi stigið upp þaðan sem sprengjurnar féllu til jarðar, síðan hafi eituslæða lagst yfir víðar lendur. Fnykurinn hafi ver- ið óskaplegur. Minnt suma á „skemmdan hvítlauk," aðra á „rotin epli" eða „úldinn lauk." Örlögum fórnarlamba er lýst ítarlega í Nýju helgarblaði og því óþarfi að endurtaka þau ósköp. Búpeningur, einkum asnar og geitur á þessum slóðum, féll hvarvetna, fljúgandi fuglar féllu dauðir til jarðar, hverskyns skor- kvikindi drápust og grös sölnuðu. Þegar áhrifa eitursins gætti ekki lengur héldu íraskir fótgöngulið- ar inní aldauða þorpin og jöfnuðu þau við jörðu. Reuter/-ks. REYKJAVÍKURHÖFN Auglýsing frá Reykjavíkurhöfn Reykjavíkurhöfn óskar eftir að ráða til starfa járnsmiði og verkamenn í Bækistöð Reykjavíkur- hafnar. Nánari upplýsingar gefa verkstjórar í Bækistöð Reykjavíkurhafnar, Hólmaslóð 12, Örfirisey og í síma 28211. Reykjvíkurhöfn Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar f.h. Hita- veitu Reykjavíkur, óskar efíir tilboðum í 10 MVA 132 (66) /11 kV spenni fyrir Nesjavallavirkjun. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 25. október kl.11.00 INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Sími 25800 Laugardagur 24. september 1988 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 9 Starfsmannafélagið Sókn Allsherjaratkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjarat- kvæðagreiðslu við kjör fulltrúa á 36. þing ASÍ, 25. nóvember 1988, og er hér auglýst eftir tillögum um fulltrúa á þingið. Frestur til að skila listum er til kl. 12.00 mánudaginn 3. október. Hverjum lista þurfa að fylgja meðmæli 100 fullgildra félags- manna. Listum ber að skila á skrifstofu félagsins að Skipholti 50A. Stjórnin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.