Þjóðviljinn - 01.10.1988, Page 4

Þjóðviljinn - 01.10.1988, Page 4
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið á Selfossi og nágrenni Félagsfundur Alþýðubandalagið á Selfossi og nágrenni heldur fél- agsfund mánudaginn 3. október klukkan 20,30 í Þórssalnum að Eyravegi 29. Rætt verður um stjórnmálaástandið og verkefni nýrrar ríkisstjórnar. Gestir fundarins verða Margrét Frímannsdóttir al- þingismaður og einn ráðherra Alþýðubandalagsins. Félagar eru hvattir til að koma og ræða málin. Stjórnln Margrét Hafið áhrif á stefnumótun Uppeldis-, fjölskyldu- og menntamál Starfshópur miðstjórnar um uppeldis-, fjölskyldu- og menntamál boðar til opins fundar í Miðgarði, Hverfisgötu 105, þriðjudaginn 4. oktober kl. 20.30 Stuttar framsögur hafa: 1. Guðrún Helgadóttir - Jafnréttismál 2. Kristín Á Ólafsdóttir - Dagvistarmál 3. Arna Jónsdóttir - Dagvistarmál 4. Arthúr Morthens - Málefni grunnskólans Allir velkomnir Alþýðubandalagið Alþýðubandalagið á Austurlandi Aðalfundur kjördæmaráðs Aðalfundur kjördæmaráðs Alþýðubandalagsins á Austfjörðum verður haldinn laugardaginn 8. október en ekki dagana 1 -2. októ- ber eins og sagt var í Þjóðviljanum á þriðjudag. Fundurinn stendur einungis í einn dag en auglýst dagskrá verður áður færð til sam- ræmis við það. AW) Sjúkrahúsið XJ í Húsavík sf. Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa nú þegar eða eftir samkomulagi. Deildarstjóri óskast frá áramótum. Húsavík er 2.500 manna bær með góðar sam- göngur og þjónustu, aðstöðu til íþrótta og útivist- ar. í sjúkrahúsinu er almenn deild, fæðingardeild og langlegudeild, samtals 62 rúm. Húsnæði fyrir hendi. Hringið eða heimsækið okk- ur og kannið kjör og aðbúnað. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 96-41333. Styrkir til bifreiðakaupa Tryggingastofnun ríkisins veitir hreyfihömluðum styrki til bifreiðakaupa. Nauðsyn bifreiðar vegna hreyfihömlunar skal vera ótvíræð. Umsóknir vegna úthlutunar 1989 fást hjá greiðsludeild Tryggingastofnunar ríkísins Laugavegi 114 Reykjavík og hjá umboðs- mönnum hennar um land allt. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember. Systir mín Hallbera Bergsdóttir verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 5. október kl. 13.30. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Guðbjörg Bergsdóttir Útför Haralds Björnssonar Fljaltabakka 12, Reykjavík, verður gerð frá Fossvogskirkju mánudaginn 3. október kl. 13.30 Fyrir hönd vandamanna Sigríður Eiísabet Guðmundsdóttir FRÉTTIR Bókagerðarmenn „Mesta geggjunin“ Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt á stjórnarfundi Félags bókagerðarmanna 26. september sl: Það að formenn einstakra verkalýðsfélaga telja sig þess um- komna að fara að semja á flokks- pólitískum forsendum um það hvort verkalýðshreyfingin eigi að hafa verkfallsrétt og hvort síðast gerðir kjarasamningar eigi að vera í gildi, opinberar gerspillta og hrokafulla einstaklinga með ægilegar einræðis tilhneigingar. Þessum formönnum virðist svo mjög í mun að fá að vera með í loddaraleik flokkadrátta að þeir gefa dauðann og djöfulinn í það þó þeir stórskaði verkalýðshreyf- inguna og það ekki bara í bráð heldur mun nú óhætt að bóka að til þessa álits fjórmenninganna verði litið eftirleiðis þegar ríkj- andi stjórnir þurfa á að halda, a.m.k. svo lengi sem þessir for- menn verða enn sem slíkir í fél- ögunum. „Mesta geggjunin“ er sú stórhættulega afstaða sem form. VMSÍ,. Verkal. og sjó- mannafél. Bolungarvíkur, Verkal. og sjómannafél. Kefla- víkur og Verkalýðsfél. í Þorláks- höfn hafa í þessu máli. Félag bókagerðarmanna send- ir almennum félagsmönnum í þeim félögum er þarna áttu sína formenn baráttukveðjur. Jafn- framt ítrekar FBM kröfuma: Samningana í gildi og samnings- réttinn strax. Fatlaðir Fleiri í starfs- þjálfun Starfsþjálfun fatlaðra hóf ann- að starfsár sitt, í núverandi mynd, í septemberbyrjun. Nem- endurnir eru tuttuguogfjórir, en það er umtalsverð fjölgun frá í fyrra. Hjá starfsþjálfun fatlaðra er megináhersla lögð á greinar sem að gagni mega koma úti á vinnu- markaðinum, s.s. tölvunotkun, verslunarreikning, bókfærslu, ís- lensku, ensku og samfélagsfræði. Námið er einkum ætlað fólki sem hefur náð 17 ára aldri og hefur fatlast vegna slysa eða sjúkdóma. Kennt er í Hátúni 10 A, 4 til 6 stundir á dag fimm daga vikunn- ar, en reiknað er með því að nám- ið taki þrjár annir. Nýr hópur nemenda verður tekinn í skólann í janúar n.k., og er umsóknarfrestur til loka októ- bermánaðar. HS Megináhersla á greinar sem nýtast á vinnumarkaðinum. ____________MINNING___________ Haraldur Bjömsson Fœddurló. 5.1917-Dáinnló. 9.1988 Hugurinn leitar til upphafsins því þar er Halli B jöss og tíminn er mjúkur. Pabbi og Halli eru að tefla - og ég læri mannganginn. Halli er á sjónum. Hekla gýs 1947, pabbi fer austur á Kamba- brún og ég er með og Halli er með. Á bak við Halla er Sirrý og þau búa á Snorrabrautinni og þau búa uppi við Ás með tvær litlar stelpur og einn lítinn strák. „ Þú ert að stækka,“ segir Halli. „Það þarf að hafa gætur á öllu. Einn varð svo stór að hann varð að stíga á stól til að setja á sig hatt- inn. Nei! Hvað er’ðetta- varðstu tíu ára í dag? - Láttu hvorki skin né skúr skipta þínu sinni. Vertu alla ævi trúr skugleði þinni...“ Hann Halli er farinn yfir heiðina. Forðum fór hann marg- ar heiðar. Af sumum kom hann blautur og þungur en af öðrum reifur og glaður. Marga góða ferð fóru þau Halli og Sirrý með for- eidrum mínum og mörg var stundin góð við spil og spjall. Oft var dvalið í Ölfusborgum. Og indælt var austan Hellis- heiðar að hitta þau hjónin þegar þau urðu sextug. Hve þau nutu þess að vera með börnum og barnabörnum. Hann Halli er farinn yfir heiðina með mestan partinn af vísunum sínum - sem voru svo snjallar. Þær vöktu okkur gleði eða kipptu í brjóstið í okkur: Hrasir þú í heimsin ís og hjálpar viljir kalla- á augabragði er þér vís aðstoð - til að falla. Hann dreifði þeim af örlæti og hélt þeim lítið til haga. Vonandi hafa þó einhverjar verið færðar á blað. Honum Halla fylgja okkar bestu kveðjur. Við þökkum hon- um fyrir þann þátt sem hann átti í okkar barnatilveru og að hann reyndist alltaf vera sá öðlingur sem barnssálin krafðist - einnig eftir að barnið óx úr grasi. Við bræðurnir, systir okkar og móðir kveðjum Halla með heitu hjarta. Við horfum á eftir vini á heimleið til hvfldar að loknu samstarfi dagsins - og dagurinn var oft erf- iður. Sirrý, Inga, Rannveig og Þröstur - og allt ykkar fólk -, innilegar samúðarkveðjur og um leið þakkir fyrir okkar góðu sam- skipti. Hann Halli er farinn yfir heiðina hinstu. Af henni ofan kemur hann reifur og glaður því þar hittir hann pabba minn, hann Pétur Sumarliðason, sem fagnar honum hjartanlega. Þeir heilsast og faðmast og eru aftur orðnir þrítugir í kroppnum og taka sér göngutúr að njóta tilverunnar. Og ekki eru það vandræðin með húsnæðið fyrir Halla. Það er pabbi löngu búinn að gera klárt fyrir komu hans og öll híbýli eru til reiðu. Þegar fram líða tímar munu þeir svo stækka dálítið við sig til að geta fagnað ástvinum sínum. Þar verður sannarlega tekið vel á móti okkur öllum. Gísli Ol. Björnsson Haraldur Haraldur Björnsson, sem í dag er til moldar borinn, var um ára- bil starfsmaður Þjóðviljans. Af- greiðslumaður hans reyndar, en sá starfi hefur aldrei þakklátur verið og dregur að sér kvabb óendanlegt og krefst fundvísi á skyndileg bjargráð á degi hverj- um. Samverkamaður frá þeim sí- blönku en um margt ljúfu dögum vill nú að leiðarlokum færa Har- Bjömsson aldi þakkir fyrir þá samfylgd og góð kynni. Og um leið fyrir þann liðsauka sem Þjóðviljinn hefur lengi síðan átt í börnum þeirra Sirrýar - Ingibjörgu, Rannveigu og Þresti. Þjóðviljinn sendir fjölskyldu og vinum Haraldar Björnssonar innilegar samúðarkveðjur. Árni Bergmann 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 1. október 1988

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.