Þjóðviljinn - 01.10.1988, Page 8

Þjóðviljinn - 01.10.1988, Page 8
Skáldskaparmál í byggðum andfætlinga Margaret Clunies Ross (fyrir miöju) ásamt öðrum þátttakendum for- sagnaþingsins í Spoleto. „Ef siglt er niöur ána á ein- trjáningi blasa oft við krókódíl- ar á bökkunum sitt hvoru megin. Þeim líkar vel að liggja þar í sandinum og sóla sig. Á nóttunni koma þeir svo stund- um í ruslahauga frumbyggj- anna og róta þar í matarleit. Það hefur skapað talsvert vandamál hve mjög þessum skepnum hefur fjölgað á síð- ustu árum. Fyrr á þessu ári át krókódíll bandaríska konu sem var á ferðalagi á þessum slóðum. Og fyrir rúmu ári var kona ein, sem var heimspek- ikennari í háskóla, að fara nið- ur ána á eintrjáningi, og þá gerðist það að krókódíll velti bátnum undir henni, réðst á hana og beit hana mjög heiftarlega í fótlegginn. Henni tókst þó að skríða í leðjunni upp á árbakkann og sleppa þaðan undan ókindinni með því að klifra upp í tré. Þaðan var henni bjargað um síðir, en hún var illa særð.“ Maður skyldi ætla í fljótu bragði að staður sem lýst er á þennan hátt sé tæpast mikið við hæfi norrænufræðings og sér- fræðings í dróttkvæðum. En það er samt í slíku umhverfi sem ástr- ölsku fræðikonuna Margaret Clunies Ross er oft á tíðum að finna. Fræðistörf hennar eru nefnilega tvíþætt: annars vegar leggur hún stund á rannsóknir á norrænum miðaldabókmennt- um, einkum dróttkvæðum og skáldskaparfræðum Snorra Sturlusonar, en hins vegar fæst hún við að kanna þá söngva- og skáldskaparhefð sem enn er lif- andi á vörum frumbyggja lands- ins, hinna fornu Ástralíusvert- ingja, og því skiptir hún tíma sín- um milli bókasafna og kennslu- sala háskólans í Sydney og frum- byggjabyggða í Arnhem-landi. Það er ekki á hverjum degi sem andfætlingar okkar láta sjá sig í Norðurálfu, en Margaret Clunies Ross var meðal þeirra gesta sem sóttu nýafstaðið forn- sagnaþing í Spoleto, þar sem hún hélt fyrirlestur um nokkur atriði í skáldskaparfræðum eddukvæða, og greip fréttamaður Þjóðviljans á staðnum þá tækifærið til að spjalla við hana. Spurningin sem beinast liggur við að spyrja og flestum kemur sennilega í hug er sú hvernig standi á þessum tveimur og harla ólíku áhugamál- um. Þetta byrjaði allt þegar ég var stúdent í Ádelaide. Eg var þá við nám í ensku við háskólann en lagði einnig stund á latínu, frönsku og þýsku. Ég hafði mik- inn áhuga á fornensku, og Fornsagnaþingið í Spoleto Einar Már Jónsson skrifar Annar pistill reyndar á miðaldatungumálum og -menningu. Svo vildi til að sá maður sem kenndi engilsaxnesku var menntaður í hinni gömlu fíl- ólógísku hefð og kunni einnig forníslensku. Það var þó ekki hægt að læra íslensku sem venju- lega háskólagrein, þar sem þessi kennari var ekki sérfræðingur í málinu, en hann kom eigi að síður á fót námshóp manna sem vildu læra það. Fyrst voru aðeins tveir nemendur, ég og annar stú- dent, en svo hætti hann... Við komum saman einu sinni í viku og lærðum undirstöðuatriði mál- fræðinnar og lásum stutta kafla í kennslubók Gordons. Á þessum háskólaárum uppgötvaði ég kenningar Parry og Lords um munnlega kvæðahefð og fékk ég af þeim sökum mikinn áhuga á norrænum fræðum meðan ég var í þessum námshóp: ég gerði mér nefnilega grein fyrir því að á bak við norrænu miðaldabók- menntirnar var munnleg hefð. Þetta mætti vel kalla hefð- bundna byrjun norrænufræð- ings. En hvernig komu svo frum- byggjafræðin í spilið? Eg hafði einnig áhuga á mann- fræði á þessum árum, en í þeirri grein var enginn opinber kennari í háskólanum í Adelaide. Hins vegar var þar starfandi maður, sem hafði samið rit um söngva ástralskra frumbyggja. Hét hann Theodore Strehlow og var sonur þýsks trúboða: hafði hann þannig alist upp meðal frumbyggjanna og kunni tungumál ættbálksins nánast því eins og móðurmálið. En hann stundaði ekki kennslu við háskólann og tók ekki mikinn þátt í háskólalífinu. Einu sinni heyrði ég hann þó flytja fyrirlest- ur um söngva frumbyggjanna, og varð ég mjög heilluð af þessu efni. Mér fannst að hægt myndi vera að beita kenningum Parry og Lords við rannsóknir á menn- ingu frumbyggjanna. En hvernig tókst þér þá að sam- ræma þessi ólíku áhugamál? Á þessum tíma átti ég þess eng- an kost að leggja stund á frum- byggjafræði af hvaða tagi sem væri, svo að ég varð að stefna í aðra átt: ég ákvað sem sé að fara „íslensku leiðina“ fremur en „frumbyggjaleiðina“, og hélt til Oxford árið 1963 þar sem ég fór að læra hjá Gabriel Turville- Peter. Þar sem ég hafði ekki stundað neitt formlegt nám í ís- lensku, þurfti ég að fara alla námsbrautina, en það tók mig ekki nema tvö ár í stað þriggja: lagði ég stund á miðaldabók- menntir og lærði eins mikla ís- lensku og kostur var á. Eftir það fékk ég smá kennslustöðu í Ox- ford, sem ég gat haft í þrjú ár, og byrjaði þá að semja doktorsrit- gerð um Ragnarsdrápu Braga Boddasonar. Pví verki hélt ég svo áfram í Kaupmannahöfn vetur- inn 1968-69, en hélt jafnframt áfram að læra íslensku við há- skólann þar. Þessa ritgerð varði ég, en hún hefur ekki birst nema í brotum, í formi tímaritsgreina. Að náminu loknu fékk ég svo kennarastöðu í forníslensku og fornensku við háskólann í Sy- dney árið 1969, og hef ég starfað þar síðan að undanskildu einu ári sem ég var í Cambridge. Hvernig gastu svo komist inn á braut frumbyggjafræðanna? Árið 1971 giftist ég mannfræð- ingi að nafni Les Hiatt, sem fékkst einkum við rannsóknir á frumbyggjum Ástralíu, og þrem- ur árum síðar fórum við að undir- búa leiðangur til Arnhem-lands í Norður-Ástralíu. Eiginmaður minn hafði fengist við rannsóknir á ættbálki þar síðan 1958, hann kunni tungumálið og hafði undir höndum segulbandsupptökur. Ég var eitt ár að undirbúa þennan leiðangur og las á þeim tíma það sem hafði verið skrifað um landið og menningu þess og byrjaði jafnframt að læra tungumáljð. Árið 1975 fórum við svo til Arnhem-lands og tjölduðum fjóra mánuði meðal frumbyggj- anna. Hvernig eru landkostir á þess- um hálfum? Svæðið þar sem ég hef dvalist eru stórir árósar, og er svört leðja á bökkum árinnar og mangrófu- tré. Þjóðin sem þar býr er kölluð „Anbarra" - en það orð þýðir einmitt „árós“ - og dvelst hún nú að miklu leyti í byggð sem ástral- ska ríkið hefur komið upp, en þó halda hinar hefðbundnu lífsvenj- ur áfram. Áður fyrr sváfu menn einfaldlega á jörðinni í kringum varðeld um þurrkatímann og höfðu eigur sínar á palli, en nú hafa þeir tjöld. Yfir regntímann, sem nær yfir sumarmánuðina, búa menn í skýlum sem þeir reisa. Meðal fæðutegunda eru fiskar og höggormar. Tungumál ættbálksins heitir á málinu sjálfu „gijingarli" en aðrir kalla það „burarra". Þeir sem tala þetta mál eru um fjögur hundruð og um tvö hundruð og fimmtíu til viðbótar tala skyldar mállýskur, en það þykja stórir tungumálshópar í Arnhem-landi. Hvað málfræði snertir er þetta tungumál talsvert flókið, því að bæði eru notuð forskeyti og við- skeyti. Má taka sem dæmi sagn- orð eins og „rnbuna" sem þýðir „ég slæ það“: „m-“ þýðir „ég- það“, „bu-“ er sagnstofninn „að slá“, og ,,-na“ táknar nútíð. Nafn- orð skiptast í fjóra flokka, sem eru svipaðir og málfræðileg kyn í evrópumálum og einkennast hver af sínu forskeyti. Eru einhver tengsl milli þessara ólíku áhugamála þinna? Því meir sem maður kynnist ís- iendingum og frumbyggjum Ást- ralíu því ólíkari finnst manni að þessar þjóðir og menning þeirra séu. En þó finnst mér þrennt, sem skiptir mig máli, vera sam- eiginlegt. Bæði íslendingar á miðöldum og ættbálkurinn í Arnhem-landi hafa auðuga munnlega hefð, þeir meta andann mikils og þá sem eru andans menn, og svo er það þriðja sem ég hef sérlegan áhuga á: báðir hafa skapað alveg sér- stakt tungumál fyrir skáldskap, - skáldamál. Hafa rannsóknir mín- ar á báðum sviðunum einkum snúist um þetta þriðja atriði. Hvað hefurðu komið oft tii ís- iands og hvað hefurðu dvalist oft meðal frumbyggjanna? Ég hef komið tvisvar til íslands og ég hef nú dvalist fimm sinnum á Arnhem-landi. Er hægt að lýsa í stuttu máli þessari andlegu menningu Anbarra-ættbálksins? f þessum ættbálki eru það gamlir menn sem hafa það hlut- verk að varðveita andlega hefð þjóðarinnar. Ungir menn og kon- ur flakka um og safna fæðu, en gamlir menn sitja heima við og verja tímanum í að ræða heimspekileg málefni, syngja og mála myndverk, og þannig sjá þeir um að þessi dýrmæta þekk- ing gleymist ekki. Það er einnig þeirra hlutverk að sjá um alla helgisiði ættbálksins, en þeir skiptast í tvennt: venjulega helgi- siði sem eru gjarnan hafðir um hönd á kvöldum, og svo sérstaka helgisiði í tilefni af mannsláti, manndómsvígslu og slíku. Stærsti þáttur helgisiðanna eru söngvarnir, sem eru ekki langir hver um sig en hægt er að flétta saman í langa bálka. Þannig er hægt að halda áfram að syngja klukkustundum saman. Efni söngvanna eru goðsögur um goð- in sjálf eða yfirnáttúrulega at- burði. Söngvarnir segja þó ekki þessar sögur heldur vísa þeir til þeirra og atburða úr þeim, og eru sögurnar sjálfar sagðar í óbundnu máli og ganga þannig mann fram af manni. Þessir söngvar eru mjög flóknir. Þeir eru á sérstöku tungumáli, sem er gerólíkt venju- legu máli hvað snertir orðaforða, málfræði og setningafræði. Sem dæmi má nefna að sólin heitir „marnga“ á venjulegu máli en „walirr" á skáldamáli, og orðið „tré“ er „jerpa" á venjulegu máli en „kalunggur“ á skáldamáli. Hægt er að læra þetta skáldamál og hef ég gert það, en það er aldrei notað nema í söngvum og væri sennilega erfitt að beita því í daglegu lífi. Bragarhættirnir eru einnig mjög flóknir, en þeir eru nátengdir lögunum sem kvæðin eru sungin undir. Laglínan er ekki flókin í sjálfu sér og liggur oftast á þremur eða fjórum nót- um, en hljóðfallið er harla snúið og margbreytilegt. Þessir frum- byggjar hafa tvenns konar hljóð- færi: tvo viðarbúta sem slegið er saman til að mynda hljóðfallið og svo hola trjábúta sem eru notaðir sem blásturshljóðfæri og kallast „dijeridu". Hvað hefur þú birt nú þegar um rannsóknir þínar á þcssum tveimur ólíku sviðum? Ég hef þegar gefið út eina hljómplötu með söngvum þess- ara frumbyggja í Arnhem-landi og önnur er að koma alveg á næstunni. Auk þess hef ég birt margar greinar og skrifað rit um „Söngva frumbyggja Ástralíu" í samvinnu við tónlistarfræðing að nafni Stephen Wild. En á hinu sviðinu hef ég nýlega gefið út bók sem nefnist „Skáldskaparmál Snorra Sturlusonar og kenningar miðaldamanna um tungumálið". e.m.j. Ýmsar frumbyggjaþjóðir Ástralíu eiga fjölbreytta skáldskapar- og söngvahefð. Rætt við Margaret Clunies Ross um rann- sóknir hennar á norrænum kveðskap og frumbyggjum Astralíu. 8 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 1. október 1988

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.