Þjóðviljinn - 29.09.1988, Page 1

Þjóðviljinn - 29.09.1988, Page 1
Fimmtudagur 29. september 1988 214. tölublað 53. árgangur Ný ríkisstjórn Gróðaöflin látin borga RíkisstjórnAlþýðubandalags, Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Samtaka umjafnrétti ogfélagshyggju tekin við völdum. Undirstöðuatvinnuvegir reistir úrrústum, staðalandsbyggðarinnar tryggð og áhersla á félagshyggju og jafnrétti Stjórnarskipti urðu í gær, er ríkisstjórn Alþýðubandalags, Al- þýðuflokks, Framsóknarflokks og Samtaka um janfrétti og fé- lagshyggju tók við völdum af rík- isstjórn Þorsteins Pálssonar. Sú stjórn lifði í 14 mánuði og er ein skammlífasta stjórn sem setið hefur frá lýðveldisstofnun. Ríkisstjórnin gaf í gær út bráðabirgðalög um víðtækar efnahagsaðgerðir. Verðlag verð- ur fryst til loka febrúar en samn- ingsréttur verður gefinn frjáls frá 15. febrúar og þá hækka öll laun um 1.5% Gripið verður til sér- stakra aðgerða til að bæta hag og kjör láglaunafólks, elli og örork- uþega nú þegar auk þess sem raunvextir verða lækkaðir á næstu dögum um 3%. Þá var gengi krónunnar fellt um 3% í gær. - Þessi ríkisstjórn ætlar sér að sækja peningana fyrst og fremst til þeirra sem hafa gert það gott í góðæri undanfarinna ára, án þess að leggja sinn réttláta skerf fram til sameignlegs sjóðs lands- manna, segir Ólafur Ragnar Grímssonar fjármálaráðherra og formaður Alþýðubandalagsins. - Þetta verður ekki létt verk, þetta verður ekki dans á rósum eða elsku mamma. Ég held að það sé hins vegar mikilvægt að Alþýðu- bandalagið sýni að því er fyllilega treystandi til að takast á við grundvallarverkefni í fjármálum þessa lands, segir Ólafur Ragnar Grímsson. Sjá síður 5 og 6 og leiðara Samgöngumál Engiim nýr her- völlur Steingrímur J. Sigfússon er yngsti ráðherra nýrrar ríkis- stjórnar. Hann tók í gær við lykl- avöldum í samgönguráðuneytinu og í landbúnaðarráðuneytinu. Hann lýsti því þá yfir að nýr var- aflugvöllur fyrir herinn væri ekki á dagskrá meðan hann væri sam- gönguráðherra. Hann sagðist myndi leggja þunga áherslu á jarðgangagerð. Sjá síðu 2 Ráðherrar Alþýðubandalagsins ganga til ríkisráðsfundar á Bessastöðum í gær. Frá v. Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðar- og samgönguráðherra og Svavar Gestsson menntamálaráðherra. Á efri myndinni er ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar á sínum fyrsta ríkisstjórnarfundi í Stjórnarráðinu síðdegis í gær. Myndir - Jim/E.ÓI. Svavar Gestsson tók við emb- ætti menntamálaráðherra í gær. Það hefur aðeins gerst tvisvar sinnum áður að yfirlýstur vinstri- sinni skipaði það embætti. Það voru þeir Brynjólfur Bjarnason og Ragnar Arnalds. Svavar segist ætla að bretta upp ermar en ljóst er að fráfarandi menntamálaráð- herra, Birgir ísleifur Gunnars- son, hefur verið í kapphlaupi við tímann. Sjá síðu 3 Menntamál Skura, skrubba, bona

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.