Þjóðviljinn - 01.10.1988, Side 9

Þjóðviljinn - 01.10.1988, Side 9
Auglýsing um FRAMLENGINGU Á VERÐSTÖÐVUN TIL 28.FEBRÚAR 1989 íkisstjórnin hefur ákveðið samkvæmt lögum um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti að framlengja gildandi verðstöðvun til 28. febrúar 1989, með þeirri breytingu að heimilt verður að hækka verð vöru og þjónustu sem nemur sannanlegri hækkun á erlendu innkaupsverði eða hækkun á verði á innlendum grænmetis- og fiskmörkuðum. Jafnframt hefur ríkisstjórnin falið Verðlagsstofnun að framfylgja ákvörðun þessari. Vill stofnunin koma eftirfarandi atriðum á framfæri um framkvæmd verðstöðvunarinnar. VERSLUNARFYRIRTÆKI Innflytjendum er heimilt aö hækka verö í sam- ræmi viö hækkun erlends innkaupsverös þ.m.t. vegna breytinga á gengi. Jafnframt er smásölu- verslunum heimilt aö hækka verö í samræmi viö hækkun innkaupsverðs. Álagning í heildsölu og smásölu skal ekki vera hærri að krónutölu en hún var við upphaf verðstöðvunar 27. ágúst s.l. Innflytjendum er skylt aö senda Verðlags- stofnun verðútreikninga yfir innfluttar vörur áöur en sala hefst. Sé um verðhækkanir í erlendri mynt aö ræöa skal afrit af vörureikningi og toll- skýrslu fylgja meö veröútreikningum svo og vörureikningur fyrir síöustu sendingu. Skulu gögn þessi vera í höndum Verðlagsstofnunar a.m.k. tveimur virkum dögum áöur en sala hefst. FRAMLEIÐSLUFYRIRTÆKI Framleiðendum og þjónustufyrirtækjum er heimilt OG ÞJÓNUSTUFYRIRTÆKI að hækka verö í samræmi viö hækkun á erlendum aöföngum. Tilkynnjngar um fyrir-hugaðar veröbreytingar skulu berast Verölagsstofnun a.m.k. 10 dögum áöur en þeim er ætlað aö taka gildi ásamt greinargerð um ástæöur verðbreytinganna. SAMGÖNGUFYRIRTÆKI Samgöngufyrirtækjum er óheimilt aö hækka verö nema aö fengnu samþykki Verðlagsráðs. Sama gildir um fyrirtæki í öörum greinum þar sem í gildi er verö sem Verðlagsráð hefur ákveöiö. ✓ Oheimilt er á verðstöðvunartímabilinu ef það er kaupendum í óhag að breyta þeim afsláttarreglum og greiðslukjörum sem í gildi voru 27. ágúst 1988. VERÐIAGSSTOFNUN 30. september 1988 KÁTAMASKÍNAN / ÍAM $\br

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.