Þjóðviljinn - 24.09.1988, Page 10

Þjóðviljinn - 24.09.1988, Page 10
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Takið þátt í stefnumótun Fundir starfshópa Alþýðubandalagsins Málefnahópar Alþýðubandalagsins munu á næstu vikum efna til funda með flokksmönnum og stuðningsmönnum flokksins. Fundir þessir eru haldnir til undirbúnings umræöu og afgreiðslu í miðstjórn Alþýðubandalagsins. 28. september: Fjölskyldu-, uppeldls- og menntamálanefnd Alþýðubandalagsins kynnir drög að stefnumótun á fundi i Reykjavík. Flokksmenn og stuðningsmenn flokksins eru eindregið hvattir til að mæta á þessa fundi og taka þátt i stefnumótun Alþýðubandalagsins. Alþýðubandalagið Alþýðubandalagið Kópavogi Félagsfundur Alþýðubandalagið í Kópavogi heldur félagsfund mánudaginn 26. sept. kl. 20.30 í Þinghóli. Dagskrá: 1) Kosning í uppstillingarnefnd. 2) Forystumenn flokksins ræða stöðu stjórnmálanna. 3) Onnur mál. Félagar eru hvattir til að mæta. - Stjórnin. Alþýðubandalagið á Austurlandi Aðalfundur kjördæmaráðs Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Austfjörðum verður haldinn helgina 1 .-2. október næstkomandi í Egilsbúð í Neskaupstað og hefst fundurinn kl. 9 á laugardaginn. Gestir fundarins verða þeir Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðu- bandalagins og Kristján Valdimarsson framkvæmdastjóri Alþýöubanda- DagsTrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Stjórnmálaástandið. Framsögu- menn' Björn Grétar Sveinsson og Hjörleifur Guttormsson. 3) Onnur mál. Framkvæmdanefndin Athugið! Fundurinn átti upphaflega að vera um þessa helgi (24.-25. seþt.) en hefur verið frestað um viku vegna stjórnmálaástandsins. ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Æskulýðsfylkingin Landsþing ÆFAB verður haldið 7.-9. október nk. að Hverfisgötu 105 í Reykjavík. Dagskrá: Föstudagur 7. október: Kl. 20.00. Setning. 21.00 Skyrslur fluttar - um- ræður. 22.00 Lagabreytingar kynntar. Laugardagur 8. október: Kl. 10.00. Lagabreytingar, fyrri umræða. 11.00 Stjórnmálaályktun - umræða. 12.00 matur. 13.00 Stjórnmálaumræðu fram haldið. 14.00 Hópvinna: a) Efnahagshóp- ur, b) Menntamálahópur, c) Utanríkismálahópur, d) Verkalýðsmálahópur, e) Jafnréttismálahópur, f) Allsherjarhópur, g) Lagabreytingar. 16.00 Kaffihlé. 16.30 Hópvinna framhald. 18.30 Hle. 20.30 Borðhald/kvöldbæn. Sunnudagur 9. október: 10.00 Lagabreytingar, lokaumræða, afgreiðsla. 11.00 Hópavinna framhald. 12.00 Matarhlé. 13.00 Afgreiðsla mála. 15.00 Kosningar. 18.00 Fundarslit. - Framkvæmdaráð. ÆFAB Félagsfundur Almennur félagsfundur Æskulýðsfylkingar Alþýðubandalagsins verður haldinn á laugardag 24. seþtember, kl. 14.00. Umræðuefni verður stjórn- armyndunarviðræður. - Framkvæmdaráð. Æskulýðsfylkingin í Reykjavík Félagsfundur ÆFR verður haldinn þriðjudaginn 27. sept. kl. 20.30 að Hverfisgötu 105. Rætt um starfið í vetur. - Stjórnin. m(\ Sjúkrahúsið í Húsavík sf. Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa nú þegar eða eftir samkomulagi. Deildarstjóri óskast frá áramótum. Húsavík er 2.500 manna bær meö góðar sam- göngur og þjónustu, aöstöðu til íþrótta og útivist- ar. í sjúkrahúsinu er almenn deild, fæöingardeild og langlegudeild, samtals 62 rúm. Húsnæöi fyrir hendi. Hringiö eöa heimsækiö okk- ur og kannið kjör og aðbúnað. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 96-41333. HEIMURINN Súdan: Refsilagafrumvarp byggt á íslamslögmáli veldur deilum Talið geta valdið klofningi landsins í tvö ríki Frá Suður-Súdan - ekkert er landsmönnum fjær skapi en að játast undir lögmál íslams. Súdan, að flatarmáli stærsta ríki Afríku, er eitt þeirra ríkja þriðja heimsins sem hvað erfíðast eiga uppdráttar, og er þá mikið sagt. Þar geisar borgarastríð. hungursneyð hrjáir vissa lands- hluta og nýlega ullu stórflóð þar miklu tjóni. Og nú stefnir þar í harðar deilur út af fyrirætlun valdhafa um að gera refsingaþátt sharia, lögmáls íslams, að refsi- löggjöf landsins. Sendiráðsmenn í Kartúm, höf- uðborg Súdans, bæði arabískir og vestrænir, spá því að andstaðan gegn lagafrumvarpi þessu muni fara vaxandi á næstu vikum. Af refsingum samkvæmt íslamslög- máli má nefna að menn skulu grýttir fyrir að drýgja hór, hand- höggnir fyrir að stela og hýddir fyrir að neyta áfengis. Súdan var áður undir yfir- ráðum Breta og ýmsar breskar venjur, eins og til dæmis þing- ræði, hafa varðveist þar tiltölu- lega vel eftir því sem gerist í Afr- íku. Það er því ekki útilokað að andstaða á þingi geti sett stjórn- inni stólinn fyrir dyrnar í þessu efni. A mánudag, þegar stjórnin lagði fram frumvarpið á þingi, gengu allir þingmenn helsta stjórnarandstöðuflokksins, Sam- bands súdansk-afrískra flokka, 22 talsins, af fundi í mótmæla- skyni. Flokkurinn heldur því fram, að stjórninni væri nær að einbeita sér að því að koma á friði í landinu og reyna að finna lausn á efnahagslegum vandamálum þess. Þar að auki brjóti frum- varpið í bága við stjórnarskrá Sú- dans. Bókstafstrúarmenn hafa magnast Forsætisráðherra Súdans og aðalvaldhafi heitir Sadeq al- Mahdi og hefur stjórn hans setið að völdum í fjóra mánuði. Helstu stjórnarflokkarnir, sem nefnast Umma og Lýðræðislegi sam- bandsflokkurinn, hafa að vísu mikinn meirihluta á þingi, þar sem 301 þingmaður hefur sæti. En talið er að hópar innan flokka þessara séu ekkert yfir sig hrifnir af frumvarpinu. Bókstafstrúar- menn hafa eflst allmjög að fylgi í Súdan síðustu ár, eins og í mörg- um öðrum íslamslöndum, og vill stjórnin sennilega með frumvarp- inu koma til móts við þá og fá stuðning þeirra að launum. Súdan er eitt af fátækustu löndum heims og sligað af skuldum við erlenda aðila. I ág- úst olli stórflóð í Níl gífurlegu tjóni í landinu, ekki síst norður- hluta þess, og urðu tvær miljónir manna þá heimilislausar. Og í suðurhluta landsins geisar hung- ursneyð og þar að auki stríð, sem kostar ríkið upp undir 50 miljónir króna á dag. Óánægðir minnihlutar Þegar nýlendur Evrópuríkja, flestar sundurleitar þjóðernis- lega, urðu sjálfstæðar, hófust þar víðast hvar til valda menn af stærstu og öflugustu þjóðernum, en minnihlutaþjóðernum þótti víða sinn hagur sýnu verri undir hinum nýju herrum en nýlendu- drottnunum áður. Svo var þetta í 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Súdan. Meirihluti landsmanna talar arabísku og er íslamskur að trú. í suðurhluta landsins búa hinsvegar þjóðflokkar, sem tala ýmsar afrískar tungur, eru ýmist kristnir eða heiðnir, nema hvort- tveggja sé, og hafa slæmar endur- minningar um norðlendinga sem kúgara og þrælaveiðara fyrr á tíð. Milli sunnlendinga og stjórnar- innar í Kartúm hefur jafnan verið grunnt á því góða og stundum stríð, eins og nú undanfarin fimm ár. Eyðilegging af völdum stríðs- ins hefur valdið hungursneyð í suðurhéruðunum og hjálpar- starfsmenn þar syðra segja menn deyja þar úr hungri í tuga- eða jafnvel hundraðatali á dag. Ekk- ert lát virðist þó á andstöðu upp- reisnarmanna við stjórnarherinn. Að vísu eiga suðurhéruðin sam- kvæmt áðurnefndu frumvarpi að vera undanþegin refsirétti sharia, en það gildir ekki um sunnlendinga þá, um hálfa þriðju miljón að tölu, sem flúið hafa hungrið og stríðið til norðurhluta landsins. Andstæðingar frum- varpsins segja hættu á að það valdi, verði það að lögum, fullum vinslitum með múslímum og ann- arrar trúar mönnum, með þeim afleiðingum að landið klofni end- anlega í tvö ríki. Erlendir sendiráðsmenn telja ekki óhugsandi að andstaðan gegn frumvarpinu muni hleypa nýju lífi í svokallað Þjóðfrelsun- arbandalag, samtök námsmanna, verkalýðs- og stéttarfélaga og smáflokka nokkurra. Bandalag þetta er að vísu heldur losaralegt, en kom þó á sínum tíma af stað víðtækum verkföllum og mót- mælaaðgerðum, sem leiddu til þess að Nimeiri einræðisherra var steypt af stóli í apríl 1985. Talið er að það hafi, ef það tæki sig til, möguleika á að beita sér gegn umræddum laganýmælum stjórn- arinnar með einhverjum árangri. dþ. Söluskattur Viöurlög falla á söluskatt fyrir ágústmánuð 1988, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 26. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. október. Fjármálaráðuneytið

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.