Þjóðviljinn - 27.09.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 27.09.1988, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 27. september 212. tölublað 53. árgangur Ný ríkisstjórn Stjómaimyndun í nótt StjómqrmyndunarviðrœðurA-flokka,FramsóknarogStefánsValgeirssonarálokas ogÓUÞ. ístuðningsliðinu. Nýstjórntekurvœntanlega viðámorgun. MiðstjórnAlþýðubandalagsins fundarum stjórnarþátttöku ídag. Ólafur Ragnar Grímsson: Niðurstaða í dag - Flokkarnir hafa nálgast og málin hafa skýrst. Það er mjög mikilvægt að koma í veg fyrir að íhaldinu takist að ná landsstjórn- inni aftur í sínar hendur. Þegar Porsteinn Pálsson fékk stjórn- armyndunarumboðið fóru hjólin aftur að snúast hjá þeim flokkum sem hafa verið að ræða saman síðustu daga og nætur og ég þyk- ist viss um að nýr dagur mun skila niðurstöðu, sagði Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðu- bandalagsins í samtali við Þjóð- viljann á miðnætti í nótt. Þá stóð yfir fundur þingflokks Alþýðu- bandalagsins á heimili Steingríms J. Sigfússonar formanns þing- flokksins í Breiðholtinu í Reykja- vfk. Þingflokkur Alþýðubandalagsins ásamt formönnum flokksins, miðstjómar og framkvæmdastjórnar á fundi á heimili Steingríms J. Sigfússonar í Reykjavík í gærkvöld, en Steingrímur hafði fengið snert af flensu en var allur að hressast. Frá v. Svanfríður Jónasdóttir, Margrét Frímannsdóttir, Steingrímur, Guðrún Helgadóttir, Svavar Gestsson, Ragnar Arnalds, Hjörleifur Guttormsson, Olafur Ragnar Grímsson, Geir Gunnarsson, Skúli Alexandersson og Sigurjón Pétursson. Mynd-E.ÖI. Á fundi þingflokksins fyrr í gærdag náðist samkomulag sem tryggir fullan stuðning þing- flokksins við væntanlega ríkis- stjórn Alþýðubandalags, Al- þýðuflokks og Framsóknar- flokks. Auk Stefáns Valgeirs- sonar er nú ljóst að tveir þing- menn Borgaraflokksins, þau Að- alheiður Bjarnfreðsdóttir og Óli P. Guðbjartsson eru reiðubúin að styðja þessa ríkisstjórn og verja hana falli. Viðræðunefndir þingflokk- anna funduðu í gærkvöld fyrir þingflokksfundi flokkanna, þar sem rætt var m.a. um breytingar á fyrirliggjandi stjórnarsáttmála varðandi kröfu Alþýðubanda- lagsins um samningsrétt verka- lýðshreyfingarinnar. Endanlegur frágangur stjórnarsáttmála vænt- anlegrar stjórnar undir forsæti Steingríms Hermannssonar var kominn á lokastig um miðnætti og fyrirhugaður var fundur for- manna flokkanna síðar um nótt- ina til að ganga m.a. frá skiptingu ráðuneyta. Stefán Valgeirsson gerði í gær- kvöld kröfu um að fá ráðherra- embætti í sinn hlut en við litlar undirtekir formanns Framsókn- arflokksins. Samkvæmt heimild- um Pjóðviljans var allt eins lík- legt að Óla P. Guðbjartssyni yrði boðin ráðherrastaða. Miðstjórn Alþýðubandalags- ins verður væntanlega kölluð saman til fundar síðdegis í dag til að taka afstöðu til væntanlegrar stjórnarmyndunar en búist er við því að verði stjórnarmyndunin samþykkt í miðstjórninm gefi ný ríkisstjórn tekið við völdum á morgun, miðvikudag. Sjá síður 2, 5, 7 og leiðara Verslanir JL-húsið lokað Um hálf fimm leytið í gær var öllum deildum JL-hússins við Hringbraut lokað. Samkvæmt heimildum blaðsins er talið að fyrirtækið verði tekið til gjald- þrotaskipta. Fyrirtækið Jón Loftsson hf sem rekur JL-húsið hefur stundað umfangsmikinn verslunarrekstur í húsi sínu við Hringbraut um all langt skeið. í JL-húsinu hefur verið rekinn stór matvælamark- aður, raftækjadeild, húsgagna- deild og búsáhaldadeild. í allt voru um 30 manns á launaskrá hjá fyrirtækinu. -sg Erlent verkafólk Kemst ekki heim Hópur bresks fiskverkafólks í óvissu Hópur Breta sem unnið hefur í gerandi svör um hvenær þeirra Hraðfrystihúsi Grindavíkur bíð- ur nú í óvissu um það hvenær hann kemst til baka til Bretlands og hvenær hann fær uppgert kaup og orlofsgreiðslur. Hraðfrysti- húsið sagði upp öllu lausráðnu starfsfólki og öllum útlendingum í síðustu viku en forráðamenn þess hafa ekki gefið Bretunum af- málum verði komið á þurrt. í samtali við Þjóðviijann segja Bretarnir að þeim hafi ekki verið sagt hvenær Hraðfrystihúsið ætli að kaupa farseðil handa þeim til Bretlands og hvenær þeir fái upp- gert._________________________ Sjá síðu 3 Seoul Johnson fallinn Gullinu skilað tilLewis Ben Johnson, fótfráisti maður heims, féll á lyfjaprófi eftir að hafa sigrað í 100 metra hlaupi Ól- ympíuleikanna. Hann sigraði í hlaupinu með nokkrum yfirburð- um og setti einnig heimsmet í greininni, en jákvæð niðurstaða lyfjaprófsins snýr dæminu við. Johnson verður nú dæmdur í langt keppnisbann og hann verð- ur að skila gullverðlaunum sínum til erkifjenda síns, Carl Lewis. Fyrir vikið eygir Lewis mögu- leika á að endurtaka afrek sitt frá Ólympíuleikunum í Los Angeles þar sem hann sigraði í fjórum greinum, en slíkt myndi setja hann á pall með mestu íþrótta- mönnum aldarinnar. Sjá síður 8-10 "1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.