Þjóðviljinn - 24.09.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 24.09.1988, Blaðsíða 13
IÞROTTIR Seoul-Sund Biondi sigursæll Bandaríski sundmaöurinn Matt Biondi hlaut sín fjórðu verðlaun á leikunum þegar hann hrifsaði til sín gullið í 100 m skriðsundi í gær. Hann setti glæsi- legt ólympíumet og synti á 48,63 sek. en heimsmetið á hann sjálfur og hljóðar það upp á 48,42 sek. Biondi hefur þá hlotið tvö gull, eitt silfur og eitt brons. -þóm Seoul Islandsmet í sundi Ragnheiður og Ragnar settu íslandsmet Vonandi er sundfólkið okkar á uppleið eftir nokkuð dapurt gengi síðustu daga en í gær voru tvö íslandsmet slegin í lauginni í Seo- ul. Ragnheiður Runólfsdóttir sló met sitt í 100 metra bringusundi og Ragnar Guðmundsson bætti met Magnúsar Ólafssonar í 400 metra skriðsundi. Ragnheiður synti á 1.13,01 Ragnheiður Runólfsdóttir setti Islandsmet í 100 m bringusundi í Seoul. BRIDGE Brídgesambandið 40 ára Afmælismót Bridgesambands íslands, í tilefni 40 ára afmælis sambandsins, hefst á Loftleiðum kl. 14 í dag. 20 valin pör taka þátt í mótinu, sem spilað verður eftir Butler-fyrirkomulagi (sveita- keppnisútreikningur) með 6 spil- um milli para, alls 114 spil. Spilað verður til ca 23 í kvöld og hefst spilamennska á ný kl. 10 í fyrra- málið. Áætluð spilalok eru síðan um kl. 20 annað kvöld. Góð verð- laun eru í boði í þessu móti auk gullstiga fyrir efstu pör. Keppnis- stjóri er Ágnar Jörgensson. Góð aðstaða verður fyrir áhorfendur. Tæplega 40 pör eru skráð til leiks á Opna Stórmótið á Hótel Örk sem spilað verður næstu helgi. Enn er verið að skrá pör á skrifstofu BSÍ (s: 689360). Glæsi- leg verðlaun eru í boði; 1. verðlaun sólarlandarferð m/ Ferðamiðstöðinni næsta vor, að vali. 2. verðlaun: Utanlandsferð m/ Arnarflugi að vali. 3. verðlaun: Utanlandsferð m/ Arnarflugi að vali. 4-5. verðlaun: Peningar að sam- tölu kr. 16.000. Keppnisgjald í mótið er aðeins kr. 4.500 pr. par og gisting á Örk- inni í tveggja manna herbergi er kr. 1.750 pr. mann. Haust-barometer Skagfirðinga hefst nk. þriðjudag, ef næg þátt- taka fæst. Ef ekki fæst næg þátt- taka, verður spilaður eins kvölds tvímenningur þar til nægileg þátt- taka hefur fengist í barometer- inn. Skagfirðingar spila á þriðju- dögum í Drangey v/Síðumúla. Skráð er í barometer-keppnina á skrifstofu BSÍ (Ólafur). Öllum heimil þátttaka. Góðar líkur eru á að Húnvetninga-félagið í Reykjavík gangi í Bridgesamband íslands innan skamms. í félaginu spila að staðaldri yfir 60 manns og því ljóst að þátttaka þeirra í starfi BSÍ mun vega þungt. íslensku pörin tvö, Aðalsteinn-Ragnar og Matthías- Hrannar, sem tóku þátt í afmæl- ismótinu í Kaupmannahöfn um síðustu helgi, stóðu sig mjög vel. Að lokinni forkeppni, þar sem efstu pörin 24 spiluðu til úrslita, var keppendum skipt í riðla. Matthías og Hrannar unnu sinn riðil og fengu væna fúlgu fyrir. Aðalsteinn og Ragnar höfnuðu í ca. 50 sæti af tæplega 200 pörum. Minningarmótið um Einar Porfinnsson sem Bridgefélag Sel- foss heldur árlega, verður haldið laugardaginn 15. október. Skrán- ing er hafin, á skrifstofu BSÍ og hjá Valdimari Bragasyni á Sel- fossi. Fyrstu 36 pörin sem skrá sig, komast að. Spilaður verður barometer. Hjá Bridgefélagi Reykjavíkur hófst 44 para barometer sl. mið- vikudag. Eftir 1. kvöldið eru þeir Magnús Ólafsson og Jakob Krist- insson með forystuna. Og stórmót þeirra Akurnes- inga verður síðustu helgina í okt- óber. Nánar síðar. Starfandi keppnisstjórar Reykjavík og nágrenni (sem vit- að er um) eru þessir: Hermann Lárusson (Breiðholt og Kópa- vogur). ísak Örn Sigurðsson (Breiðfirðingar og Barðstrend- ingar). Agnar Jörgensen (BR). Júlíus Snorrason (Kvenfélagið). Ragnar Magnússon (Hafnfirð- ingar). Ólafur Lárusson (Skag- firðingar). Uti á landsbyggðinni er vitað um: Albert Sigurðsson (Akureyri) og Björn Jónsson (Reyðarfirði/Eskifj.) Af fyrri keppnisstjórum má nefna: Guðmund Kr. Sigurðs- son, Vilhjálm Sigurðsson, Anton R. Gunnarsson, Guðmund Sv. Hermannsson, Vigfús Pálsson, Guðmund Pál Arnarson, Sigur- jón Tryggvason og Einar Sigurðs- son. ----- Landsbikarkeppnin í tvímenn- ing verður spiluð um land allt vik- una 17.-22. október. Sömu spil eru spiluð, fyrirfram gefin af trúnaðarmanni hvers félags. All- ur hagnaður af þessari keppni rennur í Guðmundarsjóðinn, húsakaupasjóð Bridgesambands íslands. Á síðasta ári urðu sigur- vegarar Þorsteinn Þorsteinsson og Óskar Karlsson úr Bridgefé- lagi Hafnarfjarðar. Varðandi Bridgehátíð 1989, hafa komið fram ýmsar hug- myndir um breytt fyrirkomulag. Að fækka eitthvað pörum í tví- menninginn, sem þýðir einfald- lega að hann styrkist. Það er tómt mál að halda 48-50 para tvímenn- ing, með aðeins 6 erlendum pörum. í Flugleiðamótinu verði spilum í hverjum leik fækkað, í 7-8 spila leiki í úrslit tölvuvædd, þannig að dregið verður í 1-2. umferð í byrjun, 3.-4. umferð þar á eftir, þartil 8 umferðir eru bún- ar, að högg-leikir hefjast (efstu). mín. og bætti met sitt um 34/100 úr sekúndu. Hún hafnaði í 23. sæti af 44 keppendum sem telst góður árangur. Ragnheiður náði sér ekki eins vel á strik í 200 m bringusundinu um daginn en 200 metrarnir eru hennar besta grein. Besta tímanum í 100 m bringu- sundinu náði Tania Dangalakova frá Búlgaríu en tími hennar var 1.08,35 mín. Ragnar Guðmundsson (Har- aldssonar landsliðsþjálfara) synti 400 m skriðsund á 4.05,12 mín. en met Magnúsar var 4.05,78 mín. Þessi árangur Ragnars dugði honum ekki nema í 37. sæti af 49 keppendum en Ragnar von- ast eflaust eftir enn betri árangri í 1500 m skriðsundinu sem er lengsta sundið á leikunum. Mari- usz Podkoscielny, Póllandi, náði besta tímanum í 400 m skriðsund- inu, 3.49,51 mín. Arnþór Ragnarsson synti einn- ig í gær en hann varð 43. af 54 keppendum í 200 m bringusundi, synti á 2.27,93 mín, Besta tíman- um náði Nick Gillingaham frá Bretlandi en hann synti á 2.14,58 Pétur nálægt úrslitum Pétur Guðmundsson var nokk- uð nálægt því að komast í úrslit í kúluvarpi. Hann varpaði kúlunni 19,21 metra og varð í 14. sæti en 12 efstu keppendurnir fara í úr- slitin. Þetta kast Péturs kom strax í fyrstu umferð en hin tvö köstin voru dæmd ógild. Pétur hefði þurft að kasta tæplega hálfum metra lengra til að komast í úrslit- in. Seoul Verðlauna- skipting Sovélríkin 16-4-13 A-Þýskaland 9-10-9 Bandaríkin 6-5-4 Búlgaría 5-6-3 Ungverjaland 5-3-2 V-Þýskaland 3-3-4 Bretland 2-4-3 Ítalía 2-2-3 Tékkóslóvakia 2-1-0 Júgóslavía 2-0-1 Noregur 2-0-0 Kína 1-5-5 Ástralía 1-4-0 S-Kórea 1-3-3 Pólland 1-3-2 Rúmenía 1-3-0 Frakkland 1-1-2 Nýja-Sjáland 2-0-1 Portúgal 1-0-0 Surinam 1-0-0 Tyrkland 1-0-0 Svíþjóð 0-2-2 Japan 0-2-1 Finnland 0-1-1 CostaRica 0-1-0 Holland 0-1-0 Belgía 0-0-1 Grikkland 0-0-1 Sviss *.. 0-0-1 Spánn 0-0-1 -þóm Seoul-Fimleikar Sjusunova sigraði Jelena Sjusunova frá Sovét- ríkjunum sigraði mjög naumlega í einstaklingskeppni í fimleikum kvenna. Hún hlaut 79,662 stig en Daniela Silevas, Rúmeníu, kom fast á hæla hennar með 79,632 stig. Munurinn á þeim er ótrúlega lítill og var erfitt fyrir dómara að gera upp á milli þeirra. Svetlana Boguinskaja Sovétríkjunum varð þriðja í keppninni. -þóm Vanskil á kvótaskýrslum Aö gefnu tilefni vill ráöuneytiö vekja athygli útgeröar- og skipstjórnarmanna á aö kvóta- skýrslum, þ.e. skýrslum um afla og sókn fiski- skipa, ber aö skila til Fiskifélags íslands mánaðarlega og eigi síöar en tíu dögum eftir hver mánaöamót. Ráðuneytið mun hér eftir leggja aukna áherslu á aö hlutaöeigandi aðilar standi í skilum meö kvótaskýrslur og mun án frekari viðvarana beita sviptingu veiöileyfa vegna vanskila. Sjávarútvegsráöuneytiö, 21. september 1988 HEIMILISIÐNAÐAR- SKÓLINN. LAUFÁSVEGUR 2 - 101 REYKJAVÍK. Innritun stendur yfir Baldýring Þjóðbúningasaumur 3. okt. 7. okt. Getum einnig bætt við nokkrum nemendum í vefnað, fatasaum, leðursmíði, tauþrykk, prjón- tækni og knipl. Innritun fer fram á skrifstofu skólans Laufásvegi 2 II hæð. frá kl. 16.15 - 19.00 daglega. Nánari upplýsingar í síma 17800 á sama tíma. Utan skrifstofutíma tekur símsvari viö skráningu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.