Þjóðviljinn - 27.09.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 27.09.1988, Blaðsíða 11
ERLENDAR FRETTIR Salvador: Skæruliðar magnast á ný Hafa endurheimt sjálfstraust Salvadorskir skæruliðar - harðsnúnir og kunna sitt verk. Ekki sést enn fyrir endann á borgarastríðinu í Salvador, sem valdið hefur dauða fleiri en nokkur veit og neytt fólk til að flýja land i hundruðþúsunda tali. Strfðsgæfan sjálf hefur snúist á ýmsum endum. Um skeið virtust uppreisnarmenn innan seilingar- færis frá fullum sigri, en síðan rétti stjórnarherinn við og vann talsvert á, án þess þó að geta bug- að skæruliða upprcisnarmanna að fullu. Stjórnin hefur notið mikils efnahagslegs og hernaðarlegs stuðnings frá Bandaríkjunum, og að líkindum væri stríðinu fyrir löngu lokið með sigri uppreisnar- manna, ef sú hjálp hefði ekki komið til. Bandarfskir hernað- arráðgjafar hafa að miklu leyti stjórnað aðgerðum salvadorska hersins síðustu árin. Undir þeirra stjórn athafnaði herinn sig í smærri og hreyfanlegri einingum en áður og varð með því móti hættulegri skæruliðum. Harðnandi bardagar Nú er hinsvegar svo að heyra í fréttum, að á ny sé fremur um að ræða vörn en sókn af hálfu upp- reisnarmanna. Undanfarið hafa borist fregnir af harðnandi bar- dögum í landinu austan- og norðanverðu, þar sem eru höfuð- vígi skæruliða. Fregnum stríðsað- ila um mannfall og vígsgengi ber ekki saman, frekar en fyrri dag- inn, en samanlagðar niðurstöður fréttanna benda til þess, að skær- uliðum vegni heldur betur. Fréttamenn, hagvanir á þessum slóðum, sem undanfarið hafa verið meðal skæruliða, segja sig- urvonir þeirra fara vaxandi. Þeir eru sagðir hafa brugðist við auknum hreyfanleika stjórnar- hersins með því að skipta liði sínu í enn smærri einingar en áður. Jafnframt þessum auknu hern- aðaraðgerðum var stofnað til fjölmennra mótmælaaðgerða í tveimur stærstu borgum landsins, höfuðborginni San Salvador og Santa Ana. Herinn réðst á mót- mælafólkið með kylfum og tára- gasi og fangelsaði hundruð manna. En mótmæli þessi eru augljós vottur þess, að upp- reisnarmenn njóta mikils fylgis utan þeirra héraða, sem eru höf- uðvígi þeirra. Talið er að í eigin- legum her skæruliða séu ekki nema um 6000 manns, en mikið af því liði er þrautþjálfað úr margra ára baráttu. Sjálfum skæruhernum eru svo til stuðn- ings um 40.000 manns, sem eru varalið, fremja skemmdarverk á yfirráðasvæði stjórnarinnar og veita skæruliðum ýmsa aðstoð aðra eftir þörfum. Bandarískir hernaðarráðgjafar í Salvador tala um andstæðinga sína af talsverðri virðingu. Skæruliðarnir eru að sögn Bandaríkjamannanna „harðsnúnir, duglegir, kunna sitt verk og líklegt er að núverandi bardagaaðferðir þeirra beri ár- angur.“ Contrar að Leysast upp Ætla má að gangur mála í Ník- aragva eigi þátt í aukinni bjartsýni salvadorskra upp- reisnarmanna. Á fréttum frá Nic- aragua er að heyra að Contrar svokallaðir séu nú á síðasta snún- ingi. Lið þeirra hímir nú í herbúð- um í Hondúras og sagt er að hugs- anir stríðsmanna þessara snúist helst um það, hvernig þeir eigi að ná sér í farmiða til Miami. Þrátt fyrir allar tilraunir Bandaríkja- manna til að stappa í þá stáli urðu Contrar aldrei annað en dáðlítill óaldarlýður og nú, þegar Banda- ríkin hafa af ýmsum samverkandi ástæðum tekið fyrir aðstoð til þeirra, þarf ekki meira til að þeir hrynji saman. Samtök uppreisnarmanna í Salvador, Farabundo Martí- þjóðfrelsisfylkingin (þekktust Sovétríkin: undir skammstöfuninni FMLN), eru miklu marx-lenínskari á svip en Sandinistar í Níkaragva. Því hefur verið haldið fram að kreddufesta FMLN-liða hafi spillt fyrir þeim meðal almenn- ings, en ofboðsleg hryðjuverk hægriöfgamanna, sem mestu ráða í stjórnarliðinu, vega upp á móti því og gott betur, þannig að margt Salvadora, sem út af fyrir sig eru ekkert yfir sig hrifnir af uppreisnarmönnum, hafa séð sér þann kost vænstan að slást í lið með þeim. Hér hefur átt sér stað tvípólun, eins og oft vill verða í borgarastríðum. Hófsamari aðil- ar meðal stjórnarliða mega sín lít- ils og helsti oddviti þeirra um langt skeið, Napoleon Duarte, forseti landsins, er ofan á allt annað að dauða kominn úr krabbameini. dþ. Vodkastríðið hefur afleitar hliðarverkanir Heimabrugg og svartur markaður með miklum blóma Sú harða barátta gegn of- drykkju í Sovétríkjunum sem hófst skömmu eftir að Gorbatsjov tók að boða sína perestrojku í Sovétríkjunum, hefur að sönnu borið þann árangur, að glæpum tengdum ölvun hefur fækkað og dregið hefur úr skrópum í vinnu. En að öðru leyti hefur svo margt farið á verri veg í þessari baráttu, að æ háværari verða þær raddir sem fara fram á endurskoðun herferðarinnar gegn áfengisbö- linu. Enginn efast um að áfengisböl- ið hafi verið orðið mjög alvarlegt vandamál og að þörf hafi verið á að snúa vörn í sókn. En aðferð- irnar hafi verið þunghentar og valdboðslegar: kveða átti niður drykkjuskap í landinu fyrst og fremst með því að hækka verð á áfengi verulega og torvelda rnjög kaup á því. Bannað var að selja áfenga drykki nema í sérstökum búðum sem bæði eru mjög fáar og opna ekki fyrr en eftir hádegi. Bakari fyrir smið í nýlegri grein um þessi mál í blaðinu Moskvutíðindum segir á þá leið, að um fimm prósent landsmanna drekki alls ekki og önnur 5-7 prósent fái sér sárasj- aldan í staupinu. Milli áttatíu og áttatíu og fimm prósent sovéskra borgara neytir áfengis í ýmsum mæli - og af þeim eru um tíu prós- ent taldir alkóhólistar. Síðan segir blaðið: „Sjötíu af hundraði lands- manna eru hófdrykkjumenn. Opinberlega eru þeir litnir horn- auga. En ef þessi 70 prósent drekka ekki í vinnunni og trufla ekki almannafrið, hvers vegna á að láta þá sæta ýmsum kárínum og erfiðleikum og um leið spilla fyrir efnahagslífinu með því að láta þetta fólk eyða tíma sínum í biðröðum. Útkoman er svo sú að hófdrykkjumenn eru að berjast gegn boðum og bönnum sem á var komið vegna þeirra tíu af hundraði sem eru alkóhólistar." (Hér mætti því að sjálfsögðu við bæta að bönn af þessu tagi ala alkóhólista vitaskuld ekki upp tii nýrra lífshátta - þeir munu alltaf finna sitt vodka, eins þótt það sé sannarlega ekki til sölu á stórum svæðum). Tímasóun Blaðið segir að talsmenn al- gáðs lífernis hafi ekki beitt öðrum rökum en háu verði og lokun á- fengisútsölustaða. Árangurinn er svo sá, að meðaljóninn (eða ívaninn) sovéski eyðir 70-90 klukkustundum á ári í það að standa í biðröðum eftir áfengi. Hinsvegar hefur áróður ýmis- legur gegn áfengisneyslu sem uppi er hafður ekki náð nema til ca fimmtán af hundraði fullorð- inna og þá til hvers og eins svo- sem 40 mínútur á ári. Herferðin gegn áfenginu hefur líka verið rekin þannig, segja Moskvutíðindi, að hófdrykkju- fólk, sem er um þrír fjórðu íbú- anna, er eins og sett utan við op- inbert siðgæði. Og það kann ekki góðri lukku að stýra. Vond skipti Að vísu, segir í úttekt þeirri sem hér er til vitnað, hefur glæp- um tengdum fylliríi fækkað um þriðjung ( í Moskvu amk). En á móti kemur, að menn þykjast vita að eins mikið sé drukkið á vinnustöðum og áður. Smá- skærur og ryskingar eru algengar í hinum löngu biðröðum sem myndast fyrir utan alltof fáar á- fengisútsölur. En verst þykir mönnum hve mikilli útbreiðslu heimabruggun hefur náð - og svo það, að fólki þykir ekkert athuga- vert við heimabrugg, skoðana- kannanir benda til þess að mjög mikill hluti almennings (amk karla) líti svo á að heimabrugg sé alls ekki lögbrot. Þá þykja mönnum það vera ili umskipti ef misjafnlega görótt heimabrugg kemur í staðinn fyrir góð þrúguvín frá Kákasus, sem hafa næstum því alveg horfið úr vínbúðum í Moskvu, vegna þess að mönnum þykir ekki taka því að hafa þar annað á boðstölum en eitthvað sterkt - úr því menn hafa lagt á sig biðstöður á annað borð þá verður að muna um það sem keypt er. í þriðja lagi skapar ástandið mikla leynivínsölu. Starfsmaður einnar áfengisútsölunnar segir, að sérhver starfsmaður hafi 50- 100 rúblur í aukatekjur á dag af slíkri „endursölu". Búðin fær segjum fimmtíu kassa af vodka á dag, en aðeins tuttugu fara beint í sölu. Forstjórinn og starfsmenn- irnir skipta með sér þrjátíu kössum. Þeir borga fullt ríkis- verð, en selja svo þriðju aðilum með prívatálagi- og þeir selja svo áfram, ma leigubílstjórum sem selja hálfpottsflösku af vodka þurfandi næturþjórurum á tutt- ugu rúblur flöskuna (Algeng mánaðarlaun eru 200-250 rúbl- ur), Að öllu samanlögðu er ekki nema von að kallað sé á endur- skoðun aðferða í slagnum við á- fengisbölið sovéska. Yfirmaður verslunarráðsins í Moskvu segir að áfengisútsölum hafi verið fjöl- gað um 180 frá því í ársbyrjun og ákveðið hafi verið að framleiða meira áfengi en um hríð var gert ráð fyrir. En hann tekur það fram, að menn eigi samt að forð- ast það að snúa aftur til þess á- stands sem ríkti fyrir tveim-þrem árum. ÁB tók saman. Handagangur í öskjunni í áfengisútsölu í Moskvu. „það er skömm að menn þurfi að eyða tveim tímum í að kaupa sérflösku“,segir blaðið Moskvutíðindi. Þrlðjudagur 27. september 1988 ÞJÓÐVILJINN — SfÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.