Þjóðviljinn - 01.10.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 01.10.1988, Blaðsíða 11
ERLENDAR FRETTIR Sovétríkin Gorbatsjov hefur tögl og hagldir Völd Lígatsjovs og Tsjebríkovs stórlega skert og Gromyko hverfuraf sviðinu við fimmta mann Míkhaíl Gorbatsjov gekkst í gær fyrir viðamestu hreinsunum í kommúnistaflokkn- um frá því hann var kjörinn aðal- ritari árið 1985. Andrej Gromyko forseti lætur af störfum og völd- um fyrir aldurs sakir og Jegor Lígatsjov, „hugmyndafræðing- ur" flokksins og höfuðfjandi Gor- batsjovs, verður formaður nýrr- ar landbúnaðarnefndar mið- stjórnar. Einsog kunnugt er var 300 manna miðstjórn flokksins kvödd saman til fundar með óvenju skömmum fyrirvara. Hver dagskrá fundarins yrði var algert hernaðarleyndarmál en þó þóttust sovétfróðir fréttaskýr- endur sjá ýms merki þess að Gor- batsjov hygðist „hreinsa til" í hí- býlum sínum. Og það kom á dag- inn. Auk Lígatsjovs var það boð látið ganga út að Viktor Tsjebrík- ov, yfirmaður KGB, fengi annan starfa. M.ö.o., hann yrði lækkað- ur í tign. Auk Gromykos fara fjórir aðrir forystumenn á eftir- laun, þeirra á meðal er Anatolíj Dobrynin, en hann er manna fróðastur um bandarísk málefni enda var hann um langt árabil sendiherra Sovétmanna í Was- hington. Nýr „hugmyndafræðingur" flokksins er Vadím Medvedev, 59 ára gamall umbótasinni, og verður hann að auki fullgildur fé- lagi í stjórnmálaráði flokksins. Það var þessi sami Medvedev sem greindi frá því sem hér kem- ur fram á blaðamannafundi í Moskvu. Hann kvað mannaskiptin styrkja Gorbatsjov í sessi og gefa perestrojku byr undir báða vængi. „Perestrojkan eflist jafnt og þétt," sagði hann eftir að hafa gert grein fyrir nýmælunum. Hann bætti því við að fundur miðstjórnarinnar hefði staðið í tæpa klukkustund og að allar til- lögur aðalritarans hefðu verið samþykktar einróma. Gromyko er 79 ára gamall og gegndi sem kunnugt er embætti utanríkisráðherra í tæpa þrjá ára- tugi áður en hann var kjörinn forseti árið 1985. Hann þjónaði öllum leiðtogum Sovétríkjanna að Lenín undanskildum. Þeir sem setjast í helgan stein auk Gromykos eru Míkhaíl Sol- omentsev, Pjotr Demitsjov, Vla- dímír Dolkigh og Dobrynin. Af þessum valinkunnu sóma- mönnum var Solomentsev vald- amestur. Hann var fullgildur fé- lagi í stjórnmálaráðinu, einsog Gromyko, og formaður hinnar voldugu Eftirlitsnefndar flokks- ins. Medvedev skýrði frá því að Lígatsjov yrði formaður nýrrar landbúnaðarnefndar og yrði það hér eftir höfuðverkefni hans að sjá um að auka framboð af kjöti og grænmeti í sovéskum verslun- um. Það er kunnarra en frá þurfi að segja að skortur á matvöru er mikið vandamál eystra og hefur Gorbatsjov ítrekað lýst því yfir að gera þurfi stórátak á því sviði, það sé eitt af forgangsverkefnum perestrojkunnar. „Hugmyndafræðingur" flokks- ins hefur undanfarin ár gengið næstur aðalritara að völdum. Míkhaíl Súslov var fyrsti stýri- maður Leóníds Brezhnevs en Lígatsjov er hinsvegar á öndverð- um meiði við Gorbatsjov í veigamiklum atriðum, þykir „íhaldsamur". í orði kveðnu styður hann nýsköpun í efnahags- lífi og þjóðlífi (perestrojku) en kveðst hinsvegar andvígur „kjaft- avaðli", þ.e. óheftri umræðu um hvaðeina, glasnostinu góða. Gor- batsjov leggur hinsvegar áherslu á að hvort tveggja sé jafn nauðsynlegt. Auk þess að vera andvígur stefnu Gorbatsjovs er Lígatsjov talinn hafa rennt hýru auga til embættis aðalritara. Hann er sagður hafa reynt að fylkja fjend- um nýsköpunarinnar undir sinn gunnfána og latt þá fremur en hvatt stórræðanna við fram- kvæmd fyrirmæla frá forystunni. Flokkurinn þingar. Á innfelldu myndunum eru frá vinstri: Andrej Gromyko, Jegor Lígatsjov og Anatolij Dobrynin. Því hlaut að koma að því fyrr en síðar að annarhvor viki. Tsjebríkov geldur þess að hafa látið í ljós efasemdir um ný- sköpunarstefnuna, máski væri gengið of Iangt í frjálsræðisátt. Það er óhollt fyrir aðalritara að hafa óhollan mann í embætti yfir- manns KGB og því hlaut Tsje- bríkov að fá nýtt starf. Hann er nú yfirmaður miðstjórnarnefnd- ar sem fer ofan í saumana á rétt- arfari og hegningarlögum. Medvedev sagði að Gorbat- sjov hefði þakkað Gromyko fyrir vel unnin störf í þágu flokks og ríkis og árnað honum allra heilla. Sjálfur tók forsetinn fráfarandi til máls á fundinum. Sér þætti leiðinlegt að vera nú á förum en „...aldurinn segir til sin og maður verður að taka tillit til þess". Og Gromyko bætti við: „Ég er fullkomlega sannfærður um að við gerum rétt með því að beita okkur fyrir byltingarkenn- dum breytingum á öllum sviðum þjóðfélagsins." Reuter/-ks. Kína-Sovét: Þíða eftir 25 ára frost Kínverjum hlýnar í skapi til Sovétmanna Nú stendur til að Qian Qichen, utanríkisráðherra Kína, komi í opinbera heimsókn til Moskvu og samkvæmt austurevr- ópskum heimildum mun hann þar ásamt sovéskum ráða- mönnum undirbúa fund æðstu manna Kína og Sovétríkjanna, sem hugsanlega fer fram ein- hverntíma fyrri hluta næsta árs. Þykir þetta sýna, svo ekki verði um villst, að Kínverjar leggi nú kapp á að bæta samskipti sín við Sovétríkin verulega. Yfir tveir áratugir eru nú liðnir frá því að kínverskur utanrikis- ráðherra kom til Moskvu. Ef af fundi æðstu manna stórvelda þessara verður, þykir líklegt að Míkhaíl Gorbatsjov fari til Pek- ing. Slík heimsókn yrði verulegur sigur fyrir utanríkisstefnu hans, sem m.a. hefur beinst að því að bæta samskiptin við Kína. Eins og kunnugt er, hefur verið kalt milli kommúnísku stórveldanna tveggja frá því í upphafi sjöunda áratugar og stundum allt að því fullur fjandskapur. Talið er að aukin sáttfýsi af hálfu Kínverja gagnvart Sovét- mönnum stafi að verulegu leyti af batnandi samskiptum Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna og óttist Kínverjar að þetta geti leitt til vissrar einangrunar þeirra í heimsmálum ef þeir láti lengur hjá líða að bæta samskipti sín við hitt kommúníska stórveldið. Gorbatsjov lýsti fyrir löngu yfir vilja sínum til að hitta æðstu menn Kína að máli, en hefur hingað til fengið tómlegar undir- tektir. Kínverjar hafa krafist þess að Sovétmenn sýni áður sáttfýsi með því að kalla her sinn heim frá Afganistan, fækka í herjum sín- um við landamæri Kína og þvinga bandamenn sína Víetnama til að kalla her sinn frá Kampútseu. Sovétmenn hafa þegar hafist handa um að ganga að tveimur fyrstnefndu skilyrðunum, og lík- legt þykir að þeir séu fáanlegir til að leggja að Víetnömum að hraða heimkvaðningu hersveita sinna frá Kampútseu. Kínverjar halda því fram, að Víetnömum, sem eiga í miklum efnahagsörð- ugleikum, hefði verið ómögulegt að halda úti herjum sínum í Kam- pútseu síðan 1979 án mikillar efnahagsaðstoðar frá Sovétríkj- unum. Rauðu kmerarnir illræmdu, sem öflugastir eru þeirra þriggja kampútseönsku hreyfinga, sem berjast gagn Ví- etnömum og stjórn skjólstæðinga þeirra í Pnompenh, fá hinsvegar mestan Kína. hluta vopna sinna frá ReuterAdþ. Laugardagur 1. október 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 Indland-Bangladesh Samráð um raöstafanir gegn flóðum 2600 sagðir látnir af völdum flóðanna í Bangladesh Indland og Bangladesh komu sér sainan um það á þriðjudag s.l., eftir margra ára deilur, að vinna saman að því að finna ráð til að koma í veg fy rir tjón af völd- um flóða, sem svo að segja árlega valda verulegum og stundum gífurlegum skaða í löndum þess- um báðum. Samkvæmt tilkynn- ingum yflrvalda hafa nú um 2600 manns farist af völdum flóðanna miklu, sem undanfarið hafa hrjáð einkum Bangladesh. Sömu flóð hafa einnig valdið miklu tjóni í Indlandi og þar hafa hundruð manna farist, að sögn yfirvalda. En ekki er ósennilegt að raunveruleg dánartala af völd- um flóðanna sé hærri. Rajiv Gandhi, forsætisráð- herra Indlands, og Hossein Mo- hammed Ershad, forseti Bangla- desh, ákváðu eftir sex klukku- stunda fund að skipa rannsókna- hóp í málið. Á hópurinn að skila áliti eftir sex mánuði. Hann á meðal annars að taka til athugun- ar indverska tillögu um að byggja þrjár stíflur í Brahmaputra, þar sem fljót þetta rennur um Norðaustur-Indland og grafa 324 kílómetra langan skurð yfir Bangladesh milli Brahmaputra og Ganges, en það eru stjórfljót þessi tvö, sem mestum skaða valda á árstíð monsúnregnsins. Vonast er til að með mannvirkj- um þessum verði ekki einungis hægt að hafa hemil á flóðunum, heldur og að safna vatni til áveitna á tímabilinu frá des. til maí, en þá er úrkomulítið. Gal- linn við skurðgraftrarfyrirætlun- ina er hinsvegar sá, að við þær framkvæmdir myndi eyðileggjast talsvert flæmi ræktaðs lands í Bangladesh, en menn greinir á um hversu mikill sá skaði yrði. En við þesskonar missi má Bang- ladesh síst. ReuterAdþ.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.