Þjóðviljinn - 01.10.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 01.10.1988, Blaðsíða 2
FRETTIR Öryggismál sjómanna ,Hlýddu og haltu kjafti' Sjómennpíndir áfram við vinnu og öll lög áþeimþverbrotin. Mót- mœli brottrekstrarsök. 26 sjómenn hafafarist við skyldustörffrá 1986. 530 bótaskyld slys 1987. Flotinn vanmannaður og víðapottur brotinn í kennslu og meðferð björgunar- og öryggistœkja Sjómenn eru þrautpíndir enn þann dag í dag við vinnu úti á sjó þrátt fyrir vökulög og hvað- eina og nánast öll lög brotin varð- andi hvfldartíma. Viðkvæði skip- stjórnarmanna við mótbárum sjómanna eru einatt þau að ef við- komandi hlýði ekki í einu og öllu þá geti hann tekið pokann sinn fyrir fullt og allt," sagði Einar Björnsson frá Matsveinafélagi ís- lands i umræðum um öryggismál sjómanna á 16. þingi Sjómannas- ambands íslands. Miklar umræður urðu á Sjó- mannasambandsþinginu í fyrra- dag um öryggismál sjómanna og hafa sjaldan eða aldrei jafnmargir fulltrúar kvatt sér hljóðs um málið. Sjómenn Iíta ör- yggismálin mjög alvarlegum augum enda hafa 26 sjómenn far- ist við skyldustörf sín frá því síð- asta sjómannasambandsþing var haldið 1986. Samkvæmt árs- skýrslu Rannsóknarnefndar sjó- slysa urðu 9 banaslys 1987 og bótaskyld slys um 530 á því ári. í umræðunum um öryggismál- in kom ma. fram hjá þingfulltrú- um að sjómenn fá litla sem enga fræðslu um meðferð björgunar- og öryggistækja og þekkingu td. á sleppibúnaði er stórlega ábóta- vant. Þá gagnrýndu þingfulltrúar harðlega þá þróun sem verið hef- ur að undanförnu að skipin eru mjög vanmönnuð sem leiðir til þess að álag á skipverja er miklu meira en eðlilegt má teljast. Af- leiðing sé að skipverjar þreytast og sljóvgast við vinnu sínu sem síðan leiðir til mun minni árvekni en nauðsynlegt er við jafn hættu- leg störf og sjómennskan er. Þingfulltrúar vitnuðu óspart í ársskýrslu Rannsóknarnefndar sjóslysa og gagnrýndu harðlega þá ósvinnu sumra útgerðar- og skipstjórnarmanna að tilkynna seint og um síðir slys sem hafa orðið um borð í skipum þeirra. Hvöttu sumir þingfulltrúa til þess að nauðsynlegt væri að fá þriðja aðila til sögunnar til að sinna eft- irlitsskyldu m. a. slysum á sjó. -grh ísafjörður Erlend fiskiskip að landa Hringurinn Bomin syktust ekki á vökudeild Arin 1986 og 1987 sýktust þrír nýburar af sjaldséðri þarmabakt- eríu og fengu heilahimnubólgu. Sýkingarvaldurinn reyndist vera þurrmjólk sem börnunum var gefin. Börn sem náð hafa tveggja til þriggja vikna aldri eru talin óhult gegn þessari bakteríu, en ónæmiskerfí nýbura er viðkvæm- ara fyrir henni. Pressan, helgarútgáfa Alþýðu- blaðsins, sló þessu upp á forsíðu í gær og þar er sagt að börnin hafi sýkst á vökudeild Landspítalans. Gunnar Biering, yfirlæknir á Vökudeiid Barnaspítala Hrings- ins á Landspítalanum bað Þjóð- viljann að leiðrétta þessi mistök Pressunnar því hér væri um afar viðkvæmt mál að ræða. Hið rétta er að börnin veiktust ekki á vökudeildinni heldur voru flutt þangað til meðferðar eftir að þau sýktust. Sinfóníuhljómsveit æskunnar heldur tónleika í Háskólabíói í dag kl. 14:00. Hljómsveitina skipa 70 tónlistarnemendur víðsvegar að á landinu, og eru tónleikarnir afrakstur tveggja vikna námskeiðs sem haldið var á vegum hljómsveitarinnar. Á efnisskránni eru tvö verk eftir J. Brahms, tilbrigði við stef eftir Haydn og Píanókvartett í g-moll í hljómsveitarbúningi Schönbergs. Stjórnandi er Paul Zukofsky. Steingrímur J. Sigfús- son: Aðstaða hafn- anna til verklegra framkvœmda verði jöfnuð Vinnutillögur hafnamálaskrif- stofu sem gera ráð fyrir veru- legri skerðingu á ríkisframlögum til hafnaframkvæmda á nokkrum stærstu höfnum landsins voru eitt helsta umræðuefni 19. ársfundar Hafnasambands sveitarfélaga, sem lauk á ísafírði í gær. Steingrímur J. Sigfússon, ný- skipaður samgönguráðherra, ávarpaði þingið í gær og sagði nauðsynlegt að gengið yrði hið fyrsta frá verklagsreglum um út- hlutun ríkisframlaga sem geri ráð fyrir því að jafna aðstöðu hafn- anna í landinu til verklegra fram- kvæmda. Þá samþykkti þingið einróma tillögu þar sem því er beint til Alþingis að numið verði úr gildi ákvæði í lögum sem bannar er- lendum fiskiskipum að landa botnfiskafla á Islandi svo og frosnum fiskafurðum. Jafnframt verði erlendum fiskiskipum frjálst að velja sér löndunarstað hérlendis. -Jg/ísafirði Loðna Bræla Engin loðnuskip eru nú á mið- unum við miðlínu á niilli Græn- lands og íslands vegna brælu. Frá miðnætti í fyrrinótt höfðu fjögur skip tilkynnt um 3.300 tonn og einnig var Jón Kjartans- son á heimleið með um 300 tonn. Örn KE með 750 tonn á leið inn til Krossaness, Skarðsvíkin SH með 650 tonn til Siglufjarðar, Hólmaborgin með 780 tonn til Eskifjarðar og Börkur NK með 1150 tonn til Norðfjarðar. -grh Safnaðarstjórn Fríkirkjunnar X-JA skorar á safnaðarfólk að greiða atkvæði í allsherjaratkvæðagreiðslunni 1. og 2. október nk. í Álftamýrarskóla og krossa við JÁ. Upplýsinga- skrifstofa að Laufásvegi 13, bílasími 27270 X-JA Þióðleikhúsið X JÁX JÁ X JÁ X JÁ X JÁ X JÁ X JÁ X JÁ X JÁ Fríkirkjuvinir Það er lífsnauðsyn fyrir framtíð Fríkirkjusafnaðarins, að sem flestir greiði atkvæði íallsherjaratkvæðagreiðslunni 1. og 2. október íÁlftam- ýrarskóla og krossi við já. Upplýsingaskrifstofan er að Laufásvegi 13. Ef þið þurfið bíl til að komast á kjörstað hringið þá í síma 27270. Safnaðarstjórn XJÁXJÁXJÁXJÁXJÁXJÁXJÁX JÁX JÁ Tilbrigði viöstef Leikárið á litla sviðinu hafið með leikritinu Ef ég vœri þú í kvöld verður önnur sýning á leikriti Þorvarðs Helgasonar, Ef ég væri þú, á litla sviði Þjóðleik- hússins. Leikritið, sem er fyrsta verkefni leikársins á litla sviðinu, var sýnt á tveimur forsýningum á Listahátíð í sumar. Leikstjóri Ef ég væri þú er Andrés Sigurvinsson, sem með góðri aðstoð annarra aðstand- enda sýningarinnar breytti leikritinu í samræmi við þá skoðun sína að það væri tilbrigði við stef. „Ég hugsa sýninguna sem málverk, þar sem tónlistin og ljósin eru pensillinn," sagði hann meðal annars í samtali við Þjóð- viljann í sumar. Fjórir einþáttungar sem hétu einu nafni Kvennafár, breyttust í þrjá þætti tengda með milli- köflum, sem eins og for- og eftir- máli leikritsins eru unnir úr ein- um einþáttunganna. Hver þáttur fjallar um tvær konur og sam- skipti þeirra, og eru tvær Ieikkon- ur þungamiðja hvers kafla, á meðan hinar fjórar mynda hliðar- myndir við það sem fram fer. Hilmar Örn Hilmarsson samdi tónlistina við sýninguna, Sigríður Haraldsdóttir hannaði leikmynd og búninga og lýsingin er eftir Ás- mund Karlsson. Konurnar sex eru leiknar af þeim Maríu Elling- sen, Þórdísi Arnljótsdóttur, Lilju Guðrúnu Þorvaldsdóttur, Þór- unni Magneu Magnúsdóttur, Þóru Friðriksdóttur og Bríeti Héðinsdóttur. LG 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 1. október 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.