Þjóðviljinn - 29.09.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 29.09.1988, Blaðsíða 11
IÞROTTIR Seoul-handbolti Islendingum er vorkunn / Mikill styrkleikamunur á liðum Islands og Sovétríkjanna. íslensku þjóðinni er vorkunn. íslenska landsliðinu er vorkunn og öllum þeim Islendingum sem stutt hafa við bak landsliðsins er vorkunn. Þeir sem horfðu á landsleik íslands og Sovétríkjanna í beinni útsend- ingu sáu að Arnari Björnssyni var vorkunn að þurfa að lýsa því sem fyrir augu bar. Handknattleikur hefur heltekið íslensku þjóðina af slíkum krafti að íþróttin er hvergi í eins miklum metum og einmitt hér. Frammistaða landsiiðsins á Ólympíuleikunum hefur jafnvel skyggt á stjórnarmvndun undanfarna daga. Fyrir vikið verða vonbrigðin gífur- leg þegar landsliðið leikur jafn illa og gegn Sovétmönnum og er ekki annað hægt en að vorkenna þjóðinni vegna þessa. Tvö mörk gegn einu Óþarft ætti að vera að rekja gang leiks íslands og Sovétríkj- anna, flestum ætti að vera hann vel kunnugur. Liðin voru greini- lega ekki á sama styrkleikastigi og hefði varla verið hægt að trúa því að óreyndu að hér hafi verið sömu lið og léku í Laugardals- höllinni fyrir mánuði. Þeir sem slökktu á sjónvarps- tækjum sínum í miðjum leik af skiljanlegum orsökum hafa kannski áhuga á að vita um ein- hverjar tölulegar staðreyndir leiksins. íslendingar náðu aldrei forystu í leiknum en jafnt var 1-1 og 2-2. Þá komu sex mörk í röð frá Birninum og síðan sáust tölur eins og 3-10, 4-12, 6-14 og 8-15 í leikhléi. í síðari hálfleik skoruðu Sovét- menn Iengst af tvö mörk gegn Seoul-handbolti ísland mætir A-Þjóðverjum Það voru svo sannarlega óvænt úrslit í leik A-Þjóðverja og Ung- verja í B-riðli en sá leikur réði úrslitum um hvaða mótherja ís- lenska liðið fær í síðasta leik sín- um. A-Þjóðverjar áttu möguleika á að komast á toppinn í riðlinum og leika þannig um gullið í keppn- inni og voru þeir því mun sigur- stranglcgri fyrir leikinn. Að auki hafa Ungverjar leikið misjafnan bolta í keppninni og voru ekki lík- legir til sigurs. Það fór á annan veg því Ung- verjar sigruðu 18-17 eftir æsi- spennandi leik og munaði minnstu að A-Þjóðverjum tækist að jafna á síðustu sekúndunni. Þá komst markvörður þeirra Wie- land Schmidt inn af línunni og var í dauðafæri en skot hans var var- ið. Þessi úrslit gera það að verk- um að liðin eru jöfn að stigum auk þess sem Tékkar hafa einnig sama stigafjölda. Markahlutfall Ungverjanna er hins vegar best og því leika þeir um 3. sætið, Tékkamir leika um 5. sætið og A-Þjóðverjar mæta íslendingum um 7. sætið. Þar sem Tékkar halda næstu heimsmeistarakeppni gefur 7. sætið þátttökurétt og því verður leikurinn við A-Þjóðverja síðasta von strákanna. A-riðill Alsír-Bandaríkin.................20-17 Island-Sovétríki n...............19-32 Júgóslavla-Svíþjóð...............25-21 Staðan Sovétríkin......5 5 0 0 130-82 10 Júgóslavía......5 3 1 1 116-109 7 Svíþjóð.........5 3 0 2 106-91 6 fsland..........5 2 1 2 96-102 5 Alsír...........5 1 0 4 89-109 2 Bandaríkin......5 0 0 5 81-125 0 B-riðill Tékkóslóvakfa-Japan..............21-17 Spánn-S-Kórea....................23-20 A-Þýskaland-Ungverjaland.........17-18 Staðan S-Kórea........5 4 0 1 127-117 8 Ungverjaland...5 3 0 2 102-93 6 Tékkóslóvakía...5 3 0 2 109-103 6 A-Þýskaland.....5 3 0 2 109-100 6 Spánn..........5 2 0 3 101-106 4 Japan..........5 0 0 5 97-126 0 -þóm einu landans. Þannig var staðan 8-16, 9-18,10-20,11-22 og 12-24. Þá skoruðu Islendingar í fyrsta og síðasta skipti í leiknum tvö mörk í röð og þó að Sovétmenn hafi slakað á í lokin urðu lokatölurnar 19-32, þrettán marka sigur rússneska bjarnarins. Erfitt er að finna einhverja pa- dent lausn á vanda íslenska lands- liðsins. Það hefur oft brugðið við að Bogdan Kowalczyck hafi ekki gert nægilegar breytingar á liði sínu þegar illa gengur. Nú var hins vegar allt reynt og fengu allir leikmenn liðsins færi á að spreyta sig. Enginn náði sér á strik og kom- ust þeir einfaldlega ekkert áfram gegn besta handboltaliði heims. Glöggt dæmi er að Alfreð, Krist- ján og Sigurðarnir báðir misnot- uðu allir vítaköst. Liðið skoraði sjö mörk úr vítum en misnotaði fjögur og lýsir það vel hörkunni í vörn andstæðinganna. Ljósir punktar „Það eru ýmsir ljósir punktar þarna inn á milli,“ varð Kjartani Jóhannssyni eftirminnilega að orði þegar flokkur hans beið af- hroð í kosningunum 1983 og á sama hátt má reyna að finna ein- hverja ljósglætu við leik íslend- inga. Guðmundur Guðmundsson og Geir Sveinsson börðust eftir mætti og gerðu hluti upp á eigin spýtur en einstaklingsframtakið virtist vera það eina sem mögu- legt var hjá liðinu. Erfitt getur verið að finna mikið fleiri ljósa punkta. íslenska landsliðið virðist hafa misstigið sig einhvers staðar í undirbúningi, og þá spilar sál- fræðilega hliðin eflaust stóran þátt. Nú geta strákarnir náð í skottið á ærunni með því að sigra A-Þjóðverja í síðasta leik sínum og tryggja sér þannig farseðilinn á HM í Tékkóslóvakíu 1990. Það verður eflaust erfitt því ekki hafa A-Þjóðverjar verið okkar auð- veldustu andstæðingar í gegnum tíðina. En þó að íslenska þjóðin sé í sárum vegna framgangs lands- liðsins megum við ekki gleyma hverjir fara verst út úr þessum leikjum. Það eru að sjálfsögðu leikmennirnir sjálfir, Bogdan og allir viðkomandi. Þeim eru öllum vorkunn. Mörk íslands: Alfreð Gíslason 6/ 3, Geir Sveinsson 3, Kristján Arason 2/1, Sigurður Sveinsson 2/1, Sigurður Gunnarsson 2/2, Guðmundur Guðmundsson 2, Atli Hilmarsson 1, Þorgils Óttar Mathiesen 1. Einar varði 6 og Guðmundur 4. -þóm Seoul-frjálsar Draumur Lewis Carl Lewis nær ekki að vinna sama afrek og hann gerði fyrir fjórum árum þegar hann vann fern gullverðlaun í Los Angeles. Hann missti af gullinu í 200 metra hlaupi og nær því í besta falli þremur gullum og einu silfri. Það var landi Lewis, Joe De- loach sem sigraði í 200 m hlaupinu á nýju Ólympíumeti,. 19,75 sekúndum. Lewis var. skammt á eftir á 19,79 og Robson Silva frá Brasilíu þriðji á 20,04. Heimsmet Pietro Mennea frá ít- alíu stendur því enn, en það er I 19,72 sek. 1 Önnur úrslit í frjálsíþrótta- keppninni í gær voru þau að Serg- ei Bubka sigraði í stangarstökki með 5,90 metra en hann hóf ekki keppni fyrr en í þeirri hæð! Þá sigraði Steven Lewis, Bandaríkj- unum, í 400 m hlaupi á frábærum tíma, 43,87 sek., landi hans og heimsmethafi Butch Reynolds varð annar á 43,93 og þriðji Kan- inn, Danny Everett varð þriðji á 44,09. -þóm Seoul Verðlauna- skipting Sovétríkin 36-19-29 A-Þýskaland 29-22-21 Bandaríkin 19-20-18 V-Þýskaland 9-8-7 Ungverjaland 8-6-3 Búlgaría 7-7-6 Rúmenía 5-9-7 Bretland 4-7-6 Frakkland 4-3-4 Ítalía 4-3-3 Kína 3-9-9 S-Kórea 3-3-5 Ástralía 2-4-4 Tékkóslóvakía 2-2-0 Holland .....2-2-0 Noregur 2-2-0 Nýja Sjáland 2-1-7 Danmörk 2-1-1 Jógóslavía 2-0-2 Pólland 1-4-3 Japan 1-2-4 Finnland 1-1-2 Spánn 1-0-2 Kenýa 1-0-1 Marokko 1-0-1 Portúgal 1-0-0 Surinam 1-0-0 Tyrkland 1-0-0 Svíþjóð 0-3-4 Sviss 0-2-2 Kanada 0-1-3 Brasilía 0-1-3 CostaRica 0-1-0 Chile 0-1-0 Hollensku Antilleyjar 0-1-0 Senegal 0-1-0 Jómfrúreyjar 0-1-0 Belgía 0-0-1 Grikkland 0-0-1 Mexíkó 0-0-1 Carl Lewis vann langstökkið auðveldlega en tapaði 200 m hlaupinu. Fótbolti Tvö mörk á mínútu íslenska landsliðið skipað leik- mönnum 21 árs og yngri tapaði í gærkvöldi fyrir flnnska landslið- inu í sama aldursflokki. Leikur- inn er liður í Evrópukeppni U-21 landsliða og var háður í Oulu í Finnlandi. Finnarnir voru mjög heppnir með sigur en tvö mörk þeirra á einni mínútu gerðu út- slagið. lslendingar byrjuðu mun betur og náðu forystunni á 5. mínútu með marki Baldurs Bjarnasonar. Þeir héldu áfram að sækja en tókst ekki að skora annað mark. Á 20. mínútu leiksins skora Finn- ar síðan tvö mörk í röð, svipað og Rússarnir í handboltanum, og setti það íslenska liðið út af laginu. í síðari hálfleik voru Finnar jafnvel öllu betri aðilinn og lék íslenska liðið langt undir getu. Úrslitin því 2-1 fyrir heimamenn. -þóm Fótbolti Danir sluppu með sigur íslendingar töpuðunaumlega, 1-0, á Idrædtsparken íslendingar voru nokkuð ó- heppnir að tapa fyrir Dönum í vináttulandsleik á Idrætsparken í Kaupmannahöfn í gær. Danir voru að vísu öllu meira með bolt- ann en uppskáru aðeins eitt hættulegt marktækifæri og skoruðu sigurmark sitt úr því. „Okkar menn léku ágætlega í þessum leik og við erum nokkuð ósáttir við úrsiitin enda þótt varla sé hægt að vera óánægður með eins marks tap í þessari Ijóna- gryfju Dana,“ sagði Sigurður Hannesson að leikslokum í spjalli við Þjóðviljann. Danir pressuðu mikið í byrjun leiksins en íslenska vörnin var föst fyrir og gaf Dönum ekki færi á að skapa sér marktækifæri. Á 15. mínútu kom góð sending frá hægri fyrir íslenska markið þar sem Jan Bartram kom á fleygi- ferð á fjærstöng og skoraði fram- hjá Bjarna Sigurðssyni. Bjarni fékk snert af mígreniskasti eftir þetta og fór af leikvelli en í hans stað kom Friðrik Friðriksson. Eftir markið komu íslendingar meira inn í leikinn og á 41. mín- útu munaði minnstu að þeim tæk- ist að skora. Sævar Jónsson tók þá aukaspyrnu og lyfti boltanum á Atla Eðvaldsson sem sendi á Viðar Þorkelsson, en Viðar náði að lyfta knettinum yfir mark- vörðinn en markstöngin bjargaði Dönum að sinni. í síðari hálfleik var leikurinn nokkuð jafn, Danirnir áfram meira með boltann en vörn ís- lendinga föst fyrir. Á 71. mínútu mátti danski markvörðurinn síð- an taka á honum stóra sínum þeg- ar Guðmundur Torfason skaut þrumuskoti af 30 metra færi að markinu og náði sá danski að bjarga í horn. Ekki urðu frekari teljandi marktækifæri í þessum leik, bæði lið léku sterkan varnarleik og gáfu lítið eftir. Vörn íslendinga átti mjög góðan dag þrátt fyrir eitt mark og Friðrik stóð vel fyrir sínu eftir að hann kom inná á óþægilegu augnabliki. Þá var Ás- geir Sigurvinsson góður á miðj- unni en erfitt er gera upp á milli manna að öðru leyti. Lið íslands var þannig skipað að Bjarni byrjaði sem áður sagði f markinu og Friðrik kom í hans stað snemma í leiknum. Guðni, Sævar og Atli léku í öftustu vöm en Ólafur og Viðar á köntunum. Á miðjunni voru síðan Gunnar, Ómar og Ásgeir og Guðmundur og Ragnar í sókninni. Viðar fór útaf í leikhléi og kom Pétur Arn- þórsson í hans stað, en lék á miðj- unni og Gunnar fór út á kantinn. -þóm ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.