Þjóðviljinn - 01.10.1988, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 01.10.1988, Qupperneq 1
Laugardagur 1. október 216. tölublað 53. órgangur Jafnrétti Stjórnarfylgið 65% fylgi Stjómvöld bersyndug Hluturkvenna ístjórnum, ráðum og nefndum á vegum ríkis, sveitarfé- laga og félagasamtaka eykst ekki. Sjávarútvegsráðuneytið botninn 88,8% þeirra sem hafa verið skipaðir eða kosnir í opinber ráð og nefndir 1987 eru karlar, en konur aðeins 11,2%. Breyting- arnar frá árinu 1985 eru ekki verulegri en svo að tilsvarandi tölur þá voru 89% á móti 11%. Þetta kemur fram í könnun Jafnréttisráðs á framkvæmd laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna, en umrædd lagagrein er frá árinu 1985 og er svohljóðandi: „Leitast skal við að hafa sem jafnasta tölu kynjanna í stjórnum, nefndum og ráðum á vegum ríkis, sveitarfélaga og fé- lagasamtaka, þar sem því verður við komið.“ í tilkynningu frá Jafnréttisráði segir að breytingarnir milli ára séu óverulegar og að raunar megi segja að kyrrstaða ríki í þessum efnum. Pá sé einnig ljóst að stjórnvöld virði umrædda laga- grein að vettugi. Sjávarútvegsráðuneytið stend- ur sig öðrum verr í þessum efnum og hefur ekki skipað konu í neina þá nefnd eða starfshóp sem það gerir út. Segir Jafnréttisráð að hefðbundin verkaskipting kynj- anna komi hér mjög skýrt fram, og sé konur helst að finna í þeim nefndum, stjórnum eða ráðum sem fáist við mjúku málin svo- kölluðu, s.s. uppeldis- og félags- mál, en karlarnir taki að sér efnahags- og atvinnumálin. Þrátt fyrir stóraukinn hlut kvenna á Alþingi hefur konum heldur fækkað hlutfallslega í nefndum kosnum af löggjafar- samkundunni. Árið 1986 voru konur 10% nefndarmanna, en árið 1987 var hiutur þeirra 9,7%. Meðal nágrannaþjóðanna hef- ur þessum málum verið komið í mun skárra horf en hér; hlutfall norskra og danskra kvenna í op- inberum ráðum og nefndum er nú um 31%, hjá Svíum er þetta hlutfall 21% og Finnum 14%. Könnun þessa vann Stefanía Traustadóttir, þjóðfélagsfræð- ingur, fyrir Jafnréttisráð. HS Tæplega helmingur stuðnings- manna Kvennalistans styður rík- isstjórn Steingríms Hermanns- sonar og enginn stuðningsmaður Alþýðubandalagsins reyndist á móti stjórninni í skoðanakönnun sem DV birti í gær. Mest andstaða innan stjórnar- flokkanna við nkisstjórninna reyndist hjá krötum eða rúm 5% en tæplega fjórðungur krata hef- ur ekki gert upp hug sinn gagnvart stjórninni. Ríkisstjórnin nýtur fylgis rúm- lega 65% þjóðarinnar samkvæmt þessari skoðanakönnun, og þá kemur í ljós að allir stjórnarf- lokkarnir bæta örlitlu við sig mið- að við fyrri skoðanakannanir. Sjá síðu 3 Þjóðarsport Flóðhestaskák og ofurmót Albert Guðmundsson, Guð- mundur J. Guðmundsson og fleiri valinkunnir sómamenn öttu í gær kappi við Þröst Árnason, Evrópumeistara sveina, og var fjöltefli þetta liður í hinni vikul- öngu skákhátíð sem nú stendur yfir í Kringlunni. í dag verða fleiri flóðhestar í skákmenntinni leiddir til slátrun- ar; kl. 11 teflir Helgi Ólafsson blindskák við nokkra frétta- menn, þeirra á meðal Hall Halls- son og Pál Magnússon. En þessar tiltektir blikna hjá þeim tíðindum að nú er heimsmeistarinn sjálfur, Garrí Kasparov, kominn til landsins, en eftir helgi hefst ægisterkt Heimsbikarmót Stöðvar tvö og taka þátt í því allir öflugustu stór- meistarar í heimi að einum unda- nskildum, Anatolí Karpov. Kasparov er 5. ríkjandi heimsmeistarinn í skák sem hing- að kemur. Hinir fjórir eru Aliekine, Tal, Spasskí og Fischer. HS Sjómannsambandsþing Afar ótrygg framtíö ídag lýkur 16. þingi Sjómannasambands íslands. Atvinnu- og kjaramál íbrennidepli auk öryggismála. Skip og bátar vanmannaðir samfara minni afla og meiri sókn. Öryggismálum ábótavant Sovét Goifcatsjov styrkist í sessi Míkhaíl Gorbatsjov vann glæstan sigur á fjendum símím á miðstjórnarfundinum í gær. Helsti andstæðingur hans var lækkaður í tign og gerður óvirkur en félagar hans, velunnarar per- estrojku, hófust til æðstu met- orða. ________________ Sjá síðu 19 Sjómenn bera kvíðboga fyrir framtíðinni vegna minni afla upp úr sjó, versnandi afkomu og verri uppvaxtarskilyrða í sjónum en áður hefur verið. Auk þess hafa þeir miklar áhyggjur út af örygg- isfnálum sjómanna en 26 sjó- menn hafa farist við skyldustörf á 2 árum og 1987 urðu 530 bóta- skyld slys meðal þeirra. Um þetta og margt fleira hafa 60 þingfulltrúar á 16. þingi Sjó- mannasambands íslands rætt sín á meðal en þinginu lýkur í dag. Aðalmál þingsins hafa verið atvinnu- og kjaramál en fiskverð og þar á meðal laun sjómanna hafa aðeins hækkað um 6% á 17 mánaða tímabili á meðan viðmið- unarstéttirnar hafa fengið mun meiri hækkanir á sama tíma. Þeg- ar þeir héldu Sjómannadaginn hátíðlegan í 50. sinn í sumar hækkaði fiskverð til þeirra aðeins um tæp 5% þrátt fyrir að sam- kvæmt þáverandi bráðabirgða- lögum ættu allir launþegar sem þá áttu ósamið við sína viðsemj- endur að fá 10% launahækkun. Bann við frjálsum samningum hefur síðan gert þeim ókleift að ná inn mismuninum með kjara- samningum við útgerðarmenn. Samfara minni afla og aukinni sókn hefur borið á meiri van- mönnun um borð í flotanum en oft áður. Það hefur haft í för með sér fleiri slys samfara síauknu vinnuálagi. Dirfist menn að kvarta og bera fram mótmæli við skipstjórnar- og útgerðarmenn eru sjómenn hraktir í burt úr skipsplássinu með skömm en hin- ir þegja af ótta við að fara sömu leið. Sjá síðu 2 og 3 Byggt og búið Húsgagna- leikföng Húsgögnin fyrir yngstu börnin eru gerð með það fyrir augum að þau geti jafnframt verið leikföng; stólar, borð og skúffur eru til í stærðum fyrir börn allt niður í tveggja ára og fjölmargir mögu- leikar á samsetningu, uppröðun og frumlegu leikrými. Framangreind umsögn varð til eftir innlit í Barnasmiðjuna, en hún er eitt þeirra fyrirtækja þar sem barnahúsgögn er að hafa. í blaðinu í dag er vikið að ýms- um þáttum húsagerðar og hús- búnaðar; svipast um í Nýja Vest- urbæjarskólanum, hugað að ál- klæddum trégluggum og jónum í andrúmsloftinu, svo eitthvað sé nefnt. Sjá síður 9 til 16

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.