Þjóðviljinn - 01.10.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.10.1988, Blaðsíða 5
FRÉTTIR Stöðuveitingar Umdeildur maður skipaður deildarstjóri Erlendur Kristjánsson skipaður deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu. Birgir annar menntamálaráðherra Sjálfstœðisflokksins sem hampar Erlendi Asíðasta ríkisráðsfundi ríkis- stjórnar Þorsteins Páissonar var gengið frá nokkrum stöðu- veitingum samráðherra hans. Þar vekur einna mesta athygii að Erlendur Kristjánsson var skip- aður deildarstjóri í menntamála- ráðuneytinu. En hann hefur heist unnið sér til frægðar að eiga í erf- iðleikum með að skilja muninn á 60 þúsund krónum íslenskum og 60 þúsund dönskum. Erlendur sat í undirbúnings- nefnd fyrir Norðurlandaráðsþing æskunnar í Reykjavík 1985. Um- samið var að hann fengi í hend- urnar 60 þúsund krónur danskar til að greiða kostnað við undir- búning þingsins. En í fjárhags- áætlun og öðrum pappírum talaði Erlendur alltaf um 60 þúsund krónur íslenskar. Um þetta spunnust miklar deilur í sam- starfsnefnd Norræna félagsins og Æskulýðssambands íslands og blandaðist danska Æskulýðssam- bandið þar inn í en það bar fjár- hagslega ábyrgð á þinginu. Þetta mál var rakið í Helgar- póstinum á sínum tíma en Sverrir Hermannsson, þáverandi menntamálaráðherra, reddaði Erlendi fyrir horn. Þess var kraf- ist að Erlendur greiddi mismun 60 þúsunda íslenskra og 60 þús- unda danskra. Til að geta staðið í skilum við danska Æskulýðssam- bandið sótti ný samstarfsnefnd Norræna félagsins og íslenska Æskulýðssambandsins um styrk hjá menntamálaráðuneytinu og fékkst hann. Birgir ísleifur Gunnarsson lét það síðan verða eitt af sínum síðustu verkum að gera Erlend að deildarstjóra í menntamálaráðuneytinu. Erlendur hefur einnig verið umdeildur fyrir störf sín sem æskulýðsfulltrúi ríkisins, en hann lét breyta reglum um Æskulýðs- ráð ríkisins þannig að minni landssambönd koma ekki full- trúa sínum í ráðið. Þar sitja nú fulltrúar örfárra landssambanda og vakti þetta mikla gremju hjá smærri samböndunum. Á ríkisráðsfundinum var skipun Níelsar Árna Lund sem deildarstjóra i landbúnaðarráðu- neytinu einnig staðfest og Gunn- ar H. Hall var skipaður skrif- stofustjóri á Hagstofu íslands. Ragnhildur Hjaltadóttir var skipuð skrifstofustjóri í sam- gönguráðuneytinu. -hmp 150 þúsund dósir hafa safnast frá miðjum september. Hreinsunarátak Tómar dósir sjaldséðar „Láttu ekki þitt eftir liggja“ Idag er síðasti móttökudagur séu afar sjáidséðar á almannafæri dós sem þau koma með. Mót- fyrir tómar dósir á vegum um þessar mundir. tökustaðir fyrir dósirnar eru allar hreinsunarátaks Reykjavíkur- félagsmiðstöðvar í borginni, auk borgar sem staðið hefur frá miðj- Eftir nokkru er að slægjast Breiðholtsskóla, Foldaskóla, um september. Á þeim tíma hafa fyrir höfuðborgarbörn að safna Ölduselsskóla, Laugarnesskóla safnast yfir 150 þúsund tómar sem flestum dósum því þau fá 2 og á Fríkirkjuvegi 11. dósir og er það mál manna að þær krónur í skilagjald fyrir hverja -grh Reykjavík Hundsama? Viljið þér leyfa hundahald í Reykjavík með þeim skilyrð- um, sem gilt hafa síðustu fjögur ár?“ er spurning sem borgarbú- um gefst færi á að svara seinnip- artinn í október, en borgarráð hefur samþykkt að þá fari fram kosningar um téð húsdýrahald. Kosningar þessar verða ein- hver mesta törn í beinu lýðræði sem sögur fara af í borginni þar sem þær munu standa í viku, frá 24. til 30. október, og verður kjörstaður opinn frá kl. 16 til 19 virku dagana, en frá kl. 14 til 20 helgardagana. Kosið verður í Laugardalshöllinni. Meðal skilyrða sem gilt hafa í þessu efni undanfarin ár má nefna árlega skylduhreinsun á hundum, heimild til að lóga hættulegum hundum, merkingar og ábyrgðartryggingar. Þá hefur þurft skriflegt samþykki sam- eigenda fyrir hundahaldi í sam- býlishúsum. HS Auglýsing Stjórn Kvikmyndasjóös íslands hefur ákveöiö aö örva gerö kvikmynda fyrir börn meö því aö veita nokkrum höfundum kvikmyndahandrita fyrir barna- og unglingamyndir viðurkenningu fyrir handrit sín. Viðurkenningin verður í formi fjár- framlags til frekari vinnslu handritanna, og er til hennar efnt í tengslum við „Markað mögu- leikanna" sem haldinn verður hér á landi 17. - 21. október n.k. „Markaður möguleikanna", er haldinn aö frumkvæöi Norræna starfshópsins um börn og barnamenningu og veröur fjallað þar um börn og lifandi myndir. Þriggja manna dóm- nefnd, tilnefnd af stjórn Kvikmyndasjóös, mun lesa þau handrit sem berast, og velja nokkur úrtil viðurkenningar. Handrit, eöa handritsúrdrættir, eigi lengri en nemur 20 vélrituöum síöum, berist skrifstofu Kvikmyndasjóðs, pósthólfi 320, 121 Reykjavík, í lokuðu umslagi ásamt dulnefni, og réttu höfundarnafni í öðru lokuöu umslagi, eigi síðar en 15. janúar 1989. Niðurstöður dómnefndar munu liggja fyrir 15. fe- brúar 1989. Auglýsing um styrkveitingar til kvi kmy ndagerðar Kvikmyndasjóður íslands auglýsir eftir um- sóknum um styrki tii kvikmyndagerðar. Sérstök eyöublöö fást á skrifstofu Kvikmynda- sjóös, Laugvegi 24, III. hæö, 101 Reykjavík og í menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík. Umsóknum skal skilað á skrifstofu Kvikmynda- sjóðs fyrir 1. desember 1988. Reykjavík, 30. september 1988 Stjórn Kvikmyndasjóðs íslands HEILBRIGÐISEFTIRLIT REYKJAVIKUR Hundahreinsun í Reykjavík Samkvæmt 5. gr. reglugeröar nr. 201/1957 um varnir gegn sullaveiki skulu allir hundar eldri en 6 mánaöa hreinsaöir af bandormum í október- eöa nóvembermánuði ár hvert. Eigendum hundanna er bent á aö snúa sér til starfandi dýralækna í Reykjavík með hreinsun. Viö greiöslu árlegra leyfisgjalda þarf aö framvísa gildu hundahreinsunarvottorði. Eldra vottorö en frá 1. september sl. verða ekki tekin gild. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur Útboð Snjómokstur á Norðurlandi vestra veturna 1988-1989 og 1989-1990 Vegagerðin og flugmálastjórn óska eftir tilboð- um í snjómokstur með vörubílum á eftirtöldum köflum: I. Sauðárkrókur - Sleitustaðir, ásamt Alex- andersflugvelli. II. Sauðárkrókur - Vatnsskarð - Norðurár- dalur. III. Blönduós - Skagaströnd - Húnaver. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkis- ins á Sauðárkróki frá og með 3. október nk. Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14:0C þann 17. október 1988. Vegamálstjóri l Laugardagur 1. október 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.