Þjóðviljinn - 27.09.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 27.09.1988, Blaðsíða 2
_________________________FRÉTTIR____________________________ Ríkisstjórnarmyndunin Sundur og aftur saman Auknar líkur ástjórn Framsóknar ogA-flokkanna. ÞingflokkurAlþýðubandalagsinsstyður slíka stjórn óskiptur. Þorsteinn með stystu stjórnarmyndunartilraun ísögu lýðveldisins. Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýöubandalagsins gekk á fund Vigdísar Finnbogadóttur forseta íslands í gær. Skömmu síðar skilaði Þorsteinn Pálsson umboði sínu og allt virtist stefna í meirihlutastjórn Alþýðubandalags, Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Stefáns Valgeirssonar. Mynd-E.ÓI. Atburðarás stjórnmála helgar- innar hefur verið hröð og með sviptingum. Á laugardag og frameftir aðfaranótt sunnudags töldu menn fullvíst að ný ríkis- stjórn væri að fæðast, en á sunnu- dag kom svo bakslagið sem end- aði með því að Steingrímur Her- mannsson gafst upp og skilaði umboði sínu til forseta. I gær tók svo við stuttur millikafli í gleði- leiknum, þar sem Þorsteinn Páls- son fór með umboð til stjórnar- myndunar, en eftir að hann skilaði af sér, virðist flest benda til að Framsókn og A-flokkarnir muni reyna enn og aftur. Aðalheiður huldukonan Til að byrja með voru það Framsóknarflokkur, Alþýðu- flokkur, Alþýðubandalag og Stefán Valgeirsson sem ræddu saman um myndun ríkisstjórnar og höfðu alls 32 þingmenn á bak við sig. Að auki lofaði Stefán stuðningi „huldumanns" sem reyndist vera Aðalheiður Bjarn- freðsdóttir, eftir því sem Steingrímur Hermannsson segir. Meirihluti ríkisstjórnarinnar á Alþingi átti því að vera tryggður. Að auki þótti útlit fyrir, eftir við- ræður við Kvennalistakonur og einstakar yfirlýsingar úr þeim herbúðum að þær ætluðu sér ekki að fella ríkisstjórnina, a.m.k. ekki við fyrsta tækifæri. Borgara- flokks var því ekki þörf, auk þess sem Alþýðubandalagið lét þau skýru skilaboð ganga, að það tæki ekki þátt í myndun ríkis- stjórnar með Borgaraflokki sem heild. Skiptar skoðanir í miðstjórn AB Steingrímur Hermannsson, fékk umboðið frá forseta á há- degi á fimmtudag og gengu við- ræður, með tilheyrandi fundar- höldum síðan nokkuð greitt og sleitulaust fyrir sig, fram á laugar- dagsnótt. Virtist ætla að ganga saman með flokkunum, þannig að Alþýðubandalagið gaf eftir hvað varðaði kröfuna um tafar- laust afnám launafrystingar og að samningsréttinn skyldi setja í gildi strax, nokkuð sem skiptar skoðanir voru um innan flokks- ins. Á móti virðist hafa komið upptaka herstöðvarsamningsins og neitunarvald í álmálinu, auk annars. Skúli Alexanderson, þingmaður á Vesturlandi lýsti því hins vegar yfir að hann ætlaði ekki að verja ríkisstjórnina van- trausti, þó hann styddi hana í öðr- um málum og bar við að stjórnin hefði ekki meirihluta í báðum deildum. Geir Gunnarsson, sagðist síðan í viðtali á Stöð 2 beita sér gegn myndun þessarai ríkisstjórnar innan Alþýðu- bandalagsins, jafnvel þó að hann myndi síðan hlíta vilja miðstjórn- ar og styðja stjórnina, yrði það upp á teningnum. Röksemdir Geirs voru þær að hann gæti ekki stutt ríkisstjórn, sem héldi verka- lýðshreyfingunni í fjötrum, og átti þá við afnám samningsréttar- ins. Hótaö með Borgaraflokki Ólafur Ragnar hefur síðan haldið því fram í fjölmiðlum að hann hafi gert Steingrími Her- mannssyni skýra grein fyrir af- stöðu þessara þingmanna, sem annarra, en Steingrímur sagðist í viðtali við Þjóðviljann í gær ekki hafa haft hugmynd um þessa ein- örðu afstöðu Skúla Alexanders- sonar. Því hafi hann rætt aftur við Borgaraflokk um þátttöku í ríkis- stjórnarviðræðunum, jafnvel þó það hafi legið skýrt fyrir að hann gæti ekki fallist á það „ófrávíkj- anlega skilyrði" Alberts að hann fengi sjálfur stól utanríkisráð- herra. Það hafi átt að falla Al- þýðuflokki í skaut og Jón Baldvin hefði lýst áhuga sínum á því emb- ætti, upplýsti Steingrímur í viðtali við Þjóðviljann í gær. Því virðist sem Steingrímur hafi verið að reyna eitt af fernu: Að fá Borgar- aflokkinn inn, án þess að kröfum Alberts yrði fullnægt. Að fá upp stöðu sem gerði nokkrum þing- mönnum flokksins kleift að ganga til liðs við hina væntanlegu ríkisstjórn, eða í þriðja lagi að hann hafi ætlað að nota Borgar- aflokkinn til að fá Alþýðubanda- lagsmenn til að hlýða flokksaga. í fjórða lagi kann Steingrímur að hafa verið að nota Borgaraflokk- inn sem svipu á Stefán Valgeirs- son, en þingflokkur Framsóknar hafnaði kröfu hans til ráðherra- embættis. Með því að veifa þing- flokki Borgaraflokks gat hann látið í það skína að Stefáns Valg- eirssonar væri í raun ekki þörf. Skilyrði fyrir frekari viðræðum Miðstjórnarfundur Alþýðu- bandalagsins hafði staðið frá föstudegi óslitið fram eftir nóttu á laugardegi og stóðu menn þar í þeirri trú að Borgaraflokkurinn stæði utan við viðræðurnar. Þeg- ar miðstjórnarfundi var síðan haldið áfram á sunnudegi lá hins vegar skyndilega fyrir að Steingrímur hafði hafið form- legar viðræður við Borgaraflokk og að Alþýðuflokksmenn, sem héldu flokksráðsfund á sunnu- dagsmorgni hefðu ekki getað fall- ist á að allir flokkar skyldu hafa neitunarvald í álmálinu. Töldu margir fundarmanna að þessir kostir væru óaðgengilegir með öllu. Á sunnudeginum fyrir há- degi, bar Ólafur Ragnar Gríms- son síðan upp tillögu innan þing- flokksins um að tvö skilyrði yrðu sett fyrir frekari þátttöku Al- þýðubandalagsins í viðræðunum. I fyrsta lagi að Borgaraflokkur- inn yrði ekki með og í öðru lagi að samningsrétturinn yrði virtur. Var farið með þessi skilaboð á fund Steingríms Hermannssonar, sem treysti sér ekki til að halda viðræðunum áfram og skilaði umboði sínu. Viðræðum haldið áfram Síðdegis í gær eftir að Þor- steinn Pálsson skilaði stjórnar- myndunarumboðinu lýsti forseti því yfir að hún drægi sig í hlé og léti stjórnmálamönnum eftir að reyna myndun nýrrar ríkisstjórn- ar. Vigdís tilkynnti Steingrími Hermannssyni jafnframt að minnihlutastjórn yrði að tryggja sér meirihlutastuðning á þingi. Þeir Jón Baldvin og Steingrím- ur gáfu því þingflokki Alþýðu- bandalagsins í gær frest til mið- nættis að svara því hvort flokkur- inn vildi gerast aðili að ríkis- stjórninni eða veita minnihluta- stjórn flokkanna stuðning. Þing- flokkur Alþýðubandalagsins fundaði í allan gærdag og gær- kvöld og formenn flokkanna þriggja áttu saman fund um kvöldmatarleytið. í gærkvöld var síðan ljóst að þingflokkur Al- þýðubandalagsins myndi standa óskiptur að meirihlutastjórn með Framsóknarflokki, Alþýðuflokki og Stefáni Valgeirssyni auk stuðnings Aðalheiðar Bjarn- freðsdóttur og hugsanlega fleiri þingmanna Borgarflokksins, enda hefðu Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur komið meira til móts við kröfur Alþýðubanda- lagsins varðandi samningsrétt- Búðardalur Sjóslys Bátar af sjávarbotni Tœknin fyrir hendi. 6 smábátar hafa sokkið án fullnægjandi skýringa á árinu Rannsóknarnefnd sjóslysa vill láta kanna þann möguleika að út- veguð verði nauðsynleg tæki til að ná skipsflökum af sjávarbotni til að auðvelda rannsókn sjóslysa. Að sögn Kristjáns Guðmunds- sonar starfsmanns Rannsóknar- nefndar sjóslysa er tæknin fyrir hendi til að ná flökum af sjávar- botni en hvort af því verður velt- ur á tíma og peningum. Það sem af er árinu hafa 6 smábátar sokk- ið án þess að fullnægjandi skýr- ingar hafa komið fram við sjóp- róf. Á meðan eru slysin enn í rannsókn hjá Rannsóknarnefndinni. Verði þessari hugmynd hrint í framkvæmd og hægt verði að finna og ná upp af sjávarbotni einhverjum af þeim smábátum sem sokkið hafa í ár, má búast við fróðlegum upplýsingum um hvað hafi orsakað það ma. að bátur sekkur í blíðviðri á spegilsléttum sjónum svona upp úr þurru. -grh Endurbættur Snorri Frystitogari og tekur 400 tonn Snorri Sturluson RE 219 er kominn til heimahafnar eftir gagngerar breytingar í Póllandi þar sem skipinu var breytt í fryst- itogara og getur skipið tekið um 400 tonn af frystum fiski í lest. Kostnaðurinn við breytingarn á skipinu sem var smíðað á Spáni 1973 en er nú næstum sem nýtt, er um 135-140 miljónir króna. Með- al nýjunga um borð í Snorra er Baader 184 flökunarvél sem sér- staklega er gerð til að skera beinagarð og þunnildi frá flökum og auðveldar það mjög fram- leiðslu á dýrari pakkningum. _____ -grh Bjargað fyrir hom Tekist hefur nauðsynlegt reksturs Afurðastöðvarinnar hf. í Búðardal í sláturtíðinni en óvíst var um tíma hvort það tækist. Alls munu Dalamenn slátra um 25-26 þúsund fjár í haust og stendur vertíðin til 20. október. Samkvæmt Búvörulögunum eiga bændur að vera búnir að fá fullnaðargreiðslur fyrir afurðir sínar eigi síðar en 15. desember nk. en ljóst er að það verður ekki hægt. Af skiljanlegum ástæðum kemur það sér afar ílla fyrir Kaupfélagið en ekki síst fyrir bændur. Aðspurður hvort þetta gæti ekki riðið Kaupfélaginu að fullu kvaðst Ólafur Sveinsson kaupfé- lagsstjóri vonast til að það yrði ekki, en viðurkenndi þó að stað- an væri afar erfið um þessar mundir sem og hjá flestum öðr- um fyrirtækjum úti á landi. -grh Afar erfið staða hjá Kaupfélaginu að tryggja fjármagn til Ferskfiskútflutningur Leyfi fyrir 1230 tonnum Afundi kvótanefndar viðskipta- skrifstofu utanríkisráðuneyt- isins var heimilaður útflutningur á 730 tonnum af þorski og ýsu með gámum til Englands í næstu ' viku og 500 tonnum með 7 bátum og einum togara. Að sögn Vilhjálms Vilhjálms- sonar hjá Landssambandi ís- lenskra útvegsmanna hafa þegar tveir bátar og togarinn helst úr lestinni vegna aflaleysis og í dag er útlit fyrir að ekki selji nema 5 bátar í Englandi í næstu viku. Samkvæmt auglýsingu frá utanríkisráðuneytinu fyrr í sumar þegar ákveðið var að takmarka útflutning með skipum og gám- um til Englands til að koma í veg fyrir verðhrun, var þessi úthlutun sú síðasta sem kvótanefndin hef- ur með höndum. Aðspurður hvað nú tæki við varðandi útflutning á ferskum þorski og ýsu til Englands sagðist Vilhjálmur búast við að áfram þyrfti að tilkynna áformaðar sölur og tonnafjölda til við- skiptaskrifstofunnar en þó án núgildandi skömmtunarkerfis. -grh 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 27. september 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.