Þjóðviljinn - 01.10.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 01.10.1988, Blaðsíða 1
Kennslustofurnar liggja tvær og tvær saman og gluggi á milli. Hér vinna tveir kennarar saman með 8 og 9 ára bekki. Vesturbæjarskólinn Hér bregða krakkarnir í Vesturbæjarskólanum í leik, en í komandi framtíð verður bókasafn skólans í þessu plássi sem er í miðju hússins þannig að allir eiga greiðan aðgang að því. Gamall skóli ínýtt hús Kristín Andrésdóttir: Við erum hæstánægð meðhúsið. Við erum mjög ánægð með þetta nýja hús, það er ólýsan- legur munur á þeirri vinnuað- stöðu sem nemendum og kennurum er boðið upp á hér og var í gamla skólanum við Öldugötu. Húsnæðiðerþann- ig upp byggt að tvær al- mennar kennslustofur liggja saman með eitt lítið herbergi á milli sem nýtist báðum bek- kjunum. Þetta hentar mjög vel fýrir okkur því við hér í skóla- num leggjum áherslu á náið samstarf á milli bekkja, sagði Kristín Andrésdóttir, skóla- stjóri Vesturbæjarskólans, en skólinn er nýfluttur í nýtt húsn- æði við Sólvallagötu. Þegar skólastarfið hófst í nýja húsinu buðu foreldrar nemendum til veislu. Þeir sem komið hafa í nýja hús- ið hafa haft á orði að þetta sé sérstaklega vel heppnuð bygging fyrír skóla. Húsið er á tveim hæð- um, en hægt er að koma inn í þær báðar beint af skólalóðinni, Ekki er enn lokið frágangi skóla- lóðarinnar en hún á eftir að setja svip sinn á umhverfið. Myndir Jim Smart þannig ber innganga skólakrakka rólegra yfirbragð en þegar heilum skóla er hleypt inn um sama inngang eftir frímínútur. Á neðri hæð skólans eru kennslu- stofur sem lokið er við en ekki hefur enn verið gengið frá leik- fimisalur, skólaeldhúsi og sam- komusal sem jafnframt á að ný- tast sem félagsaðstaða fyrir ne- mendur. Á neðri hæðinni er einn- ig vinnuaðstaða fyrir kennara og skrifstofur skólans. Á efri hæð skólans er kennslustofur, sauma- stofa, smíðastofa og rými fyrir bókasafn er á efri hæðinni fyrir miðju húsi; þanníg eiga allir greiðan aðgang að safninu. Ingimundur Sveinsson arkitek teiknaði húsið, og vann j afnframt að hönnun skólalóðarinnar ásamt Magnúsi Tómassyni lista- manni, en hún er ekki fullfrá- gengin. Athygli vekur að safnað hefur verið gríðalegu magni af grjóti á lóðina sem nú er verið að hlaða upp. Ekki er að efa að lóðin á eftir að setja mikinn svip á um- hverfið í gamla Vesturbænum. -sg Laugardagur 1. október 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.