Þjóðviljinn - 24.09.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 24.09.1988, Blaðsíða 16
“SPURNINGIN— Manstu eftir einhverju sem ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar gerði? Magnús Guðmundsson starfsmaður Flugleiða: Nei, enda ekki mikið verið að pæla í því. En staðgreiðslukerfi skatta kem- ur upp í hugann. Hilmir Sigurðsson skipasmiður: Ég man best eftir því sem hún gerði ekki og síðan er matarskatturinn eftir- minnilegur. Ég man ekki eftir neinu jákvæðu. Jónína Jónsdóttir í barnsburðarleyfi: Jú, hún gerði nú ýmislegt fjandinn að tarna. Hún setti t.d. á þennan fræga matarskatt. Ég sá ekki skattalækkan- irnar sem hún lofaði. Katrín Þórarinsdóttir fiskvinnsluskólanemi: Hún felldi gengið þrisvar, en ég man ekki eftir neinu jákvæðu. Jón Gína Jónsson uppstilla: Hvaða ríkisstjórn er það? Standa stjórnarmyndunarviðræður ekki enn yfir? Annars minnir mig að einhver forsætisráðherra hafi sgurt: Hvar er restin af ríkisstjórninni. SIMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 ÁLAUGARDÖGUM 681663 Nicaragua Myndgert uppbyggingarstarf Litskyggnusýningfrá Nicaragua íMIR-salnum ídag. Aaron Ruby: Hundraðþúsund Bandaríkjamenn hafaferðasttil landsins eftirfall Somoza Helst vildum við geta kveikt svo í fólki að það færi hreinlega til Nicaragua til að sjá með eigin augum uppbyggingarstarHð sem þar á sér stað, og það má segja að sýningin okkar sé framlag í þá átt, sögðu þau Margrethe Siem og Aaron Ruby þegar blaðamaður hitti þau að máli í gær, en bæði hafa þau dvalið langdvölum í Nic- aragua og efna í dag til litskyg- gnusýningar í MÍR-salnum um land og þjóð. Hæg heimatökin reyndar, þar sem Margrethe hefur lagt fyrir sig ljósmyndun. Hún er norsk, og var fulltrúi norsku samstöðu- hreyfinganna við kosningarnar í Nicaragua 1984, og í hittifyrra starfaði hún fyrir Ayuda Popular, en svo nefnist efnahagsaðstoð Norðmanna við landsmenn. Myndirnar á litskyggnusýning- unni spanna þetta tímabil og gott betur, þar sem félagi Margrétar, Aaron Ruby, bjó í landinu um fimm ára skeið, frá 1981 til 1986, og tók þá hluta myndanna. Aron er bandarískur að upp- runa, og sagði hann að landar sínir hefðu ferðast til Nicaragua í þvílíkum mæli eftir að Sandínist- ar steyptu einræðisstjórn Somoza að slíkir „þjóðflutningar" væru án fordæma í veraldarsögunni. Hann sagði að hundrað þúsund Bandaríkjamenn hið fæsta hefðu síðan lagt leið sína til landsins til lengri og skemmri dvalar eins og gengur, og væri um að ræða fólk afar víða að úr þjóðfélaginu. Til að mynda væri algengt að efnt væri til hópferða, og þannig hefði margt aldrað fólk getað farið og kynnt sér gang mála af eigin raun. Sjálfur sagðist Aaron ekki hafa búist við að stoppa lengur en mánuð þegar hann tók sig upp árið 1981, en mjög teygðist á dvölinni, þar sem mánuðurinn varð að sex árum áður en yfir lauk. Hann bjó í þrjú þúsund manna þorpi í norðurhluta lands- ins, San Juan de Rio Coco, á velmektarárum kontranna, en þetta er nálægt landamærunum milli Nicaragua og Hondúras. „Kontrarnir beittu grimmilegum ógnarhernaði um norðanvert landið, og prósentutölu í kring- um áttatíu er gjarnan slegið fram þegar reynt er að meta hversu mikið þeir eyðilögðu af fram- Margrethe Siem og Aaron Ruby með myndasýningu frá Nicaragua í farangrinum: Reynum að koma ávöxtum byltingarinnar og uppbyggingarstarfinu í landinu til skila. Mynd: Jim Smart. leiðslutækjum, bílum, sjúkrahús- um og heilsugæslustöðvum,“ sagði Aron; „en að auki var fjöl- da fólks rænt og það neytt til að ganga til liðs við kontraillþýðið.“ Og hann getur trútt um talað: í San Juan de Rio Coco var Aaron kennari, nemendurnir í skóla- num sem hann starfaði við ekki nema um 85 talsins, en jafnvel hluti þeirra týndi lífinu í ofsókn- araðgerðum kontranna. „Milli 60% og 70% Banda- ríkjamanna styðja stjórnvöld í Nicaragua; þessi niðurstaða hef- ur verið staðfest í ótal skoðana- könnunum, sagði Aaron; mikill meirihluti þjóðarinnar hefur jafnan verið andvígur þeim ólög- lega stríðsrekstri sem háður hefur verið gegn Sandínistum. Með sýningunni reynum við að gefa yfirlitsmynd af landi og þjóð; við reynum að sýna ávexti byltingarinnar og uppbygginguna í landinu, sagði Margrethe; en I einnig afleiðingarnar af árásar- stríði Bandaríkjastjórnar og málaliða þeirra. Þá reynum við að koma því til skila hvernig landsmenn vilja byggja nýtt þjóðfélag. “ Litskyggnusýning þeirra Mar- grétar og Arons verður haldin í MÍR-salnum í dag (gengið inn úr portinu). Hún hefst klukkan tvö, en að henni lokinni verða um- ræður um innihaldið. HS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.